Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 12

Morgunblaðið - 01.06.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðisnefnd samþykkti 5. apríl sl. að þeim fyrirtækjum sem yrðu uppvís að því að brjóta grein 8. 1. í tóbaksvarnarlögum þrisvar sinnum yrði bannað að selja tóbak í þrjá mán- uði og að þeim yrði gert að skila áætl- un um hvernig þau ætli að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni. Jafnframt var samþykkt að nefndin gæti fram- lengt bannið skili viðkomandi ekki fullnægjandi áætlun. Ágreiningur hefur risið um þessa samþykkt nefnd- arinnar og framkvæmd hennar og hafa m.a. Skeljungur hf. og Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum varð- andi hana. Borgarlögmaður telur að sölubann á tilteknum varningi á sölustað falli undir þau þvingunarúrræði sem heil- brigðisnefnd, sem stjórnvaldi, sé heimilt að beina að uppfylltum ýms- um skilyrðum. Almenn ákvörðun nefndarinnar um sölubann geti þó ekki haft annað gildi en sem stefnu- mörkun í málaflokkinum, en eftir sem áður þurfi að taka fyrir og ákveða þvingunarúrræði. 26. grein laga nr. 7/ 1998 heimili takmörkun á starfsemi og því geti heilbrigðisnefnd ákveðið í máli brotlegs söluaðila að beita slík- um þvingunarúrræðum. Tekið er þó fram að það samrýmist ekki stjórnsýslulögum að beita þving- unarúrræðum einungis á grundvelli kannana starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs á sölustöðum tóbaks og kvörtunar í kjölfar þeirra. Sjálf- stæð rannsókn stjórnvalds í hverju einstöku máli sé eftir sem áður nauð- synleg. Nefndin hefur ekki staðið fyrir sjálfstæðri rannsókn „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki sérð að heilbrigðisnefnd hafi staðið fyrir sjálfstæðri rannsókn á meintum brotum og hefur nefndin því ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Þá kemst borgarlögmaður að þeirri niðurstöðu að ekki verði séð af gögn- um málsins að veittur hafi verið and- mælaréttur áður en viðkomandi sölu- aðilar voru áminntir. Bendir borgarlögmaður einnig á að fram komi í bréfi Skeljungs hf. til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) að fyrirtækinu hafi verið neit- að um afrit af kvörtunum varðandi ætluð brot þess á tóbaksvarnalögum. „Þegar kvörtun eða kæra er grund- völlur máls er slíkt skjal tvímælalaust meðal mikilvægustu gagna stjórn- sýslumáls og verður því að telja að verði HER ekki við beiðni um aðgang sé um brot á stjórnsýslulögum að ræða, sem m.a. kann að valda því að ákvörðun sem tekin er í viðkomandi máli kunni að reynast ógildanleg.“ Heilbrigðisnefnd fjallaði um um- sögn borgarlögmanns á fundi sínum í gær og verður umræðu um hana fram haldið á fundi nefndarinnar í dag, skv. upplýsingum sem fengust hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Umsögn borgarlögmanns um þvingunarúrræði heilbrigðisnefndar Ákvæðum stjórnsýslulaga ekki fylgt að öllu leyti EMBÆTTI borgarlögmanns kemst að þeirri niðurstöðu í umsögn vegna ágreinings um þvingunarúrræði heilbrigðisnefndar Reykja- víkur vegna brota á reglum um sölu tóbaks, að ekkert sé því til fyr- irstöðu að nefndin grípi til þvingunarúrræða á grundvelli laga en nefndin hafi ekki vald til að beita refsingum eða refsikenndum við- urlögum. Heilbrigðisnefnd beri að fara að reglum stjórnsýslulaga í störfum sínum og að mati borgarlögmanns hefur nefndin ekki fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga að öllu leyti í þessu máli varðandi rann- sóknarreglu stjórnsýslulaga og andmælarétt. FYRSTA skóflustungan við nýja viðbyggingu Ártúnsskóla var tekin í gær, þegar haldin var hátíð í skól- anum vegna skólaslita. Í nýju bygg- ingunni verða tvær heimastofur, fjórar sérkennslustofur fyrir list- og verkgreinar, raungreinar og tónlist og rými fyrir skóladagvist. Viðbyggingin á að tengja saman skólabyggingar sem fyrir eru með tengigöngum við suðausturhorn skólahússins og við inngang í íþróttahúsið. Samhliða þessum framkvæmdum verður eldra hús- næði skólans breytt og skólalóðin stækkuð um 2.400 fermetra til suð- urs. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er um 130 milljónir króna og eru verklok áætluð fyrir skólabyrjun árið 2002. Fyrsta skóflu- stungan að stækkun Ártúnsskóla Morgunblaðið/Golli Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu Ár- túnsskóla og naut þar aðstoðar nemenda skólans. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fjallar um málið á fundi sínum í dag ÁRSFUNDUR Alþýðusambands Íslands samþykkti að hrinda í framkvæmd sameiginlegum flutn- ingi á starfsemi ASÍ og Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu á einn stað, „helst á sama gólfflöt“, eins og segir í samþykktinni. Er þetta gert í því skyni að efla sam- stöðu og samvinnu milli skrifstofu ASÍ og MFA og auðvelda samnýt- ingu rekstrar- og þjónustuþátta sem unnir eru á skrifstofum beggja m.a. hvað varðar upplýs- ingatækni, útgáfumál og kynning- arstarfsemi. Jafnframt verður hafinn undir- búningur að sameiningu rekstrar- og þjónustuþátta sem unnir eru bæði á skrifstofu ASÍ og MFA. Ársfundir færðir til hausts Ársfundarfulltrúar samþykktu einnig tillögu um að færa ársfundi sambandsins frá vori til hausts og halda þá fyrir lok októbermánaðar. Á síðari degi ársfundarins var einnig samþykkt tillaga um að framlengja umboð kjörnefndar, sem kjörin var í upphafi ársfund- arins, til næsta ársfundar árið 2002. Kom fram í máli fundar- manna að þetta væri gert svo und- irbúa mætti uppstillingu til mið- stjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir ársfundi og reyna að koma í veg fyrir að fundirnir snúist upp í átök um skipan í embætti eins og raunin varð á ársfundinum sem stóð frá mánudegi til þriðjudags. Samþykkt að flytja starfsemi ASÍ og MFA STJÓRN Félags íslenskra náttúru- fræðinga skoðar nú þann möguleika að hefja undirbúning að verkfalli, samkvæmt áskorunum sem stjórn- inni hafa borist frá félagsfundum þorra félagsmanna. Þá hafa náttúru- fræðingar ákveðið að leggja niður störf nk. þriðjudag, 5. júní, og halda félagsfund um stöðu mála í kjara- deilu FÍN og ríkisins og íhuga að- gerðir, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Samningar FÍN við ríkið hafa ver- ið lausir í 7 mánuði og virðist lausn ekki í sjónmáli þrátt fyrir að haldnir hafi verið hátt á þriðja tug funda. Þrúður G. Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri FÍN, segir það mikið bera á milli aðila að varla sé ástæða til að halda fundi. „Hlutirnir eru hreinlega þannig að þeir eru að bjóða okkur kjaraskerðingu upp á 6,5% .“ Í fréttatilkynningu FÍN kemur fram að í síðustu kjarasamningum hafi verið tekið upp nýtt gegnsætt launakerfi að frumkvæði ríkisins sem leyst hafi af hólmi svokallað „holræsakerfi“ sem samanstóð af taxtalaunum og viðbótarlaunum í formi yfirvinnutíma sem engar regl- ur hafi gilt um. Nú vilji ríkið hins vegar ekki tryggja FÍN þann sveigj- anleika í launatöflu sem nauðsynleg- ur sé til að gegnsæi núverandi launa- kerfis haldist. „Það er því boðið upp á að taka upp holræsakerfi að nýju. Slíkt kerfi við launaákvörðun kemur sýnu verst við ellilífeyrisþega sem einungis njóta tengingu lífeyris við taxtabundin laun.“ Hjá ríkinu starfa um 570 náttúru- fræðingar sem eru félagsmenn í FÍN og er Hafrannsóknastofnun stærsti vinnustaðurinn. Náttúrufræðingar leggja niður vinnu NÝTT sendiráð Íslands í Vín í Austurríki var opnað form- lega í vikunni og þar var margt góðra gesta. Meðal þeirra var Páll Pampichler Pálsson, fyrrverandi stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, sem hér er á tali við sendiherrann í Austurríki, Þórð Ægi Óskarsson (t.h.). Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra var viðstaddur opnunina ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðar- dóttur, og í ávarpi sínu minntist hann á Pál í hópi þeirra Austurríkismanna sem hefðu auðgað íslenskt listalíf í gegnum tíðina, auk dr. Franz Mixa og dr. Victors Urbanic. Nýtt sendiráð Íslands í Vín í Austurríki Góðir gestir við opnunina Ljósmynd/Birgit Guðjónsdóttir FLUGKLÚBBUR Mosfellsbæjar mun standa fyrir flugdegi á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ á laugardag í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins, sem stofnaður var 29. maí 1981. Til þess að fagna þeim áfanga hefur ver- ið boðað til afmælishátíðar að hætti flugdaga fyrri tíma á flugvellinum á Tungubökkum. Dagskráin stendur frá klukkan 13 til 17 og þar má líta alls kyns loftför, allt frá litlum flugmódelum upp í þyrlur, auk svifdreka, flugvéla og fallhlífastökks. Dagskránni lýkur síðan með lendingakeppni. Flugklúbbur Mosfellsbæjar er sá stærsti sinnar tegundar á Íslandi með 108 meðlimi og eru yfir 20 flug- vélar innan vébanda klúbbsins. Stór hluti meðlima hefur atvinnu af flugi og í klúbbnum eru jafnframt flestir listflugmenn landsins og stór hluti þeirra sem smíða flugvélar. Flugdagur í Mosfellsbæ DÓMUR Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að aka án ökuréttar var mildaður í Hæstarétti í gær. Manninum var gert að sæta þriggja mánaða fang- elsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann til sex mánaða fangels- isvistar. Frá árinu 1994 hefur maðurinn átján sinnum hlotið refsidóm þar af þrettán sinnum vegna aksturs án ökuréttinda. Í tíu tilvikum hafði maðurinn einnig gerst sekur um önnur umferðarlagabrot. Með tilliti til sakarferils mannsins þótti Hæsta- rétti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Fangelsi fyrir akst- ur án öku- réttinda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.