Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 26
26 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ mun vera um það bilhálfur annar áratugurliðinn síðan öldruð reyk-vísk kona í vesturbænumhringdi til mín og bað
mig heimsækja sig og vitja nokk-
urra ljósmynda er hún kvaðst ætla
að afhenda mér í trausti þess að
þeim yrðu gerð verðug skil og til-
efnis getið. Nú er komið að því að
efna loforðið og þó fyrr væri. Kon-
an var Ósk Guðjónsdóttir, fædd 15.
júlí 1907, búsett á Vesturgötu 56.
Ósk lést á elliheimilinu Grund í
janúar 1996.
Fyrsta ljósmyndin sem Ósk af-
henti mér var af Martin Andersen-
Nexö, dönskum rithöfundi er gat
sér frægðarorð og fyrri eiginkonu
hans, Margarethe.
Martin Andersen-Nexö var far-
arstjóri fjölmenns ferðamannahóps,
sem hingað kom á vegum danska
stórblaðsins „Politiken“ árið 1909 í
júlímánuði. Karl Nikulásson kon-
súll hafði verið einn í flokki fylgd-
armanna og túlka sem Ditlev
Thomsen, konsúll og forstjóri
Thomsensmagasins, réð sem leið-
sögumenn dönsku gestanna. Karl
hafði stundað nám í dýralækning-
um í Kaupmannahöfn en kom heim
árið 1900. Lagði stund á dýralækn-
ingar en stundaði jafnframt
kennslu og verslunarstörf. Hann
varð franskur konsúll á Akureyri
um skeið. Tók virkan þátt í félags-
starfi góðtemplara og verslunar-
manna. Martin Andersen-Nexö,
hefir tengst tryggðaböndum við
Karl Nikulásson og konu hans sem
var Valgerður Ólafsdóttir (Jóns-
sonar kaupmanns í Hafnarfirði).
Þess vegna sendir hann Karli ljós-
mynd sem tekin er af skáldinu og
konu hans. Þau eru þar í útreiðar-
túr eins og það hét á þeirra tíma
máli. Myndin er tekin í nágrenni
Reykjavíkur. Kann að vera að þau
hafi verið í heimsókn í Brautarholti
á Kjalarnesi, en þar bjó þá Daníel
Daníelsson gestgjafi og ljósmynd-
ari, kunnur hestamaður, reiðgarpur
og fararstjóri, fylgdarmaður kon-
unga og hirðmanna, en seinna full-
hugi og hraðboði Hriflu-Jónasar,
sem geymdi frýsandi góðhesta sína
fáein fet frá stjórnarráðshúsinu þar
sem „þeir hneggjuðu við stall með
öllum tygjum“.
Í Kjalnesingasögu er birt ljós-
mynd sem tekin er í Brautarholti á
Kjalarnesi. Einn maður er þar
nafngreindur af þremur. Það er
Daníel sem bjó í Brautarholti. Hef-
ir jörðina á leigu hjá Sturlubræðr-
um. Í myndatexta er sagt að menn-
irnir tveir séu gestir. Þeir sem
ritað hafa myndatextann hafa eigi
kunnað skil á „gestunum“. Það eru
þeir Martin Andersen-Nexö og
Karl Nikulásson. Margar fleiri ljós-
myndir voru teknar af dönsku
ferðamönnunum og fylgdarmönn-
um þeirra og túlkum. Greinarhöf-
undur birti frásögn um heimsókn
danska ferðahópsins í Morgun-
blaðinu.
Dönsku stórblöðin „Berlingske
Tidende“ og „Politiken“ eyddu tals-
verðu púðri á Íslendinga á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar. Aðal-
ritstjóri „Berlingske“, Svenn Poul-
sen keypti stórbýlið Bræðratungu
á sínum tíma. Þá gaf hann út sögu
konungsheimsóknar Friðriks 8. ár-
ið 1907. Íslenskir höfundar áttu
vini að fagna þar sem Svenn Poul-
sen sat í sæti ritstjóra. Þá voru
bræður hans leikararnir Adam og
Johannes tengdir Íslandi og ís-
lenskum leikurum með margvísleg-
um hætti.
