Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 31 Þar sem garðáhöldin fást GARÐSLÁTTUVÉLIN „Sú Græna góða“ www.teflon.is BIRGIR Snæbjörn Birgisson held- ur áfram að fást við veröld sem var, eða réttara sagt heim á öðru plani, einhvers staðar djúpt í hugskotinu eða minningunni. Hin sérkennilega daufi blær – eins og allt sé sprottið undan hörðum litblýanti – á sér ein- hvern veginn samsvörun í þátíðinni. Sem slíkur er Birgir Snæbjörn and- lega skyldur Gyrði Elíassyni; minnin eru mjög ákveðin og ljóðræn en jafn- framt bleikt og upplituð. Þau eiga sér enga líkamlega nálægð, og engin til- raun er heldur gerð til að gera þau áþreifanleg. Tilfinningin er sú að þau haldi áfram að fjara út eins og lit- skyggnur sem smám saman daga uppi í fullkomnu gagnsæi. Á sýningunni í galleri@hlemmur.is eru litlar teikningar af mynstri leikja í grasi. Teikningarnar eru allar gerðar með sömu stöðluðu blýantsteiknun- um – stafnum vaff á hvolfi – sem fylla síðuna og standa fyrir gras. Það mót- ar fyrir París og öðrum grafískum reitaleikjum í grasinu. Munurinn er dreginn fram með mismunandi styrk- leik teiknanna. Þannig mótar fyrir hverjum leiknum fyrir sig með mis- daufum vaff-laga förum. Eina málverkið er af dæmigerðum Parísarleik. Grafískt mynstur leiksins er málað með daufum grænum teikn- um og umlukið eilítið skarpari teikn- um í sama lit. Málverkið á sér syst- urmynd meðal teikninganna, nokkurs konar undirbúningsriss sem gefur góða mynd af því hvernig Birgir Snæ- björn vinnur. Eins og hann orðar það sjálfur þá „heldur teikningin utan um leikinn og reglur hans“. Ef engin væri teikningin væri heldur enginn leikur, og án leiksins væru teikningarnar fullkomlega óræðar. Þannig er ekki hægt að taka list Birgis Snæbjörns fyllilega fyrir það sem hún sýnir, né heldur fyrir það hvernig hún er gerð. Líkt og Derrida gagnvart ritlistinni ætlast hann til að litið sé á myndir sínar sem mögulega skráningu en ekki sem raunhæfa túlkun fyrirbæranna sem þær birta. Hvað þetta varðar á Birgir sér sálu- félaga í sveitunga sínum Sigurði Árna Sigurðssyni, en báðir sækja sér að- föng í myndgátur René heitins Magr- itte. Til að skýra þetta betur má taka mið af landakorti. Slíkt bréf líkist ekki í neinu því landslagi sem það fjallar um, og þó er það á sinn hátt miklu ná- kvæmari lýsing þess en raunsæjustu ljósmyndir. Enginn gæti ratað um Reykjavík út frá póstkortum af höf- uðborgarsvæðinu hversu raunsæ sem þau væru, en stílfærður uppdráttur af sama svæði nýtist prýðilega hverjum sem komast vill þar leiðar sinnar. Og hvort er þá réttara, táknmyndin eða sú raunsæja? Á sinn hátt er nálgun Birgis Snæbjörns verðug tilraun til að losa fígúratífa list undan öllu raunsæ- isþvaðrinu og færa hana nær nútíma- legri vangaveltum um myndgerðina sem sérstakan og sjálfstæðan skrán- ingarhátt. Leikur með teikningar MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s , Þ v e r h o l t i 5 Til 17. júní. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. TEIKNINGAR OG MÁLVERK BIRGIR SNÆBJÖRN BIRGISSON Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Málverk Birgis Snæbjörns af Parísarleik í galleri@hlemmur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.