Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 47 skoðuðum hver aðra eins og títt er þegar hópur er að máta sig saman í upphafi nýrra kynna. Nokkrar skáru sig strax úr vegna háralitar, vaxtar- lags eða norðlensks framburðar svo eitthvað sé nefnt, en Kata skar sig úr vegna sinnar fallegu framkomu og hjá henni var hlátur og bros sjaldan langt undan. Kata átti alnöfnu í bekknum og var oft spurning hvern- ig ætti að aðgreina þær. Það leystist þegar á veturinn leið með þeim hætti að þegar hópurinn var að kynna sig fyrir sér eldri leikskólakennurum, sem var til siðs í þá daga, þá kynnti Kata sig með því að segja „Katrín Ólafsdóttir Miklu…mikla..“, en hún átti þá heima við Miklubraut og var þarna snögg að finna leið til að að- greina þær nöfnur. Kata var því oft kölluð eftir þetta Kata mikla og eftir á að hyggja bar hún þetta heiti með rentu. Hún var mikil í okkar augum, hópsins sem hefur hist reglulega í þau 29 ár sem liðin eru frá því að við útskrifuðumst sem leikskólakennarar, okkar sem höfum fylgst með hetjulegri baráttu hennar við veikindi síðastliðin tíu ár. Hún bar sig alla tíð vel þrátt fyrir veikindi. Að kvarta var ekki henni eiginlegt og að taka þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur var aldrei spurning í hennar huga. Við vorum stoltar af Kötu miklu þegar hún dreif sig í framhaldsnám í list- greinum og útskrifaðist um leið og við héldum upp á 25 ára útskriftaraf- mælið okkar. Hópurinn hennar söng við útskriftina og var haft á orði hve hún hefði fallega söngrödd. Við stöll- ur urðum ekki undrandi því Kata lærði söng á sínum yngri árum og þótti efnileg, einnig var hún í Lang- holtskirkjukórnum um tíma. Hún var líka sú sem sló gítarinn í öllum samkvæmum og komu sönghæfileik- ar hennar að góðum notum þegar stýra þurfti hópnum inn á rétta söngbraut. Kata hafði mikla ánægju af starfi sínu, hún vann sem leikskólakennari alla tíð meðan kraftar og heilsa leyfðu. Sumar okkar unnu með Kötu, en hún vann í Barónsborg, Furu- grund og Efstahjalla í Kópavogi áður en hún flutti til Hafnarfjarðar. Alls staðar var hún vel liðin og einstak- lega gott var að vinna með henni og ekki var það verra að hún var til í að koma og vera með söngstundir á deildum þar sem laglausar skóla- systur hennar voru í vanda með að uppfylla þennan þátt uppeldisáætl- unarinnar. Síðustu árin var hún leik- skólastjóri við leikskólann Norður- berg og það var unun að hlusta á hana segja frá starfinu, hún hafði næmt auga fyrir börnum og sá oft spaugilegu hliðarnar á málum. Á skólaárunum kynntist Kata Stefáni sínum og eignaðist með hon- um þrjá efnilega drengi sem við höf- um fylgst með í gegnum tíðina. Kata var stolt af öllum strákunum sínum. Þeirra er söknuðurinn mestur. Kæri Stefán, Eiríkur, Ólafur og Helgi, megi minningin um ástkæra eigin- konu og yndislega móður verða ykk- ur styrkur í sorginni. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. (Halldór Kiljan Laxness.) Okkur fannst við hæfi að kveðja Kötu með uppáhaldsljóði okkar skólasystranna. Kata lést föstudag- inn 25. maí á fallegum sumardegi og það vill svo til að fyrsti sumarmán- uðurinn að gömlu íslensku tímatali er harpa, hefst sumardaginn fyrsta og endar fyrsta föstudag eftir 18. maí, sem var 25. maí. Blessuð sé minning Katrínar Ólafsdóttur. Aðalbjörg Ragna, Gerður, Hildur G., Hildur S., Hrefna, Jóhanna, Ólína, Pálína, Sigríður og Svandís. Elsku Kata okkar. Það er erfitt að kveðja en um leið þökkum við drottni fyrir að veita þér hvíld frá veikindum þínum. Og biðjum hann að blessa minningu þína. Þú munt vaka yfir okkur öllum um ókomna framtíð. