Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 59 Í DAG, hinn 1. júní, taka gildi tvenn ný lög sem hvor um sig munu færa neytendum mikl- ar réttarbætur. Þau lög sem hér um ræðir eru annars vegar ný lög um lausafjárkaup (kaupalög) og hins veg- ar lög um þjónustu- kaup. Gildistaka um- ræddra laga er stór áfangi fyrir neytendur enda hafa fram til þessa engin bein ákvæði verið í lögum um þjónustukaup og eldri kaupalög eru að stofni til frá árinu 1922. Ný kaupalög Í nýjum kaupalögum fá flest ákvæði eldri laga andlitslyftingu. Inntak margra þessara ákvæða er þó óbreytt og er það neytendum al- mennt til góða þar sem neytendur þekkja reglur eldri laga og munu geta notað þá kunnáttu sína áfram. Í nýju lögunum eru þó tiltekin nýmæli sem vert er að kynna sérstaklega fyrir íslenskum neytendum. Nýmæl- in sem helst ber að nefna eru annars vegar sérreglur nýrra kaupalaga um neytendakaup og ákvæði um al- menna lengingu ábyrgðartíma úr einu ári í tvö ár. Lög um lausafjárkaup eru að meginstefnu til frávíkjanleg og er því kaupanda og seljanda almennt heimilt að semja sig undan lögunum. Sérreglur nýrra kaupalaga um neyt- endakaup mæla hins vegar svo fyrir að almennt er óheimilt að víkja frá lögunum þegar um neytendakaup er að ræða. Þetta þýðir að ef seljand- inn hefur atvinnu af sölunni og kaupandinn kaupir hlutinn til per- sónulegra nota fyrir sig er aðilum óheimilt að víkja frá ákvæðum kaupalaga kaupandanum/neytand- anum í óhag. Með þessum hætti koma sérreglur kaupalaga um neyt- endakaup í veg fyrir það að selj- endur geti gert samninga við neyt- endur sem brjóta gegn lögunum og eru ákvæðin því fagnaðarefni fyrir alla neytendur. Lenging ábyrgðar- tíma úr einu ári í tvö hefur einnig umtalsverða þýðingu fyrir íslenska neytendur. Nú tekur gildi sú regla að krafa kaupanda vegna galla á hlut fellur ekki niður fyrr en tvö ár eru liðin frá því að hluturinn var keyptur. Fram til þessa hefur um- rædd krafa fallið niður að einu ári liðnu frá kaupum. Ýmsum hlutum er ætlaður endingartími í mörg ár og því hefur niðurfelling ábyrgðar eftir eitt ár oft reynst afar ósanngjörn gagnvart neytandanum. Með leng- ingu ábyrgðartímans er réttur neyt- enda mun betur tryggður. Lög um þjónustukaup Eins og heiti laganna gefur í skyn gilda lög um þjónustukaup um samninga um kaup á þjónustu. Þjón- ustan getur m.a. falið í sér bifreiða- viðgerðir, vinnu við pípulagnir og þjónustu arkitekta og verkfræðinga. Lög þessi eru ófrávíkjanleg og er því eins og í neytendakaupum óheimilt að semja um lakari rétt en lögin kveða á um. Með lögunum er réttur neytand- ans í slíkum viðskiptum loks lögfest- ur og eru ýmis ákvæði laganna mikil réttarbót fyrir neytendur. Sem dæmi má nefna að lögin leggja ákveðna upplýsinga- og leiðbein- ingaskyldu á seljanda þjónustu. Þannig ber seljanda að upplýsa neytandann um það hvort kaup á þjónustunni, t.d. viðgerð á hlut, sé hagkvæm eða ekki með hliðsjón af verðgildi hlutarins. Ákvæði þetta er til mikilla bóta þar sem aðili sem hefur atvinnu af að selja þjónustu sína á grundvelli fagþekkingar er betur fær en neytandi um að gera sér grein fyrir því hvort það svari kostnaði að vinna verkið. Í lögunum er tiltekið hvenær þjónusta telst gölluð og hve lengi seljandi ber ábyrgð á unnu verki. Ábyrgðartími á þjónustu skv. lögunum er tvö ár í samræmi við nýju kaupalögin. Í lög- unum eru einnig ákvæði um verð þjónustu, þ. á m. um verðáætlanir og verðtilboð. Neytendasamtökin lýsa yfir sérstakri ánægju með þau ákvæði þar sem mörg slík ágrein- ingsmál berast samtökunum. Neytendasamtökin fagna mjög setningu framangreindra laga en setning þeirra hefur verið eitt af baráttumálum Neytendasamtak- anna síðustu árin. Ólöf Embla Einarsdóttir Höfundar eru lögfræðingar hjá Neytendasamtökunum. Réttarbætur Neytendasamtökin, segja