Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 11

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 11
og því er með sanni hægt að segja að ógjörningur sé að slá á nákvæma tölu. Engu að síður gefa íslensku irk- þjónarnir ákveðna vísbendingu og er umferðin þar í gegn oft á bilinu 18.000 til 20.000 mismunandi notend- ur í hverjum mánuði. Heildartengi- tíminn í gegnum irc.ircnet.is er oft um 10.177 dagar á mánuði og fara samskiptin aðallega fram á opnum og lokuðum rásum. Til að skýra muninn á opnum og lokuðum rásum má grípa til samlíkingarinnar við veitingahús og segja að opnu rásirnar séu eins og stór hópur fólks tali saman við stórt matarborð. Hver talar í kapp við ann- an og stundum er ekki laust við að samræðurnar verði heldur ruglings- legar. Þá getur komið upp að einhver halli sér upp að öðrum til að hvíslast á við hann án vitundar hinna eða stingi upp á því að fara með öðrum á annað borð inn í minni sal til að tala þar saman í ró og næði á lokaðri rás. Sá sem opnar rásina hefur síðan ákveðið eftirlit eða ritstýringu með hendi. Megininntak samskiptareglna á rás- unum er oft að gætt sé lágmarks kurteisi, að notendur svívirði ekki hver annan, ekki sé lagt í einelti eða reynt að markaðssetja vöru eða þjón- ustu. Annars gengur irkið út á raun- tíma bréfaskipti á milli fóks af báðum kynjum, á öllum aldri og alls staðar að úr heiminum. Vaxandi notkun Nokkrir irk-umsjónarmenn fylgj- ast með hverjum irk-þjóni. Richard Allen, einn umsjónarmanna irc.ir- cnet.is, segir að eftirlitið með irkinu sé alfarið sjálfboðaliðastarf. Umsjón- armennirnir hafi allir annað aðal- starf. Eftirlitið fari aðallega fram með tvennum hætti. „Við umsjónar- mennirnir erum irkarar af lífi og sál og erum yfirleitt með irkið opið til að fylgjast með helstu rásunum. Ef eitt- hvað fer framhjá árvökulum augum okkar getum við síðan treyst því að fá ábendingar frá öðrum notendum. Annaðhvort beint í gegnum irkið eða með tölvupósti. Annars höfum við fá ráð nema setja notandann í bann hjá okkar irk-þjóni. Vandamálið er bara að hann á oftast ekki í nokkrum vandræðum með að tengjast öðrum irk-þjóni og vera aftur kominn inn á irkið nokkrum sekúndum síðar. Á móti kemur að yfirleitt er gott sam- band á milli umsjónarmanna irk- þjóna um heim allan. Ef ég set til dæmis einhvern í bann frá þjóninum okkar og viðkomandi fer að nota ann- an irk-þjón, t.d. í Svíþjóð eða Banda- ríkjunum, og heldur áfram því sem hann var að gera sem olli banninu getum við talað við umsjónarmenn þeirra þjóna og fengið hann bannað- an þar líka.“ Þótt haft hafi verið orð á því að ís- lensk ungmenni hafi verið að færa samskipti sín á milli yfir í SMS-síma- skilaboð hefur notkun irkisins farið sífellt vaxandi á undanförnum árum. Vinsælasta rás íslenskra notenda er íslensk #Iceland og samskiptin fara fram á íslensku og í skammstöfunum, t.d. stendur skammstöfunin ask fyrir aldur, staður og kyn. „Ég verð stund- um pirraður á því að þurfa að svara þessari spurningu aftur og aftur og þegar ég svara með 31 rvk kk er í mesta lagi svarað „ok. bæ.“,“ segir Richard og tekur fram að af umræð- unum sé auðvelt að ráða að stór hluti notendanna sé ungt fólk. „Engu að síður er alveg á hreinu að þarna er talsverður fjöldi eldri notenda. Vegna nafnleyndarinnar er bara al- veg ómögulegt að segja nánar til um hlutföllin.“ Richard var spurður að því hvort hann hefði orðið var við að talað væri við börn um kynferðisleg málefni á Netinu. „Ef gert er ráð fyrir að barn sé manneskja undir 18 ára aldri er svarið tvímælalaust já. Ég get heldur ekki séð að opinskátt tal um kynlíf þurfi alltaf að vera neikvætt. Stund- um getur verið gott að fá að tala um kynlíf og skylda hluti nafnlaust og án tepruskapar. Að sjálfsögðu eru dæmi um að fólk hittist og sjálfur kynntist ég konunni minni fyrst í gegnum irk- ið. Þótt mín reynsla sé aðeins jákvæð efast ég ekki um að börn hafi orðið fyrir því að ætla að hitta jafnaldra sína á Netinu og komist að því að þeir væru mun eldri. Ég hef samt aldrei heyrt um slíkt tilfelli á Íslandi,“ sagði hann og játti því að dæmi væri um kynferðislega áreitni á irkinu. „Ég veit um fólk sem orðið hefur fyrir kynferðislegu áreiti á irkinu og bæði „fílað það“ og ekki „fílað það“. Allt eftir aðstæðum hverju sinni.