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Guð geymi þig og varðveiti elsku vin- kona og frænka. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, - láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, - segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Vikivakar e. Jóhannes úr Kötlum.) Kæri Stefán, Eiríkur, Óli, Helgi og aðrir aðstandendur, megi Drottinn gefa ykkur styrk í ykkar sorg. Matthildur (Matta), Dagbjört (Dæja), Guðný Anna, Steina, Katrín, Jenný, María og Kristín. Það var sorgardagur í leikskólan- um Norðurbergi mánudaginn 28. maí. Frábær starfsfélagi til margra ára, Katrín, var dáinn. Fréttinni var erfitt að trúa þrátt fyrir áralanga baráttu Katrínar við erfiðan sjúk- dóm. Að sjá á bak góðum félaga er sárt og skilur eftir tómarúm. Leiðir okkar Katrínar lágu saman fyrir sex árum þegar ég og fjölskylda mín settumst að í Firðinum. Hófst þá leit mín að atvinnu og varð Norður- berg fyrir valinu. Þar átti Katrín all- an þátt í vali mínu á nýjum vinnu- stað. Það var falleg og geislandi kona sem tók á móti mér og heillaði mig með brosi sínu. Síðar sagði ég alltaf við Katrínu að ég hefði ráðið mig í leikskólann út á brosið hennar! Katr- ín var manneskja sem hafði mikla út- geislun og hreif fólk og ekki síst börn sem umgengust hana. Hún var ávallt glöð, jákvæð og okkur til stuðnings á vinnustaðnum þannig að samskipti við hana voru örugg og þægileg. En hún var ákveðin og stóð fast á sínum skoðunum en virti skoðanir annarra og var það vel. Börn áttu greiðan að- gang að Katrínu og náði hún sérlega vel til þeirra í gegnum söng og gít- arleik. Hún hélt utan um tónlistar- nám barnanna og kenndi okkur hin- um mikið í gegnum áhuga sinn á tónlist í leikskólauppeldi. Hennar draumur var að geta sinnt þessum námsþætti sérstaklega vel í framtíð- inni enda fór hún í framhaldsnám við Fósturskóla Íslands til að afla sér meiri þekkingar á listgreinum fyrir börn. Þrátt fyrir tæpa heilsu á síð- ustu árum var ótrúlegur kraftur í Katrínu. Ekki nóg með að hún starf- aði í leikskólanum heldur var hún virk í 2. deild Félags íslenskra leik- skólakennara og tók að sér mörg trúnaðarstörf í þágu stéttarfélags- ins. Að starfa með Katrínu á þessum vettvangi var ekki síður heillandi en í leikskólanum. Hún hreif fólk með sér og sýndi heilindi í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og ekki vantaði baráttuviljann á þessum vígvelli frekar en öðrum! Hvernig hún tókst á við erfið veikindi með baráttuvilj- ann að vopni er okkur hinum fyrir- mynd og veganesti inn í framtíðina. Ég kveð góðan vin og votta hennar nánustu djúpa samúð á sorgarstund. Anna Borg, leikskólastjóri Norðurbergi. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,“ þannig orti Einar Bene- diktsson í einu kvæða sinna. Nú þeg- ar við kveðjum Katrínu Ólafsdóttur eða Kötu eins og við kölluðum hana minnumst við þess hvað hún gaf samferðafólki sínu mikið með já- kvæðni, hlýju og brosi. Kata var leik- skólakennari og við kynntumst henni fyrst þegar við unnum við leikskóla í Kópavogi, síðar urðu kynnin nánari og meiri eftir að við höfðum allar haf- ið störf við leikskóla Hafnarfjarðar. Árið 1984 hóf Kata störf í Hafnar- firði sem leikskólakennari og síðar leikskólastjóri í leikskólanum Norð- urbergi þar sem hún starfaði meðan heilsan leyfði. Í nokkur ár var Kata leikskólastjóri og sinnti leikskóla- stjórastarfinu með miklum sóma ásamt Guðnýju Steinu. Það er vandasamt að stýra leikskóla en þær náðu að stilla saman strengi sína og leysa þau mörgu og oft flóknu mál sem upp koma í stjórnunarstarfi. Kata var ekki aðeins góður stjórn- andi heldur frábær leikskólakennari og það var unun að sjá hana vinna með börnum þar sem myndlist og tónlist höfðu mikið vægi. Hún fór í framhaldsnám í listgreinum til að bæta við menntun sína á því sviði og naut sín vel á meðal barnanna við skapandi starf, söng og gítarleik. Við vitum að í dag eru margir sam- starfsmenn, foreldrar og börn sem minnast hennar með söknuði og hlýju. Fyrir hönd leikskólanna vilj- um við þakka henni það sem hún lagði af mörkum til leikskólamála í Hafnarfirði. Okkur fannst einstaklega gott að starfa með Kötu, þar sem jákvæðni, traust og það að vera góður hlust- andi voru eitt af hennar aðalsmerkj- um. Hún var mannasættir og tókst ávallt að gera gott úr hlutunum. Þeg- ar sterkir vindar blésu og mikið lá við í málefnum leikskólanna var gott að eiga hana að sem góðan félaga sem hlustaði og gaf góð ráð. Við heimsóttum Kötu nokkrum dögum fyrir andlátið og þá var ekki að finna neinn uppgjafartón þrátt fyrir veik- indin heldur ætlaði hún að koma fljótlega og heimsækja okkur á Skólaskrifstofuna. Við þökkum sam- fylgdina og erum þakklátar fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast Kötu og vera henni samferða á lífs- leiðinni. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Heiðrún og Sigurlaug. Elsku Kata mín, það er svo sárt að kveðja þig, en nú ert þú laus úr viðj- um þjáninganna og er það huggun harmi gegn. Þú varst orðin svo óend- anlega þreytt, það sagðir þú mér er við hittumst í síðasta sinn fyrir um fjórum vikum og skildi engan undra þar sem barátta þín við þennan hræðilega sjúkdóm var orðin svo löng og ströng. Orka þín og elja ár- um saman til að reyna að láta ekki þennan ógnvald, sem krabbameinið er, ná fullum völdum var aðdáunar- verð. Ég heyrði þín fyrst getið 1982 þegar ég byrjaði að vinna í leikskól- anum Furugrund í Kópavogi. Þá varst þú í barnsburðarleyfi eftir fæð- ingu Helga en oft var verið að minn- ast á þig í skólanum þannig að ég var orðin forvitin að sjá þessa Kötu sem augljóslega var mikið saknað af sam- starfsfólkinu. Síðar lágu leiðir okkar saman í leikskólanum Efstahjalla þar sem við urðum vinnufélagar og þá skildi ég hvers vegna þín var saknað svona mikið í Furugrund. Það var hlátur þinn, gleðin, jákvæð- ið, návist þín, virðing þín fyrir börn- unum, bara allt sem þú hafðir að gefa og sá eiginleiki þinn að geta alltaf séð spaugilegu hliðarnar í öllum málum. Snemma árs 1984 fluttuð þið Stefán með drengina ykkar í Hafnarfjörð, en ekki vissi ég þá hvar í Firðinum