Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 25

Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 25 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval MRSTÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 8. júní 2001 á Broadway og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Broadway miðvikudaginn 6. júní, fimmtudaginn 7. júní og föstudaginn 8. júní kl. 16-19 alla dagana. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. skrifa um plötuna og hann vildi endilega senda hana til Naxos og ég samþykkti það. Það leið ekki langur tími þar til útgáfufyrirtæk- ið hafði samband við mig og vildi fá upplýsingar um hvaða fyrirtæki ætti þessa plötu. Ég sagði þeim að plötuna ætti ekkert fyrirtæki, þetta væri allt á mínu eigin nafni. Þá vildu þeir gefa hana út og það tókust samningar um útgáfurétt- inn og platan kom út um heim all- an um áramótin 1999–2000. Ég veit ekki annað en að salan á plöt- unni gangi ágætlega. Hún fékk mjög góða dreifingu. Það er auð- vitað ánægjulegast að geta kynnt íslenska djasstónlist erlendis.“ Klif, nýja platan. Hvænær fórstu að huga að gerð hennar ? ,,Við tókum plötuna upp síðast- liðið sumar. Ég samdi megnið af músíkinni veturinn á undan. Ég fékk þriggja mánaða starfslaun úr Starfslaunasjóði listamanna og hefðu þau ekki komið til hefði ég varla getað tekið frí frá kennslunni og einbeitt mér að tónsmíðum og ég er þakklátur fyrir það.“ Hver er helsti munurinn á nýju plötunni og fyrri plötu? ,,Ég er svona aðeins að víkka út sjóndeildarhringinn hjá mér og kanna ný svæði. Fyrri platan er meira í akústískum eða klassískum djassstíl. Á nýju plötunni eru áberandi meiri áhrif frá raftónlist. Ég skrifaði tónlistina með þessa tónlistarmenn í huga sem eru með mér á plötunni. Ég lagði áherslu á heildstæð áhrif á plötunni. Ég hugsaði hana frá upphafi til enda, þetta er ekki bara einhver hrúga af lögum sem við spilum. Þegar við fórum að spila lögin og skoða þau betur, þá runnu sum lögin saman í eitt lag, annars staðar slitnaði lag- ið í sundur og varð að tveim lög- um, þannig að skilin eru öll miklu óljósari, hvar eitt lagið byrjar og hvar hitt endar. Það var í gangi viss tilraunastarfsemi með formið, í staðinn fyrir þetta hefðbundna djassform. Við vorum fyrst og fremst að hugsað um áferð og heildaryfirbragðið á verkinu sem slíku. Ég er mjög ánægður með „sándið“, eða hljóminn á plötunni og lagði ríka áherslu á að það yrði vandað til verka þar.“ Er aukinn áhugi fyrir djassi meðal yngri kynslóðarinnar? ,,Já, og það má kannski merkja það af því að djassplötur fara inn á sölulista hér á Íslandi og það er nýtt. Það er greinilega vaxandi áhugi á djassmúsík og stílarnir eru aðeins að bráðna meira saman. Það eru „eliment“ í rokkgeiranum sem eru að blandast inn í djass- músíkina og öfugt. Það er kannski það skemmtilegasta við þetta að það er mikið af fólki sem er ekkert að spá í djassmúsík sem er að kveikja á þessu sem við erum að gera, það eru að koma nýir hlust- endur.“ Ertu ekki stöðugt að viða að þér nýju efni? ,,Eins og sagði áðan þá sem ég í skorpum. Ég hugsa meira um „konsept“ og oft er ég að hugsa um nokkra hluti í einu. Ég verð síðan á endanum að velja eitthvað og þróa það lengra og setjast nið- ur og skrifa músíkina. Ég gef mér góðan tíma til að viða að mér áhrifum og hlusta mikið í skorp- um. Ég er t. d. núna að byrja að hlusta á meira og meira og síðan nær það einhverjum hápúnkti. Ég kynni mér margt og ýmsar stefnur t.d tilraunamúsík. Ég fer á mál- verkasýningar eða leikhússýningar og sýningar íslenska dansflokksins sem dæmi og les ýmislegt. Það er alltaf einhver törn í gangi af ein- hverju tagi, ég er þannig týpa.“ Komið þið til með að fylgja plöt- unni Klif eftir og spila eitthvað á næstunni? ,,Já. Við gerum ráð fyrir að koma saman í sumar. Hilmar hef- ur verið erlendis í meira en mánuð á tónleikaferðalagi, en kemur heim núna síðar í maímánuði. Það er mjög erfitt að fá Skúla til landsins, hann hefur það mikið að gera og býr í New York og er gríðarlega eftirsóttur. Valdimar Kolbeinn bassaleikari verður eitthvað með okkur. Við ætlum reyna að spila í sumar og vonandi getum við verið með fullt band á djasshátíðinni í haust.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.