Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 37
FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 37 Farenheit Xenon super white perur - 2 í pk. Þær eru til í nánast alla bíla og í flestar gerðir af ljóskösturum. Bæði standard styrkleiki og sterkari. Verð H4 standard kr. 2.490. Verð H4 100/90W kr. 2.790. Sérpantanir - Hraðpantanir Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, sími 567 1650 fax 567 2922 Opnunartími: Virka daga frá kl. 8:30 - 18:00. Lokað á laugardögum. Útvegum frá USA notaða og nýja varahluti í alla ameríska bíla . Getum einnig útvegað aukahluti. Gott úrval hreinsi- og bætiefna.Toppurinn í dag! „ÉG ER hér til að kynna þessa góð- gerðarstofnun,“ sagði Keith Vaz Evrópuráðherra, þegar fréttamaður Radio 4, fréttarásar BBC spurði hann um heilsufar hans, af því Vaz hafði vikum saman sagst vera veikur og ekki svarað spurningum um meint spillingarmál sitt. Fréttamað- urinn endurtók spurninguna fjórum sinnum, Vaz svaraði alltaf því sama. Viðtalið er leikið í útvarpinu, Sunday Telegraph birti viðtalið orð- rétt. Breskir fjölmiðlar eru frægir fyrir óvægni og það er vissulega upplifun að kynnast vinnubrögðum þeirra. Ein af stjörnunum er Jeremy Pax- man, stjórnandi fréttaþáttarins Newsnight á BBC2, hinni alvarlegu sjónvarpsrás BBC. Einu sinni spurði hann einn ráð- herrann sömu spurningarinnar 24 sinnum í röð, af því honum fannst ráðherrann ekki svara spurning- unni. Í útvarpi og sjónvarpi má nánast daglega heyra dæmi um að frétta- menn láta sér ekki nægja að viðmæl- endur þeirra segi bara eitthvað, þeg- ar þeir svara spurningum. Ef spyrlarnir eru ekki ánægðir með svörin hætta þeir ekki fyrr en þeim finnst svarið fullnægjandi. Allt sem heitir að skjóta sér undan svari er dauðadæmt, en um leið snúast fréttaviðtöl iðulega upp í taugastríð þeirra, sem þar eigast við. Blöðin vinna á annan hátt, en eru alveg jafn óvægin. Stóru flokkarnir leggja tvímælalaust mikið á sig til að vinna hylli blaðanna og það var talið afgerandi í kosningabaráttunni 1997, er lauk með stórsigri Verka- mannaflokksins, að síðdegisblaðið Sun studdi flokkinn. En þótt blöðin styðji flokkana að einhverju leyti, komast þau þó ekki upp með hvað sem er. Skopskyn breskra blaðamanna er á háu plani og því er óspart beitt til að gera grín að fólki og þá ekki síst stjórnmálamönnum. Í vetur þegar William Hague leiðtogi Íhalds- flokksins var til umræðu í Today, morgunfréttaþætti á Radio 4, var fréttamaðurinn John Humphries að ljúka við að ræða vinningslíkur Hague í kosningum, sem þá lágu í loftinu, en höfðu ekki verið boðaðar. „Það virðast nú meiri líkur á að það vaxi vængir á Hague en að hann ver- ið forsætisráðherra,“ voru ummæli fréttamannsins. Fjölmiðlar gegna að sjálfsögðu miklu hlutverki í hvaða kosninga- baráttu sem er. En við þær aðstæð- ur sem nú eru í Bretlandi, þar sem Verkamannaflokknum er spáð 19-25 fleiri prósentustigum en Íhalds- flokknum er staða þeirra enn mik- ilvægari. Breskir fjölmiðlar eru firna sjálfsöruggir og veiklun Íhalds- flokksins í kosningunum núna dreg- ur ekki úr öryggi þeirra og tilfinn- ingu fyrir að þeir skipti miklu máli. Fjölmiðlakóngar og áhrif þeirra Þeir sem vaka yfir Downing- stræti, þar sem skrifstofa og heimili Tonys Blair forsætisráðherra er, vissu þegar í byrjun maí að nú hlyti að