Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 12

Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 12
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S KJÓTT skipast veður í lofti í Washington. Ge- orge W. Bush virtist ganga flest í haginn sem forseta Bandaríkjanna, hann var um það bil að efna kosn- ingaloforð um miklar skattalækk- anir, menntamálafrumvarp í góð- um gír og lykilmenn að komast í réttar stöður. En fyrsta helgi sum- arsins gekk í garð með skini og skúrum í orðsins fyllstu merkingu. Þrumuveður, eldingar og ofan- koma töfðu grillveislur og aðra úti- veru en það geisaði ekki minni stormur á Bandaríkjaþingi. James Jeffords staðfesti úrsögn sína úr Repúblikanaflokknum og á meðan demókratar gerðu sig líklega til að taka við völdum, var þinghléi frestað til að ljúka atkvæða- greiðslu um nýja skattalöggjöf. Bush hraðaði sér síðan til baka frá Camp David til að staðfesta lögin í úrhellisrigningu. Reyndar mun Hvíta húsið vera að skipuleggja formlega undirritun laganna með viðhöfn við fyrsta tækifæri. Þegar þingfundir hefjast aftur 5. júni blasir nýr pólitískur veruleiki við. Demókratinn Thomas Daschle frá Suður-Dakóta tekur við af repúblikananum Trent Lott frá Mississippi sem leiðtogi deildar- innar. Meirihluti demókrata er eins naumur og hugsast getur, eða 50 þingmenn, sem munu njóta stuðnings hins óháða Jeffords, á móti 49 repúblikönum. Það verður því vart um einhverja kúvendingu að ræða enda gefa reglur þingsins andstöðunni tækifæri til að koma í veg fyrir slíkt. Hins vegar munu demókratar ráða forgangsröðinni og geta sett sína málaflokka á oddinn, svo sem heilbrigðis- og menntamál, og að sama skapi komið í veg fyrir að stefnumál forsetans nái fram að ganga. Repúblikanar halda enn um stjórnvölinn í fulltrúadeildinni og samþykki forsetans þarf til að frumvarp verði að lögum. Bush gæti reyndar þurft að nota neitunarvaldið til að koma í veg fyrir setningu laga sem honum hugnast ekki. Á því sviði geta demókratar klekkt á forsetanum og þvingað hann til að hafna frum- vörpum sem njóta vinsælda meðal kjósenda, eins og fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á fjár- framlögum í kosningasjóði fram- bjóðenda og flokka. Demókratar lofa samvinnu Þótt demókratar geti vart leynt gleði sinni yfir framvindu mála, hafa þeir heitið því að leggja sitt af mörkunum til að ná fram góðri samvinnu við þingmenn repúblik- ana sem og forsetann. Máli sínu til stuðnings hringdi Daschle í Bush um leið og Jeffords gerði ákvörðun sína opinbera. Það var reyndar í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði sem þeir töluðust við, sem sýnir glögg- lega hversu lítið sambandið hefur verið. Demókratar voru aldeilis ekki áhorfendur að því sjónarspili sem átti sér stað. Jeffords hefur oft verið á öndverðum meiði við flokk sinn, enda kjósendur í Vermont þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir. Það hafði þó heldur skerpst á milli hins hófsama Jeffords og leiðtoga flokksins undanfarið. Miðjumenn innan flokksins hafa átt erfitt uppdráttar og að því kom að óbrúanlegt bil virtist vera orðið milli skoðana Jeffords og meiri- hluta flokksbræðra hans á um- hverfis- og orkumálum, miklum skattalækkunum, menntamálum og banni við fóstureyðingum. Leiðtogar demókrata sáu sér leik á borði og hófu leynilegar við- ræður við Jeffords fyrir nokkrum vikum. Í þessari borg þar sem stjórnmálaslúður er eitt helsta um- ræðuefni manna, má það teljast með ólíkindum að þreifingarnar skyldu ekki komast í hámæli fyrr. Sumir vilja meina að repúblikanar hafi hreinlega verið of hrokafullir og neitað að horfast í augu við sannleikann fyrr en um seinan. Þeir hafa síðan reynt að koma með krók á móti bragði og fá Zell Mill- er frá Georgíu til að skipta um flokk, en án árangurs. Jeffords mun fá formennsku í umhverfis- og framkvæmdanefnd