Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐAST þegar Jiang Zemin, for- seti Kína, tók þátt í Ráðstefnunni um velsæld í heiminum í Hong Kong veitti Gerald Levin, forstjóri Time-Warner-samsteypunnar, hon- um verðlaun sem kennd eru við Abraham Lincoln. Jiang forseti mætti nýlega aftur á þessa alheims- ráðstefnu leiðtoga í viðskiptaheim- inum en sem betur fer var sams konar friðþæging ekki endurtekin. Á sama tíma og Jiang brýtur niður Falun Gong-hreyfinguna með handtökum eða dæmir félaga henn- ar til vistar á geðveikrarhælum, er erfitt fyrir vestræna leiðtoga að lofa Jiang þótt þeir séu hallir undir Kína. Kjarninn í baráttunni gegn Falun Gong-hreyfingunni hefur verið að fjarlægja marga félaga hennar með valdi og koma þeim fyrir á geð- veikrahælum. Utan Kína hafa stuðningsmenn Falun Gong skrá- sett yfir hundrað slík tilfelli. Áætl- að er að fjöldi þeirra sem fái „með- ferð“ af þessu tagi sé um sex hundruð. Þrír þeirra sem komið var fyrir á geðveikrahælum hafa að sögn þessara heimilda dáið vegna slæmrar meðferðar. Fyrir utan Kína eru „Friðar- og heilsubúðirnar“ á Ankang-eyja- klasanum ekki vel þekktar. Búðirn- ar, sem eru rúmlega tuttugu tals- ins, heyra undir ráðuneyti fyrir öryggi almennings en reksturinn er í höndum héraðsskrifstofa á hverj- um stað. Pólitískir andófsmenn og aðrir sem eru flokkaðir með svip- uðum hætti eru skoðaðir af rann- sóknargeðlæknum ríkisins. Hin svokallaða sjúkdómsgreining hljóð- ar oft á þá leið að þessir einstak- lingar séu „erfiðustu og hættuleg- ustu“ geðveiku glæpamennirnir og eiga þeir yfir höfði sér vistun á þessum leynilegu stofnunum. Rannsóknargeðlækningar Kín- verja hafa gengið í gegnum mörg stig. Á sjötta áratuginum voru sov- ésk áhrif ríkjandi (þau einkenndust af vafasömum, klínískum aðferðum þar sem ákveðinn pólitískur- eða trúarlegur skoðanamunur var skil- greindur sem sérstakt afbrigði af „hættulegum“ geðsjúkdómi. Á tím- um Menningarbyltingarinnar (1966–’76) þegar almennri sálfræði var hafnað og „rétt“, pólitísk hug- myndafræði var samsömuð andlegu heilbrigði, voru allt að 50%–70% glæpamanna á svæðinu í kringum Shanghai í haldi vegna glæpa sem voru „pólitískir í eðli sínu“. Á níunda áratuginum varð geð- ræn þvingun aftur almennari eins og á árunum fyrir Menningarbylt- inguna. Til að byrja með hófst tí- undi áratugurinn með því að það dró úr beitingu geðlækninga sem styðja áttu pólitískan rétttrúnað. En frá og með blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar hefur ein- stökum andófsmönnum og öðrum sem ekki játa rétta trú aftur verið komið fyrir á sérstökum geðsjúkra- húsum án samþykkis þeirra og í ótilgreindan tíma. Gott dæmi um þetta er Xue Jif- eng sem barist hefur fyrir rétt- indum sem snúa að atvinnumálum almennings. Hann var tekinn hönd- um af lögreglunni í Zhengzhou, höf- uðborg Henan-héraðs, í desember 1999 vegna þess að hann reyndi að komast í samband við aðra baráttu- menn fyrir réttindum almennings. Hann var þvingaður til innlagnar á Borgargeðsjúkrahúsið í Xinxiang þar sem hann dvaldi til júlí árið 2000. Að sögn var geðlyfjum þving- að ofan í Xue og hann dvaldi í her- bergi með raunverulega geðveikum einstaklingum sem héldu vöku fyrir honum á næturnar en öngruðu hann á daginn. Öðrum baráttumanni fyrir rétt- indum tengdum atvinnumálum, Cao Maobing, var nýlega komið fyrir á geðsjúkrahúsi í Jiangsu-hér- aði af lögreglunni. Hann var hand- tekinn eftir að hafa komið gagnrýni á framfæri í gegnum erlenda blaða- menn og hefur síðan þá verið gefin lyf og einnig hefur hann verið þvingaður í raflostsmeðferð. Að sögn forstöðumanns sjúkrahússins var það skoðun hóps sérfræðinga að Cao væri haldinn „ofsóknarkennd“. Til hvers að grípa til svo flókinna og kostnaðarsamra aðgerða gegn pólitískum/trúarlegum andstæð- ingum þegar einfaldari aðferðir til að taka þá úr umferð, t.a.m. aftökur og fangelsun, eru handhægar til notkunar fyrir slíka einræðisherra? Ein skýring er sú að eftir valdatíð Maós í Kína, svipað og