Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 51
DAGBÓK
LJÓÐABROT
Íslands minni
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær,
meðan lönd gyrðir sær
og gumar girnast mær,
gljár sól á hlíð.
– – –
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upp lyfti, biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.
Bjarni Thorarensen
Í ÚTVARPSÞÆTTI ekki
alls fyrir löngu um sænska
forsætisráðherrann Olof
Palme var m. a. rætt um
það að hann hafi ekki verið
hrifinn af því að þurfa að
hafa öryggisverði í fylgd
sinni. Var þá komizt svo að
orði: „Hann var alræmdur
fyrir það að vilja stinga ör-
yggisverði sína af.“ Í öðr-
um útvarpsþætti var svo
talað um flugmann, sem
þótti frábær í starfi sínu,
og þá tekið fram að hann
hafi verið alræmdur flug-
maður. Að sjálfsögðu var
átt við það að þessir menn
hefðu verið alþekktir eða
víðkunnir að þessu leyti.
Ég hrökk við þegar ég
heyrði lo. alræmdur notað
í þessari merkingu. Í mín-
um huga er lo. alræmdur
alltaf haft um mann í niðr-
andi merkingu eða um
þann „sem illt orð fer af,
alræmdur fyrir e-ð“, eins
og segir í OM (1983). Talað
er um að einhver maður
hafi verið alræmdur svika-
hrappur eða alræmdur
glæpamaður, svo að dæmi
séu nefnd. Ég býst við að
flestir kannist einmitt við
þá merkingu þessa lýsing-
arorðs. Í þessu sambandi
höfum við enn fremur lo.
eins og illræmdur og orð-
lagður en alræmdur mun
þeirra áhrifaríkast. Í ofan-
greindum lýsingum um
Palme og flugmanninn
hefði að sjálfsögðu átt að
nota lo. eins og alþekktur
eða alkunnur eða jafnvel
víðþekktur. Að mínum
dómi er með öllu ástæðu-
laust að láta lo. alræmdur
fá hér jákvæða merkingu,
enda af nógu öðru að taka,
eins og tekið hefur verið
fram.
– J. A. J.
O R Ð A B Ó K I N
Alræmdur
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert skemmtikrafturinn
sem alls staðar léttir lund
manna með glensi og gamni.
Þess vegna yfirsést mörgum
hversu tilfinninganæmur þú
ert innst inni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hleyptu þér ekki í deilur við
samstarfsmenn þína eða vini,
allra síst ef tilefni er lítilfjör-
legt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að velja þá sem þú
umgengst af meiri kostgæfni.
Einhverjir sem þú telur vini
þína hafa í raun engan áhuga
á að teljast í þeim hópi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ef þú ert óánægður með þá
stefnu sem mál eru að taka þá
ættir þú að bretta upp erm-
arnar og grípa til þinna ráða
áður en allt fer úr böndunum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það eru ótal möguleikar í
stöðunni ef þú ert bara fús til
þess að eiga samstarf við aðra
því margar hendur vinna létt
verk en einn færð þú litlu
áorkað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hugsaðu þig vel um áður en
þú hleypur eftir hugdettum
sem virðast leiða til lítilfjör-
legra hluta. Láttu ekki verk-
efni safnast fyrir á skrifborði
þínu óleyst.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sýndu hugrekki og láttu það
ekki ógna þér þótt krefjandi
aðstæður komi upp. Þú hefur
alla burði til þess að sigrast á
þeim með afgerandi hætti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú verður að taka þig á í fjár-
málunum og hafa í huga að
betra er að spara fyrir hlut-
unum heldur en að slá lán til
að eignast þá.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að eiga auðvelt með
að vinna aðra á þitt band ef
þú bara gætir þess að koma
fram af festu og sanngirni og
umfram allt að reyna ekki að
slá ryki í augu fólks.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt sjálfsgagnrýni sé góður
kostur má hún ekki ganga svo
langt að drepa allt frumkvæði
í dróma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Mundu að vera vinur vina
þinna ef þú á annað borð vilt
geta sótt til þeirra þegar þér
liggur á.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú verður að vinna öllum ár-
um gegn því að láta stöðn-
unina ná tökum á þér. Á sama
hvaða sviði sem er verður þú
að brjóta af þér hlekkina og
sækja fram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú kemst ekkert áfram á
frekjunni heldur spillir hún
bara fyrir þér. Sýndu þolin-
mæði gagnvart mönnum og
málefnum og sæktu það sem
þú vilt með lipurð og festu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SUÐUR opnar á grandi og
norður stekkur beint í þrjú
grönd. Fáðu þér sæti í suð-
ur:
Norður
♠ ÁG5
♥ ÁD
♦ 5432
♣ 6542
Suður
♠ K102
♥ G62
♦ ÁD
♣ÁDG103
Vestur spilar út smáu
hjarta. Fyrsta spurning:
Hyggstu svína?
Samningurinn er firna
sterkur, en þó ekki alveg
öruggur. Það felst viss hætta
í því að svína hjartadrottn-
ingu, því ef svíningin mis-
heppnast gæti austur tekið
upp á því að skipta yfir í tíg-
ul. Í versta falli á vestur
kóngana í láglitunum og þá
er spilið sennilega tapað.
