Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Lampar steyptir í hálfgegnsætt plastefni eru nýjasta afurð Ólafs Þórðarsonar hönnuðar. SÝNING á verkum íslenska hönn- uðarins og arkitektsins Ólafs Þórð- arsonar var nýverið opnuð í versl- un Norræna hússins í New York. Þar ber mest á þremur gerðum nýrra lampa Ólafs og eru form þeirra bæði sótt til náttúru heima- landsins og skýjakljúfalandslags stórborgarinnar. Á meðan einn lampinn minnir á skýjaklúf er annar sem gjósandi hver. Sá þriðji er sem hattur svepps, eða knúpur blóms, í örum vexti. Lamparnir eru gott dæmi um það hvernig Ólafur sækir sér inn- blástur til ólíkra átta, frá nátt- úrunni til umhverfisins í New York- borg þar sem hann hefur verið bú- settur síðasta áratuginn. Allir eru lamparnir steyptir í fljótandi res- ínplastefni, sem ýmist er litað eða glært. Kastar ljósið frá sér mjúkri birtu um hálfgegnsætt efnið. Fóturinn er úr hrárri steinsteypu sem kallast á við léttleika glóandi plastefnisins. Töluverð vinna bjó að baki þess- um verkum sem Ólafur segist hafa haft á teikniborðinu sl. tvö ár og smám saman þróað út frá sömu grunnbyggingunni. Lamparnir standa í hillu, sem einnig er eftir Ólaf, í glugga verslunarinnar til loka þessa mánaðar en innandyra er jafnframt að finna eldri verk Ólafs, s.s. snigillaga klukkur og vínrekka. Ólafur leitar gjarnan út fyrir hefðbundnar skilgreiningar iðnhönnunar og tvinnar saman hönnun og myndlist í verkum sín- um. Þannig eru engir tveir gripir eins og hver formgerð er seld í fáum eintökum. Ólafur lauk námi í arkitektúr við Columbia-háskóla í New York. Hann kennir nú iðnhönnun við Rhode Islands School of Design auk þess að starfrækja eigin hönn- unarstúdíó, Dingaling Studio, og vefritið Das Boot, sem helgað er kynningum á verkum ungra hönn- uða og myndlistarmanna. Verslun Norræna hússins í New York hefur til sölu gjafavörur og minni gripi og hönnun frá Norður- löndunum. Er þetta í fyrsta sinn sem efnt er til sýningar á verkum einstaks hönnuðar í versluninni. Íslenskur hönnuður sýn- ir í New York New York. Morgunblaðið. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 17 UNNUR Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari leik- ur á tónleikum í tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs í Salnum á þriðjudagskvöld kl. 20.00. Hún leikur þrjú verk; Píanósónötu op. 31 í Es-dúr eftir Beethoven, Ballöðu nr. 4 op. 52 í f- moll eftir Chopin og Píanósónötu nr. 8 op. 84 í B- dúr eftir Sergei Prokofieff. Unnur Fadila stundaði píanónám frá sjö ára aldri, fyrst í Barnamúsíkskólanum og Tónlistar- skólanum í Reykjavík, en sótti framhaldsnám til Cincinnati í Bandaríkjunum, og lauk þaðan dokt- orsprófi í píanóleik haustið 1997. Hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðan, og leikið á tón- leikum af ýmsu tagi.Verkin á efnisskránni eru öll mjög ólík en skapa fallega heild, að sögn Unnar Fadilu. Píanósónatan op. 31 í Es-dúr eftir L.v. Beethoven er eitt af bjartari verkum höfundar, þar sem hamingja og leikur lýsa af hverjum kafla. Ballaðan nr. 4 eftir F. Chopin er af mörgum talin fegurst ballaða Chopins. Hún er í tilbrigðaformi og birtist hið fagra stef í ýmsum myndum. Píanó- sónatan nr. 8 eftir S. Prokofieff er samin á árunum 1939–1944 og er ásamt sónötum nr. 6 og 7 kölluð stríðssónata. Sviatoslav Richter hefur sagt að són- atan sé eitt af hans uppáhaldsverkum og að hún innihaldi allan fjölbreytileika mannlegs lífs. Píanótónleikar Unnar Fadilu Vilhelmsdóttur haldnir í Salnum Hamingja, fegurð og fjöl- breytileiki mannlegs lífs Morgunblaðið/Golli Unnur Fadila Vilhelmsdóttir við æfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.