þingsins en um þá málaflokka hef- ur hann verið ósammála fyrrum flokksbræðrum sínum. Menntamálin eru einnig ofarlega á dagskrá og Edward Kennedy frá Massachusetts bauðst til að láta Jeffords eftir formennsku í menntamálanefndi ef það breytti einhverju um ákvörðun hans. Nýir formenn – breyttar áherslur Demókratar munu fá meirihluta og formennsku í öllum nefndum deildarinnar. Það liggur ekki enn ljóst fyrir hvort það verður á kostnað repúblikana eða hvort fjölgað verður um einn í hverri nefnd. Hinn gamalreyndi þingmaður Robert Byrd frá Vestur-Virginíu tekur við fjárlaganefndinni. Þar má strax búast við átökum. Vegna þess, að búið er að samþykkja 1.350 milljarða dollara skattalækk- anir, sem koma til framkvæmda á næsta áratug, og vegna fyrirsjáan- legs útgjaldaauka hafa demókratar sagt að fjárlögin fyrir 2002 séu sprungin. Gert var ráð fyrir 4% út- gjaldaaukningu á reglulegum lið- um fyrir fjárlagaárið, sem hefst 1. október, en það er helmingi minna en árið áður. Ekki voru gerðar ráðstafanir til að mæta auknum útgjöldum til varnarmála, orku- mála og menntamála. Ef stjórnin heldur fast í kostnaðarsamar áætl- anir sínar um uppbyggingu geim- flaugavarnarkerfis munu þær einnig krefjast umtalsverðra fjár- veitinga. Niðurskurður blasir því við, ef endar eiga að ná saman. Joseph Biden frá Delaware mun taka við utanríkismálanefnd. Hann er alþjóðasinni og afar ólíkur for- vera sínum, hinum umdeilda íhaldsmanni Jesse Helms frá Norður-Karólínu, sem tortryggir alla alþjóðasamvinnu og hefur ætíð haft sérstakt horn í síðu Samein- uðu þjóðanna. Helms hefur heldur ekki hikað við að beita valdi sínu og haldið mönnum frá embættum þar til hann hefur fengið sínu fram. Heilsu hans fer reyndar hrakandi og margir höfðu allt eins búist við að valdajafnvæginu á þinginu yrði raskað, félli hann frá eða yrði að segja af sér sökum heilsubrests og fylkisstjórinn, sem er demókrati, myndi skipa demó- krata í sæti hans. Sömu sögu má segja um Strom Thurmond, en þingfundir langt fram á nótt varð- andi skattafrumvarpið tóku mjög á hinn 98 ára gamla þingmann. Demókratar hafa heitið því að fara í saumana á fyrirhuguðum geimvarnaráætlunum og þar mun Biden fara fremstur í flokki. For- maður hermálanefndar verður Carl Levin frá Michigan, en hann hefur einnig lýst yfir efasemdum um ágæti kerfisins. Eins má búast við að þeir grandskoði tilnefningar forsetans til ýmissa embætta sem þurfa staðfestingu þingsins og nú lítur út fyrir að tilnefning Otto Reich í háttsetta stöðu í Suður- Ameríkudeild utanríkisráðuneytis- ins sé í hættu, en Reich var á sín- um tíma bendlaður við Íran- Contra-hneykslið. Biden mun ekki bara hafa áhrif í utanríkismálanefnd, hann verður einnig formaður undirnefndar dómsmála er tengist glæpum og fíkniefnum. Formaður dómsmála- nefndar verður síðan Patrick Leahy frá Vermont. Þar má búast við að róðurinn þyngist fyrir Bush við að koma íhaldssömum mönnum í alríkisdómarasæti. Enda komu áhrifin strax í ljós þegar Christo- pher Cox, íhaldssamur þingmaður frá Kaliforníu, bað forsetann um að draga nafn sitt til baka af lista yfir hugsanlega dómara. Edward Kennedy tekur við heil- brigðis-, mennta-, atvinnu- og líf- eyrismálanefnd. Ágætis samvinna tókst með honum og repúblikönum á sviði menntamála en lítið hefur gengið með heilbrigðismálin. Kennedy ætlar sér nú stóra hluti og í samvinnu við uppreisnar- manninn John McCain (sem sumir spá að muni ganga úr Repúblik- anaflokknum) má búast við að hann blási nýju lífi í frumvarp um réttindi sjúklinga. Kennedy er eins líklegur til að leggja fram frum- varp um hækkun lágmarkslauna og ekki mun það líta vel út fyrir Bush ef hann þarf að beita neit- unarvaldi á það. Að lokum mun það gleðja um- hverfissinna að hugmyndir um olíuborun á náttúruverndarsvæð- um í Alaska virðast úr sögunni. Jeffords í umhverfismálanefnd