Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 22. júlí 1945: „Því að sannleikurinn er sá, að það var ekki Hermann Jónasson einn, sem tók ákvörðunina um að neita Þjóðverjum um rjettindi til byggingu flugvalla, heldur öll ríkisstjórnin. Og hjer var ekki heldur rík- isstjórnin ein að verki, heldur einnig öll utanrík- ismálanefndin. Með öðrum orðum: Allir, hver einasti einn, sem um málið fjallaði, voru alveg eindregið sam- mála um það, að eigi kæmi til nokkurra mála, að veita Þjóðverjum hin umbeðnu rjettindi, til byggingu flug- valla hjer á landi. Þetta er sannleikur þessa máls, og þetta vita forráðamenn Framsóknar mjög vel. Þegar Tíminn fer nú að gera þetta mál að einhverri hetjudáð spekingsins Her- manns Jónassonar, sannar það enn á ný hallærið á Framsóknarheimilinu.“ . . . . . . . . . . 22. júlí 1955: „Ógnvænlegar fréttir ber- ast norðan úr landi. Mink- urinn er kominn í Fljótin, en þar kvað hann ekki hafa sézt áður. Er skaðræð- isskepna þessi þá komin í helztu fuglaver landsins, Mývatnssveit nú í vetur, út- eyjar á Breiðafirði og á Arnarvatnsheiði. Það virðist svo, sem íslenska þjóðin muni ekki bera gæfu til að skynja í tíma þá þjóð- arhörmung sem minkurinn er. Fyrir því eru dæmi úr sögunni að svo hefir farið um aðrar þjóðir, að þær hafa fyrst gert sér ljósa yf- irvofandi hættu á elleftu stund og stundum um sein- an. Aldrei hefir slíkur voði steðjað að íslenskri náttúru og íslensku fuglalífi sem minkaplágan, er nú fer sí- vaxandi og leggur innan skamms helztu fuglaver vor í auðn, ef ekkert er að gert.“ . . . . . . . . . . 22. júlí 1965: „Fyrir nokkrum árum voru stuðningsmenn einka- framtaks mjög uggandi um framtíð þess hér á landi. Þá var Sambandsveldið í mikl- um uppgangi og einkafyr- irtæki virtust fara halloka fyrir ofur veldi Sam- bandsins. Nú er þetta breytt. Á síðustu árum hef- ur einkaframtakið og einka- rekstur í atvinnugreinum blómgast á sama tíma og hlutur opinberra fyrirtækja og SÍS-veldisins hefur farið minnkandi í atvinnulífinu. Þetta er ánægjuleg þróun og þjóðinni vafalaust mjög hagstæð.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. INNANLANDSFLUGIÐ Ákvörðun Flugfélags Íslandsum að hætta flugi á tvoáfangastaði, Höfn í Horna- firði og Vestmannaeyjar, þann 1. október nk. ætti ekki að koma mjög á óvart. Innanlandsflugið hefur ver- ið rekið með miklu tapi undanfarin ár og ekki hægt að reikna með öðru en að rekstri, sem stendur ekki undir sér, verði hætt. Markmiðið hjá Flugfélagi Íslands er að skila hagnaði á næsta ári en að öllu óbreyttu hefði stefnt í ríflega 300 milljóna króna tap á þessu ári. Eins og Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið eru aðgerðirnar vissulega sársaukafull- ar fyrir alla aðila. Hann segir að þær hafi þó verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að illa færi í rekstrinum. Ýmsar leiðir hafi komið til greina, m.a. að hætta fluginu al- farið og selja félagið, en ákveðið hafi verið að fara í verulegan nið- urskurð. Samkeppni í samgöngum til Vest- mannaeyja hefur aukist til muna á undanförnum misserum. Hefur hún einkum byggst á flugi lítilla flug- véla á Bakkaflugvöll í A-Landeyj- um, en einungis nokkrar mínútur tekur að fljúga þaðan út í Eyjar. Eins hefur aðsókn í Herjólf aukist verulega eða um 30-40% það sem af er ári. Ferjuflutningar njóta ríkisstyrkja og nemur rekstrarstyrkur Herjólfs í ár 70-75 milljónum króna auk þess sem ríkið greiðir afborganir af fer- julánum. Nú hefur ríkisstjórn Ís- lands samþykkt að fella niður svo- kallað flugleiðsögugjald af félögum í innanlandsflugi og mun þetta létta 45 milljónum króna af félögunum á ári að sögn samgönguráðherra. Áætlunarflug til Hafnar í Horna- firði og Vestmannaeyja mun ekki leggjast niður þrátt fyrir