Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐAST þegar Jiang Zemin, for-
seti Kína, tók þátt í Ráðstefnunni
um velsæld í heiminum í Hong
Kong veitti Gerald Levin, forstjóri
Time-Warner-samsteypunnar, hon-
um verðlaun sem kennd eru við
Abraham Lincoln. Jiang forseti
mætti nýlega aftur á þessa alheims-
ráðstefnu leiðtoga í viðskiptaheim-
inum en sem betur fer var sams
konar friðþæging ekki endurtekin.
Á sama tíma og Jiang brýtur niður
Falun Gong-hreyfinguna með
handtökum eða dæmir félaga henn-
ar til vistar á geðveikrarhælum, er
erfitt fyrir vestræna leiðtoga að
lofa Jiang þótt þeir séu hallir undir
Kína.
Kjarninn í baráttunni gegn Falun
Gong-hreyfingunni hefur verið að
fjarlægja marga félaga hennar með
valdi og koma þeim fyrir á geð-
veikrahælum. Utan Kína hafa
stuðningsmenn Falun Gong skrá-
sett yfir hundrað slík tilfelli. Áætl-
að er að fjöldi þeirra sem fái „með-
ferð“ af þessu tagi sé um sex
hundruð. Þrír þeirra sem komið var
fyrir á geðveikrahælum hafa að
sögn þessara heimilda dáið vegna
slæmrar meðferðar.
Fyrir utan Kína eru „Friðar- og
heilsubúðirnar“ á Ankang-eyja-
klasanum ekki vel þekktar. Búðirn-
ar, sem eru rúmlega tuttugu tals-
ins, heyra undir ráðuneyti fyrir
öryggi almennings en reksturinn er
í höndum héraðsskrifstofa á hverj-
um stað. Pólitískir andófsmenn og
aðrir sem eru flokkaðir með svip-
uðum hætti eru skoðaðir af rann-
sóknargeðlæknum ríkisins. Hin
svokallaða sjúkdómsgreining hljóð-
ar oft á þá leið að þessir einstak-
lingar séu „erfiðustu og hættuleg-
ustu“ geðveiku glæpamennirnir og
eiga þeir yfir höfði sér vistun á
þessum leynilegu stofnunum.
Rannsóknargeðlækningar Kín-
verja hafa gengið í gegnum mörg
stig. Á sjötta áratuginum voru sov-
ésk áhrif ríkjandi (þau einkenndust
af vafasömum, klínískum aðferðum
þar sem ákveðinn pólitískur- eða
trúarlegur skoðanamunur var skil-
greindur sem sérstakt afbrigði af
„hættulegum“ geðsjúkdómi. Á tím-
um Menningarbyltingarinnar
(1966–’76) þegar almennri sálfræði
var hafnað og „rétt“, pólitísk hug-
myndafræði var samsömuð andlegu
heilbrigði, voru allt að 50%–70%
glæpamanna á svæðinu í kringum
Shanghai í haldi vegna glæpa sem
voru „pólitískir í eðli sínu“.
Á níunda áratuginum varð geð-
ræn þvingun aftur almennari eins
og á árunum fyrir Menningarbylt-
inguna. Til að byrja með hófst tí-
undi áratugurinn með því að það
dró úr beitingu geðlækninga sem
styðja áttu pólitískan rétttrúnað.
En frá og með blóðbaðinu á Torgi
hins himneska friðar hefur ein-
stökum andófsmönnum og öðrum
sem ekki játa rétta trú aftur verið
komið fyrir á sérstökum geðsjúkra-
húsum án samþykkis þeirra og í
ótilgreindan tíma.
Gott dæmi um þetta er Xue Jif-
eng sem barist hefur fyrir rétt-
indum sem snúa að atvinnumálum
almennings. Hann var tekinn hönd-
um af lögreglunni í Zhengzhou, höf-
uðborg Henan-héraðs, í desember
1999 vegna þess að hann reyndi að
komast í samband við aðra baráttu-
menn fyrir réttindum almennings.
