Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 63 UNGLINGAR úr Sunddeild Breiða- bliks munu synda í Kópavogslaug svokallað Aurasund 13. júní nk. Á næstu dögum verður leitað stuðn- ings meðal almennings til að greiða viðkomandi sundmanni 50 aura fyrir hvern metra sem hann nær að synda á 30 mínútum að viðstöddum þjálf- ara. Mark Taylor, aðalþjálfari Sund- deildar Breiðabliks, staðfestir síðan með undirskrift sinni vegalengdina áður en féð er innheimt frá stuðn- ingsfólki. Aurasundið er liður í að kynna sund sem almenningsíþrótt. Pening- ar sem safnast renna til starfsemi Sunddeildar Breiðabliks og er fólk hvatt til að taka vel á móti börnum í leit að stuðningi við heilbrigða íþrótt. Sundlaugargestir eru hvattir til að fylgjast með Aurasundi miðvikudag- inn 13. júní. Aurasund í Kópavogs- laug ÁREKSTUR varð miðviku- dagskvöldið 30. maí sl. um kl. 19:40 milli Toyota Corolla-bif- reiðar, sem var ekið suður Engjaveg, yfir Suðurlands- braut í átt suður Grensásveg, og Mazda 323-bifreiðar, sem var ekið norður Grensásveg og beygt til vinstri vestur Suður- landsbraut. Þeir sem hugsan- lega hafa orðið vitni að þessum árekstri eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Vitni óskast ÚRSLIT hafa verið kynnt í heima- síðukeppni grunnskólanna í Reykja- vík. Fræðsluráð Reykjavíkur hafði frumkvæði að keppninni en umsjón hennar var hjá Fræðslumiðstöð og Ís- lenska menntanetinu. Keppnin var kynnt fyrir skólunum á haustmánuð- um og nemendum boðið að skrá sig í keppnina í litlum hópum, undir um- sjón kennara. 46 lið, úr 14 skólum borgarinnar, skráðu sig til leiks. Boð- ið var upp á þrjá efnisflokka: Betri borg, Landafundina miklu og Könnun geimsins. 14 lið kláruðu keppni og skiluðu inn síðum sínum. Í flokknum Landafundirnir miklu fengu Seljurnar 1. verðlaun; Silja Hendriksdóttir og Ása Margrét Helgadóttir úr 8. bekk í Seljaskóla. Síðan þeirra ber yfirskriftina Landa- fundirnir miklu – http://keppni.is- mennt.is/vefir/landafundir2/ Í flokknum Betri borg fengu 1. verðlaun sterkar stelpur úr 7. bekk í Engjaskóla. Þær heita Anna María Hákonardóttir, Anna Þóra Baldurs- dóttir, Edda Rós Örnólfsdóttir og Inga Birna Guðsteinsdóttir – http:// keppni.ismennt.is/vefir/sterkarstelp- ur/ Í flokknum Könnun geimsins fengu 1. verðlaun Súkkulaðisveppirnir, Ein- ar Aðalsteinsson, Freysteinn Odds- son og Viktor Örn Guðlaugsson, nem- endur í 8. bekk í Hlíðaskóla, fyrir síðuna Geimurinn – http://keppni.is- mennt.is/vefir/geimurinn/ Verðlaun í heimasíðu- keppni grunnskólanema ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Félags- og þjón- ustumiðstöðina að Aflagranda 40 um síðustu helgi. Með forsetanum var Dorrit Moussaieff, heitkona hans. Vel var tekið á móti forset- anum sem m.a. skoðaði handavinnu eldri borgara. Að Aflagranda 40 er boðið upp á góða aðstöðu fyrir fjölbreytt félags- starf. Ýmis þjónusta stendur gest- um miðstöðvarinnar til boða, s.s. hádegismatur og miðdegiskaffi, akstursþjónusta, aðstoð við böðun o.fl. Þá eru reknar hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur í húsinu. Öll heimaþjónusta fyrir Vesturbæinn er skipulögð og stjórnað frá mið- stöðinni. Allt þar til um síðustu ára- mót var miðstöðinni eingöngu ætl- að að þjóna Reykvíkingum 67 ára og eldri en sú breyting var gerð um áramótin að þjónustan er opin öll Reykvíkingum óháð aldri. Morgunblaðið/Golli Forsetinn skoðar Félagsmiðstöðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.