Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 57 HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, held- ur úti vefsíðu sem nefnist frelsi.is og er henni ætlað að vera vettvang- ur fyrir pólitíska umræðu út frá sjónarhóli ungs fólks í flokknum. Nýverið birtust þar tvær greinar með nafnlausum ummælum um þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einkunnagjöf um þá. Undirrituð fékk einkunnina 3,5 og þá umsögn að bregðast ekki röngum málstað, að vera hræðilegasti þingmaður sjálfstæðismanna fyrr og síðar, að geta alveg eins verið vinstrimaður, að vera líkt og harður vinstrimaður þegar kemur að menningarstyrkj- um og álíka sjóðasukki og klykkt út með: „Hvað er þessi kona að gera í Sjálfstæðisflokknum? Það er sama hvort litið er á störf hennar í borg- arstjórn eða á Alþingi, hún á miklu meiri samleið með Samfylkingunni. Örugglega eini þingmaður Sjálf- stæðisflokksins sem er þeirrar skoðunar að allt eigi að vera bann- að, nema það sé sérstaklega leyft – af henni.“ Hvers vegna 40% fylgi í kosningum en ekki 2%? Ef þau sjónarmið, sem lesa má út úr ummælum ónafngreindra Heim- dellinga um ýmsa þingmenn sína, væru almenn meðal sjálfstæðis- manna, væri Sjálfstæðisflokkurinn smáflokkur, líkast til með einungis 2% fylgi. Í síðustu Alþingiskosing- um fékk hann hins vegar meira en 40% atkvæða vegna þess að hann er víðsýnn flokkur allra stétta og inn- an hans rúmast fjölbreyttar skoð- anir á ýmsum málum. Sem dæmi má nefna sjávarútvegsmál, um- hverfismál, heilbrigðismál, einka- væðingu, Evrópumál og menning- armál. Þær öfgar sem kenna má í palladómum um þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru Heimdalli ekki til framdráttar og dæma mörg um- mælin sig sjálf. Lesa má milli lín- anna að afstaða margra þingmanna gegn því að breyta lögum um hnefa- leika fer fyrir brjóstið á ráðgjöfum hjá frelsi.is. Ég vísa lesendum á umsögn heilbrigðis- og trygginga- nefndar þingsins um boxið, þar sem skýr rök koma fram því til stuðn- ings að núgildandi lög standi óbreytt. Ég tel að áfram megi halda því fram að ekki eigi að berja fólk. Það var mér kennt í æsku. Málsvari fyrir helming sjálf- stæðismanna í Reykjavík Enginn gerir svo öllum líki. Ég hef sem borgarfulltrúi og þingmað- ur látið mig flest skipta og myndað mér skoðanir í samræmi við lífsvið- horf mín, reynslu og sjálfstæðis- stefnuna og mun hér eftir sem hing- að til vera trú sannfæringu minni. Ég hef verið talsmaður þess á mínum pólitíska ferli að umhverf- ismál komi okkur öllum við og að fjarri fari að þau séu „vinstri“ stefna. Þær ákvarðanir í umhverf- ismálum sem teknar eru í dag munu hafa afgerandi áhrif á morgun. Mik- ilvægt og lýðræðislegt er að tryggja samráð við frjáls félagasamtök í umhverfismálum og hef ég lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi. Ég talaði gegn því að virkjað yrði við Eyjabakka, reyndar sú eina af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, en fram kom í skoðanakönnunum að helmingur sjálfstæðismanna í Reykjavík (og reyndar helmingur framsóknar- manna) var á sama máli og ég um að fram ætti að fara mat á umhverf- isáhrifum virkjunar þar. Það er ekki lítil ábyrgð að vera málsvari helmings sjálfstæðismanna í Reykjavík en ég skal axla hana með ánægju. Velferð, listir og menning Ég er hlynnt því eins og þorri sjálfstæðismanna að allir lands- menn eigi rétt á að mennta sig og að heilbrigðisþjónusta sé hverjum manni aðgengileg. Sömuleiðis vil ég að stutt sé við bakið á listum og menningu og lagði m.a. til í borg- arstjórn Reykjavíkur á sínum tíma að Reykjavík sækti um að verða menningarborg Evrópu. Sá draum- ur rættist og lögðust margir á ár- arnar, þar á meðal menntamálaráð- herra, til þess að menningarborgin Reykjavík yrði landsmönnum öllum til sóma. Björn Bjarnason fær reyndar þann palladóm hjá Heim- dellingum að hann sé hlynntur sósí- alisma í menningarmálum. Ég kvarta ekki undan hans félagsskap. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hafa málsvara fyrir fleiri skoðanir en hörðustu markaðshyggju af því tagi sem lítill hópur Heimdellinga talar fyrir. Þeir vilja hafa frelsi til að berja á samflokksmönnum sínum úr launsátri. Sjálfstæðismenn eru upp til hópa frjálslynt fólk og skoð- anir þær sem Heimdallur hefur nafnlaust sett fram um þingmenn sína eru af allt öðrum toga spunnar. Gróa á Leiti er lífseig. Í gegnum slagorðin skín þekkingarleysi og reynsluleysi þeirra sem Heimdallur vitnar í og ekki þora þeir að koma fram undir nafni. Vonandi vaxa þeir að vizku og þroska með tímanum. Katrín Fjeldsted Frelsi Lítill hópur Heimdell- inga, segir Katrín Fjeldsted, vill hafa frelsi til að berja á samflokksmönnum sínum úr launsátri. Höfundur er læknir og þingmaður Reykvíkinga. Frelsi til að berja? NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.