og formaður orku- og auðlindanefnd- ar, Jeff Bingham frá Nýju Mexíkó, munu sjá til þess að orkumálin fái aðra og mun hægari meðferð en repúblikanar ætluðu sér. Repúblikanar kokhraustir Það leikur ekki nokkur vafi á því að úrsögn Jeffords úr flokknum er mikið áfall fyrir repúblikana. Leið- togar þeirra á þingi sem og forset- inn og menn hans hafa reynt að draga úr eftirskjálftum og talað digurbarkalega um að stefnumál þeirra séu óbreytt. Það má vel vera rétt, en þar á bæ eins og ann- ars staðar eru menn í óða önn að laga sig að breyttum raunveru- leika. Þegar Bush tók við embætti hét hann því að breyta tóninum í Washington, að vinna með öllum þingmönnum og skyldi hógværð einkenna stjórn hans. Mörgum finnst repúblikanar hafa verið fremur hrokafullir en hógværir og Bush hafa hagað sér eins og mað- ur sem réði öllu, ekki eins og sá sem rétt marði kosningar og það með aðstoð hæstaréttar. Forsetinn hefur líka valdið óánægju með því að biðla stöðugt til hægriarms flokksins, oft á kostnað hófsamari repúblikana. Bush segist hins vegar hafa lagt sig fram um að ná til sem flestra og Lott vill meina að afsögn Jeffords og upplausnin í kjölfarið sé alfarið Jeffords sök. Engu að síður má sjá teikn þess að repúbl- ikanar ætli ekki að endurtaka þessi mistök. Hófsamari liðsmenn flokksins vonast eftir bjartari tíð en það verður síðan að koma í ljós hvort þreifingar undanfarinna daga verði varanlegar. Staða Lotts sem leiðtoga minni- hlutans er ekki trygg, enda vilja margir kenna honum um hvernig fór. Þeir segja að kjarni þing- flokksins með Lott í fararbroddi hafi stjórnað með harðri hendi og óánægjuraddir hafi verið bældar niður eða menn settar út í kuld- ann. Stjórnmálaskýrendur benda á að átök innan flokksins séu óhjá- kvæmileg. Á undanförnum árum hefur vaxandi stuðningur meðal íhaldssamra, hvítra karlmanna í Suðurríkjunum elft flokkinn en á kostnað stærstu þéttbýliskjarn- anna og frjálslyndari kjósenda á austur- og vesturströndinni. Menn vilja jafnvel meina að nú standi flokkurinn á tímamótum og verði að skoða sín mál, því verði ekkert að gert muni halla undan fæti strax í næstu kosningum. Demókratar mega líka vara sig á því að standa í vegi fyrir góðum málum með málþófi á þingi. Stíll Daschles þykir þó ólíkur Lotts og hann er líklegri til að hlusta og leita eftir áliti annarra, enda demókratar ekki eins samstilltir og repúblikanar. Það kæmi heldur ekki á óvart, að Bush fikraði sig nær miðju næsta misserið til að bæta ímynd sína meðal hófsamari repúblikana og óháðra. Ný skoðanakönnun Time/CNN sýnir að þótt 51% kjósenda sé ósammála ákvörðun Jeffords á móti 41%, þá telja 45% að öld- ungadeildin sé betur komin í hönd- um demókrata. 36% eru á önd- verðri skoðun. Það hefur líka sýnt sig áður að það, sem kjósendur í Bandaríkjunum vilja, er blönduð stjórn þar sem hvorugur flokk- anna er einráður. Bush verður senn að takast á við öldungadeildina um mikilvæg mál Valdatafl í Washington Reuters Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og James Jeffords, öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, við Hvíta húsið í október 1999. Þá studdi Jeffords einn repúblikana samninginn um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum. Í næstu viku munu demókratar taka við stjórn öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þrátt fyrir þann pólitíska jarðskjálfta sem úrsögn James Jeffords úr Repúblikana- flokknum olli, geta repúblikanar hrósað sigri í einu af helstu baráttumálum forset- ans, en víðtækustu skattalækkanir í 20 ár voru samþykktar um síðustu helgi. Loft er þó lævi blandið og að sögn Margrétar Björgúlfsdóttur má búast við að demókrat- ar geri forsetanum ýmsar skráveifur á næstu vikum og mánuðum. AP Demókratinn Tom Daschle og væntanlegur forseti öldunga- deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.