Hann var þvingaður til innlagnar á
Borgargeðsjúkrahúsið í Xinxiang
þar sem hann dvaldi til júlí árið
2000. Að sögn var geðlyfjum þving-
að ofan í Xue og hann dvaldi í her-
bergi með raunverulega geðveikum
einstaklingum sem héldu vöku fyrir
honum á næturnar en öngruðu
hann á daginn.
Öðrum baráttumanni fyrir rétt-
indum tengdum atvinnumálum,
Cao Maobing, var nýlega komið
fyrir á geðsjúkrahúsi í Jiangsu-hér-
aði af lögreglunni. Hann var hand-
tekinn eftir að hafa komið gagnrýni
á framfæri í gegnum erlenda blaða-
menn og hefur síðan þá verið gefin
lyf og einnig hefur hann verið
þvingaður í raflostsmeðferð. Að
sögn forstöðumanns sjúkrahússins
var það skoðun hóps sérfræðinga að
Cao væri haldinn „ofsóknarkennd“.
Til hvers að grípa til svo flókinna
og kostnaðarsamra aðgerða gegn
pólitískum/trúarlegum andstæð-
ingum þegar einfaldari aðferðir til
að taka þá úr umferð, t.a.m. aftökur
og fangelsun, eru handhægar til
notkunar fyrir slíka einræðisherra?
Ein skýring er sú að eftir valdatíð
Maós í Kína, svipað og gerðist í
Sovétríkjunum eftir dauða Stalíns,
hættu umbótasinnar að taka póli-
tíska andstæðinga af lífi þar sem
þeim var annt um að draga úr
„ódæðisverkum“ að hætti fyrri
tíma.
En þar sem handtöku fylgdi ekki
lengur aftaka, heldur löng fangels-
isvist, áttu andófsmenn nú kost á
sæmilegu tækifæri til að losna úr
fangelsisvistinni eða vinnubúðun-
um. Eftir dauða Maós og Stalíns fór
net andófsmanna því stækkandi í
Sovétríkjunum og Kína. Í hinni
pólitísku „þíðu“ sem tók við gerði
þessi þróun ekkert annað en að
flækja málin að óþörfu fyrir þeim
valdhöfum sem tóku við af þessum
einræðisherrum. Því var nauðsyn-
legt að taka upp þróaðri aðferðir við
að auka hræðslu meðal almennings
og fátt er vænlegra gegn andófi en
hræða menn með hugsanlegri vist á
hæli fyrir geðsjúka glæpamenn.
Umheimurinn er ekki algerlega
varnarlaus gagnvart þessari mis-
notkun Kínverja á geðlækningum.
Árið 1983 leiddi langvarandi her-
ferð Samtaka vestrænna geðlækna
og alþjóðlegra mannréttindasam-
taka til þess að Heildarsamtök sov-
éskra geðlækna og taugasálfræð-
inga dró sig út úr Heimssambandi
geðlækna. Það gerðu þau til að
forðast brottrekstur þaðan. Sam-
tökunum var ekki hleypt aftur inn í
heimssambandið fyrr en árið 1989,
ekki fyrr en eftir mörg ár af perest-
ojku og tímabil þar sem vestrænar
sendinefnir innan geðlækninga
fengu beinan aðgang að sovéskum
stofnunum í rannsóknargeðlækn-
ingum.
Fyrsta skrefið í þessari baráttu
ætti að vera krafa Heimssambands
geðlækna og annarra fagstofnana í
einstökum löndum að fá beinan að-
gang að Ankang-búðunum og öðr-
um stöðum þar sem geðrænni
þvingun er beitt samfara fangelsun.
Stofnanir sem vinna að geðlækn-
ingum heimafyrir sem og alþjóðleg-
ar stofnanir ættu einnig að hvetja
ríkisstjórnir Vesturlanda og Evr-
ópusambandsins til að setja geð-
ræna þvingun í pólitískum tilgangi
á formlegar dagskrár þeirra ráð-
stefna sem helgaðar eru mannrétt-
indum en grundvallaratriði í sam-
skiptum Kína og Vesturlanda snú-
ast einmitt um mannréttindi.