„Politiken“ átti sér traustan hóp
lesenda á Íslandi. Ritstjórar þess
og blaðamenn höfðu talsverðan
áhuga á Íslandsmálum. Sumir ís-
lenskir blaðamenn höfðu svo mikla
trú á Íslandsáhuga ritstjórnarinnar
að einn úr flokki ungra framsæk-
inna ritstjóra taldi nær fullvíst að
Danir fengjust til þess að kosta út-
gáfu málgagns á Íslandi, sem tæki
að sér að tengja löndin tryggða-
böndum. Ungur fullhugi, sem hafði
kvatt sér hljóðs með kvæðum og
greinum, Jónas Guðlaugsson, pró-
fastssonur frá Stað í Steingríms-
firði. Börn séra Guðlaugs og konu
hans frú Margrétar Jónasdóttur
urðu flest þjóðkunn, þau sem náðu
fullorðinsaldri.
Henrik Cavling, ritstjóri „Pol-
itiken“, naut virðingar í starfi sem
afburðasnjall blaðamaður. Honum
tókst með fjörlegum og liprum stíl
sínum að vekja athygli lesenda á
efni því sem hann valdi til umræðu,
og það engu síður og þrátt fyrir
það að sumir lesendur hans, eins og
t.d. Björnson, töldu hann nálgast
viðfangsefni sitt af yfirlæti og hirða
lítt um staðreyndir „sem hann veit
í flestum tilvikum svo fjandi lítið
um“, en meðfæddir hæfileikar og
stílsnilld hófu hann til vegs og virð-
ingar, enda varð hann brimbrjótur
og brautryðjandi danskra blaða-
mannasamtaka. Líklegt má telja að
Cavling ritstjóri hafi fagnað lið-
veislu Andersen-Nexö, sem einmitt
um þær mundir, sem hann gerist
fararstjóri í leiðangri „Politiken“ í
kjölfar konungsheimsóknar og ör-
lagaríkra alþingiskosninga, öðlast
frægð fyrir nýútkomna skáldsögu
sína, „Pelle Erobreren“.
Þá rennir það styrkari stoðum
undir þau rök að Morgunblaðinu
beri að halda á loft nafni Henriks
Cavlings ritstjóra Politiken að
hann mun hafa fyrstur manna
fengið vitneskju um þau áform Vil-
hjálms Finsens, að stofna Morg-
unblaðið og hefja útgáfu þess.
Þessi danski ritstjóri varð trúnað-
armaður Finsens og var fyrstum
trúað fyrir leyndarmáli unga ís-
lenska loftskeytamannsins að
stofna íslenskt dagblað í Reykjavík,
en ungur íslenskur prentari með
blátt ungmennafélagsblóð í æðum
fékk hugljómun á góðri stund í
glaðra vina hópi og nefndi mál-
gangið: „Morgunblaðið“. Það var
Guðbrandur Magnússon, síðar for-
stjóri Áfengisverslunar ríkisins.
Vilhjálmur Finsen þakkar Cavl-
ing ristjóra alla velgengni sína í
blaðamennsku og ritstjórn. Af hon-
um lærði hann allt stafróf ritlist-
arinnar. Að sneiða hjá hisminu, en
komast að kjarnanum.
Hver veit nema Morgunblaðið og
Politiken eigi eftir að stofna til
gagnkvæmra kynnisferða lesenda
beggja blaðanna og minnast með
þeim hætti samvinnu tveggja rit-
stjóra.
Einar Olgeirsson, alþingismaður
og ritstjóri tímaritsins „Réttur“,
greinir frá því að hann hafi skrifað
Nexö og beðið hann leyfis að birta
smásögu hans De tomme Pladsers
Passagerer eða „Auðu sætin“ í
Rétti. Finnur Jónsson á Ísafirði
hafði þýtt söguna. Nexö skrifaði
Einari og veitti honum leyfið og lét
þess getið að hann hefði skrifað
grein í „Politiken“ sem birtist í ís-
lenskri þýðingu í „Ísafold“ 18.
ágúst 1909.
Mér finnst það standi Morgun-
blaðinu hjarta næst að birta grein
þá sem Björn Ísafoldarritstjóri
kaus að flytja lesendum blaðs síns.
Skoðanir danska skáldsins, sem
hér vék vinsamlegum orðum að Ís-
lendingum, áttu eftir að breytast
og um það fjallar framhald þessara
orða. Þar vék skáldið af vináttu-
braut og er það verðugt rannsókn-
arefni hvernig gallharður bolsévíki
og seinna harðlínumaður kommún-
ista, sem sparaði fé í þágu flokksins
og kaus að ferðast á hörðum bekkj-
um þriðja farrýmis gat tekið því-
líkum sinnaskiptummeðan tísku-
klæddir ungir vefarar frá Kasmír
spókuðu sig á fyrsta farrými og
fitluðu við talnabönd kaþólskra á
leið frá Unuhúsi í opinn faðm betri
borgara og innblástur gólfteppa við
Fýrisá.
