Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðisnefnd samþykkti 5. apríl sl. að þeim fyrirtækjum sem yrðu uppvís að því að brjóta grein 8. 1. í tóbaksvarnarlögum þrisvar sinnum yrði bannað að selja tóbak í þrjá mán- uði og að þeim yrði gert að skila áætl- un um hvernig þau ætli að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni. Jafnframt var samþykkt að nefndin gæti fram- lengt bannið skili viðkomandi ekki fullnægjandi áætlun. Ágreiningur hefur risið um þessa samþykkt nefnd- arinnar og framkvæmd hennar og hafa m.a. Skeljungur hf. og Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum varð- andi hana. Borgarlögmaður telur að sölubann á tilteknum varningi á sölustað falli undir þau þvingunarúrræði sem heil- brigðisnefnd, sem stjórnvaldi, sé heimilt að beina að uppfylltum ýms- um skilyrðum. Almenn ákvörðun nefndarinnar um sölubann geti þó ekki haft annað gildi en sem stefnu- mörkun í málaflokkinum, en eftir sem áður þurfi að taka fyrir og ákveða þvingunarúrræði. 26. grein laga nr. 7/ 1998 heimili takmörkun á starfsemi og því geti heilbrigðisnefnd ákveðið í máli brotlegs söluaðila að beita slík- um þvingunarúrræðum. Tekið er þó fram að það samrýmist ekki stjórnsýslulögum að beita þving- unarúrræðum einungis á grundvelli kannana starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs á sölustöðum tóbaks og kvörtunar í kjölfar þeirra. Sjálf- stæð rannsókn stjórnvalds í hverju einstöku máli sé eftir sem áður nauð- synleg. Nefndin hefur ekki staðið fyrir sjálfstæðri rannsókn „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki sérð að heilbrigðisnefnd hafi staðið fyrir sjálfstæðri rannsókn á meintum brotum og hefur nefndin því ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Þá kemst borgarlögmaður að þeirri niðurstöðu að ekki verði séð af gögn- um málsins að veittur hafi verið and- mælaréttur áður en viðkomandi sölu- aðilar voru áminntir. Bendir borgarlögmaður einnig á að fram komi í bréfi Skeljungs hf. til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) að fyrirtækinu hafi verið neit- að um afrit af kvörtunum varðandi ætluð brot þess á tóbaksvarnalögum. „Þegar kvörtun eða kæra er grund- völlur máls er slíkt skjal tvímælalaust meðal mikilvægustu gagna stjórn- sýslumáls og verður því að telja að verði HER ekki við beiðni um aðgang sé um brot á stjórnsýslulögum að ræða, sem m.a. kann að valda því að ákvörðun sem tekin er í viðkomandi máli kunni að reynast ógildanleg.“ Heilbrigðisnefnd fjallaði um um- sögn borgarlögmanns á fundi sínum í gær og verður umræðu um hana fram haldið á fundi nefndarinnar í dag, skv. upplýsingum sem fengust hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Umsögn borgarlögmanns um þvingunarúrræði heilbrigðisnefndar Ákvæðum stjórnsýslulaga ekki fylgt að öllu leyti EMBÆTTI borgarlögmanns kemst að þeirri niðurstöðu í umsögn vegna ágreinings um þvingunarúrræði heilbrigðisnefndar Reykja- víkur vegna brota á reglum um sölu tóbaks, að ekkert sé því til fyr- irstöðu að nefndin grípi til þvingunarúrræða á grundvelli laga en nefndin hafi ekki vald til að beita refsingum eða refsikenndum við- urlögum. Heilbrigðisnefnd beri að fara að reglum stjórnsýslulaga í störfum sínum og að mati borgarlögmanns hefur nefndin ekki fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga að öllu leyti í þessu máli varðandi rann- sóknarreglu stjórnsýslulaga og andmælarétt. FYRSTA skóflustungan við nýja viðbyggingu Ártúnsskóla var tekin í gær, þegar haldin var hátíð í skól- anum vegna skólaslita. Í nýju bygg- ingunni verða tvær heimastofur, fjórar sérkennslustofur fyrir list- og verkgreinar, raungreinar og tónlist og rými fyrir skóladagvist. Viðbyggingin á að tengja saman skólabyggingar sem fyrir eru með tengigöngum við suðausturhorn skólahússins og við inngang í íþróttahúsið. Samhliða þessum framkvæmdum verður eldra hús- næði skólans breytt og skólalóðin stækkuð um 2.400 fermetra til suð- urs. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er um 130 milljónir króna og eru verklok áætluð fyrir skólabyrjun árið 2002. Fyrsta skóflu- stungan að stækkun Ártúnsskóla Morgunblaðið/Golli Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu Ár- túnsskóla og naut þar aðstoðar nemenda skólans. