Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KRISTJÁN Ragnarsson, stjórn-arformaður Landssambandsíslenskra útvegsmanna, LÍÚ,segir hugmyndir Árna Vil-
hjálmssonar um kvótakerfið, sem hann
viðrar í viðtali við Sjómannablaðið Víking
og Morgunblaðið birti kafla úr í gær, ekki
vera nýjar þar sem hann hafi viðrað þær
fyrir nokkrum árum.
„Ég hélt að menn hefðu lært af reynsl-
unni að þeir kaupa sig ekki frá ágreiningi
um kvótakerfi með greiðslu auðlinda-
gjalds. Annaðhvort er fyrirkomulagið
hagkvæmt fyrir útgerðina, og þar með
fyrir þjóðfélagið, eða ekki. Ef það er ekki
hagkvæmt þá á að varpa því fyrir róða, en
ekki að kaupa það fyrir peninga. Ég er
þeirrar skoðunar að kvótakerfið hafi
reynst bæði þjóðarbúinu og útgerðinni
vel. Ég er svolítið hissa á stjórnarfor-
manni fyrirtækis sem leggur fram árs-
reikning á síðasta aðalfundi með tæplega
20 milljóna króna halla að hann sé að
leggja til frekari gjöld. Mér sýnist það
ekki geta gerst með öðrum hætti en þeim
að hann ætli að fella niður takmarkaðar
arðgreiðslur til hluthafa og flytja þær til
ríkisins. Það tel ég ekki skynsamlegt,“
segir Kristján.
Fjölbreytt eignaraðild mikilvæg
Hann segir að viðtalið við Árna í Sjó-
mannablaðinu beri vott um það að í krafti
stærðar síns fyrirtækis, Granda, sé til-
hneiging til þess að drepa af sér minni fyr-
irtæki í þeim tilgangi að komast yfir meiri
heimildir.
„Það myndi þá gerast á kostnað lands-
byggðarinnar, sem mér finnst ekki ástæða
til að íþyngja með frekari gjöldum, sam-
anber það sem maður upplifir núna víða
um land. Ég er algjörlega ósamþykkur því
að aflétta stærðartakmörkunum á veiði-
heimildum fyrirtækja. Árni vill lyfta þess-
um þökum eða afnema þau og ég er ekki
einn af þeim sem sjá fyrir sér örfá sjáv-
arútvegsfyriræki í greininni. Ég tel fjöl-
breytta eignaraðild mjög mikilvæga og
hagkvæma þegar til lengri tíma er litið,“
segir Kristján.
Í viðtalinu í Víkingi segist Árni m.a.
vera undrandi á því frelsi sem menn hafi
til að flytja heimildir frá einni fisktegund
til annarrar. Þetta hafi leitt til þess að
sumar tegundir hafi verið veiddar langt
umfram ráðleggingar Hafró. Nefnir Árni
sem dæmi að árið 1989 þótti hæfilegt að
veiða 30 þúsund tonn af grálúðu en veiðin
það ár hefði farið upp í tæp 60 þúsund
tonn.
Kristján Ragnarsson furðar sig á þess-
ari samlíkingu Árna og undrast að stjórn-
arformaður eins stærsta útgerðarfyrir-
tækis sé ekki betur að sér um málefni
greinarinnar, eins og hann orðar það.
„Árið 1989 var síðasta ár sóknarmarks
og meirihluti þessarar umframveiði var
vegna sóknarmarksins. Sum skip voru á
kvóta, önnur á sóknarmarki. Skilningur
manna jókst á því að þetta kerfi yrði að af-
nema þar sem það var stjórnlítið til tak-
mörkunar á veiði úr einstökum tegund-
um,“ segir Kristján.
Óttast örfáa útgerðarrisa
Varðandi þau ummæli Árna Vilhjálms-
sonar að samvinna sjávarútvegsfyrir-
tækja í ólíkum landshlutum geti verið hag-
kvæm en sameining alls ekki segir
Kristján ekkert takmarka samstarf fyr-
irtækja í dag. Þannig telji LÍÚ það hag-
kvæmt að skipta á jöfnum veiðiheimildum
og það hafi ekkert með aflahámörk að
gera innan fiskveiðiársins.
