Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 1
158. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. JÚLÍ 2001 ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN ákvað í gær að Ólympíuleikarnir árið 2008 skyldu fara fram í Peking, höf- uðborg Kína. Mikill fögnuður braust út í borginni þegar úrslitin í atkvæða- greiðslu nefndarinnar lágu fyrir, en ýmis mannréttindasamtök lýstu yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Í fyrri umferð kosningar ólympíu- nefndarinnar í Moskvu í gær fékk Osaka fæst atkvæði og datt úr leik. Strax í annarri umferðinni náði Pek- ing meirihluta atkvæða, 56, og bar þannig sigur úr býtum. Toronto kom næst með 22 atkvæði, Istanbúl hlaut 18 atkvæði og París 9. „Viðleitni okkar hefur borið árang- ur. Heimurinn er farinn að skilja Pek- ing og Kína betur,“ sagði Wang Wei, formaður kínversku sendinefndar- innar í Moskvu, eftir að úrslitin urðu ljós. „Það er mikið starf óunnið, en ég er sannfærður um að við getum hald- ið framúrskarandi Ólympíuleika.“ Tugir þúsunda tóku þátt í fagnaðarlátum Tugir þúsunda manna komu sam- an á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing í gærkvöldi til að fagna úrslitun- um. Rauðum fánum var veifað og flugeldar lýstu upp himininn. „Þetta verða bestu Ólympíuleikar sem haldnir hafa verið, því Kínverjar eru meiri íþróttaunnendur en nokkur önnur þjóð í veröldinni,“ hafði AP- fréttastofan eftir Lu Kexin, 19 ára þjóni sem hljóp út af veitingahúsi sínu til að taka þátt í fagnaðarlátunum. Viðbrögðin voru þó blendin víða annars staðar. Taívönsk stjórnvöld létu í ljósi áhyggjur af því að leikarnir kynnu að glæða þjóðernishyggju meðal Kín- verja og að það gæti ógnað fullveldi Taívans. Dalai Lama, trúarlegur leið- togi Tíbeta sem flúði hersetu Kín- verja árið 1959, fordæmdi valið á Pek- ing-borg og sagði að það myndi auka enn á kúgun kínversku þjóðarinnar. Afstaða mannréttindasamtaka var misjöfn. Sumar hreyfingar mótmæltu niðurstöðunni og sögðu rangt að veita Kínverjum þennan heiður í ljósi þess hve ástand mannréttindamála væri bágborið í landinu. Önnur samtök fögnuðu úrslitunum hins vegar og sögðu leikana geta orðið kínverskum stjórnvöldum hvatning til að hrinda umbótum í framkvæmd. Gríðarlegur kostnaður Peking, sem tapaði Ólympíuleikun- um 2000 naumlega til Sydney, var all- an tímann álitin líklegasta borgin til að hreppa leikana 2008, þrátt fyrir mótmæli ýmissa mannréttindasam- taka. Kínversk stjórnvöld og borgaryfir- völd í Peking höfðu skuldbundið sig til að verja yfir 14 milljörðum dollara, eða um 1.400 milljörðum króna, til að halda leikana, en byggt verður gríð- arstórt ólympíuþorp í norðurhluta borgarinnar. Alþjóðaólympíunefndin ákveður að Kínverjar haldi Ólympíuleikana 2008 Mikill fögnuður í Peking Reuters Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Torgi hins himneska friðar þegar tilkynnt var í gær að Ólympíuleikarnir 2008 yrðu haldnir í Peking. Moskva, Peking. AFP, AP.  Fagnað/2 PERVEZ Musharraf, forseti Pak- istans, er í dag væntanlegur til Ind- lands, þar sem hann mun eiga við- ræður við forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee. Fundur leiðtoganna þykir sögu- legur, því Indverjar og Pakistanar hafa háð þrjár styrjaldir og deila enn um yfirráð í Kasmír-héraði í Himalaja-fjöllum. Eru þetta fyrstu opinberu viðræðurnar milli ríkjanna síðan slitnaði upp úr frið- arumleitunum þeirra árið 1999, eft- ir að Pakistanar studdu sókn skæruliða inn í indverska hluta Kasmír. Viðræður Vajpayees og Mushar- rafs munu fyrst og fremst snúast um stöðu Kasmír-héraðs, en einnig