Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 67 Nýkomnar gjafavörur í miklu úrvali frá Spáni, Suður- Ameríku, Indlandi o.fl. Fallegar og frumlegar gjafir við öll tækifæri. Gjafa gallery Frakkastíg 12, sími 511 2760 Í MORGUNBLAÐINU 9. maí sl. var sagt frá því að barn hefði höf- uðkúpubrotnað í Reykjaskóla í Hrútafirði, þegar börn reyndu að reisa við rólu á leikvellinum. Rólan féll á dreng og höfuðkúpubrotnaði hann við það. Í samtali við skóla- stjóra grunnskóla Húnaþings vestra, sem Reykjaskóli fellur und- ir, kom fram að gert hafði verið við róluna fyrr í vetur en hún bilað á ný. Var hún þá lögð til hliðar og börnunum bannað að eiga við hana. Skólastjóri sagði ennfremur: „Leik- tæki við skóla eru oft vandamál. Það mætti vera skilvirkara eftirlit með þeim. Það virðist oft hver vísa á annan í sambandi við þetta mál.“ Eftirlit með öryggismálum í skól- um skiptist á nokkrar stofnanir. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hef- ur eftirlit með öryggismálum utan- dyra í skólum. Heilbrigðiseftirlits- svæði eru 10 á landinu rekin af aðildarsveitarfélögum á hverju svæði. Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með öryggismálum innan- dyra. Byggingarfulltrúi framfylgir byggingareglugerð í skólum en það er fyrst og fremst á byggingartíma. Þessi verkaskipting er skv. verka- skiptareglum milli eftirlitsstofnana sem samþykktar voru á árinu 1997. Eftirlit heilbrigðiseftirlits með skólum á að vera reglubundið gjarnan á 1–4 ára fresti eftir mati hvers eftirlitssvæðis. Það gefur því auga leið að heilbrigðiseftirlitið get- ur ekki haft daglegt eftirlit með því að leiktæki séu í lagi en eins og fram kom í fréttinni var gert við róluna í vetur en hún bilaði á ný. Það hlýtur alltaf að vera rekstr- araðili eða eigandi sem ber ábyrgð á að leikvöllur sé öruggur og leik- tæki í lagi. Ef leiktæki er bilað ber hann ábyrgð á því að ekki sé hætta af tækinu. Jafnframt má ætla að eftir því sem börn séu eldri beri þau ríkari ábyrgð á eigin athöfnum. Á heimilum er það á ábyrgð for- eldra og forráðamanna að börn séu ekki að leik á leiksvæðum eða ann- ars staðar þar sem þeim getur ver- ið hætta búin ef þau hafa ekki aldur eða þroska til. Það getur verið erf- itt að skera úr um hver beri ábyrgð á slysi því hvert mál er einstakt og verður oft ekki leyst úr því nema í sátt milli aðila eða fyrir dómi. Mik- ilvægt er að öll slys séu skráð af rekstraraðila og fengin lögreglu- skýrsla ef ljóst er að slys er alvar- legt. Kalla skal á heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit eða byggingarfulltrúa ef svo ber undir. Hvað varðar rólur, og leiktæki al- mennt, þá eiga þær að vera jarð- fastar og eiga þar af leiðandi ekki að geta oltið um. Ef róla er tekin úr notkun vegna bilunar er eðlilegt að dekk og keðjur séu teknar af, en rólan standi að öðru leyti kyrr á sama stað jarðföst. Þetta slys minnir á slys sem hafa orðið við fótbolta- og handbolta- mörk, þegar mörk hafa fallið ofan á börn og valdið oft og tíðum afdrifa- ríkum slysum. Banaslys geta hlotist af en þótt ekki fari svo illa eru mörg dæmi þess að beinbrot í and- liti af völdum marks valdi barni langvarandi sársauka og lýtum. Vegna þess að börn eiga eftir að taka út vöxt beina í andliti þarf jafnvel endurteknar lýtaaðgerðir til að reyna að laga skaðann. Á vorin aukast boltaleikir og notkun marka og er nú rétti tíminn að minna á hættuna sem getur stafað af laus- um mörkum. Öll mörk eiga að vera jarðföst eins og leiktæki almennt. Rekstraraðili eða eigandi marka á íþróttasvæðum og opnum spark- völlum, sem eru fyrst og fremst íþróttafélög og sveitarfélög, bera ábyrgð á mörkunum. Börn eiga alls ekki að flytja mörkin, reisa þau við og svo framvegis. Fullorðnir sem nýta þessa velli oft á kvöldin eiga alls ekki að losa mörk, sem eru föst og flytja til, nema tryggt sé að þau séu fest jafn tryggilega á nýjum stað. ÁRNI DAVÍÐSSON, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Þverholti 2, Mosfellsbær, SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Sauðárkrókur. Vegna fréttar um slys þegar róla féll á skólalóð Frá Árna Davíðssyni og Sigurjóni Þórðarsyni: SEM fyrrverandi sjómaður verð ég nú að blása rykið af pennastönginni og tjá mig aðeins. Er ekki kominn tími á að þessi ríkisstjórn taki pok- ann sinn og fari aftur heim til mömmu og láti hana breiða yfir sig. Þvílíkt er getuleysið og aumingja- skapurinn í þessari sjómannadeilu, með útvegsmenn og þeirra svipu yf- ir sér, bíðandi eftir því að fá laga- setningu á þessa deilu eins og allar deilur undanfarinna ára, þeir eru og hafa alla tíð verið með þessi grey í vasanum. Ég var til sjós í einhver 28 eða 29 ár, ég man aldrei eftir því að hafa verið hjá útgerð eða útgerðarmanni sem ekki var á bullandi hausnum en ók samt flottasta bílnum og bjó í stærsta og flottasta húsinu, hvernig sem það var nú hægt borgandi millj- ónir með útgerðinni. Staða stjórn- valda í þessari deilu er ekki traust- vekjandi nema síður sé og óheilindin nú í lokin með eindæmum. Fals og fláræði, nú skuli sjómenn og út- gerðamenn ganga frá sínum málum í friði, en annað er nú komið á dag- inn, útgerðarmenn eru búnir að fá sína langþráðu lagasetningu, sjáv- arútvegsráðherra virðist ekki meta eigin orð mikils né telja að taka skuli mark á þeim, hann er sem sé ómerkingur. Þekkir hann þær að- stæður sem sjómaðurinn býr við? fjarvistir frá heimili, börnin líta á hann sem gest sem kemur endrum og eins. Þekkir hann þær aðstæður þegar menn berjast við yfirísingu norður á Hala eða á einhverri fiski- slóð við þetta eyland okkar barátt- una með öllum tiltækum tækjum, spönnum öxum og öðru, berjast fyr- ir lífi sínu og sporna við því að kjöl- urinn snúi upp en ekki niður? Ég tel mig hafa nokkra þekkingu á þessum málum, alinn upp á gömlu síðutog- urunum og með Nýfundnalands- veðrið, stundum kallað júlíveðrið, í farteskinu. Það er þvílík forsmán hvernig ríkisstjórnin kemur fram í þessu máli, maður á ekki orð. Er það framtíðin sem blasir við þegnum þessa lands að Samtök atvinnulífs- ins stjórni ríkisstjórninni bara eftir sínu höfði og hrópi bara við viljum lög? Lög sem hefta launþega í að ráða einhverju um hvort þeir fram- fleyta sínum fjölskyldum á launum eða sveitarstyrk. Þetta er svört sýn en svona er hún bara. Davíð getur verið hreykinn af sér og sínum prel- átum, hér ræð ég og vil engin mót- mæli hafa, þið, mínar strengjabrúð- ur, leikið það hlutverk sem ég úthluta ykkur (samanber sjávarút- vegsráðherra). BENEDIKT BRYNJÓLFSSON, Hátúni 6, 105 Rvk. Sjómannadeilan Frá Benedikti Brynjólfssyni: „YKKUR er ekki óhætt í Betlehem, Palestínumennirnir munu drepa ykkur,“ sagði ungur ísraelskur her- maður með vélbyssu í hönd við veg- artálmann sem lokar fæðingarstað frelsarans frá umheiminum. Engar fortölur dugðu til að fá þremur frið- arsinnum frá Íslandi, Bretlandi og Bosníu hleypt í gegn. Handan stein- steypublokkanna