Island
Eftir Martin Andersen Nexö í
Politiken
„Mikið haf, sem lítið hefir verið
ferðast um, er milli Danmerkur og
Íslands, eyðilegur, þungur sjór, og
enn er sem vér heyrum dunur af
ferðum útflytjenda fyrir þúsund ár-
um; svo lítið hefir verið þar um um-
ferð síðan. Íslendingar hafa sætt
sama hlutskifti eins og títt er um
útflytjendur, hafa sjálfir orðið að
annast sambandið við móðurlandið.
Hafið hefir ekki flutt mikið af gest-
um þangað norður. Borið hefir það
við, að konungssnekkja hefir komið
þangað. En konungaferða er að
engu getandi. Tilgangur þeirra er
sá, að strá sandi á tómlætið og
gylla hina daglegu ómensku. Ekki
hefir heldur verið lögð fyrir oss
nein ný reynsla úr konungsförinni,
er oss gæti að haldi komið eft-
irleiðis. Þar á móti hafa hleypidóm-
arnir orðið meiri á báðar hliðar,
misskilningurinn farið vaxandi.
Á hinu ríður oss, að mikið verði
um kynni óbreyttra hversdags-
manna frá báðum hliðum – og
æskumanna; og í því efni mun Ís-
landsferðar Pólitíkurinnar verða að
nokkuru getið; þessi byrjun, – sem
tókst svo vel og varð svo arðsöm –
hlýtur að hafa áhrif á ferðamanna-
strauminn. Danir eru ferðamenn
miklir. Í hugum þeirra er þrá eftir
að færa út kvíarnar, og oft er þá
farið gömlu þjóðbrautirnar. Alstað-
ar þar sem menn hafa komið sér
saman um, að eitthvað merkilegt sé
að sjá fyrir sunnan okkur, standa
Danir í halarófu og bíða þess þol-
inmóðir, að að þeim komi að verða
frá sér numdir. Suðurlönd eiga forn
ítök í oss, útþráin hefir smám sam-
an orðið að andvarpi eftir meiri sól.
En sú kynslóð, sem nú tekur við
stjórntaumunum, er ekki kveifar-
leg, og hún hlýtur að breyta þessu
eins og fleiru. Kalt vatn og íþróttir
eru að koma oss í samræmi við það
loftslag, sem vér höfum; og þetta
mun enn betur takast, ef vér leitum
að loftbreyting norðan við oss, en
ekki sunnan við. Og nú er verið að
kanna af nýju gamlar leiðir til
nýrrar veraldar: mikilfenglegrar
náttúrufegurðar og þjóðar, sem vér
uppgötvum, oss til mikillar furðu,
að er bræður vorir.
Á Íslandi hafa menn árangurs-
laust verið á gægjum eftir oss
hvert árið eftir annað, og vonbrigð-
in hafa haft þau áhrif, sem vér
megum ekki misskilja. Þjóðaflokk-
ur beitir þar fyrir sig sínum beztu
kröftum, sem yztu útvörðum norð-
anmegin – og slítur sambandið
sundur hörðum höndum, svo að
mennirnir verða að bjarga sér eins
og þeir bezt geta eða farast. Þeir
bjarga sér svo vel, að þeim er
sæmd að, en í hugunum er nokkur
gremja gegn heimaþjóðinni. Ís-
landsfarar munu eftirleiðis skilja
þessa gremju og þykja vænt um
hana, vegna þess hugarfars, sem
þar kemur fram.
