Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ÁRANGUR af tollalækkunum á fiski, sem Norðmenn sömdu um við Evrópusambandið árið 1992 er sára- lítil. Virðast önnur atriði en lækk- unin hafa meiri áhrif á sölu fiskjar en lækkunin, að mati prófessors Rögnvalds Hannessonar við Við- skiptaháskólann í Bergen en hann hefur rannsakað breytingar á út- flutningi á fiski frá 1992. Er helsta breytingin sú að mikil aukning hef- ur orðið á útflutningi óunnins fiskj- ar, einkum til landa utan ESB, en sala á unnum fiskiafurðum hefur dregist mikið saman, jafnvel hrunið. Rögnvaldur kynnti niðurstöður sínar á ráðstefnu Viðskiptaháskól- ans í Bergen. Í samtali við Morg- unblaðið sagði hann að sú staðreynd hve útflutningur á óunnum fiski á kostnað unnins hefði aukist, hefði ekki átt að koma á óvart. Margir hefðu þó ekki átt von á þessu þar sem áróður stjórnvalda í tengslum við EES samninginn um tollalækk- anir hefði verið á þann veg að út- flutningurinn myndi aukast veru- lega, á unnum fiskiafurðum sem og öðrum tegundum. Þeim sem fylgd- ust með fiskmörkuðum hefði átt að vera ljóst að í jafn mannfrekum iðn- aði og fiskvinnslu, stæði Noregur illa í samkeppni við láglaunasvæði. Það hefði þó komið á óvart hve lítil áhrif tollalækkunin hefði haft. „Þrátt fyrir að rannsóknin leiði í ljós minni árangur af tollalækkun- um en búast hefði mátt við, tel ég þó ekki að hætta eigi að vinna að slík- um lækkunum,“ segir Rögnvaldur og segir ljóst að aðrir þættir spili inn í útflutning og sölu, svo sem breytingar á afla og fiskveiðistjórn. 175 tegundir fluttar út Gríðarleg aukning hefur orðið á fiskútflutningi frá Noregi, á árunum 1988–1999 þrefaldaðist hann auk þess sem verðið hækkaði um 33%. Í rannsókninni bar Rögnvaldur saman fiskútflutning á árunum 1990–1992 og svo 1997–1999. Á síð- ara tímabilinu fluttu Norðmenn út 175 tegundir fiskjar og fiskafurða, þar af höfðu tollar á 129 verið lækk- aðir. Mest lækkun varð á gervikav- íar en 30% tollur var felldur niður. Algengast var hins vegar niðurfell- ing 12% tolls. Aukning varð á útflutningi 25 teg- unda en samdráttur í útflutningi 88 tegunda. Innan við 5% breyting varð á á útflutningi 62 tegunda. Mikil aukning varð á þeim tíma á eldisfiski, einkum ferskum laxi, en útflutningurinn þrefaldaðist. Út- flutningur á frystum eldissilungi margfaldaðist einnig, en eingöngu til landa utan ESB. Þrátt fyrir tolla- lækkun niður í 3,6% er útflutning- urinn til ESB vart merkjanlegur. Útflutningur á veiddum fiski jókst nærri því eins mikið, um 2,5 falt. Mest var aukningin á frystum heilum fiski, flökum og þurrkuðum, söltuðum og reyktum fiski. Telur Rögnvaldur ástæðu þess að sam- dráttur varð á útflutningi unnins fiskjar margþætta. Fullvinnsla sé dýr og skili ekki vöru sem neytandinn sé reiðubúinn að greiða hátt verð fyrir. Þá hafi Noregur tæplega nægilegt forskot í fiskiframleiðslu til að vinna í sam- keppni við láglaunamarkaði og þriðja skýringin kunni að vera sú að aðgangur Norðmanna að mörkuð- um sé takmarkaður vegna flókinna verndartolla ESB á unnum fiski. Útflutningur á ferskum, söltuðum og frystum þorski tvöfaldaðist á tímabilinu en útflutningur á svoköll- uðum fiskfingrum lagðist nær alveg af. Þá hefur lítil aukning orðið í sölu frosinna fiskstykkja og flaka. Tollur á þorski var felldu niður nema á frosnum bitum og þurrkuðum og söltuðum þorski. Sömu sögu er að segja um t.d. ýsu, mikil aukning hef- ur orðið á útflutningi nýrrar og heil- frosinnar ýsu en sala á frosnum flökum hefur dregist lítillega sam- an. Mest aukning til landa utan ESB Gríðarleg aukning hefur orðið á síldarsölu en það er að langstærst- um hluta til landa utan ESB. Eina aukningin til ESB-ríkja er á frosn- um síldarflökum og