Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Barnaskóli Vestmannaeyja Laus staða Bókasafns- og upplýsingafræðingur óskast að skólasafni Barnaskóla Vestmannaeyja. Leitað er að hugmyndaríkum starfsmanni til að starfa við lifandi upplýsinga- og fræðslu- miðstöð í skólanum. Skólasafnið er í nýinn- réttuðu húsnæði, safnkostur er tölvuskráður og öll aðstaða til upplýsingaöflunar og kennslu til fyrirmyndar. Upplýsingar gefur Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri, í símum 481 1944 og 481 1898 (heima). Skólafulltrúi. Íþróttakennarar ath! Hér er kennarastaða sem vert er að athuga frekar Okkur vantar áhugasaman íþróttakennara í Stykkishólm. Aðstaðan er eins og hún getur best verið þ.e. ● Íþróttahús í fullri stærð. ● Tvær sundlaugar, 12 m innilaug/25 m úti- laug/pottar o.fl. ● Tveir íþróttakennarar með hvern bekk. ● Allir bekkir með 3 tíma í íþróttum á viku. ● Þrír íþróttakennarar með mikla reynslu starfa við skólann. ● Rúmlega 40 aðrir hressir starfsmenn. ● 230 nemendur í grunnskóla/30 nemendur í framhaldsskóla. ● Stöðunni getur fylgt mikil þjálfun hjá UMF Snæfelli. ● Sjón er sögu ríkari — hjartanlega velkomin í heimsókn. Allar frekari upplýsingar gefa Gunnar Svan- laugsson, skólastjóri, í símum 438 1377 (vinna) og 864 8864, netfang gunnar@stykk.is og Eyþór Benediktsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 438 1377 (vinna) og netfang eythor@stykk.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Blóm á grafreiti Nú er rétti tíminn til þess að setja blóm á graf- reiti. Tökum pantanir í Suðurgötukirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Fossvogskirkjugarð alla virka daga frá kl. 9—16 í síma 551 8166. Garðyrkjudeild Kirkjugarða Reykjavíkur. Til sölu í Kringlunni Höfum til sölu 62,40 fermetra pláss í Kringlunni, verslunarmiðstöð, ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameiginlegum svæðum. Plássið er góðum stað á 1. hæð í norðurhúsi. Upplýsingar gefur Hanna Lára Helgadóttir hrl. Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, sími 590 2600. TILKYNNINGAR Vestfjarðavegur nr. 60: Eyri — Vattarnes mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um Vestfjarðaveg nr. 60: Eyri — Vattarnes, í Reykhólahreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 1. júní til 13. júlí 2001 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Reykhóla- hrepps og Bæjar- og héraðsbókasafninu, Ísa- firði. Einnig liggur matsskýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heima- síðu Vegagerðarinnar: www.vegag.is. Kynningarfundur um matsskýrsluna verður í félagsheimilinu Vogalandi, Króksfjarðarnesi, föstudaginn 8. júní kl. 20.30. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 13. júlí 2001 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, Barðastaðir 1-5. Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Tillagan lýtur að því að breyta norðurhluta lóðar- innar nr. 1-5 við Barðastaði úr svæði fyrir verslunar og þjónustumiðstöð í íbúða- svæði. Tillagan liggur frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 1. júní til 29. júní 2001. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 13. júlí 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 1. júní 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur Kynningarfundur v. deiliskipulags fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Boðið er til kynningarfundar þar sem kynnt verður tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Frestur til skila inn athugasemd- um verður framlengur til 11. júní nk. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 7. júní nk. kl. 20.00. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Kjósahreppur Deiliskipulag Höfða — Neðra Hálsi Hér með er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi af Höfða í landi Neðra Háls. Tillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Kjós- arhrepps, Félagsgarði í Kjós, frá 1. júní til 29. júní nk. Athugasemndum skal skila til oddvita Kjósar- hrepps fyrir 1. júlí nk. og skulu þær vera skrif- legar. Oddviti Kjósarhrepps. Landsbyggðafólk athugið! Bjóðum upp á ódýra gistingu til 15. júní nk. Morgunmatur er innifalinn. Gistiheimilið Berg Bæjarhrauni 4, Hafnarfjörður. Sími 565 2220, fax 565 4520. Netfang: gestberg@vortex.is Heimasíða: gestberg.vortex.is Evrópumerkið/ European label Evrópumerkið er viðurkenning fyrir ný- breytni- og þróunarverkefni í tungumálanámi og -kennslu. Viðurkenningin er samstarfsverkefni á vegum framkvæmdastjórnar ESB og er veitt árlega í hverju þátttökulandi. Innlend dómnefnd metur umsóknir og tekur ákvörðun um veitingu viðurkenningarinnar. Umsóknir um Evrópumerkið berist til Al- þjóðaskrifstofu Háskólastigsins/Landsskrifstofu Sókratesar fyrir 30. júní nk. Bæklingi hefur verið dreift til skóla og stofnana og þar er að finna umsóknareyðublað. Nánari upplýsingar í síma 525 5813, netfang: rz@hi.is og www.menntamalaraduneyti.is . Auglýsing um deiliskipulag fyrir miðbæ Hafnarfjarðar Framlenging á auglýsinga- og athugasemda- fresti sbr. auglýsingu í Morgunblaðinu 20. apríl 2001 sama efnis. Í samræmi við gr. 25 í skipulags- og byggingar- lögum nr. 73/1997 m.s.br. er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Skipulagssvæðið afmarkast frá Norðurbakka af Reykjavíkurvegi, Austurgötu, Brekkugötu 8, Suðurgötu frá nr. 11 að nr. 28, meðfram Vesturhamri í suðurlóðarmörkum Strandgötu 50a, í áttina að strandlínunni og vestan við göngustíg meðfram sjávarkambinum að Reykjavíkurvegi. Deiliskipulag þetta kemur í staðinn fyrir deiliskipulag sem staðfest var af ráðherra 19.09.1983 m.s.br., fyrir þetta skipu- lagssvæði. Tillaga þessi var samþykkt af Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar 3. apríl 2001. Áður auglýstur athuga- semdafrestur framlengist til 11. júní 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.