Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 22
Læknirinn Vélindabakflæði hrjáir mjög marga Íslendinga. Geðklofi Er djassinn af- sprengi sjúkdómsins geðklofa? Salerni Salernisskál sem mun efnagreina það sem í hana fer. Húðflúr Af hverju losar lík- aminn sig ekki við húðflúr? HEILSA Spurning: Af hverju stafar bak- flæði? Ef ég tek inn t.d. lýs- istöflur er bragðið í hálsinum á mér allan daginn og það sama gildir um allan sterkan mat. Er þarna bakflæði á ferðinni? Hvað veldur þessu og hvað er til úr- bóta? Svar: Nýlega var mikil umfjöllun í fjölmiðlum um sjúkdóminn vél- indabakflæði vegna þess að komið hefur í ljós að hann er mun al- gengari en áður var talið. Talið er að allt að 60 þúsund manns séu með vélindabakflæði hér á landi en margir þeirra eru með sjúk- dóminn á vægu stigi. Að fá bragð í hálsinn af lýsi og sterkum mat er nánast eðlilegt og þarf ekki að vera merki um vélindabakflæði þó að svo geti verið. Vélindað er pípa sem flytur fæðuna úr munni og niður í maga. Þar sem vélindað opnast inn í magann er sterkur hringvöðvi sem hindrar að maga- innihald geti flætt upp í vélindað. Vélindabakflæði verður þegar þessi hringvöðvi starfar ekki eðli- lega. Þetta getur gerst ef hring- vöðvinn hefur skemmst eða slapp- ast af einhverjum ástæðum eða ef þindarslit er til staðar. Þindin er vöðvi sem skilur brjósthol frá kviðarholi og við þindarslit gúlp- ast hluti af maganum upp í brjósthol en við það aukast líkur á bakflæði upp í vélinda. Algeng- ustu óþægindi við vélindabakflæði eru brjóstsviði og nábítur en einnig geta verið til staðar upp- þemba, hæsi, þörf fyrir að ræskja sig, næturhósti og kyngingarörð- ugleikar en öll þessi einkenni versna eftir máltíðir, við að beygja sig niður eða liggja útaf. Sumar fæðutegundir örva sýru- myndun í maga og má þar nefna mikið kryddaðan og brasaðan mat, en við það eykst hætta á vél- indabakflæði. Sumt veikir hring- vöðvann og má þar nefna súkku- laði, piparmyntu, kaffi, áfengi og þó sérstaklega nikótín (úr tóbaki eða nikótínlyfjum). Offita, og þá sérstaklega ístra, eykur hættu á bakflæði vegna þrýstings á mag- ann og sama gerist á meðgöngu en þá er hringvöðvinn þar að auki kraftminni en annars. Við lang- varandi bakflæði í vélinda geta orðið skemmdir á slímhúðinni vegna þess að slímhúð vélindans er ekki gerð til að þola súrt magainnihald. Þetta getur leitt til bólgu, sára og blæðinga og á löngum tíma til örmyndunar sem þrengir vélindað og veldur kyng- ingarörðugleikum. Sjúkdóms- greiningin byggir mest á sjúk- dómssögu, röntgenmyndatöku og speglun. Einnig eru stundum gerðar mælingar á þrýstingi og sýrustigi í vélindanu. Við röntg- enmyndatöku er sjúklingurinn látinn gleypa skuggaefni og síðan eru teknar myndir. Speglun er gerð í deyfingu með svipuðu tæki og notað er við magaspeglun, og þá er hægt að skoða útlit slím- húðarinnar og taka sýni úr henni ef ástæða er til. Þeir sem þjást af vélindabakflæði geta sjálfir gert ýmislegt til að bæta ástandið. Forðast ber að neyta fæðu í 2-3 klukkustundir áður en gengið er til náða, þeir sem reykja eiga að hætta því án tafar, forðast ber feitan mat, mjólk, súkkulaði, pip- armyntu, koffein, sítrus ávexti, tómatvörur, pipar og áfengi (sér- staklega rauðvín eða hvítvín). Borða á minna í einu og forðast þröng föt. Gott er að ræða lyfja- notkun við lækni vegna þess að sum lyf auka hættu á bakflæði í vélinda. Hægt er að hækka höfða- lag rúms um 10-20 cm, ekki er nóg að nota auka kodda vegna þess að það hækkar bara höfuðið. Þeir sem eru of feitir ættu að megra sig, stundum er það allt sem þarf. Oft hjálpar að nota lyf sem minnka sýrumyndun í maga eða sem flýta magatæmingu. Ef þindarslit er til staðar getur verið þörf fyrir að laga það með skurð- aðgerð og einnig eru gerðar sér- stakar aðgerðir til að draga úr vélindabakflæði. Hvað er vélindabakflæði? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Algengustu óþægindi við vélinda- bakflæði eru brjóst- sviði og nábítur  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. ann í Washington í Seattle fóru yfir læknaskýrslur um 20 þúsund kvenna sem gengist höfðu undir keisaraskurð á tímabilinu 1987-1996 og eignast svo annað barn á sama tímabili. Líkurnar á að legið rifnaði hjá þeim sem fóru beint í annan keisara voru hverfandi eða í um tveimur fæðingum af hverjum eitt þúsund. Við að fæða eðlilega þrefölduðust líkurnar á rifnu legi og fimmföld- uðust svo ef fæðing var framkölluð með öðrum lyfjum en prostagland- íni. Langmest áhætta var svo fyrir hendi þegar fæðing var framkölluð með prostaglandíni og voru þá lík- urnar á að legið rifnaði í fæðing- unni fimmtánfaldar eða í um 24,5 fæðingum af hverjum eitt þúsund. ÞÆR konur sem gengist hafa undir keisaraskurð og fæða svo síðar eðli- lega en með gangsetningu eru í áhættuhópi hvað varðar alvarlegar aukaverkanir að því er fram kemur á fréttavef Reuters. Áhættan felst í auknum líkum á að legið rifni um örið sem á því er eftir keisara- skurðinn en rifið leg getur stofnað lífi móður og barns í mikla hættu. Tvær nýbirtar rannsóknir styðja þessar niðurstöður, önnur þeirra var unnin af vísindamönnum við Háskólann í Washington í Seattle og birtist í The New England Journal of Medicine nú í júlí en hin birtist í maíhefti the American Journal of Obstetrics and Gyneco- logy. Dr. Mona Lydon-Rochelle og samstarfsmenn hennar við Háskól- Allar þessar konur höfðu áður gengist undir keisaraskurð. Að mati dr. Michael F. Green við Massachusettes General Hospital sjúkrahúsið í Boston, sem fylgir rannsókninni úr hlaði í júlíhefti The New England Journal of Medicine, er ástæða fyrir lækna að gera kon- um, sem vilja reyna eðlilega fæð- ingu að undangengnum keisara- skurði, grein fyrir þeirri áhættu sem því getur fylgt. Eðlileg fæðing eftir keisaraskurð hættuleg? TENGLAR .............................................. American Journal of Obstetrics and Gynecology. http://www.mosby.com/ajog/ The New England Journal of Medic- ine. http://www.nejm.org/ DREYMI börn illa, séu þau óró- leg í svefni eða jafnvel svefn- genglar væri ástæða til að fjar- lægja sjónvarp, tölvu eða hvað annað það úr barnaherberginu sem heldur vöku fyrir barninu á kvöldin. Þetta segir dr. Brett R. Kuhn hjá Svefnrannsóknarstöð barna við háskólann í Nebraska en hann hefur meðhöndlað með góðum árangri 10 börn á aldr- inum 2 til 9 ára sem þjáðust af ástandi sem kallast parasomnias. Því fylgja miklar og tíðar mar- traðir og svefngöngur. Meðferð dr. Kuhn sem skilaði góðum ár- angri fólst í að heildarsvefntími barnanna var lengdur, ýmist með stuttum blundi yfir daginn eða lengri nætursvefni. Samhliða því þurftu foreldrar barnanna að endurskipuleggja háttatíma barnanna og koma honum í fast- ar skorður, börnunum var kennt að sofna sjálfum í sínu eigin rúmi en ekki í rúmi foreldranna. Niðurstaðan var sú að meðal- svefntími barnanna lengdist um 1 klukkustund og 25 mínútur að meðaltali og þeim leið miklu bet- ur. Áður en dr. Kuhl hóf afskipti af börnunum voru 4 þeirra með- höndluð með lyfjum vegna svefnóróleikans en þeirri með- ferð tókst að hætta í öllum til- vikum. Sjónvörp úr svefn- herbergjum barna Morgunblaðið/Kristinn Sjónvörp í svefnherbergjum hjá börnum geta stytt nætursvefninn. Chicago. Reuters.MARGIR velta fyrir sér af hverju húðflúr hverfur ekki af húðinni við eðlilega endurnýjun hennar eða fyrir tilstuðlan hvítra blóðkorna sem sjá um að hreinsa burtu aðskotahluti úr líkamanum. Ástæðan er sú að einungis frumur í efsta lagi húð- arinnar, sem kallast epidermis, eru í stöðugri endurnýjun. Dýpri lög húðarinnar, sem kall- ast dermis, endurnýja sig ekki á sama hátt en við húðflúrun er litarefni komið fyrir í því lagi húðarinnar. Hvað varðar störf hvítu blóð- kornanna eru litakornin í húð- flúrinu of stór til þess að hvítu blóðkornin nái að gleypa þau og flytja burtu. Þegar leysigeisli er notaður til að fjarlægja húðflúr mylur hann litakornin í salla sem er nógu fíngerður fyrir hvítu blóðkornin sem þá taka til sinna ráða og losa líkamann við húðflúrið. Húðflúr að eilífu Reuters Húðflúr fylgir eigandanum alla leið í gröfina. 22 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.