Björk Sigurgísladóttir og Ólöf Embla Einarsdóttir fagna mjög setningu laganna. Björk Sigurgísladóttir Til hamingju með daginn, neytendur! EINS og fram hefur komið hafa þroska- þjálfar hjá Reykjavík- urborg verið í verkfalli síðan 18 maí sl. og þroskaþjálfar hjá ríki og sveitarfélögum hafa boðað til verkfalls 1 júní nk. Hvaða viðhorf end- urspeglar sá samnings- vilji sem opinberar samninganefndir sýna í verki í baráttu þroskaþjálfa til að fá launakjör sín leiðrétt?. Er það verðmætamat stjórnvalda á þjónustu við fatlaða eins og for- maður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar spurðu sig í grein sinni í Morgunblaðinu 16 maí sl.? Eða er það þekkingarleysi þeirra á faglegum störfum þroskaþjálfans? Kjör þroskaþjálfa í dag eru engan veginn í tengslum við menntun þeirra og ábyrgð í starfi og fara þeir fram á að laun þeirra miðist við laun sambærilegra faghópa sem hafa sambærilega menntun að baki. Er það fullmikið af því góða og sam- ræmist ekki veðmætamati starfa þeirra, eða hvað? Þroski barns er flókið ferli, þroskaþættirnir samofnir og hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Fyrir flest okkar er það sjálfsagður hlutur að barn okkar öðlist reynslu og þroska gegnum samspil sitt við um- hverfið. Því miður er ekki öllum gef- ið að læra á svo auð- veldan hátt og þurfa því aðrar leiðir og lengri tíma til að tileinka sér þekkingu og reynslu. Ef hreyfigetan er skert verða athafnir öðruvísi, ef hugsanafærni er skert verður úrvinnsl- an öðruvísi og ef skynj- un er skert upplifum við hlutina öðruvísi. Starf þroskaþjálfans felst meðal annars í því að tryggja að hvert barn með skerta getu njóti sömu fjölbreytni í upplifun og önnur börn. Sérþekking þroska- þjálfans tryggir að farnar séu þær leiðir sem henta hverju barni hverju sinni og starf sitt byggir hann á fag- menntun sinni á þroskaferli einstak- lingsins, sviði fötlunar og skipuleg- um vinnubrögðum. Undirrituð þjálfar og hefur yfir- umsjón með atferlismeðferð ein- hverfs barns á leikskóla, undir hand- leiðslu Greiningarstöðvar auk reglulegra heimsókna erlendra ráð- gjafa. Meðferð barnsins er hluti af fjölþjóðlegri rannsókn á vegum Iv- ars Lovaas prófessors við Kaliforn- íuháskóla sem þróaði heildstæða at- ferlismeðferð sem meðferðarform. Barnið er í stífri atferlismeðferð allt að 8 tímum á dag í leikskólanum. Þrír þroskaþjálfar koma þar að þjálfun barnsins. Starfið er krefj- andi, krefst mikils aga og nákvæmni. Þar sem undirrituð hefur yfirumsjón með þjálfun barnsins þiggur hún laun sem deildarstjóri og eru það heilar 112.589.00 á mánuði fyrir 100% starf. Atferlismeðferðin felur í sér marga kennsluþætti sem hver um sig er þróaður til að kenna ákveðna færni eða hugtak og alltaf tekið mið af eðlilegri þroskafram- vindu. Menntun þroskaþjálfans er dýrmæt á þessum starfsvettvangi og hafa þeir því verið eftirsóttur starfs- kraftur og komið mikið að þjálfun þeirra barna sem tekið hafa þátt í Lovaas-rannsókninni hér á landi. Árangur og ánægja hafa löngum haldist í hendur, svo vissulega fáum við ánægju út úr störfum okkar, en launin eru hvorki hvetjandi né við- unandi og endurspegla að mínu mati lítilsvirðingu fyrir starfi mínu. Nú er svo komið að ég ætla ekki að una við þetta lengur og hef sagt starfi mínu lausu. Ef ekki verður leiðrétting á þessum bágu kjörum þroskaþjálfa hyggst ég snúa mér að öðrum starfs- vettvangi. Enda virðist það vera markmið hins opinbera að halda þroskaþjálfastéttinni sem láglauna- stétt og stuðla þannig að flótta úr stéttinni. Hvers virði er faglegur auður? Ásta Björk Björnsdóttir Höfundur er þroskaþjálfi. Kjarabarátta Kjör þroskaþjálfa í dag, segir Ásta Björk Björnsdóttir, eru engan veginn í tengslum við menntun þeirra og ábyrgð í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.