Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is Borgarholtsskóli framhaldsskóli í Grafarvogi Innritun nýnema vorið 2001 fer fram í skólanum 5.-8. júní kl. 11-18 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Tungumálabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Starfsnám Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Upplýsinga- Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun og fjölmiðlabraut: í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun- og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Iðnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Málmiðnir Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu og pípulagnir: sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverk- stæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofan- greindar námsbrautir eða eru óákveðnir. mér að mála með puttunum, þannig fæ ég mesta útrás.“ Esther málar aðallega landslags- myndir og dýramyndir en fyrstu andlitsmyndina málaði hún af sjálf- um oddvitanum í Hrunamanna- hreppi, Lofti Þorsteinssyni. Hún selur heilmikið af myndum og málar einnig eftir pöntun. „Eitt af skemmtilegri verkefnum sem ég hef fengið var þegar hann Jón í Götu bað mig að mála altaris- töflu fyrir sig. Hann er með einka- kapellu í bílskúrnum hjá sér. Ég varð fúslega við þessari bón og mál- aði Frelsarann í fullri stærð. Mynd- in og kapellan voru svo blessuð af prestinum.“ Hún á ekki langt að sækja lista- mannshæfileikana því þeir liggja í báðum ættum. Kolbrún móðir henn- ar er lærð myndlistarkona og snill- ingur með vatnsliti, Ingimundur langafi hennar gerði mikið af því að höggva og móta í stein. Einnig gerði hann lampa úr hvalahauskúpum og víkingaskip úr kjálkabeinum stór- gripa. Og ekki má gleyma föður Estherar, sem er liðtækur með vatnsliti. Dóttir huglæknis Esther er dóttir Guðjóns Haf- steins sem er í daglegu tali kallaður Hafsteinn en þær systurnar eru all- ar skrifaðar Guðjónsdætur. Haf- steinn er mjög öflugur læknamiðill og af þeim sökum ruglar fólk honum stundum saman við Hafstein Björnsson miðil sem allir þekktu hér áður fyrr. „Pabbi er Guðbjörnsson og miklu yngri maður en sá Hafsteinn. Auk þess að vera milligöngumaður lækna að handan fæst faðir minn við að biðja fyrir látnu fólki sem lætur af sér vita. Hann hefur starfað við þetta í 15 ár á vegum Sálarrann- sóknarfélags Íslands.“ Esther fer ekki leynt með að hún býr sjálf yfir dulrænum hæfileikum. „Ég skynja oft eitthvað áður en fólk kemur hingað. Þá sé ég ein- hvern á sveimi skömmu áður, sumir kalla það fylgjur. Stundum þegar síminn hringir veit ég nákvæmlega hver er að hringja. Og í djúpri slök- un get ég farið út úr líkamanum og flakkað um. Þetta gerðist fyrst hjá mér fyrir tæpum tíu árum og þá varð ég rosalega hrædd. Ég hélt að ég væri að deyja. Ég horfði á sjálfa mig spriklandi í rúminu að berjast við að koma til baka. Þegar það loks- ins tókst hugsaði ég með mér að þetta mætti aldrei gerast aftur. En svo prófaði ég seinna að ferðast svona úr líkamanum og þá komst ég að því að ég gat farið til baka þegar ég vildi. Þá var ég ekkert hrædd við þetta lengur og nú get ég flakkað hvert sem ég vil. Stundum fer ég yf- ir fjallið og túnin. Þetta er eins og að svífa og er mjög mögnuð upplifun.“ Amerískir kaggar Esther hefur ýmis áhugamál sem eru á jarðbundnara sviði en sálna- flakk. Hún er verulega veik fyrir stórum og kraftmiklum bílum. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bílum og amerískir bílar heilla meira en aðrir. Þessir japönsku eru ekki fullgildir í mínum huga. Ég vil hafa mína bíla stóra og láta bera virðingu fyrir mér á vegunum. Jói hefur gert nokkrar tilraunir til að fá mig til að kaupa japanskar dósir. Ef honum tekst að fá mig í prufutúr á slíkum bíl hef ég iðulega beðið hann að stoppa eftir 500 metra og ég hef gengið til baka. Þar með er málið út- rætt.“ En eiginmaðurinn er ekki síður fyrir ameríska bíla og Esther segir það hafa átt sinn þátt í að þau rugl- uðu saman reytum sínum. „Ég neita því ekki að ég kunni að meta bílinn sem Jói átti þegar við tókum saman og við eigum hann reyndar ennþá. Þetta er svartur Oldsmobile árgerð 1978 og hann er enn í fullri notkun. Hann er svo gamall og virðulegur að þegar ég fer á honum til Reykjavíkur víkja allir fyrir mér,“ segir Esther og hlær. Þau luma líka á rauðum sparibíl sem er Plymouth ’67 og þau gerðu upp saman þegar Esther gekk með fyrsta barn þeirra hjóna. Og svo eiga þau hvort sinn vörubílinn. Reyndar er þeim svo annt um bíla að fyrir ofan bæinn hafa þau komið upp bílakirkjugarði. Þar eru á milli 50 og 60 bílar, öllum haganlega upp raðað eftir tegundum. Og nærri má geta að Plymouth, Chrysler og Oldsmobile eru þar í miklum meiri- hluta. „Sveitungarnir hafa líka fengið að bæta í kirkjugarðinn ef þeir tíma ekki að henda gömlum bílum eða vilja geyma þá í varahluti.“ Veðmál í hlaðvarpanum Óneitanlega eru miklar andstæð- ur í konunni sem vill aka um á amer- ískum drekum því hana dauðlangar líka að búa í torfbæ og helst vildi hún hafa hreindýr í fjallinu. Hún segist vera ævintýramanneskja og finnst gaman að taka áhættu, sér- staklega í hrossamálum. „Einu sinni keypti ég óséða hryssu af mjólkurbílstjóranum því hann ætlaði að farga henni. Foreldr- ar hennar voru bæði undan Hrafni frá Holtsmúla svo ég sló til. Ég byrja að temja undan henni í vor og það verður gaman að sjá hvað kem- ur út úr því. Og einhverju sinni veðj- aði ég við mann sem kom hingað og varð vitni að því að veturgamalt trippi var að riðlast á merunum í gríð og erg. Hann var handviss um að út úr þessu kæmu mörg folöld. Ég var ekki á sama máli og greip tækifærið og spurði hvort hann vildi veðja. Hann tók því og við gerðum samkomulag um að hann fengi eitt folald ef kæmu þrjú eða fleiri undir, en hann yrði að láta mig fá tvær endur ef ekkert folald kæmi. Ég vann veðmálið og endurnar eru hér enn og við borðum núna eingöngu andaregg því hænurnar hættu að verpa þegar endurnar fluttu inn á þær. Ég leyfi hænunum að lifa því þær eru svo fallegar, rammíslenskar að sjálfsögðu,“ segir Esther sem er svo annt um íslensku búfjárstofn- ana. Hún vill hvergi annars staðar vera en í Hrunamannahreppi, segir sveit- ina fallega og samneytið gott við ná- grannana. En er hagkvæmt að vera ungur bóndi í dag? „Já, það er alveg þokkalegt en auðvitað skiptir mestu máli að starfa við það sem hugurinn stendur til. Mörgum finnst svo bindandi að vera með kýr en það finnst mér ekki. Mér finnst miklu meira bindandi að vera í vinnu frá átta til fimm. Þetta snýst auðvitað um hugarfar eins og svo margt annað. Mér finnst mikils vert að vera minn eigin herra og svo hóa ég bara í tengdamömmu til að mjólka fyrir mig ef á þarf að halda!“ Ég kveð Esther Djöflaeyjarbónda eftir að hafa sporðrennt ljúffengum jólakökum sem hún bakar í massavís og grípur til þegar gesti ber að garði. Ég velti því fyrir mér hvort glampinn í augum hennar eigi meira skylt við galdur eða prakkaraskap. Þegar ég ek í burtu kemst ég að því að hrafninn á bænum er ekki síður stríðinn en ábúendurnir. Ég get ekki betur séð en hann sé að reyna að lokka hundinn fram af kletta- brún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.