Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ leikur ekki nokkur vafi á því að Bandaríkin eru öflugasta herveldi heimsins með árleg út- gjöld til varnarmála sem nálgast 330 milljarða dollara. Síðastliðinn áratug hefur grundvall- aratriði í vörnum landsins byggst á því að Bandaríkin geti barist í tveimur styrjöldum samtímis, sem hefur þýtt að 1,4 milljónir hermanna hafa þurft að vera til taks. Í ljósi breyttra aðstæðna finnst mörgum tímabært að endurmeta þessa af- stöðu og þar fer sjálfur Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fremstur í flokki. En Rumsfeld vill ganga mun lengra en ýmsir innan ráðuneytisins, sem felst m.a. í því að skera niður herdeildir og minnka umsvif í þeim tilgangi að geta beint meira fjármagni í þróun og upp- byggingu nýrra vopna og varnar- kerfa. Repúblikanar hafa löngum notið stuðnings innan hersins og George W. Bush Bandaríkjaforseta var tek- ið með kostum og kynjum þegar hann tók við embætti. Skipan hins gamalreynda Rumsfelds vakti líka fögnuð, enda bjuggust margir innan varnarmálaráðuneytisins í Pentagon við því að nú væri björt tíð fram- undan með auknum fjárveitingum og meiri umsvifum. Það kom því sumum í opna skjöldu þegar Rums- feld fór ekki strax fram á umtals- verða aukafjárveitingu, heldur lagði upp með umsvifamikla endurskoðun á starfsemi ráðuneytisins. Þessu var fyrst fagnað á þingi, en þegar vikur liðu án þess að ráð- herrann hefði samráð við hinar valdamiklu nefndir þingsins fóru að renna tvær grímur á þingmenn beggja flokka sem vilja gjarnan vera hafðir með í ráðum. Nú er svo komið að Rumsfeld og menn hans sæta vaxandi gagnrýni, ekki bara fyrir pukur og leynd, held- ur hafa yfirmenn hersins og þing- menn, sem óttast að missa bita af kökunni, vegið að hugmyndum varð- andi niðurskurð, úreldingu vopna og ekki síst lokun herstöðva. Erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Rumsfeld, sem er af gamla skól- anum og elsti maðurinn til að gegna embættinu, hefur stundum verið líkt við risaeðlu, en aðrir benda á að það megi frek- ar kalla Pentagon því nafni. Ráðuneytið er afar umsvifamikið og þar verður hallarbylting ekki gerð á einni nóttu. Yfirmenn hersins verjast með kjafti og klóm ef þeim finnst á sína menn gengið og oft er kvartað und- an því að þeir setji hagsmuni sinna sveita á oddinn í stað heildarinnar. Sömu rök má reyndar heimfæra á þingmenn, sem margir hverjir bregðast illa við ef minnka á umsvif hersins í þeirra heimabyggð. Engar beinar tillögur um niður- skurð hafa komið fram enn. Það sem liggur nokkuð ljóst fyrir að sögn heimildamanna er að tveggja stríða áætluninni verður ýtt til hliðar og í stað hennar mun Bandaríkjaher verða reiðubúinn til að vinna eina stóra styrj- öld, samtímis því að hafa getu til að stöðva óeirðir í öðrum heimshlutum og hindra hryðjuverk. Á þessu stigi málsins er út- færsla þessara hugmynda nokkuð óljós. Þær munu þó líklega kalla á aukinn sveigjanleika og þjálfun sér- stakra hraðsveita, nýr hugbúnaður mun skipta miklu máli sem og upp- bygging ratsjárstöðva, gervitungla og nákvæmra eldflauga. En það mun ekki skýrast hvað tillögurnar bera í skauti varðandi mannafla, nauðsynlegan vopnabúnað og stað- setningu herdeilda fyrr en þær hafa verið lagðar fram í heild sinni. Frek- ari niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í lok sumars, en Rumsfeld á að skila inn skýrslu til þingsins um fyrirhugað endurskipu- lag í byrjun október. Eitt er þó orðið ljóst, æðstu menn hersins eru afar áhyggjufullir yfir niðurskurði á „hefðbundnum“ mannafla og vopnum og þeir hafa