Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 53
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 53
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Tónlistarandakt
kl. 12:00. Hörður Áskelsson leikur.
Kórtónlist við miðnætursól kl.
21:00. Norski sönghópurinn Nord-
ic voices flytur kórverk.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6:45–7:05. Þær síðustu fyrir
sumarfrí, Mömmumorgunn kl.
10:00 í umsjá Hrundar Þórarins-
dóttur djákna.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11–
12.30. Lofgjörð, barnasaga, pré-
dikun og biblíufræðsla þar sem
ákveðið efni er tekið fyrir, spurt
og svarað. Barna- og unglinga-
deildir á laugardögum. Létt hress-
ing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga
fólksins. Dans, drama, rapp, pré-
dikun og mikið fjör.
Sjöundadags aðventistar á Ís-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl 10:00. Guðsþjón-
usta kl. 11:00. Ræðumaður: Gavin
Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla
kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00.
Ræðumaður: Einar Valgeir Ara-
son.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00.
Ræðumaður: Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10:00.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 11:00.
Biblíufræðsla kl. 12:00. Ræðumað-
ur: Björgvin Snorrason. Samveru-
stund yfir súpu og brauði að sam-
komu lokinni.
Kefas. Föstudagurinn 1. júní.
Breyttur samkomutími, samkoma
kl 19:30 í kvöld. Gestapredikari:
Freddie Filmore frá Flórída. Mik-
ill söngur og Guðs blessun.
Allir hjartanlega velkomnir.
Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja
FRÉTTIR
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Skólaslit 1. júní
Stýrimannaskólanum verður slitið í hátíðarsal
skólans föstudaginn 1. júní kl. 14.00.
Kvenfélagið Aldan verður með kaffi og veitingar
í matsal Sjómannaskólans.
Afmælisárgangar eldri nemenda eru boðnir
sérstaklega velkomnir.
Skólameistari.
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Útskrift stúdenta og skólaslit verða í Hall-
grímskirkju laugardaginn 2. júní kl. 13.00.
Innritun nýnema fer fram dagana 5.—7. júní.
● Tekið verður við umsóknum í skólanum
á Fríkirkjuvegi 9 frá kl. 9.00—17.00.
● Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi
8. júní.
● Skólinn býður fram nám til stúdentsprófs
á félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut og
málabraut.
● Sjá nánar á heimasíðu skólans
www.kvenno.is
Skólameistari.
Vélskóli Íslands
Skólaslit 2. júní
Vélskólanum verður slitið í hátíðasal skólans
laugardaginn 2. júní kl. 14.00
Kvenfélagið Keðjan verður með kaffi og veit-
ingar í matsal Sjómannaskólans.
Afmælisárgangar eldri nemenda eru boðnir
sérstaklega velkomnir.
Skólameistari.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Garðplöntusala
Ísleifs Sumarliðasonar,
Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ,
auglýsir tré, rósir, runna, bakkaplöntur og sumar-
blóm. Stór tré af lerki, stafafuru, bergfuru, blágreni
og sitkagreni frá Hallormsstað. Ennfremur berg-
fura og fjallafura. Verðið gerist varla lægra.
Opið frá kl. 10.00—19.00. Sími 566 7315.
Atvinnuhúsnæði til leigu
Ármúli
Til leigu 527 fm verslunarhúsnæði á 1. hæð
ásamt möguleika á 300 fm lagerhúsnæði.
Ársalir - fasteignamiðlun,
sími 533 4200.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Byggðavegur 109, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Baldur Steingríms-
son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn
6. júní 2001 kl. 10:00.
Hafnarstræti 86, rishæð, 010301, Akureyri,, þingl. eig. Hannes Elfar
Hartmannsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Lífeyr-
issjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 6. júní 2001 kl. 10:30.
Hafnarstræti 99-101, 010103, versl. C á 1. hæð, Akureyri, þingl. eig.
Gísli Bergsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., miðvikudaginn
6. júní 2001 kl. 11:00.
Mímisvegur 15, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Ragnheiður R. Friðgeirs-
dóttir og Sævar Freyr Ingason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 6. júní 2001 kl. 14:00.
