Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ T ÍUNDI innfæddi Hver- gerðingurinn Hans Christiansen? Einhvern veginn hljómar þetta nafn svolítið upp á danskan móð. „Það er eðlilegt,“ svarar Hans og bætir því við, að hann sé danskur að hálfu. „Faðir minn kom hingað til lands árið 1930. Hann fæddist úti á Jótlandi, þaðan sem móðir hans var, en faðir hans var frá Fjóni. Faðir minn lærði á búnaðarskóla á Fjóni og einn kennara hans þar ráðlagði nem- endum eindregið að leggja land undir fót og skoða heiminn. Faðir minn tók hann á orðinu og fór til Íslands. Hann vann eitt sumar á Hvanneyri, en þeg- ar hann var á leiðinni heim bauðst honum vinna við að setja upp vélar í rafstöð í Hveragerði. Það var dansk- ur rafvirki, sem Jensen hét, sem sá um verkið. Þá var hálfur mánuður í að skipið sigldi til Danmerkur, svo hann sló til. En þegar verkinu var lokið, bað Jensen föður minn þess lengstra orða, að vera þarna áfram, þann tíma, sem ábyrgðin var enn á vélunum, en það voru sex mánuðir. Faðir minn gerði það. Að þeim tíma liðnum var hann búinn að hitta móður mína, sem var þarna við mjólkurbúið og símann. Hann komst því aldrei til baka aftur, nema sem ferðamaður.“ – „Aðeins meira um þessa rafstöð, Hans, var þetta sú fyrsta í Hvera- gerði?“ „Nei,“ svarar Hans, „það hafði ver- ið reist önnur áður en ekki dugað vel. Þessi dugði hins vegar alveg fram á stríðsárin, þá var hún orðin heldur lít- il vegna vaxandi byggðar í þorpinu.“ – „En í Hveragerði ert þú fædd- ur?“ „Jú, jú, það gerðist víst 14. nóvem- ber 1937,“ segir Hans kíminn, og bætir því við, að hann muni hafa verið tíunda barnið, sem fæddist í Hvera- gerði, eftir að þorp tók að myndast þar. – „Hvernig var Hveragerði, þegar þig rekur fyrst minni til?“ „Ja, hér var nú ekki stór byggð þá,“ svarar Hans. „Breiðamörkin lá niður að réttum, en þær voru við þjóðveg- inn. Þá var hér ein verslun, Verslun Halldórs Gunnlaugssonar. Hún var þar sem nú er Þinghús Café, en margir þekkja betur sem gamla Hót- el Hveragerði. Nú svo var hér mjólk- urbú og símstöð í þinghúsinu, sem kallað var. Ég man að húsið Varmi- lækur var komið og stóð næst okkar húsi. Þar bjó Ingvar Þóroddsson, sem hafði verið bóndi á Reykjum. Garð- yrkjuskólinn reis einmitt þar um svipað leyti.“ – „Veistu hve margir bjuggu í Hveragerði á þessum tíma?“ „Þeir voru nú ekki margir,“ svarar Hans, eftir að hafa hugsað sig um nokkra stund. „Ég veit ekki hvort þetta náði hundrað manns.“ – „Voru gróðurhúsin farin að setja svip sinn á þorpið?“ „Já, það byrjaði eiginlega með byggðinni. Fyrstu gróðurhúsin risu í Fagrahvammi. Ingimar Sigurðsson og faðir hans Sigurður búnaðarmála- stjóri voru þar að verki, strax kring- um árið 1930. Þá byggði faðir minn gróðurhús mjög fljótlega eftir að hann settist hér að. Hann byrjaði smátt, en bætti við sig húsum í fyll- ingu tímans. Fyrst og fremst ræktaði hann tómata, sem hann seldi heild- sala í Reykjavík. Svo var Sölufélag garðyrkjumanna stofnað og það tók við öllu grænmeti. Fljótlega fór faðir minn út í blómarækt, samhliða tóm- ataræktinni. Blómin sendi hann í Blómaverslunina Flóru, Austur- stræti 8 í Reykjavík. Þá verslun rak Ragna Sigurðardóttir, mikil atorku- kona, systir Ingimars í Fagra- hvammi.“ – „Var hér öll þjónusta, þegar þú manst fyrst eftir þér?“ „Ja, hér var skóli og verslun, þótt úrvalið hafi kannski ekki verið mikið þar,“ segir Hans og hlær. „Nú og svo var þjónusta frá Selfossi. En kaup- félagsútibú kemur ekki fyrr en á stríðsárunum.“ Listamenn og heimsstyrjöld – „Þú minnist á stríðsárin. Hér mun breski herinn hafa haft nokkur umsvif?“ „Já, já, ég man mjög vel eftir því, þegar þeir keyrðu inn í plássið á litlum torfæruvögnum á beltum. Þetta voru eins og örlitlir skriðdrek- ar, sem vögguðu hver á eftir öðrum eftir götunni. Fyrstu vikurnar tjöld- uðu hermennirnir á flötinni við foss- inn. Þar er nú skrúðgarður Hvera- gerðis. Pabbi sá um rafstöðina og ég fór oft með honum þangað. Þá geng- um við í gegnum herbúðirnar og var vel tekið þar. Þeir voru barngóðir þessir hermenn og höfðu gaman af svona strákling eins og mér.