Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ útvarpsstöð, Steríó 895, tók til starfa í fyrradag á vegum Sjálf- stæða útvarpsfélagsins ehf. Stöðin er með aðsetur í Kópavogi og nást útsendingar hennar á Suðurlandi og Faxaflóasvæðinu, frá Borgarnesi til Keflavíkur. Einnig verður sent út á Netinu, bæði hljóð og mynd úr hljóðverinu, og er stefnt að því að þær útsendingar hefjist í næstu viku. Dagskrárgerðarfólk fær frjáls- ari hendur en gengur og gerist Davíð Jónsson Sewell markaðs- stjóri segir að stöðin sendi út allan sólarhringinn, dagskrá sé haldið úti af dagskrárgerðafólki frá sjö að morgni til miðnættis og tónlist leik- in á nóttinni. Hann segir að mark- hópur stöðvarinnar sé fólk á aldr- inum 15 til 40 ára með áherslu á hópinn á milli 20 og 30 ára og að hefðbundinni dagskrá með poppi og dægurtónlist verði haldið úti á virk- um dögum, en um helgar verði á dagskrá umræðuþættir, útvarps- leikrit og ýmiss konar óvenjulegir útvarpsþættir. Að sögn Davíðs er óhætt að segja að fyrirtækið sem rekur stöðina, Sjálfstæða útvarps- félagið, beri nafn með rentu. Hann segir stefnt að því að dagskrárgerð- arfólk vinni mjög sjálfstætt og að það fái frjálsari hendur og en geng- ur og gerist á útvarpsstöðvum hér á landi. Morgunblaðið/Ásdís Föstudagur var fyrsti útsendingardagur útvarpsstöðvarinnar Steríó 895. Íris Kristinsdóttir dagskrárgerðarmaður í hljóðveri. Ný útvarps- stöð, Steríó 895, tekur til starfa Skógrækt á Héraði Ræktunin gengur vel Landssamband skóg-arbænda verðurmeð aðalfund á Hallormsstað 10. og 11. ágúst nk. Í tengslum við fundinn verður þess minnst að Héraðsskógar verða tíu ára í ár. Rúnar Ísleifsson er skógræktar- ráðunautur hjá Héraðs- skógum, hann var spurður hvernig starfseminni mið- aði? „Verkefnið hófst 1990 en varð formlega til með lögum 1991. Bændur hafa verið að gróðursetja frá 1990. Á þessum ellefu ár- um er búið að gróðursetja í 3.400 hektara í löndum bænda hér á svæðinu. Bændur hafa unnið þessi verk fyrst og fremst sjálf- ir.“ –Sprettur skógurinn vel? „Almennt hefur þessi ræktun gengið mjög vel. Elstu svæðin sem gróðursett var í eru farin að verða talsvert áberandi í dag. Fólk er farið að átta sig á að hér eru að spretta upp heilmiklir skógar. Gróðursettar hafa verið 12 milljónir plantna á þessu tíma- bili hér á Fljótsdalshéraði.“ –Hvaða tegundir eru þetta? „Uppistaðan er rússalerki, eða um 60%, þar á eftir koma teg- undir eins og stafafura, íslenskt birki, ýmsar grenitegundir og alaskaösp. Við höfum á seinni ár- um verið að minnka vægi lerk- isins og auka vægi annarra teg- unda? „Hvað er helst hægt að nýta þessar tegundir í? „Þessar tegundir allar saman nýtast í borðvið. Það er einnig hægt að nýta þennan trjávið á annan hátt. Lerki nýtist vel í parket og veggklæðningar, sta- fafuruna er hægt að nota á svip- aðan hátt. Birki er meira notað sem smíðaviður. Öspin hefur lík- lega minnsta notagildið, í henni er mjúkur viður en hún er mjög fljótvaxin og margir nota ösp til að smíða úr smærri hluti.“ –Hvað með harðvið – er hægt að rækta hann á Íslandi? „Það er hvorki hægt að rækta eik né beyki í neinum mæli hér.