fara að draga til tíðinda með kosningarnar, sem allir virtust vita að væru yfirvofandi, þótt kjörtíma- bilið renni ekki út fyrr en að ári. Um þetta leyti kom blaðakóngurinn Rupert Murdoch nefnilega í heim- sókn til forsætisráðherra. Fjölmiðlakóngurinn ástralski, sem auk Sun og Times á tvö önnur stór blöð í Bretlandi, studdi í upphafi Íhaldsflokkinn. Árið 1995 fór Blair í heimsókn til Murdochs í Ástralíu til að vingast við hann. Sú heimsókn bar árangur. Murdoch og málgögn hans studdu Blair þegar kom að kosningunum 1997. Annar blaðakóngur í Bretlandi, líka útlendingur eins og Murdoch, hinn kanadíski Conrad Black, hefur ekki verið jafn auðunninn. Black er íhaldsmaður fram í fingurgóma og hann á íhaldsmálgögn eins og Daily Telegraph og tímaritið Spectator. Samanlagt selja Murdoch og Black daglega 25 milljónir blaða til 58 milljón íbúa á Bretlandseyjum. Black er alltaf tilbúinn til að vera í stjórnarandstöðu, hvort sem er í Evrópumálunum, þar sem hann er á tortryggnislínu Íhaldsflokksins eða í velferðarmálum, þar sem honum lík- ar ekki kratablærinn á Verka- mannaflokknum. En Black er líka alltaf tilbúinn til að grípa til gíf- uryrða þegar talið berst að Ísrael. Hann er Gyðingur og á stórblaðið Jerusalem Post. Það er erfitt að sjá nokkra ákveðna línu í pólitískri afstöðu Murdochs nema að hann er tor- trygginn á Evrópusamrunann og Sun hamast helst á stjórninni í þeim málum. Black er miklu pólitískari og hefur ákveðnar hugmyndir. Roy Greenslade fyrrum ritstjóri Daily Mirror og dálkahöfundur á Guard- ian segir í samtali við Newsweek, að áhrif Blacks séu ekki lengur afger- andi. Hlutverk hans hafi fyrst og fremst verið að hnika Verkamanna- flokknum til hægri og sú breyting sé þegar komin í kring. Hvort sem það er af því að Black hefur ákveðnar pólitískar skoðanir meðan Murdoch hefur fyrst og fremst augun á eigin hagsmunum, þá virðist Telegraph njóta meira trausts en Times. Það skelfdi marga þegar Murdoch keypti Times á sín- um tíma, sem hafði verið mjög virt blað. Virðingin hefur dalað og það er síður keppikefli góðra blaðamanna að vinna þar en áður. Guardian hallast til vinstri, en hik- ar samt ekki við að gagnrýna stjórn- ina, ekki síst í umhverfis- og félags- málum, en báðum þessum mála- flokkum er mikið sinnt í blaðinu. Independent hefur heldur frjáls- lyndari stefnu, en er einnig gagn- rýnið á stjórnina án þess að vera par hrifið af Íhaldsflokknum. Smekkleysa og helvíti Um leið og Blair tilkynnti um væntanlegar kosningar beindu fjöl- miðlarnir óðar athyglinni að svið- setningaráráttu Verkamannaflokks- ins. Blair gerði ekki eins og fyrri forsætisráðherrar hafa gert um ómunatíð: að koma fram á hlaðið í Downingstræti til að tilkynna um kosningar. Nei, hann valdi aðra leið. Blair fór út í bæ, til Suður-London í stelpnaskóla, sem hefur þótt hafa batnað mikið undanfarin ár. Undir sálmasöng og steindum gluggum skólakapellunnar flutti hann fagnaðarerindi sitt um afrek stjórn- arinnar og komandi kosningar. Matthew Parris dálkahöfundur í Times átti ekki orð yfir þessa yf- irgengilegu smekkleysu. „Ef for- sætisráðherrann samþykkti fyrir- komulagið á þessari skelfilegu uppákomu og ef helvíti er til þá end- ar hann þar,“ skrifaði Parris. Og samt er Times málgagn Murdochs, sem styður Blair. Eftir á mátti glöggt sjá að