Tjarnarlundur 4h, Akureyri, þingl. eig. Sigurlína Snorradóttir, gerðar-
beiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
6. júní 2001 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
31. maí 2001.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
ÝMISLEGT
Sýning í Eden
Bjarni Jónsson listmálari hefur opnað sína
árlegu sýningu í Eden í Hveragerði.
Sýningin stendur fram á annan í hvítasunnu.
Þetta er sölusýning.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FREDDIE Filmore frá Bandaríkj-
unum verður gestaprédikari í Kefas,
kristnu samfélagi í kvöld, 1. júní.
Samkoman hefst kl. 19.30 og eru allir
hjartanlega velkomnir.
Sérstök athygli er vakin á því að
vegna kirkjubyggingar samfélagsins
að Vatnsendabletti 601 verða sam-
komur í júnímánuði á föstudags-
kvöldum kl. 19.30 og falla niður á
laugardögum.
Breyttur sam-
komutími í júní
Í minningargrein um Pétur Arn-
björn Guðmundsson frá Tóarseli í
Breiðdal, sem birtist 12. maí síðast-
liðinn, var rangt farið með nafn
tengdamóður hans. Kona Péturs var
Borghildur Guðjónsdóttir og for-
eldrar hennar voru Guðjón Jónsson
og Jónína Sigurbjörg Eiríksdóttir,
en ekki Jónína Sigrún Jónsdóttir
eins og misritaðist í greininni.
Svæðisstjórnin á Reykjanesi fór
ekki að stjórnsýslulögum
Vegna fréttar í blaðinu á miðviku-
dag um álit umboðsmanns Alþingis
skal það leiðrétt, að það var ekki
Svæðisstjórn málefna fatlaðra í
Reykjavík, sem fór ekki að stjórn-
sýslulögum við ráðningu í stöðu eins
forstöðuþroskaþjálfa, heldur svæðis-
stjórnin á Reykjanesi. Ekki kom
fram í álitinu hvaða svæðisstjórn var
á ferðinni heldur reyndust upplýs-
ingar blaðsins rangar og er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
KLÚBBFÉLAGAR í Veðurklúbbi
Dalvíkur eru flestir á því að veður
fari smám saman hlýnandi í júní,
en til þess þurfi að koma til úr-
koma. Búist er við að á fullu tungli
6. júní komi ágætis kafli en sum-
arið komi ekki af alvöru með full-
um dampi fyrr en 21. júní. Þá
kviknar nýtt tungl á mjög góðum
stað SSA og eru félagar almennt
hrifnir af tunglinu. Búast má við
að veður hlýni hægt og bítandi
fram að því og eru kannski líkur á
einhverri smáúrkomu, bændum og
öðrum áhugasömum um gróður til
gleði.
Einn klúbbfélaganna dreymdi
mjög sterkan veðurdraum í kring-
um 25. maí þar sem fram kom föl,
hvítar rjúpur og hvítar lambær.
Hluti af hópnum túlkar drauminn
þsem hvítasunnuhret en önnur
skýring kom líka fram. Þar sem í
draumnum hafi tvennt komið
fram, rjúpur og lambær, þá hafi
það öfuga merkingu og þýði ein-
faldlega verulega gott sumar fram-
undan. Virtust flestir á þeirri
skoðun, kannski af óskhyggjunni
einni saman.
Ef illviðri er á hvítasunnu boðar
það slæmt sumar og er ills viti, en
heiðríkja boðar gott sumar. Ef
votviðri er á Jónsmessu 24. júní
verða óþurrkar um sláttinn.
Klúbbfélagar voru nokkuð sáttir
við spána fyrir maímánuð, þó ekki
hafi verið búist við hlýindakafla í
byrjun mánaðarins. Einnig var bú-
ist við hretinu sem kom, en þó
ekki alveg á sama tíma og búist
var við, þó annað minna hafi komið
á þeim tíma. Jarðskjálftar, sem
félagar minntust á, komu norð-
vestur af Grímsey og vilja klúbb-
félagar enn halda jarðskjálftum
inni í spánni.
Veður hægt hlýnandi
Veðurklúbburinn á Dalvík
♦ ♦ ♦