“ –Eru bændur farnir að hafa tekjur af skógrækt sinni? „Já, þeir hafa tekjur af þeirri gróðursetningu sem hér fer fram. Þeim er greitt af ríkinu fyrir gróðursetningu, áburðargjöf og ýmis önnur störf, tengd skóg- ræktinni. Bændur fá framlög frá ríkinu vegna skógræktarinnar hér sem þeir eiga síðan að end- urgreiða síðar, þegar þeir fara að fá nytjar af skóginum. Nytjar af skóginum eru aðeins farnar að koma til. Það er Fljótsdalsáætlun sem er undanfari þessa, menn hafa tekjur af að grisja skóginn. Úr þessari grisjun koma fyrst og fremst girðingarstaurar en einnig örlítið magn af borðvið sem bændur hafa verið að selja í einhverjum mæli. Sá viður hefur fyrst og fremst nýst í parket og smíðavið.“ –Hver eru helstu vandkvæðin á því að rækta skóg í verulegum mæli á Íslandi? „Fyrst og fremst er það skjól- leysið. Vindurinn er okkur erf- iður. Síðan eru allnokkur svæði sem veðurfarslega séð bjóða ekki upp á möguleika til nytjaskóg- ræktar – svæði eins og annnes sem liggja að opnu hafi. Bestu svæðin til skógræktar eru fjarð- arbotnar og dalir, þ.e. svæði sem liggja tiltölulega langt inn til landsins.“ –Í hve mikilli hæð er hægt að rækta skóg? „Íslenskt birki getur náð upp í 300 til 400 metra hæð. En hér á Héraði förum við ekki hærra en í 200 til 300 metra með skógrækt- ina.“ –Hvað með sjúkdóma í trjáviði, erum við laus við þá? „Nei, sveppasjúkdómar eru til hér í trjáviði, t.d. barrviðaráta og greminiella, þessir sveppir geta drepið greinar eða jafnvel heilu trén. Þetta hefur þó ekki verið mjög alvarlegt. Þá eru hér skor- dýr sem gera usla, svo sem sitka- lús, furulús, fiðrildalirfur og fleira.“ –Hvað er áætlað að rækta mik- ið á næstu tíu árum? „Í sambandi við Héraðsskóga þá má búast við að ræktunin verði ívið meiri en hún var síðasta áratug eða eitthvað yfir 12 millj- ónir plantna. Þetta er talsverð aukning frá því sem var upphaf- lega áætlað. Annars staðar á landinu má ætla að ræktunin verði þre- til fjórföld á við Hér- aðsskógana, þetta er gróflega áætlað.“ –Er í bígerð að gera tilraunir með nýjar tegundir? „Það erum við alltaf að gera í einhverjum mæli. Búið er að prófa flestar þær tegundir sem til greina koma. Hvað nýjungar snertir má t.d. nefna fjallalerki, sem er býsna spennandi planta. Tegundin vex eins og nafnið gef- ur til kynna hátt til fjalla í sínum heim- kynnum sem eru í Norður-Ameríku. Það er hins vegar ekki komin reynsla á hve vel hún vex hér. Við höfum ára- tuga reynslu af ræktun lindifuru hér á Hallormsstað, hún er ekki komin í almenna ræktun hjá okk- ur en það stendur til að koma henni í útplöntun.“ – Sáið þið til plantna? „Plöntur eru keyptar til rækt- unar af gróðrarstöðvum, Barri, sem er einna stærst slíkra, verð- ur tíu ára nú í ár.“ Rúnar Ísleifsson  Rúnar Ísleifsson fæddist 30. apríl 1962 á Akureyri en ólst upp á Vöglum í Fnjóskadal (Vagla- skógi). Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og prófi sem skógverkfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð. Hann hefur starfað sem skógræktarráðunautur hjá Skógrækt ríkisins og síðan 1997 hjá Héraðsskógum. Rúnar á sex ára gamla dóttur. Trjárækt verð- ur ívið meiri næsta áratug ♦ ♦ ♦ HAGSTOFAN hefur reiknað út vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verð- lagi um miðjan júlí í ár. Vísitalan hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði og samsvarar hækkun hennar síðastliðna þrjá mánuði 11,5% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 6,7%. Þá hefur Hagstofan reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í júní 2001. Vísitalan er nú 211,7 stig og hefur hækkað um 0,8% frá fyrra mánuði. Vísitala bygging- arkostnaðar Hækkaði um 6,7% á síðustu 12 mánuðum Að sjálfsögðu er fluga í súpunni, herra. Þetta er nú grænmetissúpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.