Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 63
UNGLINGAR úr Sunddeild Breiða-
bliks munu synda í Kópavogslaug
svokallað Aurasund 13. júní nk. Á
næstu dögum verður leitað stuðn-
ings meðal almennings til að greiða
viðkomandi sundmanni 50 aura fyrir
hvern metra sem hann nær að synda
á 30 mínútum að viðstöddum þjálf-
ara. Mark Taylor, aðalþjálfari Sund-
deildar Breiðabliks, staðfestir síðan
með undirskrift sinni vegalengdina
áður en féð er innheimt frá stuðn-
ingsfólki.
Aurasundið er liður í að kynna
sund sem almenningsíþrótt. Pening-
ar sem safnast renna til starfsemi
Sunddeildar Breiðabliks og er fólk
hvatt til að taka vel á móti börnum í
leit að stuðningi við heilbrigða íþrótt.
Sundlaugargestir eru hvattir til að
fylgjast með Aurasundi miðvikudag-
inn 13. júní.
Aurasund í
Kópavogs-
laug
ÁREKSTUR varð miðviku-
dagskvöldið 30. maí sl. um kl.
19:40 milli Toyota Corolla-bif-
reiðar, sem var ekið suður
Engjaveg, yfir Suðurlands-
braut í átt suður Grensásveg,
og Mazda 323-bifreiðar, sem
var ekið norður Grensásveg og
beygt til vinstri vestur Suður-
landsbraut. Þeir sem hugsan-
lega hafa orðið vitni að þessum
árekstri eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna í
Reykjavík.
Vitni óskast
ÚRSLIT hafa verið kynnt í heima-
síðukeppni grunnskólanna í Reykja-
vík. Fræðsluráð Reykjavíkur hafði
frumkvæði að keppninni en umsjón
hennar var hjá Fræðslumiðstöð og Ís-
lenska menntanetinu. Keppnin var
kynnt fyrir skólunum á haustmánuð-
um og nemendum boðið að skrá sig í
keppnina í litlum hópum, undir um-
sjón kennara. 46 lið, úr 14 skólum
borgarinnar, skráðu sig til leiks. Boð-
ið var upp á þrjá efnisflokka: Betri
borg, Landafundina miklu og Könnun
geimsins. 14 lið kláruðu keppni og
skiluðu inn síðum sínum.
Í flokknum Landafundirnir miklu
fengu Seljurnar 1. verðlaun; Silja
Hendriksdóttir og Ása Margrét
Helgadóttir úr 8. bekk í Seljaskóla.
Síðan þeirra ber yfirskriftina Landa-
fundirnir miklu – http://keppni.is-
mennt.is/vefir/landafundir2/
Í flokknum Betri borg fengu 1.
verðlaun sterkar stelpur úr 7. bekk í
Engjaskóla. Þær heita Anna María
Hákonardóttir, Anna Þóra Baldurs-
dóttir, Edda Rós Örnólfsdóttir og
Inga Birna Guðsteinsdóttir – http://
keppni.ismennt.is/vefir/sterkarstelp-
ur/
Í flokknum Könnun geimsins fengu
1. verðlaun Súkkulaðisveppirnir, Ein-
ar Aðalsteinsson, Freysteinn Odds-
son og Viktor Örn Guðlaugsson, nem-
endur í 8. bekk í Hlíðaskóla, fyrir
síðuna Geimurinn – http://keppni.is-
mennt.is/vefir/geimurinn/
Verðlaun í heimasíðu-
keppni grunnskólanema
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, heimsótti Félags- og þjón-
ustumiðstöðina að Aflagranda 40
um síðustu helgi. Með forsetanum
var Dorrit Moussaieff, heitkona
hans. Vel var tekið á móti forset-
anum sem m.a. skoðaði handavinnu
eldri borgara.
Að Aflagranda 40 er boðið upp á
góða aðstöðu fyrir fjölbreytt félags-
starf. Ýmis þjónusta stendur gest-
um miðstöðvarinnar til boða, s.s.
hádegismatur og miðdegiskaffi,
akstursþjónusta, aðstoð við böðun
o.fl. Þá eru reknar hárgreiðslu- og
fótaaðgerðastofur í húsinu. Öll
heimaþjónusta fyrir Vesturbæinn
er skipulögð og stjórnað frá mið-
stöðinni. Allt þar til um síðustu ára-
mót var miðstöðinni eingöngu ætl-
að að þjóna Reykvíkingum 67 ára
og eldri en sú breyting var gerð um
áramótin að þjónustan er opin öll
Reykvíkingum óháð aldri.
Morgunblaðið/Golli
Forsetinn skoðar
Félagsmiðstöðina