Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 25 EKKI eru allir á eitt sáttir um ágæti þess að halda gæludýr en sýnt hefur verið fram á að dýra- hald getur dregið úr streitu og lækkað blóðþrýsting hjá börnum og jafnvel öldruðu eða sjúku fólki. Nú nýverið birtist í tímarit- inu Journal of Occupational Health Psychology könnun á við- horfum fólks til þess að hafa gæludýr á vinnustöðum og voru margir á þeirri skoðun að það myndi hafa góð áhrif á ýmsa þætti á vinnustaðnum þeirra. Helstu mótbárurnar voru að fólk væri hrætt við dýr, erfitt gæti reynst að hafa hemil á hávaða í hundum og köttum og eins gætu hár á húsgögnum verið óþægileg fyrir viðskiptavini. Sumir gætu auk þess verið með ofnæmi. Úr- gangur frá dýrunum gæti líka verið hvimleiður fyrir ímynd fyr- irtækja ef svo illa vildi til að dýr- in losuðu sig við hann á gólfið. Nokkur fyrirtæki hafa nú þegar riðið á vaðið og leyft dýrahald en það eru yfirleitt fremur lítil fyr- irtæki og oftast er það vegna þess að yfirmenn þeirra kjósa sjálfir að hafa dýrin sín hjá sér í vinnunni. ReutersÁ leið til vinnu. Gæludýrið með í vinnuna EFNAGREINING á beinum 20 þúsund ára gamalla Evrópumanna sýnir að fiskur var stór hluti af mat- aræði þeirra en sams konar greining á beinum Neanderthalsmanna sýnir að þeir völdu frekar rautt kjöt af landdýrum eins og fram kemur í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Er þetta talið styðja rannsóknir ann- arra vísindamanna þess efnis að hátt hlutfall af fiski í fæði frummanna eigi þátt í að heili þeir stækkaði og þróað- ist sem raun ber vitni. Fiskur inni- heldur hátt hlutfall af DHA-fitusýru sem stuðlar að þroska heila og augna. Ísótóparannsóknir Rannsóknin sem hér er fjallað um, og var undir stjórn Erik Trinkaus við Washington háskólann í St.Lou- is, fólst í að mældir voru ísótóparnir kolefni 13 og köfnunarefni 15 í bein- um frummanna sem grafin voru úr jörðu í Tékklandi, Rússlandi og Eng- land. Þessir ísótópar eru taldir gefa efnafræðilega vísbendingar um hlut fisks og sjófugla í fæðinu. Beinin sem rannsökuð voru og eru 20-28 þúsund ára gömul sýndu að hlutur fisks og sjávarfugla lá á bilinu 10-50 prósent af heildarfæðunni. Aftur á móti sýndi sams konar ísótópagreining á beinum Neanderthalsmannsins, sem lifði á jörðinni fyrir 28-130 þúsund árum að aðalfæða hans hefur verið rautt kjöt af stórum dýrum sem lifðu á sléttunum. Sjávarfang stækkar heilann Að mati Stephen Cunnane sem er prófessor í næringarfræði við há- skólann í Toronto er hér um veiga- miklar niðurstöður að ræða sem styðji þá kenningu að DHA-fitusýr- an í sjávarafurðum hafi gegnt veiga- miklu hlutverki í örri þróun heila frummannsins. Hér sé kominn nýr stuðningur við hlutverk DHA-fitu- sýrunnar í þróuninni til hins stækk- andi heila meðal forvera nútíma- mannsins. Cunnane segir einnig að rannsóknir frá Afríku, vöggu manns- ins, bendi til að mannkynið kunni í upphafi að hafa þróast við ströndina þar sem nægt framboð var af fæðu úr sjónum og flutt sig þaðan inn á slétturnar og áfram um víða veröld. „Ekki er þörf á stórum heila til að safna skelfiski en hann inniheldur næga orku og þau næringarefni sem eru forsenda þess að heilinn stækki,“ segir Cunnane að lokum. Stækkaði fisk- neysla heilann? Washington. AP. Fyrir um 20 þúsund árum var fiskur meginuppistaðan í fæði frummannsins í Evrópu. Neanderthalsmaðurinn sem uppi var mun fyrr og var frumstæðari tók hins vegar rautt kjöt fram yfir fisk. TENGLAR .............................................. Proceedings of the National Aca- demy of Sciences. http:// intl.pnas.org/ Morgunblaðið/RAX Gæðafæða fyrir gáfaða krakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.