“ Hann minnti á ábyrgð foreldra. „Ef ég ætti táning myndi ég aldrei leyfa honum/henni að fara einum/ einni að hitta „nýjan vin“ sem hann/ hún hefur eignast á irkinu þótt lík- urnar á því að vinurinn sé táningur á sama reki séu næstum 100%. Sama gildir ef hann hefur kynnst nýja félaganum gegnum síma, póst, SMS eða annan slíkan samskiptamáta. Ég myndi ekki heldur leyfa honum/ henni að fara einum á t.d. skemmti- stað eða slíka staði því þar má ganga út frá því sem vísu að áreiti eigi sér stað.“ Ólíkar birtingarmyndir Í tengslum við niðurstöðu banda- rísku könnunarinnar vaknar óneitan- lega sú spurning við hvaða skilgrein- ingar eðlilegt sé að styðjast í tengslum við kynferðislega áreitni í garð barna á Netinu. Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðingur, segir að svara megi spurningunni á marga vegu. „Einfaldast væri að segja að hvers kyns samskipti á irkinu sem væru þess valdandi að barninu liði illa eða fyndi til einhverra óþæginda væru í sjálfu sér áreitni,“ segir hann og minnir á að á hinn bóginn megi hugsa sér að barn verði fyrir áreitni án þess að hafa þroska til að skilja hvað sé um að vera. „Þegar um kyn- ferðislega áreitni er að ræða eru birt- ingarmyndirnar margar og ólíkar. Erlendis eru dæmi um að barnaníð- ingar hafi reynt að hitta börn og jafn- vel lagt á sig töluverðar vegalengdir til að ná markmiði sínu. Barnaníðing- ar hafa sent myndir af sér og/eða myndir af öðru fólki til barnanna. Jafnvel hafa þeir beðið viðkomandi barn um mynd. Allt þetta er meira eða minna gert undir rós, þ.e.a.s. barnaníðingurinn er að þykjast að vera einhver annar en hann er, t.d. annað barn.“ Hann segir erfitt að segja til um hversu algengt sé að barnaníðingar eða fólk með slíkar tilhneigingar reyni að nálgast ungmenni á Netinu. „Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að kanna umfang þess. Aðeins lítið brot af þess háttar til- fellum kemur til kasta opinberra að- ila. Þau gögn og þær tölur sem til eru um slík brot eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Flestir geta verið sam- mála um að eitt tilvik sé einu tilviki of mikið. Hins vegar verður að hafa í huga að aðgangur manna að börnum á irkinu er mikill og greiður. Börn eru ákaflega stór hópur á irkinu. Í Bandaríkjunum er kynferðisleg áreitni gagnvart börnum á Netinu orðin svo stórt vandamál að í sumum ríkjum er fólk í fullu starfi við að þykjast vera börn í þeim tilgangi að ná til barnaníðinga.“ Hilmar segir að staða foreldra geti verið erfið. Að sama skapi hafi þeir umtalsvert vægi, t.d. með því að hafa eftirlit með netnotkun barna sinna. „Vandinn er að ekki er alltaf hægt að koma við eftirliti. Börn eru oft á tíð- um alein heima og þau hafa oft að- gang að tölvu fjarri heimilinu t.d. í skólum eða hjá kunningum. Foreldr- ar eiga skilyrðislaust að kanna tölvu- notkun barna sinna og sýna henni áhuga. Þeir eiga að ræða við börnin sín um hætturnar sem kunna að leynast á Netinu og á irkinu og kenna barninu að umgangast Netið af ábyrgð,“ segir hann og tekur fram að eðlilegt sé að foreldrar setji skýrar reglur um netnotkun barna sinna, t.d. megi ekki undir neinum kring- umstæðum gefa upp persónulegar upplýsingar um sig, s.s. aldur, kyn eða heimilisfang. „Þau eiga ekki að senda myndir af sér til þeirra sem biðja um þær. Börnin verða að átta sig á því að þeim er í sjálfsvald sett hvort þau ræða við tiltekinn einstak- ling eða ekki. Á irkinu er jafnauðvelt að útiloka samskipti við einhvern og hefja þau. Ef barnið hefur það á til- finningu að samskiptin séu ekki inn- an eðlilegra marka er með auðveld- um hætti hægt að „slökkva“ á viðkomandi einstaklingi og þar með koma í veg fyrir frekari samskipti.