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fjallar um málið á fundi sínum í dag ÁRSFUNDUR Alþýðusambands Íslands samþykkti að hrinda í framkvæmd sameiginlegum flutn- ingi á starfsemi ASÍ og Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu á einn stað, „helst á sama gólfflöt“, eins og segir í samþykktinni. Er þetta gert í því skyni að efla sam- stöðu og samvinnu milli skrifstofu ASÍ og MFA og auðvelda samnýt- ingu rekstrar- og þjónustuþátta sem unnir eru á skrifstofum beggja m.a. hvað varðar upplýs- ingatækni, útgáfumál og kynning- arstarfsemi. Jafnframt verður hafinn undir- búningur að sameiningu rekstrar- og þjónustuþátta sem unnir eru bæði á skrifstofu ASÍ og MFA. Ársfundir færðir til hausts Ársfundarfulltrúar samþykktu einnig tillögu um að færa ársfundi sambandsins frá vori til hausts og halda þá fyrir lok októbermánaðar. Á síðari degi ársfundarins var einnig samþykkt tillaga um að framlengja umboð kjörnefndar, sem kjörin var í upphafi ársfund- arins, til næsta ársfundar árið 2002. Kom fram í máli fundar- manna að þetta væri gert svo und- irbúa mætti uppstillingu til mið- stjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir ársfundi og reyna að koma í veg fyrir að fundirnir snúist upp í átök um skipan í embætti eins og raunin varð á ársfundinum sem stóð frá mánudegi til þriðjudags. Samþykkt að flytja starfsemi ASÍ og MFA STJÓRN Félags íslenskra náttúru- fræðinga skoðar nú þann möguleika að hefja undirbúning að verkfalli, samkvæmt áskorunum sem stjórn- inni hafa borist frá félagsfundum þorra félagsmanna. Þá hafa náttúru- fræðingar ákveðið að leggja niður störf nk. þriðjudag, 5. júní, og halda félagsfund um stöðu mála í kjara- deilu FÍN og ríkisins og íhuga að- gerðir, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Samningar FÍN við ríkið hafa ver- ið lausir í 7 mánuði og virðist lausn ekki í sjónmáli þrátt fyrir að haldnir hafi verið hátt á þriðja tug funda. Þrúður G. Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri FÍN, segir það mikið bera á milli aðila að varla sé ástæða til að halda fundi. „Hlutirnir eru hreinlega þannig að þeir eru að bjóða okkur kjaraskerðingu upp á 6,5% .“ Í fréttatilkynningu FÍN kemur fram að í síðustu kjarasamningum hafi verið tekið upp nýtt gegnsætt launakerfi að frumkvæði ríkisins sem leyst hafi af hólmi svokallað „holræsakerfi“ sem samanstóð af taxtalaunum og viðbótarlaunum í formi yfirvinnutíma sem engar regl- ur hafi gilt um. Nú vilji ríkið hins vegar ekki tryggja FÍN þann sveigj- anleika í launatöflu sem nauðsynleg- ur sé til að gegnsæi núverandi launa- kerfis haldist. „Það er því boðið upp á að taka upp holræsakerfi að nýju. Slíkt kerfi við launaákvörðun kemur sýnu verst við ellilífeyrisþega sem einungis njóta tengingu lífeyris við taxtabundin laun.“ Hjá ríkinu starfa um 570 náttúru- fræðingar sem eru félagsmenn í FÍN og er Hafrannsóknastofnun stærsti vinnustaðurinn. Náttúrufræðingar leggja niður vinnu NÝTT sendiráð Íslands í Vín í Austurríki var opnað form- lega í vikunni og þar var margt góðra gesta. Meðal þeirra var Páll Pampichler Pálsson, fyrrverandi stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, sem hér er á tali við sendiherrann í Austurríki, Þórð Ægi Óskarsson (t.h.). Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra var viðstaddur opnunina ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðar- dóttur, og í ávarpi sínu minntist hann á Pál í hópi þeirra Austurríkismanna sem hefðu auðgað íslenskt listalíf í gegnum tíðina, auk dr. Franz Mixa og dr. Victors Urbanic. Nýtt sendiráð Íslands í Vín í Austurríki Góðir gestir við opnunina Ljósmynd/Birgit Guðjónsdóttir FLUGKLÚBBUR Mosfellsbæjar mun standa fyrir flugdegi á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ á laugardag í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins, sem stofnaður var 29. maí 1981. Til þess að fagna þeim áfanga hefur ver- ið boðað til afmælishátíðar að hætti flugdaga fyrri tíma á flugvellinum á Tungubökkum. Dagskráin stendur frá klukkan 13 til 17 og þar má líta alls kyns loftför, allt frá litlum flugmódelum upp í þyrlur, auk svifdreka, flugvéla og fallhlífastökks. Dagskránni lýkur síðan með lendingakeppni. Flugklúbbur Mosfellsbæjar er sá stærsti sinnar tegundar á Íslandi með 108 meðlimi og eru yfir 20 flug- vélar innan vébanda klúbbsins. Stór hluti meðlima hefur atvinnu af flugi og í klúbbnum eru jafnframt flestir listflugmenn landsins og stór hluti þeirra sem smíða flugvélar. Flugdagur í Mosfellsbæ DÓMUR Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að aka án ökuréttar var mildaður í Hæstarétti í gær. Manninum var gert að sæta þriggja mánaða fang- elsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann til sex mánaða fangels- isvistar. Frá árinu 1994 hefur maðurinn átján sinnum hlotið refsidóm þar af þrettán sinnum vegna aksturs án ökuréttinda. Í tíu tilvikum hafði maðurinn einnig gerst sekur um önnur umferðarlagabrot. Með tilliti til sakarferils mannsins þótti Hæsta- rétti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Fangelsi fyrir akst- ur án öku- réttinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.