óunninni síld. Nær allar síldarafurðir bera toll, frá 3 og upp í 20%. Tollalækkun á ostrum úr 18% í 5,4 átti að auka útflutning þeirra til muna. Hann hrundi hins vegar árið 1992 og hefur ekki náð sér á strik í ESB löndum, en hefur verið lítill en jafn til landa utan ESB. Kræklinga- útflutningur hefur vaxið gríðarlega, en eingöngu til landa utan ESB. Og þrátt fyrir að 30% tollur á gervikavíar væri felldur niður hefur hann ekki haft neina áhrif á söluna til ESB-landa, hún hefur dregist lít- illega saman. Rögnvaldur segir niðurstöðuna ljóslega þá að Norðmönnum beri að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fari að dæla fjármagni í uppbygg- ingu frystihúsa og verksmiðja, þar sem ljóst sé að fullvinnsla afla skili afar litlu. Hefur Rögnvaldur verið óþreytandi við að benda á þetta og átti m.a. nýverið í ritdeilum við rit- stjóra Fiskaren sem er ósammála honum um að hætta beri slíkri upp- byggingu. Í lesendabréfi til blaðsins minnir Rögnvaldur á að lykillinn að framleiðni og velferð sé að selja fiskinn til hæstbjóðanda og verði það til þess að sjávarútvegurinn í norðri tapi í samkeppninni, verði að taka því. „Hvers vegna ekki að stunda sjávarútveg þar sem hagn- aðurinn er mestur?“ spyr hann. Sáralítill ár- angur af tolla- lækkunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VEIÐIEFTIRLITSMENNIRNIR Þorsteinn Einarsson og Sigurður Hjálmarsson voru á ferð á Akranesi á dögunum og hittu þar Odd Gísla- son, útgerðarmann og skipstjóra á Bresa AK. Oddur hefur fiskað vel í vor, m.a. fengið góðan þorskafla inni í Hvalfirði sem er óvanalegt. Ljósmynd/Birgir Þórbjarnarson Bryggjuspjall á Akranesi VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ís- landsbanka hefur stofnað fjóra atvinnugreinasjóði sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum. Í til- kynningu VÍB segir að á undan- förnum árum hafi sú þróun átt sér stað að mikilvægi landaskiptingar í verðbréfasöfnum hafi farið minnk- andi. Ástæður megi rekja til auk- innar alþjóðavæðingar í viðskipt- um, samninga um milliríkja- viðskipti og betri fjarskiptatækni. Viðbrögð fagfjárfesta við því hafi verið í þá átt að auka vægi at- vinnugreina til þess að hækka ávöxtun eigna.“ Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka-FBA, segir að farið hafi verið af stað með sjóðina 12. febrúar síðastliðinn en nú hafi ver- ið að ákveðið að opna þá almenn- ingi. „Nú er komin rúmlega þriggja mánaða reynsla á vöxt þessara sjóða og ekki verður nú sagt að valinn hafi verið besti tími aldarinnar til þess að fara út í slíka starfsemi, hlutabréfaverð hefur sveiflast mikið undanfarna mánuði. En þegar við lítum til þess tíma sem sjóðirnir hafa starf- að verður ekki annað sagt en að ávöxtun sjóðanna hafi verið mjög viðunandi og gefur okkur tilefni til þess að líta björtum augum á framtíðina.“ Atvinnugreinar í örum vexti Friðrik Magnússon, sjóðstjóri VÍB Lífsstíls, segir að lífsgæði fólks hafi aldrei verið meiri en nú: „Fólk hefur meiri frítíma, ferðast meira og eyðir auknu fé í fatnað og afþreyingu. Við stefnum að langtímavexti eigna með fjárfest- ingum í alþjóðlegum hlutabréfum fyrirtækja sem starfa á neytenda- og munaðarvörumarkaði, s.s. framleiðendur fatnaðar, varan- legra neysluvara, fjölmiðlar, hótel, afþreying, veitinga- staðir, bílar og verslunarfyrirtæki. Í neytenda- vöruflokki eru matvöru- og drykkjarframleiðendur, snyrti- vöruframleiðendur o.s.frv. Willy Blumenstein, sjóðstjóri VÍB Tækni, segir að stefnt sé að langtímavexti eigna, aðallega með fjárfestingum í alþjóðlegum hluta- bréfum fyrirtækja á sviði upplýs- ingatækni en einnig megi sjóður- inn fjárfesta í fyrirtækjum sem veita fjarskiptaþjónustu. „Tilgangur sjóðsins er einnig sá að bjóða upp á fjárfestingarkost sem er nokkru áhættumeiri en heimsvísitala Morgan Stanley Capital International og er líkleg- ur til að skila hærri ávöxtun til lengri tíma litið.