kosn- ingabarátta Verkamannaflokksins 1997 hafði verið skipulögð niður í minnstu smáatriði. Stórt atriði í þeirri skipulagningu sneri að fjöl- miðlunum og því að snúa þeim á þann hátt, sem gagnaðist flokknum. Slík skipulagning var auðvitað ekki ný, en það rann eiginlega ekki upp fyrir mönnum fyrr en eftir á hvað skipulagningin hafði verið á háu stigi. Eins og viðbrögðin við sviðsettri kosningatilkynningu Blair sýnir, eru fjölmiðlarnir nú á gífurlegu varð- bergi. Allir tilburðir flokksins til sviðsetningar eru rækilega afhjúp- aðir af fjölmiðlunum, ekki síst í blöð- unum. Fastur liður í vöktun þeirra á kosningabaráttunni er að fylgja ein- hverjum frambjóðendum um. Og fastur liður í þeim frásögnum er að segja frá tilgerðinni í kringum uppá- komurnar. Hver er munurinn á leikriti og raunveruleika? Um þessar mundir er verið að sýna grínleikrit í London, Feelgood, er fjallar um náunga, sem vinnur við að skipuleggja ímynd Flokksins. Það dylst engum að efnið er ímyndarár- átta Verkamannaflokksins. Saman- burður á leikritinu og kosningabar- áttunni sýnir, að það er stundum skammt á milli alvöru og uppspuna. Nýlega gekk Blair um götur í breskum smábæ og var það liður í kosningabaráttunni. Hann brá sér óvænt inn í „fish & chips“ búð, keypti sér einn skammt af fiski (pökkuðum í dagblað eins og tíðkast) og svo gekk hann um og borðaði fiskinn. Daginn eftir að þetta gerðist sagði fréttamaður „Today“ frá þessu him- inlifandi – og svo var leikinn bútur úr leikritinu. Þar þarf að hressa upp á ímynd leiðtogans og gera hann al- þýðlegri. Hvað er þá til ráða? Jú, að láta hann fara í búð eins og Blair fór í, kaupa sér snarl, muna að láta hann hafa pening (Blair borgaði með glæ- nýjum 20 punda seðli) og láta hann svo borða úr dagblaðinu, eins og al- þýðan gerir, meðan hann gengurum. Allt í einu leit Blair út eins og leikari í gamanleikriti. Ofuráhersla Blairs og félaga að ná athygli fjölmiðlanna á þann hátt, sem gagnast þeim, virðist nánast móðursýkisleg, ef marka má ýmsar frásagnir fjölmiðlanna af þeim til- raunum. Að einhverju leyti virðist hún stafa af óöryggi. En megin ástæðan er kannski að þetta her- bragð reyndist þeim svo vel 1997. Nú á að endurtaka leikinn og helst að ná fleiri atkvæðum. „Þingið er orðið tímasóun“ Harkalegar móttökur fjöl- miðlanna í þetta skipti má vísast rekja til reynslunnar frá 1997. En hún stafar kannski einnig af því að andspyrna Íhaldsflokksins er heldur máttleysisleg. Flokkurinn á svo erf- itt uppdráttar og allt, sem hann ger- ir, er svo ómarkvisst að hann hefur harla litla burði til að svara fyrir sig, hvað þá að geta staðið uppi í hárinu á Verkamannaflokknum og ofursvið- setningunni þar. Það er við þessar aðstæður að hlutverk fjölmiðlanna virðist fyrir- ferðarmeira en nokkru sinni fyrr, þó reyndar megi segja, að við hverjar einustu kosningar undanfarin ár hafi hlutverk fjölmiðla í þeim þanist út. Fjölmiðlarnir þjást ekki af neinni tilvistarkreppu og óöryggi eins og Íhaldsflokkurinn. Þvert á móti eru þeir öruggari en nokkru sinni og skortir ekki trú á ágæti eigin fram- lags. Roy Greenslade dálkahöfundur á Guardian túlkar vel þetta öryggi, sem einhverjir mundu kannski kalla sjálfumgleði, þegar hann segir í samtali við Newsweek að dagblöðin hafi komið í staðinn fyrir þingið. „Þingið er orðið tímasóun.