Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 27 Kirsuberjaviður Kirsuberjalíki Vegna hagstæðra samninga getum við boðið þessar fallegu eldhúsinnréttingar, með 20% afslætti út júní. Bjóðum einnig allt að 15% afslátt á eldhústækjum með innréttingum. afsláttur Teiknivinna og tilboðsgerð er í höndum hönnuða okkar. Þú kemur aðeins með þínar óskir og við sjáum um restina. %20 Gegnheil eik Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 ZANUSSI Sprengju kastað að sendiráði TVEIR óþekktir menn köstuðu handsprengju að sendiráði Rússlands í Minsk í Hvíta-Rúss- landi í gær, nokkrum klukku- stundum áður en Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom til borg- arinnar. Embættismaður öryggisráðs Hvíta-Rússlands sagði að eng- inn hefði særst í árásinni. Sprengjunni hefði verið kastað yfir girðingu umhverfis sendi- ráðið en hún hefði skollið á tré og sprungið á lóðinni án þess að valda miklum skemmdum. Að sögn embættismannsins köstuðu árásarmennirnir sprengju sem notuð er í sókn- arhernaði og veldur fremur litlu tjóni en miklum hvelli. Alexander Lúkashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, kallaði ör- yggisráðið saman til að ræða hvernig bregðast ætti við árás- inni. Pútín fór til Minsk síðar um daginn til að sitja leiðtogafund Samveldis sjálfstæðra ríkja, samtaka tólf fyrrverandi sovét- lýðvelda. Kveðst saklaus ROBERT Hanssen, fyrrverandi gagnnjósnari bandarísku alrík- islögreglunnar FBI, sem var ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, hélt fram sak- leysi sínu í gær þegar hann var leiddur fyrir dómara í Virginíu. Réttarhöldin í máli hans eiga að hefjast 29. október og hann á dauðadóm yfir höfði sér. Þingforsetar kjörnir á Ítalíu PIER Ferdinando Casini, 45 ára miðjumaður, var kjörinn forseti neðri deildar ítalska þingsins í gær. Daginn áður var Marcello Pera, 58 ára félagi í flokki Silvios Berl- usconis, kjör- inn forseti efri deildarinnar. Bandalag mið- og hægriflokka, undir forystu Berl- usconis, fékk meirihluta í báðum deildunum í kosningunum 13. maí. Berlusconi stefnir að því að mynda 59. stjórn Ítalíu á sl. 56 árum fyrir leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins 13. júní. Konum bannað að aka bílum ÍSLAMSKA hreyfingin Taliban hefur bannað erlendum konum í Afganistan að aka bílum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá trúarlögreglu Taliban segir ástæðu bannsins þá að akstur kvenna gangi í berhögg við afg- anskar hefðir og hafi „neikvæð áhrif á umhverfið“. Verði banninu framfylgt get- ur það torveldað starfsemi al- þjóðlegra hjálparstofnana í Afg- anistan. Konur í starfsliði stofn- ananna segjast þurfa að aka bíl- um til að geta haldið áfram störfum sínum. STUTT Pier Ferdin- ando Casini UM 200 þúsund manns tóku í gær þátt í mótmælagöngu í Algeirsborg, höfuðborg Alsírs, til að vekja athygli á ofsóknum gegn þjóðflokki berba í norðausturhluta landsins. Stjórnarandstöðuflokkur sósíal- ista, FFS, boðaði til göngunnar í mótmælaskyni við harðar aðgerðir lögreglunnar gegn berbum í Kabýla- héraði. Óeirðir brutust þar út í lok apríl, eftir að unglingur var skotinn til bana í vörslu lögreglu, og síðan hafa yfir 50 manns beðið bana og um 1.300 særst. Mótmælendur í Algeirsborg í gær hrópuðu slagorð gegn stjórn Abd- elaziz Bouteflikas forseta og kröfð- ust mál- og prentfrelsis auk rann- sóknar á upptökum átakanna. Til átaka kom milli mótmælenda og ungra stuðningsmanna knattspyrnu- liðs frá hverfi í gömlu borginni, Kasbah. Í Alsír búa um 29 milljónir manna en þar af er um fimmtungur berbar í Kabýlahéraði. Þeir hafa um langt skeið barist fyrir viðurkenningu á menningararfi sínum og tungu. Um 200 þúsund berbar mótmæla ofsóknum í Alsír AP Þátttakendur í mótmælunum í Algeirsborg í gær kröfðust þess að rétt- indi berba yrðu aukin. Tugir hafa fallið í óeirðum síðustu vikurnar. Algeirsborg. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.