lekið ýmsu í fjölmiðla málstað sínum til framdráttar. Landherinn óttast að missa tvær af tíu herdeildum og flotinn gæti þurft að sjá á eftir flug- móðurskipum. Yfirmenn herfor- ingjaráðsins eru svo sagðir hafa til- kynnt Rumsfeld nýlega að þeir hafi ekki trú á nauðsyn þess að breyta núverandi stærð heraflans. Talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að draga úr orðrómi um ósætti, en 18. júlí hélt Rumsfeld blaðamannafund þar sem hann við- urkenndi að erfiðleikar hefðu komið upp í endurskoðuninni. Hann heldur þó fast við sitt og heitir því að áður en yfir lýkur muni stórtækar og var- anlegar breytingar eiga sér stað á vörnum landsins. Ráðherrann neitaði því að and- staða við áform hans meðal yfir- manna hersins væri mikil og vildi á þessu stigi málsins ekki segja hvort varnarstefna framtíðarinnar myndi krefjast aukins eða minni herafla. Hann staðfesti þó að „breytingar væru erfið- ar“. Reyndar vill Rumsfeld gjarnan ná samkomulagi við yfirmenn hersins, enda þarf hann á stuðningi þeirra að halda í baráttunni við þingið um aukin fjárframlög til eldflaugavarn- arkerfisins. Uppbyggingu eldflauga- varnarkerfisins hraðað Hinn 12. júlí, aðeins tveimur dög- um fyrir mikilvægt tilraunaskot, til- kynnti Paul Wolfowitz aðstoðar- varnamálaráðherra Bandaríkjaþingi að stjórnin hygðist hraða uppbygg- ingu eldflaugavarnarkerfis sem gæti grandað flugskeytum sem beint yrði að landinu. Tímasetningin var til þess gerð að draga úr væntingum, en tvær misheppnaðar tilraunir í fyrra gáfu andstæðingum kerfisins byr undir báða vængi og ýttu undir vangaveltur um hvort kerfið væri yfirhöfuð tæknilega mögulegt. Það er víst að forsetinn og menn hans önduðu léttara eftir vel heppnað skot 14. júlí, þótt þeir reyndu að leggja áherslu á að þetta væri bara ein tilraun af mörgum. Með því að hraða framkvæmdum munu fleiri tilraunir með eldflaugar eiga sér stað á næstu mánuðum og bygging skotpalla í Alaska hefst strax í næsta mánuði. Demókratar á þingi voru brúna- þungir og þrýstu á um svör um hvort þessar aðgerðir myndu brjóta í bága við ABM-gagnflaugasáttmál- ann við Rússa frá 1972. Rumsfeld og Wolfowitz hafa ekki getað gefið skýr svör hvort né hvenær slíkt muni gerast, en margir telja að það geti orðið strax á næstu mánuðum. Ut- anríkisráðuneytið hefur til að mynda uppálagt sendifulltrúum að tilkynna erlendum ríkjum um fyrirhugaðar tilraunir sem munu ekki bara eiga sér stað á landi, heldur líka í lofti og á hafi úti – sem hugsanlega má túlka sem brot á sáttmálanum. Er gagnflauga- sáttmálinn úreltur? Bandaríkjaforseti og hans helstu ráðgjafar í öryggismálum telja að gagnflaugasáttmálinn sé úreltur og vilja komast að nýju samkomulagi við Rússa. Samningnum má segja upp einhliða með sex mánaða fyr- irvara. Á blaðamannafundi í tilefni Evrópuferðar Bush forseta sagði Condoleezza Rice öryggisráðgjafi forsetans að þó svo að Bandaríkin hygðust ekki leggja í margra ára samningalotu við Rússa um nýjan samning ætluðu þau heldur ekki að brjóta lög. Rice sagði að ABM-sátt- málinn væri ekki bara úreltur, held- ur óhæfur sem samkomulag milli tveggja ríkja sem ekki væru lengur óvinir. Bush, sem hefur ítrekað sagt að sáttmálinn um bann við gagnflaug- um muni ekki verða látinn standa í vegi fyrir uppbyggingu eldflauga- varnarkerfisins, tók í sama streng á blaðamannafundi nú á miðvikudag og sagði að hann teldi að það væri tímabært „að losa sig við skjal sem staðfesti tortryggni kalda stríðsins“. Eitthvað virðast Rússar vera á öðru máli, en Bush og Pútin Rússlands- forseti eru nú í Genúa á leiðtoga- fundi