Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarráð Íslands og Samtök iðnaðarins boða til fundar í Versölum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 6. júní kl. 8:30-10 Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs. Dagskrá: Eiga íslensk fyrirtæki erindi í CRAFT og hvernig eiga þau að bera sig að? Robert Jan Smits, framkvæmdastjóri CRAFT hjá Evrópusambandinu. Aðstoð við fyrirtæki sem vilja taka þátt í CRAFT. Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafræðingur, Samtökum iðnaðarins. Hvernig er að taka þátt í CRAFT? Edgar Guðmundsson, Geka, segir frá verkefni sem skilað hefur árangri. Boðið upp á léttan morgunverð. Vöruþróun - nýsköpun - CRAFT Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 12. júní – Þri. og fim. kl. 19.30 Jóga – breyttur lífsstíll með Arnhildi S. Magnúsdóttur hefst 13. júní – Mán. og mið. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. 4ra vikna grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem er að taka sín fyrstu spor í jóga. Arnhildur mun kenna jógastöður, öndun og slökun. Ásmundur Arnhildur www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Í verslun okkar er að finna: Vandaða nuddbekki frá Custom Craftworks og Oshadhi. 100% hágæða ilmkjarnaolíur. Opnir jógatímar í allt sumar LEIRLIST er ekki til sýnis á hverjum degi, en nú er í Straumi, Hafnarfirði samsýning tveggja leir- listarmanna, þeirra Ingibjargar Klemenzdóttur og Helgu Unnars- dóttur. Það er ekki langt síðan þær luku námi, því Ingibjörg útskrifaðist í fyrra frá Listaháskólanum, en Helga árinu fyrr úr sömu deild. Báðar eiga það sameiginlegt að fást við náttúru- minni í verkum sínum, en einnig ein- kennir list þeirra áherslan á yfirborð verkanna, og það hvernig brennslan leikur leirinn. Þannig verður til náttúrulýsing í tvennum skilningi; verkin standa fyr- ir ákveðið ferli og eru sprottin af ferl- inu um leið. Áhrif hugmyndalistarinn- ar má því skynja býsna vel í hugmyndum og nálgun beggja kvenna. Verk þeirra ganga prýðisvel upp í hinu ágæta sýningarrými Straums og virka þau sannfærandi í heild sinni. Nálgun Ingibjargar tengist mjög jörðinni og innri kröftum hennar. Hún hefur lengi verið heilluð af krafti funans og því hvernig brennsla mun- anna skilar sér í verkunum sem vott- ur um umbrotakraft náttúrunnar. Að því leytinu er hún oft á svipuðu róli og Jóhann Eyfells, sem notar jörðina sem mót fyrir höggmyndir sínar. Fegurðin í veggverkum Ingibjargar er því engan veginn laus við ógnir þær sem minna okkur á eldsumbrot og ólguna í iðrum jarðar. Litbrigðin í syrpum hennar eru litbrigði jarðar- innar, bergsins og jarðvegsins sem er stöðugt undirorpinn breytingum vegna árása jarðmótunaraflanna. Verk Helgu vísa hins vegar til hringrásarinnar, árstíðanna, hinna fornu mánaða og litbrigðanna sem tengjast þessu ferli. Verk hennar eru því lausbeislaðri og laustengdari við jörðina. Reynar lýsa verk hennar fremur hreyfingu og hraða en kyrr- stæðum fyrirbærum. Eins nýtir hún sér efnivið úr heimi textíllistarinnar, hrosshár eða hör, sem gefa verkum hennar lífrænan svip og svífandi létt- leik, líkt og flugeldar skjótist á loft eða kólfar taki á rás. Líkt og Ingi- björg sýnir Helga margvíslega tækni þegar kemur að áferð og brennslu. Verk hennar njóta sín eins vel á gólfi, á vegg, eða jafnvel hangandi úr loft- inu. Það er vert að ítreka hve stutt er til loka þessarar ágætu sýningar þeirra Helgu og Ingibjargar, en henni lýkur á annan í hvítasunnu. Sýningarsalur- inn í Straumi er þó opinn alla hátíðina. NÁTTÚRUSÝNIR MYNDLIST S t r a u m u r , H a f n a r f i r ð i Til 4. júní. Opið daglega frá kl. 14–18. LEIRLIST HELGA UNNARSDÓTTIR & INGIBJÖRG KLEMENZDÓTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningu leirlistarmannanna Helgu Unnarsdóttur og Ingibjargar Klemenzdóttur í Listamiðstöðinni, Straumi í Hafnarfirði. Halldór Björn Runólfsson EINAR Guð- mundsson barítonsöngvari mun halda tvenna útskrift- artónleika ásamt Ólafi Vigni Al- bertssyni píanó- leikara. Fyrri tónleikarnir fara fram á Heima- landi undir V- Eyjafjöllum 5. júní kl. 21 en þeir seinni í Smára, sal Söngskólans í Reykjavík við Veghúsastíg, 7. júní og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk og ítölsk sönglög, ljóð eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Strauss og þekktar óperuaríur eftir Mozart og Wagner. Einar hefur verið nemandi hjá Eyrúnu Jónasdóttur söngkennara undanfarin tvö ár og útskrifaðist nýverið með 8. stig frá Tónlistar- skóla Rangæinga. Á námstímanum hefur hann sótt „master class“- námskeið bæði hérlendis og erlend- is, m.a. hjá hinum virta hljómsveit- arstjóra og undirleikara Martin Is- epp. Í framhaldi af 8. stigs prófi sínu var Einari boðið að sækja um styrk til náms við Associated Board of the Royal Schools of Music. Aðgangur að tónleikunum í Heimalandi er ókeypis en aðgangseyrir að tónleik- unum í Smára er 1.000 krónur. Útskriftartónleikar söngvara Einar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.