„Ég óttast hins vegar í okkar útgerð-
arsögu að við fáum hér örfáa risa og það er
eitthvað sem ég vil ekki sjá. Árni sér fyrir
sér að með kvótahámarkinu geti Grandi
ekki sameinast Haraldi Böðvarssyni hf. að
óbreyttum ástæðum. Það er hans mat en
ég sé ekki neina þörf fyrir sameiningu
þessara fyrirtækja. Þetta er mín bjarg-
fasta skoðun og ég stend við
hana,“ segir Kristján Ragn-
arsson.
Gjaldtaka mun ekki
skapa sátt
Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segist á
sumum sviðum geta verið sammála Árna
Vilhjálmssyni en á öðrum ekki.
Þannig telur hann fyrir það fyrsta að
gjald fyrir veiðiheimildir skapi ekki ein-
hverja sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.
„Ég held að það sé misskilningur að
gjaldtaka muni skapa víðtæka sátt um
fiskveiðistjórnunarkerfið. Ósátt sem
byggist á gjaldtöku er ekki hjá stórum
hópi manna. Það eru aðallega ritstjórar
Morgunblaðsins og nokkrir hagfræðingar
í Reykjavík ásamt öðrum sem hafa áhuga
á gjaldtökunni. Umræðan um að gjald
lægi einhverjar óánægjuöldur á ekki víða
hljómgrunn hjá starfsmönnum í sjávarút-
vegi eða tengdum atvinnugreinum. Ég
verð ekki var við stuðning við þessar hug-
myndir hér á landsbyggðinni. Gjald mun
ekki gera smábátasjómenn eða fylgis-
menn byggðakvóta sátta við núverandi
fiskveiðistjórnun.
Við í Vestmannaeyjum sjáum ekki
hvaða sátt verður um fiskveiðistjórnunar-
kerfið með gjaldtöku á útgerðarfyrirtæk-
in. Eyjamenn sjá að það þýðir veikari fyr-
irtæki. Við erum að glíma við að borga
skuldir, sem eru umtalsverðar og hafa
aukist að undanförnu. Staðan batnar ekki
heima fyrir með því að leggja á
okkur sérstakt gjald. Flatt
gjald er einnig hættulegt vegna
þess að sá sem leggur á gjaldið
veit ekki um afkomuna í til-
teknum og ólíkum greinum.
Ég er sannfærður um að um
leið og menn eru farnir að tala um út-
færslu veiðileyfagjalds sem einhvers
skatts þá lenda þeir í nákvæmlega sömu
súpunni og núna mallar, það er að segja ei-
lífri og endalausri togstreitu um hvern á
að skattleggja og hve mikið. Ætli það kerfi
verði ekki svipað og á sjötta áratugnum
þegar bátar fengu eitt verð fyrir gjaldeyri
og togarar annað,“ segir Sigurgeir.
Hann bendir einnig á að annars vegar
sé talað um veiðileyfagjald en hins vegar
um að ríkið sjái um rekstur eftirlitskerfis
og hafrannsókn
þáttur verið ski
útgerðarinnar o
aðinum sem sv
þróunarsjóð en
rekstri þessara
Stórkostle
Sigurgeir Br
vera hjartanleg
óvissan um var
helsti galli þess
leikinn sé skýr.
„Það er einnig
menn séu ekki s
kerfinu. Að mín
af stað með kvó
kostlegasta mill
ur verið. Nú er e
okkur peninga
sem eru að leg
daga voru penin
ar milli saltfis
skreiðarvinnslu
yrðu ekki mikla
fiskveiðistjórnu
hætti í svona mi
taka hér í Eyju
ildir til að flytj
um, Þetta er ekk
peningum, áðu
núna milli útger
Fleiri fiskar ver
að flytja kvóta
er einn og sam
unin er ekki m
byggðarinnar h
Nokkrir forsvarsmenn í sjávarútvegi
Sum
skoða
Misjöfn viðbrögð eru meðal fors
þess efnis m.a. að gjald fyrir
ekki kaupa sig
Skiptar skoðanir eru um það meðal forsvars
Menn kaupa
sig ekki frá
ágreiningi með
auðlindagjaldi
SAMKOMULAGIÐ Í ÓSLÓ
FYRIR 25 ÁRUM
Í dag eru 25 ár liðin frá því aðundirritaðir voru í Ósló milli ís-lenzkra og brezkra stjórnvalda
samningar sem innsigluðu sigur Ís-
lendinga í landhelgisstríðinu og
tryggðu þjóðinni full yfirráð yfir 200
mílna fiskveiðilögsögunni. Nokkrum
mánuðum síðar, eða hinn 1. desember
1976, hurfu brezkir togarar á brott.
Segja má að síðasta áfanga sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar hafi þar með
verið náð á fullveldisdaginn.
Óslóarsamningarnir komu í kjölfar
harðra átaka, sem staðið höfðu yfir frá
útfærslunni í 200 mílur í október 1975.
Aðdragandi þeirrar útfærslu var
töluverður. Undir forystu Geirs Hall-
grímssonar, þáverandi formanns
Sjálfstæðisflokksins, markaði flokk-
urinn þá stefnu, sem fyrstu merki
sáust um 1973 að færa skyldi fiskveiði-
lögsöguna út í 200 sjómílur. Vinstri-
flokkarnir, sem haft höfðu forystu um
útfærslu í 50 sjómílur 1972, höfðu efa-
semdir um þessa stefnu. Í þingkosn-
ingunum 1974 vann Sjálfstæðisflokk-
urinn hins vegar stórsigur, sem
annars vegar byggðist á þessari
stefnumörkun og hins vegar á baráttu
fyrir því að varnarsamningurinn við
Bandaríkin yrði óbreyttur en vinstri-
stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem
mynduð var 1971 og sat fram á vor
1974, hafði það á stefnuskrá sinni að
segja varnarsamningnum upp þótt
ljóst væri að ekki væri einhugur um þá
stefnu innan þeirrar ríkisstjórnar.
Eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 200 sjómílur hófust hörð átök á mið-
unum. Bretar sendu enn einu sinni
brezk herskip inn í íslenzka fiskveiði-
lögsögu og næstu mánuði á eftir voru
hörð átök inn á við og út á við.
Geir Hallgrímsson, sem þá var for-
sætisráðherra, fór í sögulega ferð til
London þar sem hann átti viðræður
við Harold Wilson, þáverandi for-
sætisráðherra Breta.
Forráðamenn Atlantshafsbanda-
lagsins beittu sér mjög í deilunni og þá
ekki sízt framkvæmdastjóri þess,
Joseph Luns. Norðmenn komu líka
mjög við sögu og þá sérstaklega Knud
Frydenlund, þáverandi utanríkisráð-
herra Norðmanna.
Að lokum voru samningar undirrit-
aðir í Ósló 1. júní 1976 á samninga-
fundi, sem Einar Ágústsson, þáver-
andi utanríkisráðherra, og Matthías
Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, sátu fyrir Íslands hönd en
merkur brezkur stjórnmálamaður,
Anthony Crosland utanríkisráðherra,
fyrir hönd Breta.