Reuters
Félagar í Falun Gong leggja mikla stund á hugleiðslu og líkamsæfingar
ýmiss konar. Er hreyfingin bönnuð í Kína og þar er meðal annars reynt að
brjóta hana á bak aftur með því að loka félagsmenn inni á geðveikrahælum.
„Rangar“ skoðanir
flokkaðar sem geðveila
Robin Munro er heiðursfélagi innan
rannsóknarsviðs Lagadeildar og
Miðstöðvar fyrir kínversk fræði sem
heyrir undir Stofnun fyrir austræn
og afrísk fræði (SOAS) við Uni-
versity of London.
eftir Robin Munro
VIKAN 27/5–2/6
LYFLEYSUR eða
gervilyf hafa ekki áhrif
til lækninga, segir í rann-
sókn íslensks og dansks
læknis sem birtist í
læknablaðinu New Eng-
land Journal of Medicine.
Áður hefur því verið
haldið frram að allt að
þriðjungi sjúklinga líði
betur eftir inntöku þeirra.
LÖGREGLAN í Reykja-
vík hóf í vikunni rann-
sókn á því hvort nekt-
ardansmeyjar á veit-
ingastaðnum Bóhem við
Grensásveg séu hvattar
til að stunda vændi. Fjór-
ar eistneskar nektardans-
meyjar hafa leitað til lög-
reglu þar sem þær bera
forráðamenn staðarins
þessum sökum.
ÞRÍR Litháar, sem
ákærðir eru fyrir stór-
felldan þjófnað á símum,
myndavélum og áþekkum
varningi fyrir á áttundu
milljón króna í verslunum
í Reykjavík í mars sl.,
báru fyrir dómi að einu
afskipti þeirra af verð-
mætunum hafi verið að
senda þau úr landi fyrir
Pólverja sem þeir hittu
fyrir tilviljun og geta ekki
gert frekari grein fyrir.
PÁLL Pétursson,
félagsmálaráðherra, fékk
samþykki ríkisstjórnar
fyrir breytingum á
reglum um húsbréf og
húsbréfaviðskipti og tek-
ur ný reglugerð gildi á
næstu dögum. Hámarks-
lán Íbúðalánasjóðs hækka
og gæti það þýtt aukin út-
gjöld sjóðsins upp á fjóra
milljarða á ársgrundvelli.
Átök á fyrsta
ársfundi ASÍ
Á ÁRSFUNDI ASÍ á þriðjudag komu
upp átök vegna kjörs manna í mið-
stjórn og fór allt þinghald úr skorðum
vegna þess. Fundi sem hefjast átti kl. 9
var tvívegis frestað og lá þinghald
niðri í um tvær stundir, meðan for-
ystumenn tókust á í bakherbergjum.
Þá var Halldór Björnsson endurkjör-
inn varaforseti ASÍ.
Lenti á Keflavíkur-
flugvelli vegna
sprengjuhótunar
MIKILL viðbúnaður var vegna
sprengjuhótunar, sem rituð var með
varalit á salernisspegil Boeing 747-400
þotu bandaríska flugfélagsins United
Airlines á mánudag. Almannavarnir,
lögregla, landhelgisgæsla og sjúkra-
hús voru í viðbragðsstöðu og björgun-
arsveitir voru kallaðar út. Engin
sprengja fannst við leit og er álitið að
um gabb hafi verið að ræða. Engar taf-
ir urðu á millilandaflugi á flugvellinum
af þessum sökum.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
fór fram á að taka yfir rannsókn máls-
ins og er henni áfram haldið ytra. Að
sprengjuleit lokinni var vélinni flogið
aftur til Bandaríkjanna síðdegis á
þriðjudag og með henni farþegarnir og
áhöfn flugvélarinnar.
16 ára fangelsi
fyrir manndráp
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi á þriðjudag Atla Guðjón Helga-
son í 16 ára fangelsi fyrir að verða Ein-
ari Erni Birgissyni að bana í nóvember
sl. Í dómnum segir að um ásetning hafi
verð að ræða hjá Atla. Þá var Atli
dæmdur til að greiða sambýliskonu og
foreldrum Einars Arnar miskabætur
samtals á fimmtu milljón króna.
INNLENT
Sjálfsmorðsárás
í Tel Aviv
MIKIÐ mannfall varð í Ísrael er pal-
estínskur hryðjuverkamaður gerði
sjálfsmorðsárás á hóp fólks fyrir utan
næturklúbb í Tel Aviv á föstudags-
kvöld. Vitað er að 17 manns fórust og
um 80 slösuðust, aðallega ísraelsk ung-
menni. Ríkisstjórn landsins var þegar
boðuð á fund til að ræða viðbrögð við
árásinni. Þau kenndu Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínustjórnar, um árásina
þar sem hann hefði ekki „lyft litla-
fingri“ til að stöðva árásir gegn Ísrael-
um.
Ein helsta hryðjuverkahreyfingin
úr röðum Palestínumanna, Hamas,
hefur áður hótað að gera fjölda sjálfs-
morðsárása á Ísraela og hefur sagt að
þegar sé til reiðu nóg af „píslarvott-
um“ er vilji fórna sér fyrir málstað Pal-
estínumanna.
Arafat og fjölmargir þjóðarleiðtogar
fordæmdu þegar tilræðið, meðal
þeirra voru Vladímír Pútín Rússlands-
forseti og George W. Bush Banda-
ríkjaforseti. Arafat átti á miðvikudag
fund með æðstu ráðamönnum Evrópu-
sambandsins og óskaði hann eftir því
að þegar í stað yrðu sendir alþjóðlegir
eftirlitsmenn til Ísraels og heima-
stjórnarsvæða Palestínumanna til að
aðstoða við að stöðva blóðbaðið.
Wahid Indónesíu-
forseti stokkar
upp í stjórn sinni
ABDURRAHMAN Wahid, forseti
Indónesíu, stendur enn í ströngu
vegna ásakana á hendur honum um
fjármálaspillingu. Hann stokkaði upp í
stjórn sinni á föstudag til að reyna að
friða andstæðinga sína en þingið hefur
samþykkt að hefja málshöfðun til emb-
ættismissis á hendur Wahid. Flokkur
Megawatis Sukarnoputris varaforseta
hefur krafist afsagnar Wahids.
DIAPENDRA, krón-
prins í Nepal, skaut for-
eldra sína, Birenda konung
og Aiswarya drottningu,
tvö systkin og fjóra aðra
ættingja til bana í kon-
ungshöllinni í Katmandu á
föstudag. Fyrstu fregnir af
atburðinum voru óljósar
en sagt að krónprinsinn
hefði reynt að fyrirfara sér
en væri enn á lífi.
NÝJAR skoðanakann-
anir í Bretlandi í vikunni
bentu til stórsigurs Verka-
mannaflokks Tony Blairs
forsætisráðherra í kosn-
ingunum á fimmtudag. Ef
spárnar ganga eftir fær
flokkurinn 267 atkvæða
meirihluta í neðri deild
þingsins en hefur nú 179
sæta meirihluta.
ROLAND Dumas, sósíal-
isti og fyrrverandi utanrík-
isráðherra Frakklands,
var á miðvikudag dæmdur
í sex mánaða fangelsi fyrir
að hafa tekið við ólögleg-
um greiðslum úr sjóðum
olíufélagsins ELF. Hann
fékk einnig skilorðsbund-
inn fangelsisdóm til
tveggja ára og sekt er
nemur andvirði 13 milljóna
króna.
SERGEI Ívanov, varn-
armálaráðherra Rúss-
lands, sagði í vikunni ólík-
legt að tekið yrði
væntanlegu tilboði Banda-
ríkjamanna um að þeir
kaupi S-300 eldflaugar af
Rússum og annan búnað. Í
staðinn eiga Rússar að
samþykkja að samningur
um bann við gagneld-
flaugum falli úr gildi.
ERLENT
MÆTTU
MEÐ SÍMANN
ÞINN
....bla bla bla