sem lokuðu vegin- um biðu hundruð manna og óendan- leg bílalest í von um fararleyfi. Næsta dag tókst fyrir milligöngu tveggja vina, Ísraelsmanns í Jerúsal- em og Palestínumanns í Betlehem, að komast í borgina eftir krókaleið- um. Við ókum inn í gamalli Mazda- bifreið svo að hruni kominni að alls kyns dynkir og óhljóð bárust undan bílnum. „Engin atvinna, efnahagslíf- ið á núlli, við erum eins og dýr í búri. Ég á ekki einu sinni hundrað dollara í viðgerð á bílnum,“ sagði bílstjórinn sem áður rak blómlega minjagripa- verslun. Fjölskyldan dregur nú fram lífið á fátæklegum matarpökkum Sameinuðu þjóðanna. Boðið var upp á kaffi í glæsilegri versluninni þar sem allar hillur voru troðnar þúsund- um vandaðra minjagripa og skart- gripa sem enginn getur nú keypt. Kirkjan yfir fæðingarstað frelsar- ans var nær tóm. Venjulega troðin pílagrímum en þar sátu nú aðeins tvær gamlar konur og hlýddu á guðs- þjónustu. Úti fyrir gekk líkfylgd á tómu torginu og einstaka heimamaður á röltinu. Ég hitti fyrir mann sem bjó síðustu árin í Betlehem, eftir að hafa verið flóttamaður í Bandaríkjunum. „Húsið mitt var sprengt í loft upp í gær af ísraelska hernum. Ég var að koma heim með börnin úr skóla þeg- ar lætin byrjuðu og við áttum fótum fjör að launa. Ég neyðist til að flýja aftur til Bandaríkjanna með fjöl- skylduna.“ Þrátt fyrir hörmungarnar mætt- um við hvarvetna hlýju og gestrisni. Í flóttamannabúðum varð gömul kona á vegi mínum og bauð inn í kaffi. Húsið virkaði algert hreysi eins og hin húsin í hverfinu, steinhús á fokheldu byggingarstigi aðskilin með þröngum tröppustígum. Gengið var upp stigagang án allra gólfefna og handriða. Hins vegar þegar inn var komið blasti við glæsileg og fullbúin íbúð. Synir konunnar, tengdadætur og barnabörn fylltu stofuna og buðu gestinn velkominn. Undir ilmandi arabísku kaffinu heyrðust nú þungir sprengidynkir. Frá þaksvölum gat ég fylgst með endurteknum sprengingum og síðan vélbyssuskothríð. Sjúkrabílar þustu fram hjá. „Þeir skjóta oft af tilefn- islausu,“ var sagt og mér bent á að vera í skjóli við húsvegg úr skotlín- unni. Næsta dag söfnuðust hundruð friðarsinna saman í Tel Aviv til að dreifa tíu tonnum af matvælum í tvo palestínska bæi. Fjórum vikum áður fór slík ferð í handaskolum þegar ísraelski herinn tvístraði hópnum með táragasi og handtók hóp fólks. Eftir klukkutíma fund þar sem fólk- inu var ráðlagt hvernig best væri að bregðast við hugsanlegu ofbeldi frá hermönnum, eða handtökum, voru nær hundrað bifreiðar númeraðar og merktar fánaveifum til að mynda órjúfanlega bílalest. Fljótlega sáust lögreglu- og herjeppar sem fylgdust grannt með. Í þetta sinn fór allt frið- samlega fram og herinn ruddi veg- artálmana og lét bílalestina í gegn. Við ókum um þorpin þar sem geisl- andi bros veifuðu til okkar úr nær öllum húsum. Matvælin voru af- fermd við mikla ánægju heimafólks- ins sem þakkaði fyrir sig með ilm- andi arabísku kaffi og köldum drykkjum. Ég þakka þeim Íslendingum sem hafa veitt Friði 2000 stuðning und- anfarna mánuði og gert okkur mögu- legt að leggja hönd á plóginn til hjálpar hér í Palestínu. Nánari frétt- ir á heimasíðunni: www.peace.is. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Þakkir frá Ísrael Frá Ástþóri Magnússyni: Þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og atvinnu að und- anförnu vegna stríðsástandsins í Ísrael/Palestínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.