“ Alexander J. Dean, sjóðstjóri VÍB Heilsu og VÍB Fjármála, segir að með aukn- um tekjum og lengri meðalævi sé fyrirsjáanlegur töluverður vöxtur hjá fyrirtækjum í heilsuvernd. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á heilbrigðissviði „VÍB Fjármál er spennandi kostur því að töluverður vöxtur er í fjármálaþjónustu, bæði fyrir fyr- irtæki og einstaklinga. Við fjár- festum í alþjóðlegum bréfum banka, fjármálafyrirtækja, trygg- ingarfyrirtækja og fasteignafyrir- tækja.“ VÍB með fjóra atvinnugreinasjóði Lífsstíll, heilsa, tækni og fjármál SAMKVÆMT tölum frá Hagstofu Ís- lands voru vöruskiptin við útlönd hag- stæð um 2,1 milljarð í apríl. Þetta er töluverður viðsnúningur frá apríl í fyrra, en þá voru vöruskiptin óhag- stæð um 2,3 milljarða króna. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru vöruskiptin í heild sinni óhagstæð um rúman 5.1 milljarð, en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um rúma 7.8 milljarða króna á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fjóra mánuði var 17% meira í ár en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Aukningin stafar meðal annars af hækkandi heimsmarkaðsverði á áli en einnig jókst útflutningur á sjávar- afurðum um 8% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu Hagstofunnar er helsta skýr- ingin á aukningu sjávarafurða aukinn útflutningur á fiskimjöli. Sjávarafurð- ir voru 61% af vöruútflutningi á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Heildarvöruútflutningur fyrstu 4 mánuðina nam 61,2 milljörðum og innflutningur 66,3 milljörðum. Krónan styrktist um 1,1% í gær og var gengisvísitala hennar 140,9 stig við lokun markaða. Í hálf fimm frétt- um Búnaðarbankans kemur fram, að erfitt sé að nefna sérstakar ástæður fyrir viðsnúningnum en fréttir um já- kvæðan vöruskiptajöfnuð hafa trú- lega haft áhrif.                                      !"#$   &                                !    "!#       !     "  #   !  $  $! % $% " $     &     '  $   &!  '  (                (()* ** +,(+ *-.* * ),.. - ()/( - +0(( * -./, * /-(, 1-+     *- .0-. * 1+*+  * /)-/  ()1+ *( -/-( *-.* +-., - /*-+  , ((0/ * )-** * ***- ( 0001    ! " 2-/.3 2,(-3 2*---3 2*/),3 !" 4*+03 2,--3  4**)3 4,.03 4-03   4-+03 4--03 41+/3  #$%&' () *  + ),#*-                    Vöruskipt- in við út- lönd hag- stæð í apríl Seðlabankinn um hækkun hámarkslána í húsbréfakerfinu Ekki sam- hengi við aukin útlán SEÐLABANKI Íslands sér ekki að samhengi þurfi að vera á milli hækk- unar á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs og aukinna útlána, að sögn Tómasar Arnar Kristinssonar, framkvæmda- stjóra peningamálasviðs Seðlabank- ans. Hann segir að það sem gerist sé að íbúðarkaupandi muni geta tekið aðeins ódýrara lán en ella en ekki sé víst að húsnæðisviðskipti aukist í kjöl- farið. Breytingarnar á hámarkslánum sjóðsins séu ekki það miklar. Tómas segir að rök Íbúðalánasjóðs fyrir hækkun hámarkslána hafi verið þau að þegar húsbréfakerfinu hafi verið komið á fót hafi verið miðað við að íbúðarkaupendur gætu fengið þokkalegt lán upp í íbúðarverð. Íbúð- arverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hins vegar hækkað um 30% á síðast- liðnum þremur árum en hámarkslán- in lítið. Hann segir að Seðlabankinn hafi fallist á þessi rök. Í fréttum Landsbankans kom fram að tímasetning ákvörðunar um hækk- un hámarkslána Íbúðalánasjóðs komi á óvart þegar haft sé í huga að Seðla- bankinn hafi lýst verulegum áhyggj- um af útlánaaukningu undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.