Morgunblaðið - 14.07.2001, Page 9

Morgunblaðið - 14.07.2001, Page 9
FRÉTTIR Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsalan í fullum gangi Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Ú T S A L A Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, opið lau. frá kl. 10-14 ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Opið í dag kl. 11-16 Útsala Útsala                     á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n vaxtalaus afborgunarkjör Nýkomin sending af handsaumum leðurhúsgögnunum Laugavegi 56, sími 552 2201 ÚTSALA ný dúndurtilboð á hverjum degi P.s. Oilily vetrarbæklingurinn 2001 er kominn. Útsalan Laugavegi 58, sími 551 3311 Líttu við! er hafin Bankastræti 9, sími 511 1135 Í t ö l s k h ö n n u n velkomin á heimasíðuna www.jaktin.is Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra Allir sumarjakkar herra- og dömu á tilboðsverði STJÓRN Geðhjálpar hefur undan- farið lýst yfir áhyggjum af lokunum geðdeilda í sumar og hefur jafnvel verið rætt um að þær auki á fjölda heimilislausra einstaklinga í Reykja- vík. Einhverjir sem á geðdeildum dveljist eigi ekki í önnur hús að vernda. Í samtali við Morgunblaðið segir Engilbert Sigurðsson, yfir- læknir á Geðdeild Landspítala, að ekki séu tengsl þarna á milli. „Ég held að það sé mjög langsótt að telja að það sé eitthvert neyðarástand í miðbænum út af þessum lokunum," segir Engilbert. „Það eru allir vistaðir sem þurfa bráðameðferð og bráðaþjónustu,“ segir hann og bendir á að lokanirnar í ár séu í rauninni mjög sambæri- legar og verið hefur síðustu ár. Þó hafi verið aðeins meira en undanfar- in ár núna fyrri hluta sumars, en frá og með mánudeginum verður svipað ástand og síðastliðin sumur, þegar deild 12 á Kleppspítala verður opnuð á ný. „Hins vegar eru óneitanlega færri samfélagsúrræði fyrir geðsjúka, sem margir hverjir þurfa langtíma- meðferð. Langtímaúrræði hér á landi eru færri heldur en í mörgum öðrum löndum, en hefur þó fjölgað á allra síðustu árum,“ segir Engilbert. Hann segir að það séu fyrst og fremst bráðadeildirnar sem loki en meðallegutíminn þar sé í kringum tvær vikur. Að hans sögn ráðast þessar lok- anir af því að geðsviðið er stórt svið, með mikinn fjölda starfsfólks, um 650 starfsmenn og það er ekki til á landinu sumarafleysingafólk til að ganga inn í störf þeirra sem fara í sumarfrí. Hjúkrunarfræðingar eru sú stétt sem er stærst af þessum faghópum. Hann segir að reynt sé til hins ít- rasta að halda þjónustunni þannig að hún geti mætt þeim þörfum sem séu til staðar. „Það er ljóst að það er vaxandi ásókn í okkar þjónustu og sá hópur sem hefur verið einna erf- iðast að þjónusta er sá hópur sem er bæði með vímuefnavandamál og geðraskanir. Það kemur óneitanlega aðeins niður á þessum hópi að það eru færri pláss á áfengis- og fjöl- kvilladeildinni í sumar en er yfir vetrartímann. Það er bara sambæri- legt við það sem var í fyrra og hefur verið fleiri sumur,“ segir Engilbert. Hann minnir á að óneitanlega sé vilji fyrir hendi til að halda úti fleiri slíkum rýmum en starfsfólk vanti til þess að það sé hægt. „Það þarf fleiri langtímalausnir, þetta snýst ekki um það að opna nokkur rúm og vandinn er leystur, það er ekki svoleiðis,“ segir hann. Ekki hefur dregið úr leguplássi umfram það sem venjulegt er „Ég efast ekki um að það er mikið af sjúklingum af ýmsum toga niðri í bæ um mitt sumar. En það eru eng- ar meiriháttar breytingar frá því sem verið hefur varðandi lokanirn- ar,“ segir Sveinn Magnússon, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Hann telur að ekki hafi verið dregið úr leguplássi nú í sumar umfram það sem venju- legt sé. Hann segir að einhver tengsl þarna á milli séu mjög veikbyggð fullyrðing og hann hafi engar tölur um að ástandið sé svona. Hann viti ekki til þess að þetta hafi verið kannað formlega. „Geðhjálp myndi væntanlega þurfa að hitta þá geð- deildarmenn til að finna út hvað sé að gerast. Það hefur náttúrlega margt verið að gerast á sviði þessara mála núna síðustu mánuðina. En að innlagnir inn á bráðadeildir komi eitthvað inn í þetta, það virðist ekki stemma ef miðað er við það pláss sem vanalega er um þetta leyti,“ segir Sveinn. Hann bendir á að sífellt sé verið að reyna að leita einhverra lang- tímalausna á málefnum geðfatlaðra og menn séu mjög meðvitaðir um þessi mál. Skoða þurfi þau í heild sinni. Sveinn segir að fleiri þættir komi inn í fjölgun heimilislausra, geðfatlaðra og annarra. Greinilegt sé að tilfærsla hafi orðið á þeim stöð- um sem þetta fólk sæki og nú sé það sýnilegra niðri í miðbæ. Yfirlæknir á geðdeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss „Langsótt að telja að neyðarástand sé í mið- bænum út af lokunum“ VERKTAKI á vegum borgarverk- fræðings er nú að rífa tvo bragga við Rauðavatn, nánar tiltekið á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Suðurlandsvegar. Verkinu mun ljúka síðar í mánuðinum. „Við erum einfaldlega að hreinsa til. Það hefur staðið til lengi að fjarlægja braggana. Við buðum verkið út og verktaki er að hreinsa þetta fyrir okkur,“ segir Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingardeildar borgarverkfræðings, og bætir við að braggarnir hafi lengi vel verið notaðir sem geymslur fyrir aðila sem leigði þá en ákveðið hafi ver- ið að segja samningnum upp. Aðspurður hvað eigi að koma í stað þeirra segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum. „Sam- kvæmt skipulagi átti að rífa þá því þeir eru það nálægt göt- unum.“ Guðmundur segir að brögg- unum hafi verið lítt við haldið og því hafi þeir verið orðnir ryðgaðir og illa útlítandi. Inntur eftir því hve margir braggar séu á landinu segist hann ekki þora að fara með það. Hann viti m.a. um bragga á nokkrum stöðum í sveitum þar sem heimamenn hafi keypt þá á sínum tíma af hernum og notað sem geymslur. Hann segir að þeim fari þó ört fækkandi. En hafa engar ábendingar kom- ið um að varðveita þó ekki væri nema annan braggann þar sem um er að ræða sögulegan minja- grip? „Nei það hefur ekki komið til þess. Við eigum góðar myndir og teikningar af þessu. Það má því alltaf endurbyggja bragga.“ Braggar rifnir við Rauðavatn Morgunblaðið/Billi Bröggunum tveimur, sem áður voru notaðir sem geymslur, var lítt haldið við og voru þeir því orðnir ryðgaðir og illa útlítandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.