Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                            !  " #     $    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 8. júlí s.l. birtist bréf frá séra Ólafi Þ. Hall- grímssyni á Mælifelli til séra Sigurð- ar R. Ragnarsson- ar í Neskaupstað. Bréfið fjallar um væntanlegt álver í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkj- un. Hér er ekki ætlunin að blanda sér í viðræður þeirra prestanna heldur að vekja athygli á atriði, sem ekki kemur fram í þeim en skipt- ir þó mjög miklu máli. Séra Ólafur bendir á að það 280.000 tonna álver á Reyðarfirði, sem nýleg skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fjallar um, muni losa árlega 520.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloft- ið. Það er rétt. En það sem ekki kem- ur fram, en skiptir þó öllu máli, er að álverið dregur úr losun heimsins um 1.040.000 tonn nettó borið saman við að þetta ál væri alls ekki framleitt og notað. Ástæðan er sú, að sá hluti Reyðarfjarðarálsins sem notaður verður í farartæki dregur nálægt þre- falt meira úr losun þeirra á koltvísýr- ingi, en sem nemur þeirri losun sem fylgir framleiðslu alls álsins með raf- magni úr vatnsorku á Íslandi, ef not- uð er besta aðgengileg tækni eins og áformað er að gera í Reyðarfirði, þ.e. um 3 x 520.000 = 1.560.000 tonn. Nettóútkoman fyrir heiminn verður því 1.560.000 – 520.000 = 1.040.000 tonnum minni losun. Fyrir gróður- húsaáhrifin, þar á meðal fyrir áhrif loftslags á búsetuskilyrði á Íslandi, er það heimslosunin ein sem skiptir máli en ekki hvar í heiminum hún verður. Séra Ólafur vekur í bréfi sínu at- hygli á ýmiskonar neikvæðum um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjun- ar. Þau eru vissulega fyrir hendi. En þess konar áhrif fylgja hvers konar orkuvinnslumannvirkjum. Ósannað er að umhverfisáhrif Kárahnjúka- virkjunar séu meiri eða verri en frá öðrum orkuvinnsluvirkjum, sem skila jafnmikilli orku og hún. Slík neikvæð áhrif eru áminning um hið fornkveðna að ekkert fæst fyrir ekkert. Áminning um að „í öllum stríðum er einhver herkostnaður“ eins og séra Ólafur hefur eftir viðmælanda sínum. Slík neikvæð áhrif verður ávallt að meta í samanburði við það jákvæða sem sóst er eftir. Og eins og að framan er rak- ið, stuðlar Kárahnjúkavirkjun og ál- verið að því að draga úr hættunni vegna gróðurhúsaáhrifanna, þar á meðal hættunni á að þéttbýl lands- svæði fari á kaf í sjó vegna hækkandi sjávarstöðu af þeirra völdum. Kristin trú býður mönnum að elska náungann eins og sjálfan sig. Að nú- tímaskilningi eru allir jarðarbúar, bornir og óbornir, náungar okkar. Kristnum mönnum ber því að hugsa hnattrænt í umhverfismálum sem öðru. En hvernig er háttað þeim náungakærleik sem finnst meira til um að landssvæði í óbyggðum Íslands sé tekið undir miðlunarlón, og að smávegis litarbreyting verði á stöðu- vatni, en að landssvæði fari undir sjó þar sem þúsundir manna búa á hverj- um ferkílómetra? Með þessu er ekki sneitt að einum öðrum fremur. Við öll aðeins minnt á skyldur okkar, alvöru málsins og samhengi hlutanna. Minnt á að við erum heimsborgarar jafn- framt því að vera Íslendingar. JAKOB BJÖRNSSON, Kúrlandi 12, Reykjavík. 1.040.000 tonnum minni losun, en ekki 520.000 tonnum meiri Frá Jakobi Björnssyni: Jakob Björnsson MÖRGUM eldri Vestfirðingum varð það mjög minnisstætt þegar breskir togarar fóru sínu fram á fiskimiðum þeirra og veiddu allan þorsk sem gekk upp á landgrunnið, en fleygðu karfanum, svo margar fjörur voru rauðar á lit af rotnandi karfa sem hafði rekið á land. Smátt og smátt hvarf allur þorskur af grunnmiðun- um. Þetta hefur verið mikið magn af karfa sem hent var í sjóinn aftur í alla þá áratugi sem Bretar voru á miðunum hér. Nú kasta Íslendingar sjálfir fiski og nú er það þorskurinn sem fer fyrir borð ef hann er minni er 30–40 cm. Nú er liðinn nær hálfur annar ára- tugur síðan hið illræmda kerfi fram- seljanlegra kvóta var tekið upp og ef brottkastið nemur 30–40 þús. tonn- um árlega er magnið orðið mikið sem liggur á sjávarbotninum eftir allan þennan tíma. Ólíklegt er að svo mik- ið magn af rotnandi fiski bæti hrygn- ingarsvæðið. Þar eru þeir að gera rétta hluti. Þegar Norðmenn nýttu hvalina hér við land byggðu þeir hval- bræðsluverksmiðjur í landinu. Ein þeirra var Sólbakkaverksmiðjan. Þar var óhemju mikið brætt og hvalalýsið flutt á markað út í Noregi og öðrum Evrópulöndum. Hátt verð fékkst fyrir hvalalýsið sem var notað til götulýsingar og í iðnaðarvöru í borgum Evrópu. Íslenskur sjómaður sem var á einu þessara norsku mhvalveiðiskipa minnist þess að áð- ur en þau tóku nýjan farm af lýsi voru tankarnir vandlega hreinsaðir og smúlaðir út hér í Faxaflóanum og allt botnfall og groms lenti í sjónum. Smátt og smátt hvarf allur þorskur úr flóanum og veiddist ekkert þar frekar en í Dauðahafinu. Við Íslendingar verðum að fara varlega með þorskstofninn sem fer síminnkandi og fækka togurum sem veiða innan 200 mílna markanna, en byggja miklu meira á strandveiðum á minni skipum en togurum. Ekki er talið gott fyrir lífríkið á landi ef and- rúmsloftið verður mjög mengað. Á sama hátt er mengunnin slæm fyrir lífríkið í sjónum sem er miklu næm- ara og viðkvæmara fyrir mengun en lífríkið á landi. GUNNAR VIGFÚSSON, Grettisgötu 80, Reykjavík. Brottkast fyrr og nú Frá Gunnari Vigfússyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.