Morgunblaðið - 03.06.2001, Page 48
48 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Miðasala á
Rammstein
UM LEIÐ og ég fagna því að hljóm-
sveitin Rammstein skuli ætla að bæta
við tónleikum í Laugardagshöll 16.
júní nk., get ég ekki glaðst eins mikið
yfir því hvernig staðið var að miðasölu
á fyrri tónleika sveitarinnar á dögun-
um. Mikil eftirvænting ríkti hjá mér
og augljóslega fleirum því miðarnir
seldust eins og heitar lummur.
Hundruð manna höfðu safnast í lang-
ar biðraðir við sölustaði og áhuginn
greinilega með mesta móti, enda úr-
valstónleikaband á ferðinni og ég
(eins og allir sem voru í röðinni) ætl-
aði ekki að missa af miða. Reyndar
var ég einn hinna heppu sem náði að
troðast að borðinu og ná í miða áður
en það var um seinan. Ég keypti þrjá
miða og því kom það mér á óvart þeg-
ar maðurinn fyrir aftan mig bað um
30 miða. Og ekki var það versta til-
fellið. Dæmi eru um að menn hafi
keypt allt að 150 miða í einu og því
kannski ekki skrítið að selst hafi upp
á rúmum klukkutíma. Þegar viðburð-
ir af þessu tagi eru á döfunni virðist
vera að menn séu sendir til að kaupa
miða fyrir heilu fyrirtækin og vina-
hópinn að auki. Má ég benda þessu
fólki á að það getur bara beðið í röð-
um eins og aðrir. Ekki voru þó allir að
hamstra miða í þessum tilgangi, því
jafnskjótt og miðarnir kláruðust var
farið að selja þá á uppsprengdu verði.
Og það (í þessu tilfelli) beint fyrir
framan sölustaðinn. Að þetta fólk
skuli hafa komist upp með þetta er
nógu slæmt, en enn verra að ekkert
hafi verið gert í því. Réttast hefði ver-
ið að siga löggunni á lýðinn, enda veit
ég ekki betur en að hvers kyns
svartamarkaðsbrask sé bannað með
lögum á Íslandi.
Ég er ekki að ásaka neinn sem
tengist miðasölu á tónleikana um
neitt. Menn á þeim bænum hafa
væntanlega reynt að gera sitt besta
og e.t.v. ekki búist við hinni gríðar-
legu eftirspurn. Ég er eingöngu að
benda á að ekki gengur að selja einum
einasta einstaklingi tugi miða með
þeim rökum að hann sé að kaupa fyrir
kunningjana eða vinnufélagana, eða
með engum rökum yfirhöfuð. Það er
sennilega þessi söluaðferð sem valdið
hefur því að svarti markaðurinn í
kringum tónleikana hefur blómstrað
með eindæmum. Réttara væri (að
sjálfsögðu einungis að mínu mati) að
setja kvóta á það hvað hver einstak-
lingur má kaupa marga miða í senn,
t.d. 5 stk. Þessi aðferð hefur gefist vel
erlendis, þótt það sé hálfpínlegt að
þurfa alltaf að benda á hvernig mál-
um sé háttað erlendis. Það undirstrik-
ar einungis að hér á landi eigi menn
talsvert í land í skipulagningu tón-
leika af þessari stærð (í það minnsta
þegar kemur að skipulagningu miða-
sölu) og reyndar stöndum við langt að
baki á miklu fleiri sviðum en skal það
látið liggja á milli hluta hér.
EIRÍKUR STURLA
ÓLAFSSON,
Goðheimum 16, Reykjavík.
Frá Eiríki Sturlu Ólafssyni:
Ellilífeyrir og
kröfur Félags
eldri borgara
VEGNA breytinga á lögum um al-
mannatryggingar er samþykktar
voru á síðustu dögum Alþingis skal
eftirfarandi tekið fram.
Í stórum dráttum eru kröfur FEB
þessar:
1. að ríkisstjórnin fari að landslög-
um og láti ellilaun fylgja launaþróun.
2. að grunnlífeyrir verði hækkaður
3. að frítekjumark hækki a.m.k. til
samræmis
Lítið hefur áunnist sem sjá má af
dæmum sem tekin eru um einhleypan
ellilífeyrisþega með lífeyristekjur frá
0/21.000/50.000 að um leið og lífeyris-
tekjur hafa náð kr. 21.000 þá fellur
niður tekjutryggingaraukinn. Það
sama má segja um hjón. Tekjutrygg-
ingaraukinn fellur niður við 32.000 kr.
tekjur hjóna úr lífeyrissjóði.
Ellilífeyrisþegi fær aðeins 4.249 kr.
meira þrátt fyrir 21.000 kr. lífeyris-
tekjur. Þessi skerðingarákvæði eru
óviðunandi. Jaðarskattar eru einnig
óeðlilega miklir en þar eigum við
Norðurlandametið og vel það. Sem
dæmi má nefna að einhleypur ellilíf-
eyrisþegi missir 80% af 21.000 kr. líf-
eyrissjóðsgreiðslu í skatta og skerð-
ingar en hjón með 32.000 kr. í
lífeyrissjóðsgreiðslur missa 68%.
Þess vegna telur FEB að hækka beri
grunnlífeyri. Nýju lögin veita litlar
úrbætur nema nokkra hækkun frí-
tekjumarka og öryrkjum er gefinn
kostur á lengri vinnutíma. Sam-
kvæmt útreikningum okkar fær t.d.
einhleypur lífeyrisþegi minni hækkun
samkvæmt nýju lögunum en hann
hefði fengið ef ríkisstjórnin hefði farið
að landslögum um hækkun bóta sam-
kvæmt launavísitölu. Það samræmist
heldur ekki dómi Hæstaréttar frá
desember 2000 að telja helming tekna
útivinnandi maka til tekna lífeyris-
þegans. Því má heldur ekki gleyma að
bættar lífeyrissjóðstekjur eftir 10–15
ár gagnast ekki þeim sem nú eru elli-
lífeyrisþegar og því síður öryrkjum.
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
formaður Félags eldri borgara.
Frá Ólafi Ólafssyni: