Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 9

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 9 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt helgarævintýri til Mílanó, þann 10. ágúst. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem er miðstöð tísku og hönnunar á Ítalíu, og notið þess að skoða mörg frægustu listasöfn Ítala, sjá síðustu kvöldmáltíð Leonar- dos með eigin augum, Il Duomo dómkirkjuna í miðbænum, þriðju stærstu dómkirkju heims, versla í Galeria Vitorio Emanuelle eða kanna veitingastaði og næturlífið í Corso Como. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta borgarinnar, Hotel Soperga, öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði og loftkælingu. Verð kr. 36.433 M.v. hjón með barn, flug, hótel, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Beint flug - 5 nætur Aðeins 10 herbergi Verð kr. 39.995 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, skattar. 5 daga helgarferð til Mílanó 10. ágúst frá kr. 36.433 NÍU nemendum sem lokið hafa einu ári á hrossabraut við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, Hólaskóla, og ætluðu að halda áfram námi, hefur verið tilkynnt um að þeir fái ekki skólavist á komandi vetri. Nemendurnir útskrifuðust sem hestafræðingar og leiðbeinendur í vor. Sækja þarf um skólavist ár hvert til að halda áfram námi en boðið er upp á þriggja ára nám og þá útskrif- ast nemendur sem þjálfarar og reið- kennarar. Þegar haft var samband við Valgeir Bjarnason, aðstoðar- skólameistara í Hólaskóla, sagði hann að allir nýnemar árið 2000 hefðu í vor verið látnir vita að þeir gætu jafnvel ekki haldið áfram námi. Inntur eftir ástæðu þess segir hann hana fyrst og fremst vera að- stöðuleysi. Aðspurður af hverju ekki væri fækkað nýnemum í stað þess að neita þessum níu um áframhaldandi nám segir hann að þetta sé fyrst og fremst spurning um aðstöðuleysi fyrir verklega kennslu. Námið á öðru ári sé mestmegnis verklegt og þess vegna hafi þurft að bregðast svona við. Stefnt er að því að bæta aðstöð- una eins fljótt og mögulegt er, sam- kvæmt upplýsingum Valgeirs. „Við erum í samningaviðræðum við okkar ráðuneyti, ráðuneyti land- búnaðarmála, um þetta,“ segir hann og bætir við að það sem hafi verið og sé vandamál þeirra sé að þeir hafi treyst á viðbótarfjárveitingu frá fjárveitingavaldinu til að klára reið- skemmu eftir að hafa fengið fjárveit- ingu árið 2000 til að bæta aðstöðu þar. Þeir hafi því tekið inn þessa nemendur, haustið 2000, í trausti þess að viðbótarfjárveiting fengist. „Málið er fyrst og fremst það að hætt var við umrædda fjárveitingu, fjárveitingavaldið hafði strikað yfir hana. Það eiginlega hengdi okkur.“ Nemendunum ekki hafnað fyrir lífstíð „Okkur þykir þetta ákaflega leitt. Við erum mjög sorgmæddir yfir því að hafa þurft að taka þessa ákvörðun og höfum fulla samúð með þessum nemendum okkar. En því miður; til að geta boðið upp á sómasamlega kennslu vantar okkur aðstöðu.“ Inntur eftir því hvað hann mæli með að þessir níu nemendur geri segir hann að þeim hafi nú ekki verið hafnað fyrir lífstíð. Í bréfum skólans til umræddra nemenda hafi þeir ver- ið hvattir til að sækja um að ári og þá verði aðstaðan vonandi orðin sóma- samleg. En hvernig voru þessir níu nem- endur valdir úr hópi árgangsins? „Fyrst og fremst var farið eftir hæfni í verklegu námi. Verklegar einkunnir,“ segir hann og bætir við að þetta sé alltaf spurning um að- ferðafræði. Þetta hafi þó verið ákveðið þar sem verkleg hæfni sé það sem unnið er að á öðru ári. Að sögn Valgeirs er Hólaskóli eft- irsóttur meðal áhugamanna um hestamennsku og segir hann að hafna hafi þurft 30 nemendum í ár sem vildu hefja nám. „Við höfum ávallt þurft að hafna töluvert mörgum nemendum sem má rekja til þess að aðstaðan hjá okkur er gjörsamlega sprungin,“ segir hann en getur þess að nýnem- um muni þó ekki fækka milli ára, þeir séu 24 talsins. Hrossabraut við Hólaskóla í Hjaltadal Níu nemendur fá ekki að halda áfram námi SÆNSK sumarhátíð stendur yfir í versluninni IKEA. Þar gefst fólki kostur á að hitta Línu langsokk og Emil í Kattholti og ríkir sann- kölluð karnivalstemmning. Við opnun hátíðarinnar á fimmtudag- inn hitti þessi snáði skötuhjúin Línu og Emil, þar sem þau dreifðu sænska fánanum og blöðrum. Morgunblaðið/Billi Lína og Emil á sænskri sumarhátíð FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð til að hrinda í framkvæmd lagabreyt- ingu sem Alþingi samþykkti sl. vor um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs. Breytingarnar taka gildi á næstu dögum þegar reglugerðin verður birt, en þær veita Íbúðalánasjóði aukna heimild til að koma til móts við fólk í greiðsluerfiðleikum. Heimilt hefur verið að breyta vanskilum í lán til 15 ára til að leysa úr tímabundnum greiðsluerfiðleikum og frysta afborganir í þrjú ár til viðbótar. Skv. nýju reglunum verður heimilt að lengja lánstímann eftir að þriggja ára frestun lýk- ur og ekki er lengur nauðsyn- legt að menn séu komnir í greiðsluerfiðleika til að geta fengið skuldbreytingu og lengt lán sín þegar greiðsluvandi stafar af óvæntum tímabundn- um erfiðleikum s.s. vegna veik- inda, slysa og atvinnuleysis. Ný úrræði við vanda vegna íbúðalána mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.