Að nokkuru leyti er dönsku að-
gerðaleysi um að kenna, hve lélega
vitneskju menn hafa hér heima um
það, hvernig til hagar á Íslandi, en
að nokkuru leyti er það Íslend-
ingum sjálfum að kenna. Allir
helztu menn þeirra hafa komið til
Danmerkur, og að miklu leyti feng-
ið mentun sína þar; en sú kynslóð,
sem fekk framgengt viðreisn ís-
lenzkrar þjóðar, hefir, svo að mikið
hefir á borið, einangrað sig í Dan-
merkur-vist sinni, ef til vill af óþýð-
um ótta við það að missa eitthvað,
sem þeim var eiginlegt, við nánara
samblendi, ef til vill líka af var-
færni-löngun, sem myndast hefir
heima hjá þeim. Þeir hafa komið
fram og talað hyggilega – um um-
bætur, um meiri sjálfstjórn, sumir
um skilnað; en það, sem í raun og
veru er um að tefla, hina miklu,
instu ástæðu, hafa þeir ekki sagt
oss. Meðal allra tilkvæmdarmanna
þeirra virðist þann manninn hafa
vantað, sem gat virt alt smástaglið
vettugi og lýst hreyfingunni í
stórum og einföldum dráttum, sýnt
oss, að hér er æskan að láta til sín
taka.
Þessa höfum þá vér sjálfir orðið
vísari. Danir munu fyrst um sinn
halda áfram að sigla til Íslands,
stútfullir af fornsagna-hugmynd-
um. Þegar þeir ganga á land, eru
þeir við því búnir að hitta nokkura
önuga menn, fjandsamlega öllu því
sem danskt er, niðja hinna fornu
ættarhöfðingja, þjóð, sem sitji við
fornsagnalestur eða þvaðri um lýð-
veldi – og fyrir þeim verður það
sem dásamlegast er alls, þjóð, sem
er að lifa æsku sína. Hér er engin
fornsaga hún er 1000 ára gömul – á
botni mannkynssögunnr; hér starfa
menn, meðan dagur vinst, önnum
kafnir, heil þjóð, en lítil, – ekki
nema tæpar hundrað þúsundir
manna – þjóð, sem lifir lífi, er
myndast hefir með henni sjálfri, og
fylkir sér þétt utan um sína eigin
lifandi tungu, sín eigin lög, sín eigin
stórmenni. Síðustu öldina hafa þeir
verið að undirbúa sig í kyrþey, án
þess að veröldin vissi neitt af því,
og eru þess nú albúnir að stökkva
aftur sem æskumenn fram á vígvöll
tímans, eftir þúsund ára hvíld.
Fjölmennir eru þeir ekki – ekki
fleiri en svo, að vér Danir getum
þetta eina skiptið látið oss finnast
sem vér séum stórveldi; en æskan
leggur veröldina undir sig með trú
sinni, ekki með mannfjölda, og hver
veit nema þessir menn vinni heim-
inn? Yfir hverju nýfæddu barni
svífur óljós tilfinning þess, að það
eigi mikla dularfulla framtíð fyrir
höndum; þeirrar tilfinningar verða
menn hér varir í auknum mæli.
Óneitanlega hefir nokkuð fyrir okk-
ur borið: við leggjum af stað til
þess að koma að sögulegri gröf –
og rekum okkur í stað þess á þjóð-
ar-vöggur.
Framtíð Íslendinga liggur enn
utan við sjóndeildarhringinn. Þeim
er eins farið og öllum æskumönn-
um, að ráðsettum og rosknum
mönnum þykir það óljóst, sem fyrir
þeim vakir; en menn eiga ekki að
taka því sem nýtt er með óbif-
anlegum kenningarkerfum, heldur
Íslandsför danska rithöfundarins Martin Andersen-Nexö
Danskir ferða-
menn á Íslandi
Mynd af Jónasi Guðlaugssyni, á póst-
korti sem hann sendi foreldrum sín-
um frá Lillehammer í Noregi 20.
febrúar 1916, tæpum tveimur mán-
uðum fyrir andlátið. Á kortið skrifar
hann: „Elskulegu foreldrar! Ég sendi
ykkur kveðju hér ofan frá Gudbrands-
dal, þar sem ég er nú til heilsubótar.
Mér er töluvert skánað, en langt í
land þangað til ég verð heill heilsu. Eg
má næstum ekki skrifa, en síðar mun
ég senda bréf. Ykkar elskaði sonur
Jónas.“
„Daníel Daníelsson var frumkvöðull að ferðaþjónustu á Kjalarnesi,“ segir í
„Kjalnesingar“, riti um íbúa og jarðir á Kjalarnesi. Þar er ljósmynd af Daníel og
tveimur gestum hans, sem heimsóttu hann í Brautarholt í júlí 1909. Það eru
Martin Andersen-Nexö og Karl Nikulásson, konsúll og fylgdarmaður.Henrik Cavling, ritstjóri Politiken.