þið bjugguð. Um vorið sama ár erum við Doddi að leita að stærri íbúð og ákváðum að skoða eina á Hjallabraut 21. Þegar inn á bílaplanið var komið kannaðist ég við einn af bílunum á stæðinu og var að velta fyrir mér hver ætti nú aftur þennan bíl og skýrðist það þegar ég sá nöfnin ykk- ar Stefáns og strákanna á einni af dyrabjöllum hússins. Það varð úr að við keyptum íbúðina fyrir neðan ykk- ur. Þar með hófst gott nábýli sem varði í fjórtán ár eða þar til við Doddi fluttum aftur í Kópavoginn, en sam- band okkar rofnaði ekki við það. Símtöl og heimsóknir af og til en nú finnst mér að símtölin og heimsókn- irnar hefðu mátt vera miklu fleirri. Símtölin okkar, Kata mín, voru bara því lengri sem þau voru færri því við þurftum svo margt að spjalla; skiptast á fréttum af strákunum okk- ar og þeirra viðfangsefnum, fréttir af „gömlu“ samstarfsfólki, leikskóla- málin og ótal margt fleirra. Minningarnar um þig streyma fram í huga minn, það er svo margt sem leitar á. Elsku Kata mín, aldrei mun ég gleyma símtalinu þínu til mín til Bandaríkjanna þegar Doddi var þar á sjúkrahúsinu, mér þótti svo vænt um að heyra í þér. Stuttu eftir heimkomu okkar greindist þú með þennan óvægna sjúkdóm sem engu eirir. Minningarnar eru ótæmandi. Þú að lesa yfir verkefni og ritgerðir fyrir mig er ég var í leikskólakenn- aranáminu og ég að lesa yfir fyrir þig þegar þú varst í framhaldsnáminu. Þú að skrifa grein í Athöfn, tímarit leikskólakennara, sem þú vannst upp úr lokaritgerð þinni úr framhalds- náminu en sú ritgerð fjallaði um um- hverfis- og endurvinnslumál, sem voru þér svo hugleikin. Þetta ár sem þú varst í framhaldsnáminu tók sjúk- dómurinn sig upp aftur hjá þér eftir um fjögurra ára hlé, en ekki lést þú það aftra þér frá að klára námið. Dugnaðurinn í þér var aðdáunar- verður. Þú niðri hjá mér seint á Þor- láksmessukvöld þegar allur karlpen- ingurinn okkar var kominn í ból, þá töluðum við aðallega um hvað við ættum eftir að gera mikið fyrir upp- rennandi aðfangadag í stað þess að fara að sofa, en það var svo gott að eiga smáspjall þegar allir hinir voru komnir í ró. Þú að bjarga mér með tertu fyrir saumaklúbbinn, þegar bökunarofninn minn var í ólagi, og hversu pínlegt það var þegar „stelp- urnar“ báðu mig um uppskriftina að þessari frábæru tertu! Uppskriftina fékk ég seinna og baka ætíð fyrir há- tíðleg tækifæri. Það eru margir sem eiga um sárt að binda við fráfall Kötu og hafa misst svo mikið. Elsku Stefán, Eirík- ur, Óli, Helgi, Friðrika, ættingjar og vinir Kötu, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra frá okkur Dodda og strákunum sem minnast Kötu með þökk fyrir allt. Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, kæra vinkona, með þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Kristín. ✝ Óskar var fædd-ur á Tuma- brekku í Óslandshlíð í Skagafirði 24. janúar 1907. Hann lést 27. maí sl. í Kjarnalundi á Akur- eyri. Foreldrar hans voru Gísli Björn Gíslason bóndi í Tumabrekku, f. 20.7. 1879, d. 29.10. 1955 og kona hans Guðbjörg Þorleifs- dóttir, f. 19.10. 1878, d. 1.2. 1950. Foreldr- ar Gísla voru Gísli Gíslason bóndi í Tumabrekku, f. Hartmann Magnússon, f. 9.10. 1888, d. 23.11. 1980, bóndi á Mel- stað og kona hans Gunnlaug Páls- dóttir, f. 24.8. 