Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.07.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK Gullsmiðir  Ég vil koma á framfæri þökkum til hins mikla fjölda vina minna og ættingja, sem glöddu mig með kveðjum, gjöfum og heimsóknum á fimm- tugsafmæli mínu 23. júní sl. Allir þeir, sem lögðu fram krafta sína til að gera hátíðina í Laufási á Jónsmessunni ógleymanlega, fá innilegar þakkir. Sérstakar þakkir fá sóknarbörnin mín í Lauf- ásprestakalli fyrir þann vinarhug sem þau sýndu með ótrúlegri samstöðu og einstökum gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Pétur Þórarinsson í Laufási.  Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vinarþel á 100 ára afmæli mínu 6. júlí sl., með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Verið öll guði falin. Kristín Eiríksína Ólafsdóttir, Aðalstræti 32, Akureyri. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákveðinn en líka sanngjarn og nýtur því virð- ingar og trausts samstarfs- manna þinna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gleðst yfir því að öldurn- ar hefur nú lægt og allir eru aftur á eitt sáttir. Þú mátt draga þann lærdóm að tala hreint út um hlutina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér reynist erfitt að hafa áhrif á aðra. Áður en þú heldur lengra skaltu leita ástæðunnar og gleymdu ekki að líta líka í eigin barm. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á um- hverfi þitt með léttleika þín- um. Njóttu þess en varastu að láta oflæti ná tökum á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þegar þú hefur tekið ákvörð- un verður þér helst ekki haggað. Það er ágætt að standa fast á sínu en stund- um þarf líka að taka tillit til annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú leggur þitt af mörkum til að gera aðra hamingjusama og kímnigáfa þín fellur í góð- an jarðveg. Leyfðu henni því að njóta sín til fulls. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er betra að fara sér hægar og gera hlutina vel heldur en að kasta til hönd- unum og fá skammir í hatt- inn. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rómantíkin ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjö- unda himni því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Leyfðu þér bara að njóta þess. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að dæma mann- inn ekki af útlitinu einu sam- an og kannaðu vandlega hvað inni fyrir býr því þá gæti margt átt eftir að koma þér á óvart. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu allar áhyggjur lönd og leið um stund og lyftu þér upp og njóttu augnabliksins. Leggðu áherslu á að um- gangast aðeins jákvætt fólk. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð tækifæri til að láta ljós þitt skína og skalt ekki óttast því þegar upp er stað- ið mun útkoman koma sjálf- um þér mest á óvart. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Breytingar liggja í loftinu hvort sem þér líkar það bet- ur eða verr svo það fer best á því að fylgja flæðinu. Þér verður gert spennandi til- boð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Refsaðu þér ekki fyrir gömul mistök því það eina sem þú getur gert er að biðjast af- sökunar og sjá til þess að þau gerist ekki aftur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, 15. júlí, verður sextugur Elías Jó- hannesson, húsasmíða- meistari og útfararstjóri, Hjarðarholti 8, Akranesi. Af því tilefni taka Elías og eiginkona hans, Dröfn Ein- arsdóttir, á móti ættingjum og vinum kl. 15 í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. 80 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 14. júlí verður áttræður Rögnvald- ur Rögnvaldsson, Víghóla- stíg 17, Kópavogi, fyrrv. vörubílstjóri á Siglufirði og strætisvagnastjóri hjá Strætisvögnum Kópavogs. Eiginkona hans er Guðrún Albertsdóttir. EFTIRFARANDI spil úr leik Dana og Spánverja á EM mun vafalítið ganga aftur í mörgum bridsbók- um framtíðar. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 106542 ♥ D72 ♦ G9632 ♣ -- Vestur Austur ♠ 873 ♠ -- ♥ Á98 ♥ KG1063 ♦ 10 ♦ ÁKD875 ♣Á108654 ♣32 Suður ♠ ÁKDG9 ♥ 54 ♦ 4 ♣KDG97 Í opna salnum vakti Spánverjinn Goded á rauðri tvílita sögn í aust- ur og síðan stigmögnuð- ust sagnir upp í sex spaða doblaða, sem Matthias Bruun spilaði í suður: Vestur Norður Austur Suður Lantaron Blakset Goded Bruun Pass Pass 2 spaðar 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar Pass Pass 6 hjörtu Pass Pass 6 spaðar Dobl Allir pass * Minnst 5-5 í rauðu lit- unum. Sex spaðar fara tvo nið- ur með útspili í hjarta eða tígli, en Lantaron valdi að leggja niður laufásinn. Það reyndist Spánverjum dýrkeypt. Bruun tromp- aði, fór heim á spaðaás og henti D72 í hjarta niður í KDG í laufi. Trompaði svo hjarta og spilaði tíg- ulgosa úr borði! Með því vildi hann tryggja að vestur kæmist ekki inn til að trompa út. Legan var á bandi sagnhafa – austur átti þrjá efstu í tígli og varð að taka slaginn. Þar með gat Bruun víxl- trompað afganginn og fékk því níu slagi á tromp og þrjá á lauf – samtals tólf og 1210 fyrir spilið. Þetta er út af fyrir sig nóg til að gera spilið eft- irminnilegt, en á morgun sjáum við hvernig danska parið á hinu borðinu fékk að vinna sex hjörtu dobluð í AV! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT HLÖÐSKVIÐA Hlöðr var þar borinn í Húnalandi saxi ok með sverði, síðri brynju, hjalmi hringreifðum, hvössum mæki, mari vel tömum á mörk inni helgu. Hlöðr reið austan, Heiðreks arfi; kom hann að garði, þar er Gotar byggja, á Árheima, arfs at kveðja; þar drakk Angantýr erfi Heiðreks. -- STAÐAN kom upp á EM einstaklinga er fór fram í Ohrid í Makedóníu. Einn af efstu mönnum mótsins, Loek Van Wely (2670), hafði svart í stöðunni gegn Art- ashes Minasjan (2554). 45...Rgxe4! 46.Bxe4 Rxe4 Grundvallarhugmynd svarts byggist á því að eftir 47.Hxe4 Df2 getur hvítur ekki varist máti með góðu máti. Hann reyndi 47.Rab1 en gafst upp um leið þar sem fátt væri um fína drætti eftir 47…Rf2+ 48. Kg1 Rg4. Skákin tefld- ist í heild sinni: 1.e4 c5 2.Rc3 e6 3.g3 Rc6 4.Bg2 g6 5.d3 Bg7 6.Be3 d6 7.Dd2 Rd4 8.Rd1 e5 9.c3 Rc6 10.Re2 b6 11.O-O Rge7 12.Bh6 O-O 13.Bxg7 Kxg7 14.Re3 f6 15.f4 b5 16.d4 cxd4 17.cxd4 Db6 18.Had1 a5 19.Kh1 Ha7 20.d5 Rd8 21.fxe5 dxe5 22.Hc1 Rf7 23.a4 bxa4 24.Rc3 Bd7 25.Rc4 Dd4 26.De2 Hc8 27.Ra3 Hb7 28.Hfd1 Db4 29.Hd2 Rd6 30.Df3 Db3 31.Hf2 Rg8 32.Bf1 Hbc7 33.Hfc2 Hc5 34.Bd3 h5 35.De2 Rh6 36.Dd2 Rhf7 37.Hf1 Bh3 38.He1 Rg5 39.He3 H8c7 40.De1 Db4 41.Dc1 Dd4 42.Re2 Hxc2 43.Rxc2 Db6 44.Rc3 a3 45.Rxa3 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÉTTIR Þessir duglegu krakkar söfnuðu 20.536 kr. í sjóð til styrktar rannsóknum á heilahimnubólgu. Þau heita Sól- veig Björk Ásmundardóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Hildur Eva Ásmundardóttir og Haraldur Gunnarsson. Hlutavelta Danskur karlmaður, sem er búsettur í Svíþjóð, vill skiptast á símakortum. Otto Madsen Toppv. 22 S - 14754 Tumba Sverige Stærðfræðingur sem býr í Vilnius í Litháen óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann safnar frímerkjum, nýjum og notuðum. Þýska, franska, rússneska auk móðurmáls. Aleksandras Dreimanas Zirmunu 30 - 27 2051 Vilnius Lithuania. Danskur frímerkjasafnari leitar að pennavinum á Ís- landi sem vilja skiptast á frí- merkjum. Jørgen Villumsen Kalundborgvej 247 DK - 4300 Holbæk Danmark Pennavinir         ÞORLEIFUR Ágústs- son varði doktorsverk- efni sitt við líffræði- deild Gautaborgar- háskóla 27. apríl sl. Titill doktorsritgerð- arinnar er „Growth hormone endocrino- logy of Salmonids: Regulatory mechan- isms and hormone dynamics“. Andmæl- andi Þorleifs var pró- fessor Stephen McCorm ick, Banda- ríkjunum, heimsþekkt- ur vísindamaður á sviði lífeðlisfræði fiska. Þorleifur Ágústsson fæddist 28. júní 1966 á Akureyri, sonur hjónanna Ágústs Þorleifsson- ar, fyrrverandi héraðsdýralæknis á Akureyri, og Auðar Ólafsdóttur, sjúkraliða við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sambýliskona Þorleifs er Heiða Björg Hilmisdóttir M.Sc. næringarhagfræðingur og forstöðu- maður Eldhúss Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Sonur þeirra er Hilmir Jökull Þorleifsson, fæddur 8. júní 1998. Þorleifur Ágústsson lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri 1987 og B.Sc. í líf- fræði frá Háskóla Íslands 1993. Þess má geta að Þorleifur mun vera fyrsti nemandi Verkmenntaskólans á Akureyri sem lýkur doktorsprófi. Doktorsverkefni Þorleifs fjallar um lífeðlisfræðilega stjórn vaxtar- hormóns, allt frá framleiðslu að líf- eðlisfræðilegum áhrifum þess í vefj- um. Við rannsóknir var notast við laxfiska (Atlantshafslax og regn- bogasilung) sem hafa flókinn lífs- feril og geta lagað sig að lífi jafnt í ferskvatni og sjó. Þor- leifur hefur átt sam- starf við fræðimenn beggja vegna Atlants- hafs, ásamt því að hafa dvalið í Japan við rannsóknir. Leiðbein- andi Þorleifs við dokt- orsverkefnið var pró- fessor Björn Þrándur Björnsson. Rannsóknir Þorleifs hafa leitt í ljós betri skilning á flóknu ferli í stjórnun framleiðslu og losun vaxtarhorm- óns í heiladingli og mikilvægum þætti þess í seltuþoli lax- fiska og hafa niðurstöður rannsókn- anna verið birtar í virtum vísinda- tímaritum á sviði hormóna- og lífeðlisfræði, segir í fréttatilkynn- ingu. Þorleifur starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu við rannsóknir í lyfjaerfðafræði. Doktorsvörn í lífeðlisfræði fiska Þorleifur Ágústsson HÖRÐUR H. Bjarnason, sendiherra, afhenti þann 9. júlí Walter Schwimmer, aðalfram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins, trúnaðarbréf sitt sem fasta- fulltrúi Íslands hjá Evrópu- ráðinu. Afhenti trúnaðar- bréf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.