“ Vitund foreldra og kennara efld Enda þótt umræðan um neikvæð- ar hliðar netnotkunar sé tiltölulega ný af nálinni á Íslandi hafa tvenn félagasamtök hafið undirbúning að verkefnum í tengslum við börn og Netið. Anna Margrét Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, segir að sam- tökin séu að hefja vinnu við Evrópu- verkefni með það að markmiði að efla vitund foreldra og kennara um hætt- urnar á Netinu. „Netið er í megin- dráttum afar jákvæður miðill. Á hinn bóginn geta fylgt honum neikvæðar hliðar eins og greinilega hefur komið í ljós, t.d. í tengslum við spjallrás- irnar. Núna er algengt að börnin standi foreldrum sínum framar í net- notkun. Með verkefninu viljum við efla vitund foreldra og kennara gagnvart hugsanlegum hættum á Netinu. Við ætlum að setja upp heimasíðu með upplýsingum um Netið og með ábendingum til for- eldra og kennara um hvað hægt sé að gera til að minnka áhættuna á því að börn verði fyrir hvers konar nei- kvæðu áreiti á Netinu, t.d. er mjög mikilvægt að kenna börnum hvað ber að varast við notkun spjallrásanna,“ sagði hún og tók fram að því til við- bótar myndu samtökin gefa út og dreifa bæklingi með upplýsingum til foreldra og yrði lögð sérstök áherslu á að upplýsingarnar gætu komið for- eldrum með litla grunnþekkingu á Netinu að notum. Hvort tveggja myndi væntanlega sjá dagsins ljós uppúr næstu áramótum. „Mikilvæg- ast er þó kannski að gera sér grein fyrir því að á Netinu, eins og í lífinu almennt, er engin leið til að verjast því alfarið að börnin okkar komist í tæri við ljóta hluti. Það er því fyrst og fremst upplýst umræða við barnið sem skiptir höfuðmáli og innræting heilbrigðra siðgilda. En til upplýstr- ar umræðu þarf lágmarks þekkingu á tækninni sem um ræðir. Við viljum aðstoða þá sem bera höfuðábyrgð á velferð barnanna til að vera í stakk búnir að takast á við meðvitað tækni- uppeldi sem er orðin mikil nauðsyn á í dag.“ Barist gegn barnaklámi Samtökin Barnaheill eru með styrk frá Evrópusambandinu til að ýta úr vör sérstöku fræðsluverkefni og neyðarlínu gegn barnaklámi á Netinu. Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, segir að aðdragandinn að fræðsluverkefninu sé orðinn nokkuð langur. „Augu mín opnuðust upphaflega fyrir vandanum á ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í verslunarskyni í Stokkhólmi árið 1995. Framhaldið af því var að Barnaheill efndi til fræðslu- og forvarnarverkefnis tveimur árum síðar. Verkefnið var aðallega tvíþætt því að efnt var til ráðstefnu og bæklingnum „Þetta er líkami minn“ dreift á allar heilsu- gæslustöðvar í landinu. Eftir að verkefninu lauk höfum við fylgst með því hvernig rekstur neyðarlína gegn barnaklámi hefur gengið hjá systra- félögunum og sérstaklega á Norður- löndunum. Barnaheill greip síðan tækifærið og sótti um styrk til ESB til að sinna verkefninu hér á landi fyrir skömmu. Við fengum styrkinn og erum að vinna að því að hleypa verkefninu af stokkunum. Verkefnið felur í sér gerð heimasíðu með upp- lýsingum um Barnaheill og afleiðing- ar barnakláms. Almenningi verður svo gert kleift að senda til okkar línu og tilkynna um barnaklám á Netinu. Við teljum að verkefnið falli vel að markmiðum samtakanna og gerum okkur fulla grein fyrir því að fara verður að með gát. Að geta síðan leit- að ráða hjá regnhlífasamtökum neyðarlína, INHOPE, er okkur afar mikill stuðingur.