Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 4
NEMENDUR í 10. bekk Rétt- arholtsskóla afhentu við skólaslit í gærkvöldi Umhyggju, félagi langveikra barna, söfnunarfé að upphæð 432.000 krónur sem nem- endur höfðu safnað með sjálf- boðavinnu í tvo daga hjá fjölda fyrirtækja og stofnana í vetur. Framtak nemendanna tengdist þróunarverkefni um samstarf heimila og skóla með áherslu á lífsleikni þar sem ákveðið var að fjalla um vanda langveikra barna og standa fyrir söfnun fyrir Um- hyggju. Það var Ingveldur Marion Hannesdóttir, nemandi í 10. bekk, sem afhenti Ásu Valgerði Gunn- steinsdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, og Leifi Bárðarsyni, varaformanni félagsins, söfn- unarféð í formi stórrar ávísunar. Ingveldur hefur sjálf þurft að ganga í gegnum tugi aðgerða frá fæðingu vegna sjaldgæfs sjúk- dóms sem hún fæddist með og í tengslum við verkefnið útskýrði hún fyrir skólafélögum sínum hvaða áhrif veikindin hafa haft á líf hennar. Anna Dröfn Ágústsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemendanna og sagði að í fyrstu hefðu þau litið á þetta sem skylduverkefni en áhuginn hefði síðan glæðst þegar í ljós kom hvað langveik börn Nemendur í 10. bekk Réttarholtsskóla söfnuðu fé í sjálfboðavinnu fyrir Umhyggju þurfa að glíma við. Sérstaklega minntist Anna Dröfn þess þegar Ingveldur sagði þeim veikinda- sögu sína og sýndi þeim ör á lík- amanum eftir aðgerðir sem hún hefur þurft að gangast undir og er óhætt að segja að þeim hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá örin sem Ing- veldur sýndi þeim. Stolt af hetjunni sinni Að sögn Önnu Drafnar unnu krakkarnir síðan hörðum höndum að verkefninu og fannst gaman að takast á við það. Þau unnu í tvo daga að ýmsum verkefnum hjá 17 fyrirtækjum og stofnunum sem voru það rausnarleg við út- borgun launa að alls söfnuðust 432.000 krónur. Anna Dröfn sagði krakkana vera stolta af hetjunni sinni, henni Ingveldi, og bað hana að lokum að afhenda fulltrúum Umhyggju söfnunarféð. Leifur Bárðarson, varafor- maður Umhyggju, þakkaði krökkunum fyrir stórhöfðinglega gjöf og sagði félagið vera þeim afskaplega þakklátt fyrir að líta upp úr námsbókunum til að rétta öðrum hjálparhönd. Hann sagði gott að finna þegar einhver gæfi sér tíma til að stoppa við og sjá að lífið væri ekki alltaf skemmti- legt enda dytti engum það sjálfum í hug að hann yrði veikur. Leifur óskaði síðan nem- endunum til hamingju með dag- inn og sagði að félagar í Umhyggju myndu nýta kaupið þeirra vel. Afhentu langveik- um börn- um 430.000 krónur Morgunblaðið/Arnaldur Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Leifur Bárðarson, varaformaður Umhyggju, og skólasysturnar Ingveldur Marion Hannesdóttir og Anna Dröfn Ágústsdóttir. FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIGNATEKJUR landsmanna hafa aukist verulega á seinustu árum. Þannig nam arður og söluhagnaður af hlutabréfum tæpum 13 milljörð- um kr. árið 1999 samanborið við 7,5 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í nýútkominni samantekt Þjóðhagsstofnunar á tekjum og eignum landsmanna árin 1998 og 1999 sem byggð er á skattfram- tölum. 52.700 manns töldu fram hluta- bréf á árinu 1999 alls að nafnvirði tæplega 42 milljarða kr. og fjölgaði eigendum hlutabréfa um 7,5% milli ára. Um 20.500 framteljendur nýttu sér frádrátt vegna hluta- bréfakaupa eða rúmlega tíundi hver framteljandi. Vaxtatekjur hækkuðu um tæp 70%, m.a. vegna innlausnar spariskírteina. „Eignarskattstofn hækkar mjög mikið eða um 17,6% og athygli vekur fækkun þeirra sem eru með neikvæðan eignarskattstofn, þ.e. með skuldir umfram eignir,“ segir í samantekt Þjóðhagsstofnunar. Í úttektinni kemur fram að aðrar tekjur en atvinnutekjur, sem eru aðallega fjármagnstekjur, falla að langstærstum hluta þeim tekju- hærri í skaut. Þessi tekjuliður hækkaði um 21% hjá hjónum í efri hluta tekjustiga framteljenda á milli áranna 1998 og 1999 en lækk- aði um 1% í þeim neðri. Um 8.700 hjón voru annaðhvort eignalaus eða með skuldir umfram eignir. Úttekt Þjóðhagsstofnunar á eignum og tekjum Eignatekjur hafa aukist verulega Kjör varaforseta Alþýðusambandsins 14,6% skil- uðu auðu VIÐ kjör varaforseta Alþýðusam- bands Íslands á ársfundi sl. þriðju- dag skiluðu 14,6% ársfundarfull- trúa auðu. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands- ins, var endurkjörinn varaforseti með 62,5% atkvæðum allra þeirra sem þátt tóku í kosningunni og Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, fékk 22,9% af heildar- fjölda atkvæða. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag fékk Hall- dór 73,16% atkvæða þeirra sem af- stöðu tóku í kjörinu Óskar fékk 26,84%. Þegar úrslit kosninganna voru kynnt á ársfundinum var ein- göngu greint frá skiptingu atkvæða þeirra sem afstöðu tóku á milli frambjóðendanna en skv. upplýs- ingum frá skrifstofu ASÍ skiluðu 14,6% auðu við kosninguna. Notað var rafrænt kosningakerfi við kjör varaforseta og miðstjórnar. Alls sátu 256 fulltrúar ársfund ASÍ. Vinstri grænir ræða við Framsókn og Samfylkingu SAMÞYKKT var á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík í gærkvöldi að veita stjórn félagsins umboð til könnunarviðræðna við Framsóknar- flokk og Samfylkinguna í Reykjavík um kosningabandalag í næstu sveit- arstjórnarkosninum á grundvelli málefnaskrár félagsins og hand- bókar flokksins. Þá var gert ráð fyrir að stjórn félagsins myndi að loknum viðræðum kalla saman félagsfund og gera grein fyrir stöðunni til að ákveða næstu skref. Á fundinum var jafnframt rætt um drög að málefna- skrá fyrir væntanlegar borgar- stjórnarkosningar. Sigríður Stefánsdóttir, formaður félags VG í Reykjavík, sagði í sam- tali við Morgunblaðið seint í gær- kvöldi að ákvörðun um framhaldið yrði tekin í haust. „Þetta eru bara könnunarviðræður og umboðið nær yfir sumarið, þannig að eigi síðar en 15. september þurfum við að grein fyrir stöðu mála á félagsfundi. Þá verður gerð grein fyrir því hvað hef- ur komið út úr viðræðunum og það hefur alltaf verið stefnan að félags- fundur taki ákvörðun um hvert skref. Og meginmarkmið könnunar- viðræðna er að fá fram hvort grund- völlur er til samstarfs þessara flokksfélaga á næsta kjörtímabili.“ HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir að slá konu í andlitið á skemmtistað í Reykjavík með þeim afleiðingum að gat kom á hljóðhimnu og hún varð fyrir heyrn- artapi. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing yrði þyngd. Í dómi Hæstaréttur kemur fram að þegar málið var fyrst tekið fyrir dóm neitaði maðurinn sök. Þar sem ljóst var af rannsóknargögnum að niður- staða málsins myndi að verulegu leyti ráðast af mati á sönnunargildi manns- ins og konunnar, sem bar að hann hefði slegið sig, taldi Hæstiréttur að þrír dómarar hefðu átt að skipa hér- aðsdóm. Þá var talið að leita hefði átt eftir framburði dyravarða sem höfðu fullyrt á vettvangi að maðurinn hefði slegið til konunnar og eftir álitsgerð læknis um áverka konunnar og bata- horfur hennar. Þá þótti héraðsdómur að nokkru óskýr um hvað teldist sannað í einstökum atriðum í málinu. Af þessum sökum var héraðsdómur ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til frekari meðferðar og dóms á ný. Hæstiréttur ómerkir dóm Vildi héraðsdóm fjölskipaðan ♦ ♦ ♦ NOKKRIR hluthafar í Lyfjaverslun Íslands hafa samkvæmt sjónvarps- fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi farið fram á hluthafafund til að lýsa van- trausti á stjórn fyrirtækisins, vegna áforma um kaup fyrirtækisins á hlut í Frumafli hf. fyrir 860 milljónir króna. Umræddur hlutur er í eigu Jóhanns Óla Guðmundssonar, eins stærsta hluthafans í Lyfjaverslun Ís- lands. Grímur Sæmundsen, stjórnarfor- maður Lyfjaverslunar Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti staðfest að rétt í þessari frétt væri að fyrir dyrum stæði að halda hluthafafund innan tveggja næstu vikna. „Við héldum stjórnar- fund í morgun, þar sem við ákváðum að halda hluthafafund til að kynna fyrir hluthöfum ákveðin mál, sem við erum að vinna“, sagði Grímur og nefndi sem dæmi að fyrirtækið hefði verið að kaupa fyrirtæki á síðustu mánuðum fyrir miklar fjárhæðir og þær fyrirætlanir hafi alltaf verið kynntar á hluthafafundum. „Þetta er því mjög eðlileg framganga hjá okk- ur.“ Grímur vildi ekki staðfesta að kaupin á hlut Jóhanns Óla í Frumafli yrðu meðal þeirra mála sem færu fyrir hluthafafund né heldur fjárhæð kaupanna. Deilur innan Lyfjaverslunar Íslands Hluthafafundur á næstu vikum Þroskaþjálfar Önnur atkvæða- greiðsla um verkfall SÓLVEIG Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að niðurstaða Félagsdóms þess efnis að boðað verkfall þeirra hjá ríkinu sé ólögmætt valdi henni undrun. Henni kom það mjög mikið á óvart að mál- um væri ekki þannig háttað, að ríkið væri að semja fyrir þær sjálfseign- arstofnanir sem um væri að ræða og þær hefðu talið. Sólveig sagði að efnt yrði til at- kvæðagreiðslu á nýjan leik um boð- un verkfalls. Ekki væri á þessu stigi hægt að segja til um hvenær það hæfist, en boða þyrfti það með 15 daga fyrirvara. Þroskaþjálfar í starfi hjá ríkinu eru tæplega 140 talsins. Boðaður hefur verið almennur félagsfundur hjá Þroskaþjálfafélags- ins um stöðuna í samningamálunum seinnipartinn í dag. Þær sjálfseignarstofnanir sem um er að ræða eru Skálatúnsheimilið og Styrktarfélag vangefinna. Önnur staða er uppi varðandi Reykjalund, að sögn Sólveigar. Þroskaþjálfar í starfi hjá Reykja- víkurborg hafa verið í verkfalli frá 18. maí síðastliðnum og boðað verk- fall þeirra í öðrum sveitarfélögum átti að hefjast á miðnætti í nótt. Samningafundir með viðræðuaðilum þroskaþjálfa stóðu enn yfir hjá rík- issáttasemjara þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.