Þú svínar því ekki heldur
tekur á hjartaás og spilar
laufi á drottningu. Hún held-
ur, en vestur hendir hjarta.
Hvert er nú framhaldið?
Norður
♠ ÁG5
♥ ÁD
♦ 5432
♣ 6542
Vestur Austur
♠ 7643 ♠ D98
♥ 108753 ♥ K93
♦ K976 ♦ G108
♣-- ♣K987
Suður
♠ K102
♥ G62
♦ ÁD
♣ÁDG103
Ekki er óhætt að gefa
austri slag á lauf því ef aust-
ur spilar tígliverður sagnhafi
síðar að þefa uppi spaða-
drottninguna til að koma
spilinu í hús. Það er ástæðu-
laust þegar til er 100% leið.
Þú spilar nú spaðatíu og læt-
ur hana fara yfir. Ef tían
heldur slag er óhætt að gefa
austri á laufkónginn, en ef
austur drepur eru nú tvær
innkomur á spaða til að svína
tvívegis í viðbót í laufi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. ElíasGuðbjartsson,
verkamaður og sjómaður
frá Kroppstöðum, Skálavík
síðar búsettur í Bolungar-
vík, verður áttræður 6. júní.
Hann dvelur nú á Hrafnistu
í Reykjavík. Elías heldur
upp á daginn annan í hvíta-
sunnu og tekur á móti fjöl-
skyldu og vinum frá kl. 16 til
18 á heimili sonar síns Hilm-
ars í Þórufelli 16, Reykjavík.
60 ÁRA afmæl. GuðrúnSnæbjörnsdóttir,
Arnartanga 36, Mosfellsbæ,
verður sextug 4. júlí nk.,
annan í hvítasunnu. Guðrún
og eiginmaður hennar,
Guðni Steinar Gústafsson,
bjóða vinum og vandamönn-
um að fagna tímamótunum
með þeim á afmælisdaginn
frá kl. 17 til 20 í Hlégarði,
Mosfellsbæ.
90ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 4.
júní, verður Ingigerður Fr.
Benediktsdóttir frá Eski-
firði, nú Hrafnistu, Hafnar-
firði, níræð. Hún og fjöl-
skylda hennar taka á móti
ættingjum og vinum á af-
mælisdaginn 4. júní frá kl.
15–18, í sal I.O.G.T, Stang-
arhyl 4, Reykjavík.
STAÐAN kom upp á
geysisterku lokuðu móti í
Merida í Mexíkó er lauk
fyrir skömmu. FIDE-
heimsmeistarinn, Visw-
anathan Anand (2794),
hafði hvítt gegn Nigel
Short (2676). 36.Bxe5!
dxe5 37.Rxe5 Með manns-
fórninni tókst hvítum að
brjóta skarð í varnir
svarts. Þrátt fyrir harðvít-
ugar tilraunir svarts til að
halda stöðunni saman
tókst það ekki: 37...Rd6
38.Hbxf3 Dxe4 39.Rxf7
Rxf7 40.Rd3 Rg6 41.Rxc5
Dxc4 42.Re6 Ke8 43.Dd1
Hd7 44.Hd3 Bb6 45.Hg4
Da2 46.He4 Rfe5 47.Hd2
Dxa3 48.f4 Rf7 49.Hd3
Da2 50.Hb3 Hd6 51.Rc5
Re7 52.De1 Bd8 53.He2
og svartur gafst upp enda
drottningin að falla í val-
inn. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1. Viswanathan
Anand (2794) 4½ vinninga
af 6 mögulegum. 2. Nigel
Short (2676) 3½ v. 3. Alex-
ander Khalifman 3 v. 4.
Gilberto Hernandez 1 v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita í örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roll-on“ eða borið á
með spaða frá
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek,
Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína
Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi.
Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði, Lyfsalan Hólmavík.
Háreyðingarvörur
Frábærar vörur á frábæru verði
Gerið verðsamanburð
Meðvirkni
Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá-
skipti og tilfinningar verður haldið föstu-
dagskvöldið 8. júní og laugardaginn
9. júní í kórkjallara Hallgrímskirkju.
Nánari upplýsingar
og skráning í síma 553 8800.
Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið
Stefán Jóhannsson,
MA, fjölskylduráðgjafi
Námskeið í dönsku ætlað
9 og 10 ára börnum
Allar nánari upplýsingar veitir kennsluráðgjafi Norræna hússins,
Kristín Jóhannesdóttir, í síma 551 70 30.
netfang: kristinj@nordice.is
Markmið: Að vekja og viðhalda áhuga þátttakenda á dönsku.
Þátttakendum er gefið færi á að kynnast dönsku
máli og menningu með hjálp spila, leikja, tónlistar
og margs konar æfinga sem þjálfa hlustun, tal og
lestur.
Fjöldi: Hámark 14 nemendur á námskeiði.
Lengd: 15 tímar (3 tímar x 5 dagar)
Tími: Fyrir hádegi frá kl. 9-12
11.-15. júní og 18.-22. júní.