þessa ákvörðun Flugfélags Íslands, þar sem flugfélagið Jórvík hefur boðað aukin umsvif í áætlunar- og leigu- flugi, m.a. til þessara staða. Flugleiðum Flugfélags Íslands hefur fækkað ár frá ári. Það er ein- faldlega vegna þess, að þær hafa ekki verið arðbærar og aðrir hag- kvæmari ferðamöguleikar eru í boði. Það er því rétt ákvörðun að hætta flugi á áfangastaði sem skila tapi, enda ber eigendum Flugfélags Íslands engin skylda til þess að halda uppi starfsemi sem ekki er hagkvæm. Þær breytingar, sem orðið hafa á innanlandsflugi, eiga sér rætur í þeirri samgöngubyltingu, sem orðið hefur á undanförnum áratugum. Hún byggist annars vegar á upp- byggingu þjóðvegakerfisins með varanlegu slitlagi og hins vegar á betri farartækjum. Í eina tíð voru strandsiglingar töluvert umfangs- miklar bæði með fólk og vörur og ríkið rak sérstakt skipafélag, Skipa- útgerð ríkisins, til þess að annast þær að hluta. Þjóðvegabyltingin gerði strandsiglingar óþarfar. Vöruflutningar fara nú fram með stórum flutningabílum og þeir eru hagkvæmastir með þeim hætti. Það er líka ódýrara fyrir fólk að ferðast landleiðina en með flugi. Vandinn er hins vegar sá, að yfir vetrartímann getur í sumum tilvik- um verið erfitt fyrir fólk að komast leiðar sinnar á bílum. Auðvitað er það þekkt að flug fellur líka niður vegna veðurs á þeim árstíma, en samspil ferða á landi og í lofti hefur stuðlað að viðunandi samgöngum í landinu yfir veturinn. Þá er það líka umhugsunarefni, að reynslan sýnir að flug með litlum flugvélum, sem reknar eru af litlum flugfélögum, er ekki jafnöruggt og það hefur verið með Flugfélagi Ís- lands og áður Flugleiðum. Aukið áætlunarflug með slíkum vélum hlýtur því að kalla á stóraukið og strangara eftirlit með rekstri minni flugfélaganna eins og hörmulegir atburðir fyrir tæpu ári undirstrik- uðu raunar rækilega. S VEIFLURNAR á gengi ís- lenzku krónunnar undanfarin misseri hafa orðið til þess að blása lífi í umræður um stöðu og gagnsemi krónunnar. Þær raddir hafa orðið háværari að undanförnu, ekki sízt í við- skiptalífinu, að krónan dugi ekki til lengdar – að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, sem geti sveiflazt eins og raun ber vitni, skapi alltof mikla óvissu í rekstri fyrirtækja, ýti undir hátt vaxtastig og torveldi erlenda fjárfestingu hér á landi. Evran full- komnar innri markaðinn Á sama tíma og geng- isfall krónunnar veld- ur fjölda fyrirtækja búsifjum og ýtir undir verðbólgu og óvissu í efnahagslífinu er und- irbúningi tólf af fimmtán aðildarríkjum Evrópu- sambandsins fyrir síðasta skrefið í upptöku evr- unnar að ljúka. Um næstu áramót verður evran raunveruleg og áþreifanleg í vösum, veskjum og búðarkössum. Þótt evran hafi enn ekki orðið sá sterki gjaldmiðill út á við, sem upphaflega var spáð, kemur flestum saman um að Efnahags- og myntbandalagið (EMU) muni styrkja efnahagslíf ríkjanna, sem hafa tekið upp evruna. Gengis- áhætta í innbyrðis viðskiptum aðildarríkjanna hverfur og viðskiptakostnaður lækkar, verðlagn- ing verður gagnsærri, sem ýtir undir samkeppni og stuðlar að lægra verðlagi og meiri kaupmætti. Fjármálamarkaðurinn verður dýpri og fjöl- breyttari og vextir lækka. Oft er sagt að hinn sameiginlegi gjaldmiðill fullkomni loks innri markað Evrópusambandsins. Hann styrkir enn frekar samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi og stuðlar að bættum lífs- kjörum almennings. Við þessar aðstæður er ekkert óeðlilegt að margir beini sjónum sínum til evrunnar og Efna- hags- og myntbandalagsins. Smæð íslenzka gjaldmiðilssvæðisins verður enn meira áberandi þegar mörg af nánustu viðskipta- og samstarfs- ríkjum okkar eru að ljúka myndun fjölmennasta gjaldmiðilssvæðis heims. Sumum kann líka að þykja það súrt í brotið, eftir