“ – „Er það ekki á þessum árum, sem skáld og listamenn fara að flykkjast til Hveragerðis?“ „Jú,“ svarar Hans að bragði. „Þarna var hægt að koma sér upp húsnæði með litlum tilkostnaði. Það kom sér vel fyrir þessa menn, enda voru þeir ekki miklir peningamenn. Ég get nefnt menn eins og Kristmann Guðmundsson. Hann kom oft að hitta föður minn vegna áhuga á ræktun. Eins og margir muna, ræktaði Krist- mann garð við hús sitt hér í Hvera- gerði, sem þótti svo fallegur og fjöl- skrúðugur, að ferðamenn komu í stríðum straumum til að skoða hann. Því miður er nú lítið eftir af þessum garði. Kristmann var sá úr hópi skálda og listamanna, sem fjölskylda mín hafði mest saman við að sælda. Skömmu eftir að hann settist að hér í Hveragerði, kom Jóhannes úr Kötl- um. Séra Helgi Sveinsson, sem var skáld gott og séra Gunnar Ben. kenndu báðir við barnaskólann. Það gerði einnig Kristján frá Djúpalæk. Ljúflingurinn Höskuldur Björnsson listmálari kenndi teikningu og hafði þá Kristján frá Djúpalæk gjarnan með sér sem aðstoðarkennara.“ Hans er sýnilega nokkuð skemmt af upp- átækjum sinna gömlu lærimeistara, og bætir við: „Eftir að Höskuldur dó, rak ekkja hans, Hallfríður, lengi kaffihús á heimili sínu, nánar tiltekið í vinnustofu Höskuldar, og sýndi myndir hans. Þetta var nokkuð vin- sælt kaffihús.“ – „Voru þessir listamenn jafn áber- andi í mannlífinu hér í Hveragerði og menn vilja veta láta?“ „Já, þeir voru nokkuð áberandi, enda voru þeir harla stór hluti þorps- búa, sem ekki voru margir þá. Hvera- gerði var á þessum árum, það er að segja árunum um og eftir stríð, fá- mennt þorp, þar sem bjuggu garð- yrkjubændur, verkamenn, iðnaðar- menn og listamenn. Svo má ekki gleyma því, að mannlífið gekk öðru- vísi fyrir sig þá en nú. Fæstir áttu til dæmis bíla og fóru því allra sinna ferða fótgangandi, sem þýddi það, að fólk talaðist við á götum og gatnamót- um. Hvað skáldin varðar, þá voru þetta gjarnan skemmtilegir karlar og spaugsamir og vel orðhagir. Stundum köstuðu þeir fram vísum, sem flugu víða um land og eru enn í minnum hafðar. Og þeir voru svo sem ekkert að draga sig í hlé þar sem fólk var samankomið, hvort sem það var úti í búð eða á skemmtunum. Þá var nú ekkert verið að spara glens og gam- anyrði. Þetta setti auðvitað sinn svip á þorpið,“ segir Hans. – „Var eitthvað um það, að Hver- gerðingar sæktu vinnu sína út fyrir þorpið, eins og nú er?“ „Það var ekki mikið um það. Það var þá helst að menn færu á vertíð í Þorlákshöfn. En það var ekki nema hluta úr árinu. Og þetta var ekki al- gengt. Þetta, að Hvergerðingar séu að vinna úti um allt er seinni tíma fyr- irbrigði, sem fylgir meiri bílaeign og betri vegum.“ Ekki vill Hans alveg taka undir það, að bættar samgöngur hafi spillt bæjarbragnum, hlær lítillega við spurningu í þá áttina en bætir því svo við, að víst hafi samgöngubæturnar breytt mannlífinu í Hveragerði og ekki endilega til betri vegar. „Og svo er það hitt,“ segir hann, „að nú orðið er mikið um það, að fólk flytji hingað um skamma hríð og fari svo aftur án þess að hafa fest rætur.“ Heimdraganum hleypt – „En þú sjálfur, ekki hefur þú alið allan þinn aldur í Hveragerði?“ „Nei, eftir að ég tók landsprófið, fór ég í Menntaskólann á Laugar- vatni og því næst lá leiðin til Reykja- víkur þar sem ég fór í Háskólann. Þar tók ég einhver próf í ensku, dönsku og uppeldisfræði og tilheyrandi.“ – „Tókstu þátt í háskólapólitík- inni?“ „Já,“ segir Hans og kímir, „eitt- hvað blandaði ég mér í hana, svona til gamans. Þá var það stórpólitíst mál, hvort kosningar til stúdentaráðs skyldu vera ópólitískar eða ekki.