er búist við að þeir ræði viðkvæm mál á borð við kjarnorkuáætlanir landanna og skipti stríðsfanga. Indverjar og Pakistanar hafa tvisvar barist um yfirráð í Kasmír og vopnahléslína, sem dregin var eftir síðustu styrjöld þeirra árið 1971, skiptir nú héraðinu. Tveir þriðju hlutar tilheyra Indlandi en þriðjungur Pakistan. Íslamskir skæruliðar, sem vilja aðskilnað frá Indlandi, hófu uppreisn árið 1989 og talið er að síðan hafi um 30.000 þúsund manns fallið í Kasmír. Gríðarlegur öryggis- viðbúnaður Musharraf mun í dag eiga fundi með indverskum ráðamönnum í höfuðborginni Nýju Delhí, en þriggja daga viðræður hans og Vajpayees hefjast í borginni Agra á sunnudagsmorgun. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í Agra vegna fundarins og verður hið fræga grafhýsi Taj Mahal, sem stendur þar í grennd, lokað meðan á fundinum stendur. Viðræður leiðtoga Indlands og Pakistans að hefjast Reuters Indverskir lögreglumenn ræða saman fyrir framan grafhýsið Taj Mah- al, nálægt borginni Agra, en þar er nú mikill öryggisviðbúnaður vegna fundar leiðtoga Indlands og Pakistans. Munu ræða stöðu Kasmír Nýja Delhí, Srinagar. AFP, AP. ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Frakk- lands staðfesti í gær skaðabótarétt barna sem fæðast þroskaheft vegna þess að læknum láðist að lesa rétt úr einkennum á meðgöngunni og gáfu mæðrunum ekki tækifæri til fóstureyðingar. Talsmenn hagsmunafélags fatl- aðra í Frakklandi mótmæltu úr- skurðinum í gær, en málið hefur hrint af stað mikilli umræðu í land- inu. Hafa sumir sagt að með þessu sé dómstóllinn að draga í efa rétt fatlaðra barna til að koma í heim- inn. Áfrýjunardómstóllinn staðfesti með úrskurði sínum grundvallarnið- urstöðu úrskurðar lægra dómstigs frá því í nóvember, en sá kvað á um að barn sem fæddist alvarlega fatl- að vegna þess að móðirin fékk rauða hunda á meðgöngunni ætti rétt á skaðabótum. Fötluð börn eigi skaða- bótarétt París. AP. EINN Ísraeli lést í gær og 23 Palest- ínumenn særðust í verstu átökum sem orðið hafa síðan þjóðirnar sömdu um vopnahlé fyrir milligöngu Bandaríkjamanna fyrir um mánuði. Ísraelski herinn gerði skyndiárás á skriðdrekum á palestínskt svæði í borginni Hebron á Vesturbakkanum í kjölfar dauða Ísraelans. Þrjár lög- reglustöðvar Palestínumanna voru lagðar í rúst og 21 palestínskur borg- ari og tveir lögreglumenn særðust í árásinni. Þá skutu ísraelskir hermenn Pal- estínumann til bana, sem sagður var hafa verið við það að kasta hand- sprengju í átt að ísraelskri eftirlits- sveit. „Aðgerðir Ísraelshers eru einung- is sjálfsvörn, nú þegar ógn af hryðju- verkum fer vaxandi,“ sagði talsmað- ur ísraelska hersins. Þá var haft eftir forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, sem nú er í opinberri heim- sókn á Ítalíu, að viðbrögð ísraelska hersins myndu harðna í réttu hlut- falli við fjölda árása Palestínumanna. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að forðast ofbeldi,“ sagði Sharon og kallaði eftir aðstoð al- þjóðasamfélagsins við að þrýsta á Arafat um að „bregðast við hryðju- verkum af alvöru“. Ásakar Sharon skömmu fyrir fund með Peres Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Maher, sakaði Sharon í gær um að leiða Mið-Austurlönd inn í „vítahring ofbeldis“. Þá varaði hann Sharon við því að þolinmæði heims- byggðarinnar gagnvart honum væri á þrotum. Þetta lét Maher hafa eftir sér fyrir fund hans og utanríkisráð- herra Ísraels, Shimons Peres, sem á að fara fram í Kaíró á morgun. Mestu átökin í mánuð Hebron, AFP. AP. Mið-Austurlönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.