Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 69 DAGBÓK Úrvalið er hjá okkur www.oo.is Challenger 0-18 kg. Verð kr. 10.960 Tryggðu barninu þínu öruggt sæti Góð verð Sundtöskur - Sumartöskur Mikið úrval Skólavörðustíg 7 Úrval af stuttum jökkum og léttum sumarúlpum Stuttar og síðar kápur Hattar Opið laugardaga frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Leður kr. 12 .900 LJÓÐABROT Guðs hönd Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessa hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert ötull og áhuga- samur og sumir eiga ekki orð yfir dugnað þinn með- an öðrum stendur dulítill ótti af krafti þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Grunsemdir eru sjaldnast traustur grundvöllur til at- hafna og leiða mann oftar en ekki í ógöngur. Temdu þér að kanna málin áður en þú gerir eitthvað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Til þín er litið um forustu og þú átt ekki annarra kosta völ en að axla þá ábyrgð. Hafðu ekki áhyggjur, þú munt mæta áskoruninni . Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Stundum hittir maður fólk sem manni finnst maður hafa þekkt í langan tíma meðan aðrir hafa verið kunningjar í áraraðir án þess að maður þekki þá að ráði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að slá aðeins af ráð- ríki þínu því það fælir frá þér vini, vandamenn og samstarfs- menn. Farðu á námskeið ef þú getur ekki breytt þessu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stundum dregst fólk að þér án þess að þú gerir nokkuð til þess. Gakktu úr skugga um hvern mann þeir hafa að geyma áður en þú ákveður að bæta þeim í vinahópinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki leiðin til áhrifa að eyða út í loftið. Þú ættir frekar að sýna þínar sönnu tilfinning- ar því þær eru undirstaða allr- ar vináttu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa mannaforráð og það vald er vandmeðfarið. Best er að geta stjórnað án þess að beita valdinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur reynst þér erfitt að taka ákvörðun í viðkvæmu máli. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það. Lausnin mun koma á sínum tíma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt ekki að snúa upp á þig þótt þér falli ekki öll þau ráð sem vinir þínir gefa þér. Taktu þeim með jafnaðargeði og íhugaðu hvort þau gagnast þér eða ekki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að hafa yfirsýn og þess vegna er betra að þú látir aðra um einstök atriði. Með því að vasast í of mörgu sjálfur stefnir þú árangrinum í hættu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt erfiðlega gangi að hrinda áætlun þinni í framkvæmd er engin ástæða til þess að gefast upp. Þú munt njóta vaxandi meðbyrs með tímanum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ósiður að þurfa alltaf að fá fyrirfram. Sestu niður og farðu í gegnum fjármál þín. Þannig gerir þú sjálfum þér mestan greiða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SEX lauf er afbragðs samningur í NSen slæm lega hjá báðum láglitum setur alvarlegt strik í reikninginn: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ D10 ♥ ÁK103 ♦ ÁKG10 ♣ 764 Vestur Austur ♠ ÁK9854 ♠ G7632 ♥ D82 ♥ G964 ♦ -- ♦ D743 ♣ 10932 ♣ -- Suður ♠ -- ♥ 75 ♦ 98652 ♣ 98652 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Dobl 4 spaðar 6 lauf Pass Pass Pass Það er óneitanlega freistandi að spila út spaðafjarka frá vestur- hendinni í þeirri viðleitni að koma makker inn og fá stungu í tígli. Vestur stenst þá freistingu og spilar út spaðaás. Suður trompar og nú er verkefni lesandans í fyrsta lagi að sjá vandann og í öðru lagi að finna ráð sem dugir. Sagnhafi fer hratt af stað, enda virðist slemman borðleggjandi. Hann tek- ur laufás og staldrar við þegar austur fleygir spaða. Nú er hætta á ferð- um ef tígullinn liggur illa – sem hann gerir. Segjum að suður taki fjórum sinnum tromp og hendi hjarta úr borði. Hann fer svo í tíg- ulinn, tekur ÁK og spilar gosanum. Austur drepur og spilar spaða sem suður verður að trompa með síð- asta trompinu. Tígultían í borði stíflar litinn og sagn- hafi situr uppi með tapslag í hjarta. Er þá lausnin sú að henda tígli í fjórða tromp- ið? Það dugir ekki, því austur gefur bara tígul- gosann. Sagnhafi verður að blæða síðasta trompi sínu til að komast heim og á þá eftir að fría tígulinn og njóta hans, en getur það ekki. Nei, eina ráðið sem dug- ir er að henda spaða- drottningu í fjórða laufið. Þegar austur fer inn á tíg- uldrottningu og spilar spaða, trompar suður og hendir tígultíu úr blindum. Leiðin er þá greið fyrir 98. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA AFMÆLI. Ámorgun laugardag- inn 2. júní verður áttræður Garðar Sigurpálsson sjó- maður til heimilis að Tinnu- bergi 6, Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans Ósk Hallsdóttir taka á móti ætt- ingjum og vinum í kaffistofu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi á afmælisdaginn kl:15:00. 70 ÁRA afmæli. Þann 5.júní verður Einar Þ. Guðmundsson, rafverktaki sjötugur. Hann og kona hans Ása Jörgensdóttir taka á móti ættingjum og vinum í dag, 1. júní, í sal Tannlæknafélagsins, Síðu- múla 35. 60 ÁRA afmæli. Næst-komandi þriðjudag 5. júní verður sextugur Steinþór Haukur Oddsson, Akureyri, hann og eigin- kona hans Gréta Kolbrún Guðvarðardóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Húsi aldraðra frá kl. 17 á af- mælisdaginn. ALEXANDER Morozevich (2749) hefur verið heillum horfinn á Astana ofurmótinu sem haldið er í Kasakstan. Staðan kom upp í skák hans gegn Vladimir Kramnik (2802) en sá síðarnefndi hafði svart. 21...b5! 22.Re5 22.Rd6 gekk ekki upp sök- um 22...Hxd6 og svartur vinnur. 22...Re4! 23.Hd3 Rd2 24.Hxd8 Hxd8 25.Hd1 Rxf1 26.Hxd8 Kh7 27.c6 Da5 og hvítur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 d5 2.Bg5 c6 3.Rf3 h6 4.Bh4 Db6 5.b3 Bf5 6.e3 e6 7.Bd3 Bxd3 8.Dxd3 Be7 9.Bxe7 Rxe7 10.c4 Rd7 11.Rc3 O-O 12.O-O Da6 13.Hfd1 Hfd8 14.Hab1 b6 15.Df1 Hac8 16.Hd2 Rf6 17.Re5 dxc4 18.Rxc4 Red5 19.Hc2 Rxc3 20.Hxc3 c5 21.dxc5 o.s.frv. Annað mótið í helgarskákmótasyrpu S.Í. hefst í kvöld, 1. júní, kl. 20.00 á Akureyri. Tefldar verða 7 umferðir, þrjár atskákir og 4 kappskákir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hvað finnst þér svo um skoðanakannanir?                  Ekki spyrja á skrifstofunni hvað ég geri. Þá verð- um við að skera niður neysluna. FRÉTTIR Á MORGUN, laugardag, stendur Landsbanki Íslands fyrir svokölluð- um Sportklúbbsdegi í Laugardals- höll, sem er fyrir alla 9–13 ára krakka sem hafa gaman af því að spretta úr spori, sprikla og hreyfa kroppinn. „Krakkarnir fá að spreyta sig á hin- um ýmsu íþróttaþrautum undir leið- sögn þekktra íþróttakappa. Guðmundur Benediktsson sér um fótboltaþrautirnar ásamt Sigþóri Júlíussyni, félaga sínum í KR, en að auki stjórnar Pétur Guðmundsson körfuboltaþrautunum, Helgi Ólafsson sér um fjöltefli, leiðbeinendur frá Týnda hlekknum sjá um hjólabrettin og Kári Jónsson frá Íþróttakenn- araháskólanum setur upp frjáls- íþróttaþrautir. Landsliðsmenn úr 18 ára handboltalandsliði karla og 20 ára landsliði kvenna hafa umsjón með handboltaþrautunum og Þorsteinn Hallgrímsson golfmeistari sér um púttkeppni. Einnig verður trampolín fyrir framan höllina sem allir ungir og aldnir geta spreytt sig á. Blöðrufólkið verður á staðnum og töfratrúðurinn Mighty Gareth töfrar fram gotterí. Þegar krakkarnir mæta fá þeir skorkort sem stimplað er í eftir hverja þraut sem þeir ljúka. Ef þeir ljúka minnst fjórum þrautum fá þeir Sportklúbbsbol að launum. Boðið verður upp á létta hressingu. Auk þessarar dagskrár býður Sportklúbbur Landsbankans öllum krökkum 15 ára og yngri í sund í Laugardalslaugina þennan dag, laug- ardaginn 2. júní,“ segir í fréttatil- kynningu frá Landsbankanum. Krakkasport í sumarbyrjun 75 ÁRA afmæli. Ámorgun laugardag- inn 2. júní verður sjötíu og fimm ára Guðbjörn Schev- ing Jónsson, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Hann tekur á móti gestum að heimili sínu frá kl. 16 á afmælisdaginn..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.