Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 21
en þeir fylgdust með því sem gert
var í flughernum. Við uppnefndum
þá Fasanana.
Við ræddum lítið stjórnmál og þá
eingöngu undir fjögur augu. En
það var togstreita á milli flokksins
og heraflans, við fundum það vel
þótt það væri ekki rætt en það kom
fram í svo mörgu.“
Barist við Kúrsk
Rall var skotinn niður átta sinn-
um og særðist þrisvar.
„Þetta gerðist með ýmsum hætti,
ég nauðlenti, brotlenti, varpaði mér
í fallhlíf, særðist illa þrisvar sinn-
um. En flugsveitarforingi getur
ekki yfirgefið sveit sína, hann get-
ur ekki einfaldlega farið þótt hann
særist nema hann sé algerlega
ófær til að berjast. Þannig eru
reglur okkar um heiður, þetta var
ófrávíkjanlegt. Flugsveitin var fjöl-
skyldan og þegar ég var útskrif-
aður af sjúkrahúsi varð ég að fara
aftur til strákanna minna, ég bar
ábyrgð á þeim.
Ég var aðeins 23 ára gamall þeg-
ar ég varð flugsveitarforingi.
Skortur var á foringjum eftir orr-
ustuna um Bretland. Næstu þrjú
árin gegndi ég því hlutverki. Við
vorum ekki fullþroska karlmenn,
við vorum drengir. Við börðumst á
flestum vígstöðvum, yfir Ermar-
sundi, Krít, Rúmeníu, í Rússlandi.
Ég barðist við Kúrsk 1943 og varð
þá yfirforingi flugdeildarinnar sem
við vorum hluti af.
Við vorum lengi á vígstöðvunum
í Kákasus, flugum okkur daglegu
árásarferðir, bjuggum í tjöldum
eða neðanjarðarbirgjum, urðum að
bjarga okkur við erfiðar aðstæður,
ná í mat. Birgðaflutningar voru
mjög erfiðir og stundum var skort-
ur á eldsneyti, varahlutum, öllu.
Við vorum stöðugt á þeytingi þessi
ár, milli tuga stöðva og urðum allt-
af að nota hugmyndaflugið til að
koma okkur fyrir, berjast við erfitt
veðurfar og langar vegalengdir.
Haustið 1941 kólnaði skyndilega,
bókstaflega á einum sólarhring,
hitinn fór úr nokkurra stiga hita í
mínus 20 gráður og síðar alveg nið-
ur í 40 stiga frost. Þá er varla hægt
að ræsa hreyflana, olían þykknar
svo í kuldanum og við vorum alls
ekki búnir undir þessar aðstæður.
Fyrst leystum við þetta með því að
kveikja elda undir hreyflunum sem
var mjög hættulegt en hélt þeim þó
heitum.
Margt ógleymanlegt gerðist við
Kúrsk, þar tókst flugmanni að
granda fimm rússneskum skrið-
drekum. Ég lenti í árekstri í lofti í
fyrsta og síðasta sinn, vél andstæð-
ingsins var af gerðinni LaG-5. Ég
var einn í flugvélinni, allar orrustu-
vélar voru gerðar fyrir einn mann.
Ég flaug beint á hann í um 4.000
metra hæð og var heppinn því að
ég skar annan vænginn af vélinni
hans með spaðanum en bolurinn á
vélinni minni skemmdist. Rúss-
neska vélin hrapaði stjórnlaus og
til jarðar og flugmaðurinn fórst en
mér tókst að nauðlenda bak við
þýsku víglínuna þótt vélin skylfi öll
og hristist ógurlega. Ég gleymi
aldrei hvellinum ægilega þegar vél-
arnar skullu saman. Sumt af því
sem gerðist brenndist inn í vitund-
ina en ég get ekki alltaf munað
hvaða orrustu var um að ræða, ég
man atburðarásina í loftina en ekki
alltaf aðdragandann eða eftirleik-
inn.“
Hann segir að ekki gefist neinn
tími til að velta fyrir sér örlögum
andstæðingsins við slíkar aðstæð-
ur, allt gerist svo hratt. „Menn
hugsa ekki, menn sjá fyrst og
fremst flugvél en ekki mann.
Markmiðið hjá flestum flugmönn-
um er ekki að drepa mann heldur
skjóta niður vél. Ef flugmaðurinn
bjargar sér í fallhlíf er það gott,
frábært. Einbeitingin skiptir öllu,
við notfærum okkur það sem við
höfum tamið okkur í þjálfuninni og
hraðinn er fyrir öllu. Við komum
okkur í skotstöðu, miðum og skjót-
um eða erum skotnir niður. Brot úr
sekúndu getur ráðið úrslitum, eng-
in íhugun er möguleg.
Lærdómsrík kúlnagöt
Fyrsta sigurinn vann ég yfir
Frakklandi 1940, þá skaut ég niður
Curtiss P-36 flugvél, smíðaða í
Bandaríkjunum en henni flaug
tékkneskur flugmaður. Það kvikn-
aði í vélinni hans en ég komst
naumlega undan öðrum sem réðst
á mig og elti mig. En löngu síðar
komst ég að því að andstæðingur
minn bjargaðist í fallhlíf og komst
lífs af. Þetta sagði mér tékkneskur
sagnfræðingur sem kannaði skjala-
söfn. Þegar ég var lentur sá ég að
það voru mörg kúlnagöt á vélinni
minni. Þetta var mikilvæg kennslu-
stund; í fyrsta lagi fékk ég sjálfs-
traust af því að ég vann, ég gat
þetta en um leið viðvörun þegar ég
sá hve litlu hafði munað. Næst gat
ég orðið sá sem tapaði, ég mátti
ekki vera of sjálfsöruggur.“
Löngu síðar hitti Rall Hub
Zemke, yfirmann flugsveitarinnar
sem skaut hann niður 1944 og olli
því að hann missti þumalþingurinn.