helstu iðnríkja heims og er víst að þessi mál hefur borið á góma. Viðbrögð við tilraunaskotinu og yfirlýsingum um ABM-sáttmálann hafa ekki látið á sér standa. Stjórn- völd í Rússlandi fordæmdu tilraun- ina og vöruðu við nýju vígbúnaðar- kapphlaupi. Kínverjar eru á sama máli og nú hafa Rússar og Kínverjar skrifað undir vináttusáttmála, þann fyrsta í meira en hálfa öld. Banda- menn hafa minna látið frá sér fara, en eru uggandi yfir þróun mála. Fórnarkostnaður Þróun og uppbygging eldflauga- varnarkerfisins kemur til með að kosta milljarða dollara á næstu ár- um; peninga sem ekki liggja á lausu. Minni efnahagsumsvif og stórtækar skattalækkanir, sem koma til fram- kvæmda á næstu árum, munu draga úr tekjum ríkissjóðs og gefa lítið svigrúm til útgjaldaaukninga. Ríkistjórnin hefur farið fram á 8,3 milljarða dollara fjárveitingu til eld- flaugavarnarkerfisins fyrir árið 2002, sem er aukning um 3 milljarða frá upphaflegum fjárlögum. Áður en til atkvæðagreiðslu kemur vilja þingmenn demókrata fá skýrari svör um það hvort fyrirhugaðar til- raunir með eldflaugavarnakerfið muni brjóta í bága við gagnflauga- sáttmálann. Eins hafa margir látið í ljós efasemdir um nauðsyn þess að flýta framkvæmdunum. Öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, formaður hermála- nefndarinnar, hefur t.d. heitið því að „frysta“ fjárframlög til tilrauna sem brjóti í bága við ABM-sáttmálann. Öldungadeildarþingmaðurinn Jos- eph Biden, formaður utanríkismála- nefndar, segist undrandi á nauðsyn þess að byggja skotpalla í Alaska og veltir því fyrir sér hvort ástæðan væri hreinlega sú að stjórnin væri að leita að afsökun til að segja skilið við sáttmálann, sem hann telur ekki þurfa að gerast á næstu 10 árum á meðan tæknin er þróuð frekar. En það er ekki aðeins eldflauga- varnarkerfið sem kallar á aukin út- gjöld. Endurskipan varnarmála án útgjaldaaukninga gæti reynst erfið í framkvæmd, sérstaklega þegar þingmennirnir sem halda um pyngj- una hafa tilhneigingu til að haga sér eins og heimaríkir hundar og hafna algjörlega öllum sparnaðartillögum í eigin kjördæmum. Það er því ekki ólíklegt að menn komi til með að spyrja hvort ekki megi draga úr umsvifum Banda- ríkjahers á erlendri grund. Engar ákvarðanir liggja fyrir enn og fátt hefur verið um svör við fyrirspurn- um til ráðuneytisins um varnarstöð- ina á Íslandi. Það hefur þó lengi leg- ið fyrir að Bandaríkjamenn hafa leitað leiða til að draga úr kostnaði við Keflavíkurvöll; hversu langt þeir ganga í næstu samningalotu á ein- faldlega eftir að koma í ljós. Áform bandarískra ráðamanna um endurskipulagningu varnarstefnunnar mæta mótspyrnu Vonbrigði í varnarmála- ráðuneytinu AP Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir áform um eldflaugavarnir og breytta varnarstefnu á blaðamannafundi. AP Margir eru þeirrar skoðunar að eldflaugavarnaráætlun sú, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt svo ríka áherslu á frá því hann tók við embætti, sé óframkvæmanleg. Hefur verið líkt við risaeðlu Ráðamenn hersins eru áhyggjufullir Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, stendur í ströngu þessa dagana. Tillögur hans um endurskipulagningu varna landsins hafa mætt andstöðu heima fyrir. Bandaríkjamönnum hef- ur líka gengið illa að sannfæra umheiminn um ágæti fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis og demókratar á þingi eru tregir til að auka útgjöld til hermála. Margrét Björgúlfsdóttir hefur fylgst með um- ræðunum í Washington, þar sem brátt dregur til tíðinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.