Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 15

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 15 SVAVA Kristín Ingólfsdóttir mezzósópransöngkona og Iwona Ösp Jagla píanóleikari verða með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Þær flytja ljóðaflokkinn Frauenliebe und -leben eftir Ro- bert Schumann, auk verka eftir Alessandro Parisotti, Jórunni Viðar, Gösta Nyström, Ture Rangström og Jean Sibelius. Einnig flytja þær óperuaríur eftir Camille Saint-Saëns og Georges Bizet. Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und -leben fjallar um ástina í ævi konu og segir Svava Kristín hann spennandi. „Þetta er mjög dramatískt og mér finnst núna fyrst ég geta tekist á við þetta og haft þroska til þess. Þetta spann- ar ævi konunnar og maður má ekki vera of ungur að syngja þetta. Eftir þennan flokk verðum við með norræn lög; fyrst tvö eft- ir Jórunni Viðar, en mig hefur alltaf langað að syngja lög eftir hana síðan hún var undirleikari minn, hér áður fyrr; – þá koma norrænu lögin, og loks tvær óp- eruaríur, Mon cœur úr Samson og Dalílu, og Seguidillunna úr Carmen, þetta eru miklar upp- áhaldsaríur.“ Svava Kristín Ingólfsdóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk söngkenn- araprófi vorið 1992. Undanfarin tvö ár hefur hún sótt bæði nám- skeið og einkatíma hjá André Orlowitz, prófessor í Kaup- mannahöfn. Svava hefur verið starfandi söngkona og söngkenn- ari í fjöldamörg ár. Hún hefur haldið einsöngstónleika bæði hér á landi og erlendis. Svava söng með Óperukórnum, Hljómkórnum og Kammerkór Langholtskirkju er hún bjó hér á landi, en hún býr nú í Svíþjóð. „Ég starfa sem söngkona í Gautaborg og hef verið að syngja á tónleikum sem einsöngvari. Ég er með íslenskan barnakór þar og fullt af nemendum, bæði ís- lenska og sænska. Það er mikið og blómlegt músíklíf í Gautaborg og stór íslenskur kór, og þaðan hafa nemendur komið til mín. Ég verð áfram í Svíþjóð, þar er gott að vera, en kem heim svona eins og farfuglarnir.“ Þær Svava Kristín og Iwona Jagla hafa unn- ið talsvert saman áður. Iwona Ösp Jagla fæddist í Póllandi og lauk masters- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarakademíu Gdansk árið 1983. Iwona Jagla kom til Íslands haustið 1990 og hefur starfað við Ís- lensku óperuna undanfarin ár og kennir nú við Söng- skólann í Reykjavík. Tón- leikar þeirra Svövu Kristínar og Iwonu Aspar verða end- urteknir í örlítið breyttri mynd í Mývatnssveit 28. júlí. „Þar verðum við með sama prógramm en norrænu lög- unum verður skipt út fyrir fleiri íslensk lög,“ sagði Svava Kristín Ingólfsdóttir. Frauenliebe und -leben meðal verka á sumartónleikum í Sigurjónssafni „Núna fyrst að ég get tekist á við þetta“ Morgunblaðið/Arnaldur Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari. Elsku mamma mun vera fyrsta bók belgíska höfundarins Guido van Genechten sem þýdd er á ís- lensku, en hann hefur sent frá sér fjölda myndabóka sem gefnar hafa verið út víða um heim. Elsku mamma hentar ekki síst allra minnstu börnunum en þar segir frá feluleik Jóa og mömmu. Mamma felur sig vel og vandlega og lesendur hjálpa aðalsöguhetj- unni, Jóa litla, með því að lyfta flipa á hverri síðu bókarinnar og gá. Jói og lesendurnir leita bakvið sófann, gluggatjöldin, í leikfanga- kistunni, undir skápnum og kíkja niður í kjallara. Hvar getur mamma eiginlega verið? Auk þess að leita að mömmu með Jóa geta litlar manneskjur grandskoðað stórar og litfagrar teikningar; bent á hundinn, kött- inn, fuglinn í trénu, bækurnar, bíl- inn, tuskubangsann, ávexti og blóm, eða jafnvel talið upp að fimm þegar leitin er í þann mund að hefjast. Svo er allt gott sem endar vel, því mamma kemur alltaf aftur að lokum. Tilvalin, sniðug og lærdómsrík dægrastytting fyrir yngstu börnin. Mamma hverf- ur sjónum BÆKUR B a r n a b ó k Eftir Guido Van Genechten. Sig- þrúður Gunnarsdóttir íslenskaði. Edda - miðlun og útgáfa, 2001. ELSKU MAMMA Helga Einarsdótt ir  ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hef- ur gefið út þrjár nýjar bækur: Drengurinn í Mánaturni eftir Anwar Accawi í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Anwar Accawi rekur æskuminn- ingar sínar úr Magdaluna – Mána- turni. Töfrar lífsins birtast í ilm- inum af nýpressuðum ólífum, ólgandi lindarvatni og því litríka fólki sem leiddi hann fyrstu sporin á jörðinni. Yfir sögu drengsins í Mánaturni hvílir tregi þess manns sem átti eftir að sjá tilveru þjóðar sinnar fótum troðna í líbanska borg- arastríðinu. Á rústum þorpsins öðl- ast minningin um liðna tíð nýtt líf – staðbundið og alþjóðlegt í senn. Bókin er 173 bls. Unnin í Dan- mörku. Kápuna gerði Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.399 kr. Sprengivargurinn eftir Lizu Marklund í þýðingu Önnu R. Ing- ólfsdóttur. Um er að ræða spennusögu og segir í lýsingu að þau tíðindi ber- ast á ritstjórn Kvöldblaðsins að gíf- urleg sprenging hafi orðið á ólymp- íuleikvanginum í Stokkhólmi þar sem mestu íþróttaleikar heimsins verða haldnir að sumri. Leikvang- urinn er að miklu leyti í rústum og í ljós kemur að framkvæmdastjóri Ólympíuleikanna, hin dáða og dug- lega Christina Furhage, er horfin. Liza Marklund er vinsælasti spennusagnahöfundur Svía um þessar mundir. Bókin er 358 bls., unnin í Dan- mörku. Margrét E. Laxness gerði kápuna. Verð: 1.599 kr. Vetrarferðin eftir Ólaf Gunn- arsson er þriðji hluti þríleiksins sem hófst með Tröllakirkju og hélt áfram í Blóðakri en þessar þrjár sjálfstæðu skáldsögur fjalla á tengdan hátt um líf Íslendinga á tuttugustu öld. Sagan gerist í Reykjavík á heimsstyrjaldarár- unum síðari. Bókin er 482 bls., unnin í Dan- mörku. Kápuna gerði Margrét E. Lazxness. Verð: 1.799 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.