Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 27

Morgunblaðið - 01.06.2001, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 27 Kirsuberjaviður Kirsuberjalíki Vegna hagstæðra samninga getum við boðið þessar fallegu eldhúsinnréttingar, með 20% afslætti út júní. Bjóðum einnig allt að 15% afslátt á eldhústækjum með innréttingum. afsláttur Teiknivinna og tilboðsgerð er í höndum hönnuða okkar. Þú kemur aðeins með þínar óskir og við sjáum um restina. %20 Gegnheil eik Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 ZANUSSI Sprengju kastað að sendiráði TVEIR óþekktir menn köstuðu handsprengju að sendiráði Rússlands í Minsk í Hvíta-Rúss- landi í gær, nokkrum klukku- stundum áður en Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom til borg- arinnar. Embættismaður öryggisráðs Hvíta-Rússlands sagði að eng- inn hefði særst í árásinni. Sprengjunni hefði verið kastað yfir girðingu umhverfis sendi- ráðið en hún hefði skollið á tré og sprungið á lóðinni án þess að valda miklum skemmdum. Að sögn embættismannsins köstuðu árásarmennirnir sprengju sem notuð er í sókn- arhernaði og veldur fremur litlu tjóni en miklum hvelli. Alexander Lúkashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, kallaði ör- yggisráðið saman til að ræða hvernig bregðast ætti við árás- inni. Pútín fór til Minsk síðar um daginn til að sitja leiðtogafund Samveldis sjálfstæðra ríkja, samtaka tólf fyrrverandi sovét- lýðvelda. Kveðst saklaus ROBERT Hanssen, fyrrverandi gagnnjósnari bandarísku alrík- islögreglunnar FBI, sem var ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, hélt fram sak- leysi sínu í gær þegar hann var leiddur fyrir dómara í Virginíu. Réttarhöldin í máli hans eiga að hefjast 29. október og hann á dauðadóm yfir höfði sér. Þingforsetar kjörnir á Ítalíu PIER Ferdinando Casini, 45 ára miðjumaður, var kjörinn forseti neðri deildar ítalska þingsins í gær. Daginn áður var Marcello Pera, 58 ára félagi í flokki Silvios Berl- usconis, kjör- inn forseti efri deildarinnar. Bandalag mið- og hægriflokka, undir forystu Berl- usconis, fékk meirihluta í báðum deildunum í kosningunum 13. maí. Berlusconi stefnir að því að mynda 59. stjórn Ítalíu á sl. 56 árum fyrir leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins 13. júní. Konum bannað að aka bílum ÍSLAMSKA hreyfingin Taliban hefur bannað erlendum konum í Afganistan að aka bílum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá trúarlögreglu Taliban segir ástæðu bannsins þá að akstur kvenna gangi í berhögg við afg- anskar hefðir og hafi „neikvæð áhrif á umhverfið“. Verði banninu framfylgt get- ur það torveldað starfsemi al- þjóðlegra hjálparstofnana í Afg- anistan. Konur í starfsliði stofn- ananna segjast þurfa að aka bíl- um til að geta haldið áfram störfum sínum. STUTT Pier Ferdin- ando Casini UM 200 þúsund manns tóku í gær þátt í mótmælagöngu í Algeirsborg, höfuðborg Alsírs, til að vekja athygli á ofsóknum gegn þjóðflokki berba í norðausturhluta landsins. Stjórnarandstöðuflokkur sósíal- ista, FFS, boðaði til göngunnar í mótmælaskyni við harðar aðgerðir lögreglunnar gegn berbum í Kabýla- héraði. Óeirðir brutust þar út í lok apríl, eftir að unglingur var skotinn til bana í vörslu lögreglu, og síðan hafa yfir 50 manns beðið bana og um 1.300 særst. Mótmælendur í Algeirsborg í gær hrópuðu slagorð gegn stjórn Abd- elaziz Bouteflikas forseta og kröfð- ust mál- og prentfrelsis auk rann- sóknar á upptökum átakanna. Til átaka kom milli mótmælenda og ungra stuðningsmanna knattspyrnu- liðs frá hverfi í gömlu borginni, Kasbah. Í Alsír búa um 29 milljónir manna en þar af er um fimmtungur berbar í Kabýlahéraði. Þeir hafa um langt skeið barist fyrir viðurkenningu á menningararfi sínum og tungu. Um 200 þúsund berbar mótmæla ofsóknum í Alsír AP Þátttakendur í mótmælunum í Algeirsborg í gær kröfðust þess að rétt- indi berba yrðu aukin. Tugir hafa fallið í óeirðum síðustu vikurnar. Algeirsborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.