1888, d. 26.7. 1968. Börn Óskars og Ástu voru: 1) Gísli Hólm, f. 18.5. 1932, maki Erla Steingrímsdóttir, f. 27.1. 1933, þau eiga 3 syni. 2) Elsa Þórdís, maki Ingimar Skjóldal, f. 29.3. 1937, þau eiga þrjú börn. Elsa átti fyrir eina dóttur, Eygló Jensdótt- ur. 3) Hartmann Halldór, f. 17.2. 1947, maki Anna Frímannsdóttir, f. 16.3. 1948, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörnin eru 19. Óskar var bóndi í Tumabrekku og Þúfum í Óslandshlíð. Vorið 1969 hætti hann búskap og flutti til Akureyrar. Óskar vann þar sem lagermaður hjá KEA til starfsloka. Útför Óskars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 23.8. 1854, d. 6.1. 1921, og kona hans Hólmfríður Jónsdótt- ir, f. 5.11. 1850, d. 2.6. 1932. Foreldrar Guð- bjargar voru Þorleif- ur Þorleifsson, f. 29.5 1850, d. 26.1. 1937, bóndi á Miklabæ og kona hans Elísabet Magnúsdóttir, f. 10.9. 1845, d. 5.2. 1931. Óskar giftist 1. ágúst 1931, Ástu Pá- línu Hartmannsdóttur frá Melstað í Óslands- hlíð, f. 10.8. 1911, d. 25.8. 1981. Foreldrar hennar voru Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust (Epikúros.) Góður vinur er genginn þar sem frændi minn Óskar Gíslason var. Vináttan er orðin löng, allt frá því lítil stúlka var að fara í skólann á köldum vetrarmorgni gangandi langa leið og kom við í Þúfum til að fá samfylgd sonar hans. Þá athug- aði Óskar hvort trefillinn hennar væri vel vafinn um hana og batt hann betur svo henni yrði nú ekki kalt. Börn finna alltaf hvað að þeim snýr. Óskar var afar dagsfarsprúður maður. Hann gekk hægt og rólega að öllum sínum verkum og flanaði aldrei að neinu. Hann bjó snotru búi alla tíð. Hann var afar vand- virkur og hirðusamur með allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stundaði sjó úr Óslandskrók á sín- um yngri árum og þótti „fiskinn“ og gætinn sjómaður. Óskar var hamingjumaður í sínu einkalífi. Þau hjón voru mjög sam- hent og bar aldrei skugga á í sam- búðinni. Hann taldi það sitt mesta lán í lífinu að eignast góða eig- inkonu og mannvænleg börn. Óskar var ætíð glaður og hress og skipti aldrei skapi. Hann var vinsæll af sveitungum sínum og góður félagi. Hann starfaði mikið ásamt konu sinni í Umf. Geisla þegar hann bjó í Óslandshlíðinni. Einnig starfaði hann mikið í félagi aldraðra á Akureyri meðan heilsa og kraftar entust, eða fram á tí- ræðisaldur. Hann kunni frá mörgu að segja, hafði gaman af vísum og kunni mikið af þeim, var hagmælt- ur sjálfur og bókhneigður. Hann safnaði vísum og átti orðið mikið safn eftir sjálfan sig og aðra. Óskar fór ætíð í fjárréttir í sinni heimabyggð og eftir að hann flutti til Akureyrar kom hann á hverju hausti þar til hann var 91 árs og var þá búinn að kom í réttina í 85 haust samfleytt. Þar var hann manna glaðastur, hafði yfir vísur, sagði sögur, kvað stemmur og var hrókur alls fagnaðar. Óskar bar alla tíð mikla tryggð til átthaga sinna og tveimur dögum áður en hann dó sendi hann mynd- arlega gjöf til Átthagafélags Ós- landshlíðar, það var hans síðasta kveðja til æskustöðva sinna. Ég kveð Óskar með innilegu þakklæti fyrir áratuga tryggð og vináttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Margrét. ÓSKAR STEFÁN GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.