“ Kristín sagði að til að byrja með yrði aðeins tekið við ábendingum vegna barnakláms. „Við ætlum að byrja á því að leggja okkur fram í baráttunni gegn barnaklámi og höf- um blátt áfram ekki mannskap til að byrja með til að fylgjast með irkinu,“ sagði Kristín og bætti við að erfitt væri að segja til um hversu algeng áreitni í garð barna væri á irkinu. „Aftur á móti er full ástæða til að ætla að kynlífsvæðingin svokallaða hafi haft frekar neikvæð áhrif á bar- áttuna gegn barnaníðingum. Netið hefur gert þeim auðveldara að eiga samskipti sín á milli og eins og allir vita er netnotkun mikil á Íslandi. Miðað við reynsluna erlendis, þar sem börn hafa jafnvel horfið eftir að hafa komist í kynni við fullorðið fólk á irkinu, er full ástæða til að fylgjast með þróuninni hér á landi, t.d. er spurning hvort netþjónusturnar geta komið á einhvers konar eftirliti,“ sagði hún og fram kom að byrjað væri að vinna að gerð heimasíðunnar. „Við höfum þegar fengið ábendingar og byrjum að taka við þeim með formlegum hætti eins fljótt og hægt er.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 11 Kolbeinn Wong Gunnarsson (14 ára), Daníel Þröstur Sigurðsson (14 ára) og Egill Moran Frið- riksson (15 ára), starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkurborgar og irkarar, gáfu sér tíma til að líta upp úr garðvinnunni til að spjalla við blaðamann um irkið. Þremenn- ingarnir segjast allir hafa farið að stunda irkið af fullum krafti í fyrra þó að þeir hafi kynnst því áð- ur. „Við byrjuðum á því að vera á #Iceland og fórum svo yfir á aðrar rásir. Núna erum við aðallega á rásum eins og Quake.is og Coun- ter-strike og erum mest að spjalla hver við annan. Venjulega erum við bara að spjalla um áhuga- málin, t.d. tölvuleiki, góðar heima- síður og svoleiðis,“ segir Egill og Kolbeinn og Daníel kinka kolli. Strákarnir segja enga kynferð- islega áreitni í gangi á sínum rás- um. „Ég veit ekki með #Iceland- rásina,“ segir Daníel hugsi og ját- ar því að oft séu unglingar að reyna að komast í kynni við aðra unglinga á irkinu. „Einhver kem- ur kannski inn á #Iceland-rásina, segir 13 rvk kk og spyr hvort ein- hver vilji kynnast sér. Þá kemur kannski annar og þeir fara að spjalla saman. Ef vináttan heldur áfram skiptast þeir kannski á myndum og hittast svo jafnvel á Skjálftamóti?“ – „Skjálftamóti?“ „Já, Skjálftamót eru haldin til að fólk geti komið saman með tölv- urnar sínar og spilað tölvuleiki. Ég held að Landssíminn standi fyrir mótunum og stundum hafa þau verið haldin í Breiðablikshús- inu,“ svarar Daníel og Kolbeinn bætir því við að fjöldi þátttakenda fari vaxandi og sé kominn upp í 300 til 400. Þremenningarnir eru sammála um að varhugavert væri að gefa ókunnugum persónulegar upplýs- ingar á borð við heimilisfang og símanúmer á irkinu. „Ég held að flestir vanir irkarar átti sig á áhættunni þótt yfirleitt sé ekkert að óttast,“ segir Daníel og strák- arnir eru sammála um að byrj- endur geri helst þau mistök að gefa of miklar upplýsingar um sig og jafnvel fara á stefnumót við ókunnuga. Kolbeinn viðurkennir að irkarar sigli stundum undir fölsku flaggi á Netinu. „Ég veit að sumir vinir mínir hafa farið inn á #Iceland-rásina, þóst vera stelpur og byrjað að ögra strákunum með alls konar tali. Þá fá þeir strax við- brögð, spurningar um símanúmer, tölvupóstfang og hvort þeir séu til í að hitta þennan eða hinn. Maður veit náttúrulega ekkert hvort þetta eru strákar eða einhverjir kallar,“ segir hann og tekur fram að auðvitað hafi vinir hans ekki farið á stefnumótin. „Ég held að hinir fatti alveg að þeir eru bara að djóka,“ segir Egill í framhald- inu og Daníel segist ekki þekkja svona dæmi. „Auðvitað gerist ým- islegt á irkinu. Þetta er svona eins konar samfélag og allir verða að passa sig,“ segir Egill og hinir jánka til samþykkis. Eins konar samfélag Morgunblaðið/Jim Smart Félagarnir Kolbeinn Wong Gunnarsson, Daníel Þröstur Sigurðsson og Egill Moran Friðriksson eru irkarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.