“ Það er þó ekki öllum starfsbræðrum hans, sem finnst þingið tímasóun, því það eru margir fjölmiðlamenn, ekki síst af yngri kynslóðinni, sem fara úr fjölmiðlun, þegar þeir hafa áunnið sér nafn og yfir í stjórnmálin. Marg- ir af nánustu samstarfsmönnum Blairs, þar á meðal Alastair Camp- bell, blaðafulltrúi hans og aðalhöf- undur fjölmiðlaspunans, koma úr fjölmiðlum. Nýjasta dæmið er Boris Johnson, fyrrverandi ritstjóri Spectator, sem nú býður sig fram fyrir Íhaldsflokkinn. Þetta streymi frá fjölmiðlum yfir í stjórnmál má einnig glöggt sjá á Íslandi. Hvað varðar þá þróun, sem hefur orðið í þessum kosningum og fyr- irferð fjölmiðlanna bresku í þeim er sannarlega ástæða til að spyrja hver áhrifin séu, bæði á fjölmiðlana sjálfa og stöðu þeirra. Ýmsir eldri blaða- menn eru áhyggjufullir yfir hvað tengsl einstakra þekktra blaða- og fréttamanna við einstaka stjórn- málamenn og valdapóla flokkanna séu orðin mikil. Menn fara á milli fjölmiðla og stjórnmála og eignast vini á báðum stöðum. Þessir eldri álíta að þetta samkrull sé nýtt af nál- inni og hafi ekki þekkst áður. Önnur hlið á þessu er að blaða- og fréttamenn eiga allt sitt undir að finna góðar fréttir og til þess þarf góð sambönd. Stjórnmálamenn eiga allt sitt undir góðri umfjöllun og gagnkvæmir hagsmunir geta leitt til samvinnu, sem gagnast kannski þessum einstaklingum, en grefur undan gagnrýnum fréttaflutningi. Þeir, sem gagnrýna fjölmiðlana, benda líka á að fjölmiðlarnir geri ekki nóg af því að finna efni, heldur láti blaðafulltrúa færa sér það. Allt þetta eru lögmæt áhyggju- efni. Þegar litið er yfir bresku blöð- in, hlustað á útvarp og horft á sjón- varp þá er ekki hægt að segja annað en að umfjöllunin sé oft og tíðum firna skörp og stjórnmálamenn kom- ist ekki auðveldalega undan því að svara spurningum. En hvort fjöl- miðlar eru eðlileg stjórnarandstaða er annað mál. Fjölmiðlar í stað stjórnar- andstöðu Breski íhaldsflokkurinn veitir slælega stjórnarandstöðu en fjölmiðlarnir eru meira en til í að koma í staðinn, segir Sigrún Davíðsdóttir. AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, svarar spurningum á dagleg- um fundi með blaðamönnum í London í gær. Ýmsir eru þeirrar hyggju að fjölmiðlar séu Blair erfiðari viðureignar en Íhaldsflokkurinn í kosn- ingabaráttunni, sem nú stendur yfir. TILKYNNT var í síðustu viku að Howell Raines yrði næsti ritstjóri dagblaðsins The New York Times og tekur hann við af Joseph Lely- veld í september. Mun hann hafa umsjón með öllum fréttaflutningi blaðsins, bæði prentuðu útgáfunni og útgáfu þess á netinu. Raines er 58 ára gamall og hefur starfað hjá blaðinu í 25 ár, þar af sem ritstjóri leiðara- og dálkaskrifa frá 1993. Lelyveld er 64ra ára gamall og var ritstjóri í sjö ár. Á þeim tíma vann blaðið til 12 Pulitzer-verð- launa, byrjaði að birta litmyndir og jókst útbreiðsla þess talsvert. Lelyveld gekk til liðs við The New York Times fyrir 40 árum og kom víða við. Arthur Sulzberger, útgefandi blaðsins og stjórnarfor- maður, sagði þegar breytingin var tilkynnt, að Lelyveld hefði stýrt blaðinu í gegnum eitt af viðburða- ríkustu skeiðunum í 150 ára sögu þess og bætti við: „Framlag hans til gæða í fréttaflutningi okkar er slá- andi.“ Raines verður ritstjóri New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.