gerðist í Sovétríkjunum eftir dauða Stalíns, hættu umbótasinnar að taka póli- tíska andstæðinga af lífi þar sem þeim var annt um að draga úr „ódæðisverkum“ að hætti fyrri tíma. En þar sem handtöku fylgdi ekki lengur aftaka, heldur löng fangels- isvist, áttu andófsmenn nú kost á sæmilegu tækifæri til að losna úr fangelsisvistinni eða vinnubúðun- um. Eftir dauða Maós og Stalíns fór net andófsmanna því stækkandi í Sovétríkjunum og Kína. Í hinni pólitísku „þíðu“ sem tók við gerði þessi þróun ekkert annað en að flækja málin að óþörfu fyrir þeim valdhöfum sem tóku við af þessum einræðisherrum. Því var nauðsyn- legt að taka upp þróaðri aðferðir við að auka hræðslu meðal almennings og fátt er vænlegra gegn andófi en hræða menn með hugsanlegri vist á hæli fyrir geðsjúka glæpamenn. Umheimurinn er ekki algerlega varnarlaus gagnvart þessari mis- notkun Kínverja á geðlækningum. Árið 1983 leiddi langvarandi her- ferð Samtaka vestrænna geðlækna og alþjóðlegra mannréttindasam- taka til þess að Heildarsamtök sov- éskra geðlækna og taugasálfræð- inga dró sig út úr Heimssambandi geðlækna. Það gerðu þau til að forðast brottrekstur þaðan. Sam- tökunum var ekki hleypt aftur inn í heimssambandið fyrr en árið 1989, ekki fyrr en eftir mörg ár af perest- ojku og tímabil þar sem vestrænar sendinefnir innan geðlækninga fengu beinan aðgang að sovéskum stofnunum í rannsóknargeðlækn- ingum. Fyrsta skrefið í þessari baráttu ætti að vera krafa Heimssambands geðlækna og annarra fagstofnana í einstökum löndum að fá beinan að- gang að Ankang-búðunum og öðr- um stöðum þar sem geðrænni þvingun er beitt samfara fangelsun. Stofnanir sem vinna að geðlækn- ingum heimafyrir sem og alþjóðleg- ar stofnanir ættu einnig að hvetja ríkisstjórnir Vesturlanda og Evr- ópusambandsins til að setja geð- ræna þvingun í pólitískum tilgangi á formlegar dagskrár þeirra ráð- stefna sem helgaðar eru mannrétt- indum en grundvallaratriði í sam- skiptum Kína og Vesturlanda snú- ast einmitt um mannréttindi. Reuters Félagar í Falun Gong leggja mikla stund á hugleiðslu og líkamsæfingar ýmiss konar. Er hreyfingin bönnuð í Kína og þar er meðal annars reynt að brjóta hana á bak aftur með því að loka félagsmenn inni á geðveikrahælum. „Rangar“ skoðanir flokkaðar sem geðveila Robin Munro er heiðursfélagi innan rannsóknarsviðs Lagadeildar og Miðstöðvar fyrir kínversk fræði sem heyrir undir Stofnun fyrir austræn og afrísk fræði (SOAS) við Uni- versity of London. eftir Robin Munro VIKAN 27/5–2/6  LYFLEYSUR eða gervilyf hafa ekki áhrif til lækninga, segir í rann- sókn íslensks og dansks læknis sem birtist í læknablaðinu New Eng- land Journal of Medicine. Áður hefur því verið haldið frram að allt að þriðjungi sjúklinga líði betur eftir inntöku þeirra.  LÖGREGLAN í Reykja- vík hóf í vikunni rann- sókn á því hvort nekt- ardansmeyjar á veit- ingastaðnum Bóhem við Grensásveg séu hvattar til að stunda vændi. Fjór- ar eistneskar nektardans- meyjar hafa leitað til lög- reglu þar sem þær bera forráðamenn staðarins þessum sökum.  ÞRÍR Litháar, sem ákærðir eru fyrir stór- felldan þjófnað á símum, myndavélum og áþekkum varningi fyrir á áttundu milljón króna í verslunum í Reykjavík í mars sl., báru fyrir dómi að einu afskipti þeirra af verð- mætunum hafi verið að senda þau úr landi fyrir Pólverja sem þeir hittu fyrir tilviljun og geta ekki gert frekari grein fyrir.  PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, fékk samþykki ríkisstjórnar fyrir breytingum á reglum um húsbréf og húsbréfaviðskipti og tek- ur ný reglugerð gildi á næstu dögum. Hámarks- lán Íbúðalánasjóðs hækka og gæti það þýtt aukin út- gjöld sjóðsins upp á fjóra milljarða á ársgrundvelli. Átök á fyrsta ársfundi ASÍ Á ÁRSFUNDI ASÍ á þriðjudag komu upp átök vegna kjörs manna í mið- stjórn og fór allt þinghald úr skorðum vegna þess. Fundi sem hefjast átti kl. 9 var tvívegis frestað og lá þinghald niðri í um tvær stundir, meðan for- ystumenn tókust á í bakherbergjum. Þá var Halldór Björnsson endurkjör- inn varaforseti ASÍ. Lenti á Keflavíkur- flugvelli vegna sprengjuhótunar MIKILL viðbúnaður var vegna sprengjuhótunar, sem rituð var með varalit á salernisspegil Boeing 747-400 þotu bandaríska flugfélagsins United Airlines á mánudag. Almannavarnir, lögregla, landhelgisgæsla og sjúkra- hús voru í viðbragðsstöðu og björgun- arsveitir voru kallaðar út. Engin sprengja fannst við leit og er álitið að um gabb hafi verið að ræða. Engar taf- ir urðu á millilandaflugi á flugvellinum af þessum sökum. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór fram á að taka yfir rannsókn máls- ins og er henni áfram haldið ytra. Að sprengjuleit lokinni var vélinni flogið aftur til Bandaríkjanna síðdegis á þriðjudag og með henni farþegarnir og áhöfn flugvélarinnar. 16 ára fangelsi fyrir manndráp HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag Atla Guðjón Helga- son í 16 ára fangelsi fyrir að verða Ein- ari Erni Birgissyni að bana í nóvember sl. Í dómnum segir að um ásetning hafi verð að ræða hjá Atla. Þá var Atli dæmdur til að greiða sambýliskonu og foreldrum Einars Arnar miskabætur samtals á fimmtu milljón króna. INNLENT Sjálfsmorðsárás í Tel Aviv MIKIÐ mannfall varð í Ísrael er pal- estínskur hryðjuverkamaður gerði sjálfsmorðsárás á hóp fólks fyrir utan næturklúbb í Tel Aviv á föstudags- kvöld. Vitað er að 17 manns fórust og um 80 slösuðust, aðallega ísraelsk ung- menni. Ríkisstjórn landsins var þegar boðuð á fund til að ræða viðbrögð við árásinni. Þau kenndu Yasser Arafat, leiðtoga Palestínustjórnar, um árásina þar sem hann hefði ekki „lyft litla- fingri“ til að stöðva árásir gegn Ísrael- um. Ein helsta hryðjuverkahreyfingin úr röðum Palestínumanna, Hamas, hefur áður hótað að gera fjölda sjálfs- morðsárása á Ísraela og hefur sagt að þegar sé til reiðu nóg af „píslarvott- um“ er vilji fórna sér fyrir málstað Pal- estínumanna. Arafat og fjölmargir þjóðarleiðtogar fordæmdu þegar tilræðið, meðal þeirra voru Vladímír Pútín Rússlands- forseti og George W. Bush Banda- ríkjaforseti. Arafat átti á miðvikudag fund með æðstu ráðamönnum Evrópu- sambandsins og óskaði hann eftir því að þegar í stað yrðu sendir alþjóðlegir eftirlitsmenn til Ísraels og heima- stjórnarsvæða Palestínumanna til að aðstoða við að stöðva blóðbaðið. Wahid Indónesíu- forseti stokkar upp í stjórn sinni ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, stendur enn í ströngu vegna ásakana á hendur honum um fjármálaspillingu. Hann stokkaði upp í stjórn sinni á föstudag til að reyna að friða andstæðinga sína en þingið hefur samþykkt að hefja málshöfðun til emb- ættismissis á hendur Wahid. Flokkur Megawatis Sukarnoputris varaforseta hefur krafist afsagnar Wahids.  DIAPENDRA, krón- prins í Nepal, skaut for- eldra sína, Birenda konung og Aiswarya drottningu, tvö systkin og fjóra aðra ættingja til bana í kon- ungshöllinni í Katmandu á föstudag. Fyrstu fregnir af atburðinum voru óljósar en sagt að krónprinsinn hefði reynt að fyrirfara sér en væri enn á lífi.  NÝJAR skoðanakann- anir í Bretlandi í vikunni bentu til stórsigurs Verka- mannaflokks Tony Blairs forsætisráðherra í kosn- ingunum á fimmtudag. Ef spárnar ganga eftir fær flokkurinn 267 atkvæða meirihluta í neðri deild þingsins en hefur nú 179 sæta meirihluta.  ROLAND Dumas, sósíal- isti og fyrrverandi utanrík- isráðherra Frakklands, var á miðvikudag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa tekið við ólögleg- um greiðslum úr sjóðum olíufélagsins ELF. Hann fékk einnig skilorðsbund- inn fangelsisdóm til tveggja ára og sekt er nemur andvirði 13 milljóna króna.  SERGEI Ívanov, varn- armálaráðherra Rúss- lands, sagði í vikunni ólík- legt að tekið yrði væntanlegu tilboði Banda- ríkjamanna um að þeir kaupi S-300 eldflaugar af Rússum og annan búnað. Í staðinn eiga Rússar að samþykkja að samningur um bann við gagneld- flaugum falli úr gildi. ERLENT MÆTTU MEÐ SÍMANN ÞINN ....bla bla bla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.