Þegar samkomulagið hafði verið
undirritað sagði Geir Hallgrímsson
m.a.: „Við höfum nú komist að sam-
komulagi við allar þjóðir varðandi út-
færsluna í 200 mílur eða þær virða út-
færsluna í reynd. Við höfum komið á
friði á miðunum og afstýrt þar með
slysum og manntjóni sem hvenær sem
var gat átt sér stað. Það er ávinningur
hverri þjóð að leysa deilumál við aðrar
þjóðir með samkomulagi, ekki sízt
miðað við þann árangur, sem við náum
skv. innihaldi þessa samkomulags í
aflatakmörkunum, tryggingu friðun-
arsvæða og stjórn fiskveiða á Íslands-
miðum.“
Matthías Bjarnason er nú einn á lífi
þeirra ráðherra sem mest komu við
sögu landhelgissamninganna í Ósló
1976. Í samtali við Morgunblaðið í dag
segir Matthías Bjarnason m.a.: „Þeg-
ar síðasti brezki togarinn hélt síðan út
úr landhelginni 1. desember 1976 varð
endanlega ljóst, að Íslendingar réðu
einir yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu
og aðrir kæmu þar ekki nærri án
samninga við okkur. Ég fullyrði að
samkomulagið frá í Ósló fyrir 25 árum
og úrslit þessa máls sé langmikilvæg-
asti atburðurinn í sögu þessarar þjóð-
ar frá stofnun lýðveldisins.“
Undir þessi orð Matthíasar Bjarna-
sonar vill Morgunblaðið taka.
Baráttan fyrir útfærslu landhelg-
innar var löng og ströng. Ef miðað er
við lýðveldistímann eingöngu stóð hún
í aldarfjórðung.
Þegar horft er til baka verður ljóst
að djörf en umdeild stefnumörkun
Sjálfstæðisflokksins um útfærslu í 200
sjómílur markar þáttaskil.
Landhelgisdeilan 1975–1976 hvíldi
þungt á mörgum þeirra sem við sögu
komu, ekki sízt skipherrum og áhöfn-
um varðskipanna sem stóðu sig frá-
bærlega vel við erfiðar aðstæður.
Pólitísk forysta þjóðarinnar í þess-
ari erfiðu úrslitadeilu var í höndum
Geirs Hallgrímssonar sem þurfti bæði
að takast á við andstæðinga okkar á al-
þjóðavettvangi en líka við erfiðar póli-
tískar aðstæður heima fyrir. Hann
leiddi deiluna farsællega til lykta og
tryggði þar með full og endanleg yfir-
ráð íslenzku þjóðarinnar yfir 200
mílna fiskveiðilögsögunni. Það traust,
sem Geir Hallgrímsson naut meðal
helztu forystumanna aðildarríkja Atl-
antshafsbandalagsins, átti mikinn
þátt í þessari jákvæðu niðurstöðu fyrir
Ísland.
Landhelgisstríðin, sem þjóðin háði
aftur og aftur á löngum tíma, reyndu
mjög á þá sem að þeim komu. Þau
framkölluðu margvíslegar deilur inn-
anlands. Þau voru notuð af andstæð-
ingum aðildar okkar að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningnum
við Bandaríkin til þess að kynda undir
óánægju almennings með þátttöku
okkar í varnarsamstarfi frjálsra
þjóða. Þau voru notuð til þess að koma
höggi á pólitíska andstæðinga á
heimavígstöðvum. Viðbrögð stjórnar-
andstæðinga við Óslóarsamningunum
sýndu mikla skammsýni og pólitíska
tækifærismennsku.
Þær Evrópuþjóðir, sem stundað
höfðu fiskveiðar við Ísland áratugum
og jafnvel öldum saman, komu í raun
fram við okkur eins og nýlenduherrar
við nýlenduþjóð. Við höfðum ekki afl
til þess að reka þær í burtu af mið-
unum með valdi. En við nýttum okkur
sterka stöðu á alþjóðavettvangi til
þess að knýja fram sigur smáþjóðar
gegn stórþjóðum.
Með því að ná fullum yfirráðum yfir
auðlindunum við Íslandsstrendur hef-
ur grundvöllur verið lagður að vel-
megun þjóðarinnar um langa framtíð.
Það er svo önnur saga hvernig okkur
hefur farnast við meðferð þessara
auðlinda og við að tryggja eðlilega
skiptingu á afrakstri þeirra til þjóð-
arinnar.