“ Hans er sýnilega skemmt þegar þessi mál ber á góma. „Það var þannig, heldur hann áfram, að stúdentar í læknadeildinni sameinuðust um það að vera ópólitískir, en allir hinir voru á móti. Ég man nú ekki hvernig þessu lyktaði, en á þessum tíma þótti sum- um ekki fínt að vera pólitískir. Þetta var nú skömmu fyrir 1960, sennilega 1957. En skömmu síðar fór allt í sama gamla farið og upp úr 1960 voru allir orðnir pólitískur aftur,“ segir Hans og raddblærinn leynir því ekki, að hann tekur umrætt mál ekki yfirmáta alvarlega. – „En þú hefur sem sagt búið í Reykjavík meðan þú varst í námi?“ „Já, já, ég bjó á Garði. Það var gott að vera þar.“ Vegna grunsemda um að gæði þess að hafa búið á Garði, hafi ef til vill haft með eitthvað annað en námið að gera, vill spyrill fá að vita, hvort syndin sé ef til vill eldri, en ýmsir vilja vera láta. Hans verður hugsi í framan. Eftir andartaks þögn svarar hann: „Jú, það var svo sem ýmislegt, sem gerðist á Garði. Samt held ég nú, að ég hafi haft nánari kynni af syndinni eftir að dvöl minni þar lauk. En ýmsir reyndu nú að kynnast henni þá þegar. Þegar Garðsböll voru haldin, linnti til dæmis ekki látum. Þá stóð fjöldi manns fyrir utan herbergisgluggana og beið þess að verða kippt inn fyrir. Og ég neita því ekki, að auðvitað voru fegurðar- dísirnar látnar ganga fyrir. Næst kom röðin að þeim stelpum, sem kannski voru ekki alveg eins fallegar og svo koll af kolli. En hvort þær fóru allar á ballið, veit ég ekki. Aftur á móti veit ég að til urðu hjónabönd að þessum sökum. Allt var þetta vegna þess, að garðprófastur stjórnaði dyravörslunni af stakri prýði og reyndi hvað hann gat til að sjá til þess, að ekki væru of margir í húsinu. En hann hafði aðeins dyraverði undir sinni stjórn; enga gluggaverði.“ – „En hvað tók við að loknu námi í Háskólanum og gluggatogi á Garði?“ Hans leiðir síðari hluta spurning- arinnar gjörsamlega hjá sér og svar- ar af fullkomnu öryggi hins saklausa manns: „Fyrst vann ég í rúmt ár í Landsbankanum. Þá datt mér í hug að nýta það sem ég hafði lært og fara í kennslu. Ég lenti suður í Keflavík og kenndi þar einn vetur. Það var ákaf- lega gaman. Þarna var góður andi, góð stjórn og skemmtilegir kennarar og nemendur. Sumir nemendanna urðu síðar þekktir í músíkinni, og má þar fremsta telja þá Gunnar Þórðar- son og Rúnar Júlíusson, sem báðir voru reyndar á kafi í músík þá þegar og all stór hópur til viðbótar. Þetta var líflegt lið og skemmtilegt. Það var mjög ánægjulegt að horfa á keflvísku bítlana spretta úr grasi. Á kennara- stofunni benti ekkert til þess, að mað- ur væri staddur í skóla. Þar var ekki rætt um neitt annað en útgerð, rétt eins og maður væri inni á skrifstofu útgerðarfyrirtækis. Ég, Hvergerð- ingurinn, hafði nú ekki mikið til mál- anna að leggja. En ég hlustaði og hafði gaman af. Reyndar var nokkuð til í því, að þarna væri rekin útgerð, því skólastjórinn og tveir eða þrír kennarar áttu saman bát, sem þeir gerðu út á sumrin. En sem sagt, þarna kenndi ég aðeins einn vetur. Eftir það lá leiðin aftur til Reykjavík- ur, þar sem ég kenndi við Réttar- holtsskóla. Þar kenndi ég líka aðeins einn vetur. Þá varð mér ljóst, að eig- inlega var ég ekki þeirrar gerðar, að ég væri heppilegur kennari. Ég fór þá aftur í Landsbankann til bráða- birgða, að ég ætlaði. En þarna ílengd- ist ég í tuttugu ár, fyrst í Reykjavík fram til 1965, en eftir það í útibúi Landsbankans á Selfossi. Þá hafði ég nefnilega kynnst konu minni, Dóru Snorradóttur, og við ákveðið að setj- ast að í Hveragerði. Þetta var átta ár- um eftir að ég lauk stúdentsprófi. Við Dóra kynntumst í bankanum. Hún Morgunblaðið/Golli Á árum áður var Hveragerði tvímælalaust þekktasti lista- mannabær Íslands. Enda þótt minna beri nú á listafólki þar um slóðir en áður var, blóta þó enn ýmsir listagyðjuna þar um slóðir. Einn þeirra er Hans Christiansen listmálari. Pjetur Hafstein Lárusson tók hann tali nú fyrir skömmu. Hveragerði er þorp og ég er þorpari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.