Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 15

Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 15 A E R O B I C - T Æ K J A S A L U R - L J Ó S - G U F A - P O T T U R Technosport Bæjarhrauni 2, þriðju hæð, sími: 565-0760 Nýtt 4 vikna átaksnámskeið fyrir konur hefst 11. júlí 1 mán. á aðeins 5.500 kr. 3 mán. á aðeins 11.900 kr. • Fjórir tímar í viku • Þrír tímar í Aerobic-sal • Einn tími í viku með einkaþjálfara í tækjasal, fyrirlestrar og margt fl. • Umsjón Helena Björk íþróttafræðingur, Einar Ólafs. lyfjafræðingur og Janus Guðlaugs. íþróttafræðingur Tilboð Nýjar peru r Verð aðeins 6.900 kr Flott í fríið KRISTÍN E. Ólafsdóttir á Akureyri hélt upp á 100 ára afmæli sitt í gær, föstudaginn 6. júlí í fríðum hópi vina og vandamanna. Kristín fæddist í Fljótum árið 1901, en ólst upp í Flókadal þar til hún fluttist með foreldrum sínum, Björgu Halldórsdóttur og Ólafi Eir- íkssyni til Siglufjarðar. Þar í bæ stundaði hún síldarvinnu og hafði gaman af, en hún segir Siglfirðinga vera gott fólk og glaðlynt. Fjölskyld- an fluttist síðar til Akureyrar þar sem Kristín hefur alið allan sinn ald- ur. Hún giftist Jón Pálssyni trésmið árið 1922 og eignuðust þau tvö börn, Bergþóru sem búsett er á Akureyri og Arngrím sem býr í Reykjavík. Kristín segist vera heimakær og vill helst dvelja á heimili sínu sem hún hefur haldið að Aðalstræti 32 í rösk 70 ár. Lengsta ferðalag hennar var að Odda á Rangárvöllum þar sem sonur hennar þjónaði sem prestur á sínum tíma og þá hefur hún farið til Reykjavíkur. Kristín hefur þokkalega heilsu og sér að mestu leyti um sig sjálf en nýtur einnig aðstoðar dóttur sinnar við ýmis verk. Hún vinnur enn við handavinnu, prjónar og heklar. Þá hlustar hún á útvarp og fylgist með sjónvarpi, en segist ekki lengur geta lesið sér að gagni þar sem hún er með ský í auga. Langlífið þakkar Kristín góðri heilsu og léttri lund, en hún segir það versta fyrir heilsuna að fólk sé í fýlu. „Fýlan hefur aldrei átt heima á mínu heimili,“ sagði hún. Góð heilsa og létt lund skipta mestu Morgunblaðið/Rúnar þór Sigríður Stefánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, flutti Kristínu E. Ólafs- dóttur kveðju frá Akureyrarbæ. Kristín E. Ólafsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu TVEIR karlmenn um tvítugt hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir til að greiða sektir til ríkissjóðs vegna fíkniefnabrots. Mennirnir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu voru hand- teknir í Sundlaug Akureyrar í febrúar á þessu ári en þar og á gistiheimili sem þeir dvöldu á fann lögregla rúmlega 56 grömm af hassi. Viðurkenndi annar þeirra að eiga stærsta hluta fíkniefnanna, en hinn átti lítilræði. Sá hefur ekki áður komist í kast við lögin og þótti refsing hans því hæfilega ákveðin 28 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Félaga hans var gert að greiða ríkissjóði 150 þúsund krón- ur í sekt, en hann átti sem áður segir bróðurpart fíkniefnanna. Hann hefur áður hlotið dóma, m.a. vegna brota gegn ávana- og fíkni- efnalöggjöf. Hassið sem lögregla lagði hald á var gert upptækt. Tveir menn dæmdir vegna fíkniefnabrots Með hass í sundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.