Þeir urðu ágætir vinir og sama er
að segja um samskipti hans við
Johnny Johnson, frægasta flug-
kappa Breta sem er nýlátinn. Hann
hefur einnig hitt rússneskar flug-
hetjur og átt góð samskipti við
suma, ritað formála að endurminn-
ingum nokkurra þeirra.
En einn Rússinn hefur enn ekki
fyrirgefið neitt, hann „hvæsir enn á
mig og æpir fasisti og eitthvað þess
háttar“.
Fundir með Foringjanum
Rall fékk nokkrum sinnum heið-
ursmerki fyrir vasklega framgöngu
og hitti þá tvisvar bæði Hermann
Göring marskálk, yfirmann þýska
flughersins, og Adolf Hitler, For-
ingjann sem svo nefndi sig. Í fyrra
skiptið var Hitler staddur í svo-
nefndu Úlfsbæli, Wolfsschanze,
leiðtogans í neðanjarðarbækistöð í
Austur-Prússlandi, á svæði sem nú
er hluti af Póllandi. Reynt var að
myrða Hitler í sprengjutilræði í
byrginu sumarið 1944 sem frægt er
orðið.
„Þetta voru ekki eins og nein
heimboð heldur skipanir, ég var
kominn á staðinn ásamt öðrum til
að skýra yfirmönnum frá því sem
ég hafði gert og stöðu mála. Göring
naut ekki mikils álits í flughernum,
allir vissu að hann var ekki mað-
urinn sem í reynd stjórnaði þótt
hann væri það að nafninu til. Her-
ráð hans sá um það. Það er rétt að
hann var gömul stríðshetja en hann
var ómerkilegur og hégómlegur
maður, stöðugt að skipta um ein-
kennisbúninga og mikið fyrir tild-
ur. En ég held að hann hafi orðið
fyrir einhvers konar áföllum eftir
fyrri heimsstyrjöldina, þau hafi
breytt honum.
Reyndar get ég sagt þér nokkuð
sem ekki er á margra vitorði. Gör-
ing tók þátt í misheppnaðri upp-
reisn nasista í München 1923 og
fékk þá riffilkúlu í gegnum eistun
sem var mjög sársaukafullt. Hann
fékk morfín til að deyfa kvalirnar
og sumir segja að hann hafi verið
háður þessu efni til dauðadags. En
hann fékk ekki morfín þegar hann
var í varðhaldi bandamanna í
Nürnberg og virtist samt haga sér
eðlilega svo að ég veit ekki hvað er
satt í þessu. Ég spurði hann ekki
hvort hann notaði morfín!
Og Hitler var æðsti yfirmaður
alls þýska heraflans og því varð ég
einnig að gefa honum skýrslu eftir
settum reglum. Menn standa rétt
og gera það sem þeir er sagt, þá
skiptir engu hvort þeir hafa orðið
fyrir vonbrigðum með yfirmennina.
Við sátum hjá honum í nóvember
árið 1942 í um 40 mínútur, hann
notaði okkur til að láta orð sín ber-
ast milli manna. Hann hafði alltaf
góða tilfinningu fyrir tækifærum til
að reka áróður og vissi að þegar við
kæmum aftur á vígstöðvarnar
myndu félagar okkar spyrja áfjáð-
ir: „Hvað sagði hann?“ Hitler
spurði hvern og einn fyrst hefð-
bundinna spurninga, hvaðan þeir
væru og þess háttar en gaf ekki
færi á umræðum eftir það, hann
flutti einræður. Þegar ég hitti Hitl-
er í fyrra skiptið ásamt öðrum liðs-
foringjum var hann yfirvegaður og
skipulagður í hugsun, skýrði frá
áætlunum sínum og hugmyndum
um framtíðina. Eitt af því sem
hann nefndi voru hugmyndir um
miklu öflugri járnbrautir og hvern-
ig fá ætti þýska bændur til að setj-
ast að á hernumdum svæðum í
Rússlandi og hvernig rækta bæri
landið. En hann fjallaði líka um
smáatriði í tæknilegum efnum her-
búnaðar, hlaupvídd á byssum og
fleira.
En þetta var fyrir ósigurinn fyrir
Rússum við Stalíngrad um áramót-
in 1942– 1943. Í seinna skiptið hitti
ég hann sumarið 1943, sjötti herinn
í Rússlandi var úr sögunni og í Afr-
íku voru Þjóðverjar á undanhaldi.
Hann talaði ekki lengur um stað-
reyndir mála heldur rausaði hann
um eitthvað dularfullt, sagðist sjá
fyrir sér ferðalag um langan og
dimman dal, menn yrðu að þrauka,
við sjóndeildarhringinn væri von-
arbjarmi. Þetta var meira eða
minna óskiljanlegt og samhengis-
laust. En eftir sem áður einræður,
við fengum ekki að segja mikið.
Og við flugmennirnir vorum bún-
ir að fá okkur fullsadda af blekk-
ingum og veltum því einu fyrir okk-
ur hvenig við myndum lifa þetta af.
Loforðin skiptu okkur engu,“ segir
Günther Rall.
Þýsk orrustuflugvél af gerðinni Me-109, en Günther Rall flaug mest vélum af þeirri gerð í heimsstyrjöldinni síðari.
Messerschmitt 262, fyrsta herþotan sem var fjöldaframleidd. Smíðaðar voru nokkur hundruð vélar af þessari gerð.
Menn hugsa ekki,
menn sjá fyrst og
fremst flugvél en ekki
mann. Markmiðið hjá
flestum flugmönnum
er ekki að drepa mann
heldur skjóta niður vél.