að hafa samið um að- ild að innri markaði Evrópusambandsins í gegn- um EES-samninginn, að geta ekki notið kosta hans til fullnustu með þátttöku í sameiginlegum gjaldmiðli. Það blasir við að krónan er ekki eftirsóttur gjaldmiðill og viðskipti með hana eru hverfandi á alþjóðlegum markaði. Fyrir erlenda fjárfesta er ákveðin áhætta tekin með því að fjárfesta í hluta- bréfum, sem eru skráð í íslenzkum krónum eða í fyrirtækjum, sem færa bókhald sitt í gjaldmiðli, sem er jafnóstöðugur og krónan hefur verið að undanförnu. Verðið, sem við greiðum fyrir að halda krónunni – og þar með sjálfstæðri peninga- málastefnu – er að sumu leyti háir vextir, sem kosta fyrirtæki og heimili á Íslandi milljarða eða tugi milljarða króna árlega. Margir hafa af þess- um sökum orðið til þess að fullyrða að dagar krónunnar séu senn taldir og ástæða sé til að huga að upptöku evrunnar. Þetta er sjónarmið sem hefur ekki einvörð- ungu komið fram í máli forsvarsmanna einstakra fyrirtækja að undanförnu, heldur jafnframt í áherzlum heildarsamtaka atvinnulífsins og þann- ig öðlazt aukinn þunga. Á aðalfundi sínum í maí lögðu Samtök atvinnulífsins áherzlu á Evrópumál og Finnur Geirsson, formaður samtakanna, sagði í ræðu sinni að spurningin um stjórn peninga- mála væri sérstaklega umhugsunarefni út frá samkeppnisforsendum atvinnulífsins. Hann hvatti þar til þess að á næstunni yrðu kostir og gallar myntsamstarfs eða tengingar við annað myntsvæði skoðaðir og sagðist telja að varanlega stöðugt gengi gagnvart helztu viðskiptalöndum næðist ekki nema með tengingu við myntsvæði. Ekki bæri því að útiloka að Íslandi myndi í fram- tíðinni gefast kostur á aðild að Evrópska mynt- samstarfinu. Evra án ESB- aðildar er óraunhæfur kostur Flestir sem um þessi mál fjalla átta sig á því að aðild að Evrópu- sambandinu er for- senda þess að Ísland geti tekið upp evruna með árangursríkum hætti. Allt tal um annað er óraunsætt. Evrópu- sambandið á nóg með að tryggja að hið nýja myntbandalag virki eins og það á að gera á meðal núverandi aðildarríkja og hefur engan áhuga á að gera tvíhliða samkomulag við utanbandalagsríki um myntsamstarf, þótt fræðilegur möguleiki sé á slíku samkvæmt sáttmálum sambandsins. Allar vísanir til Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins í þessu sambandi eru fráleitar, þar sem þessi smá- ríki, sem hafa samið um að nota evruna, hafa öll verið í nánum efnahags- og gjaldmiðilstengslum við aðildarríki sambandsins um áratugaskeið og raunar hluti af hagkerfi þeirra. Einhliða upptaka evrunnar eða tenging krón- unnar við hana, t.d. með svokölluðu myntráði (gefa út gjaldmiðil eingöngu í skiptum fyrir evr- ur), er ekki raunhæfur kostur heldur. Stutt er síðan Ísland stóð frammi fyrir því að ekki var hægt að halda uppi fastgengisstefnu við núver- andi aðstæður, jafnvel þótt hún væri ekkert mjög „föst“ og vikmörk gengisstefnunnar víð. Ef þeir, sem verzla með gjaldmiðla, hafa ekki fullkomna vissu fyrir því að tengingin sé varanleg og geng- isfestan algjör, getur slík stefna orðið dýrkeypt eins og dæmin sanna. Án stuðnings Evrópska seðlabankans við peningamálastefnuna og þátt- töku í því víðtæka samráði í efnahagsmálum, sem fram fer innan Evrópusambandsins, er tenging við evruna einfaldlega ótrúverðug og ekki líkleg til að endast. Með einhliða tengingu væri genginu og peningamálastefnunni sem hagstjórnartæki fórnað, án þess að Ísland eignaðist neina hlut- deild í mótun peningamálastefnu evrusvæðisins á móti. Aðildarríki EMU fá beinan aðgang að ákvörðunum Seðlabanka Evrópu og Sambands evrópskra seðlabanka (ESCB), þar sem ákvarð- anir um gengisstefnuna eru teknar. Jafnvel aðild- arríki Evrópusambandsins á borð við Danmörku, sem ekki er í EMU vegna andstöðu almennings en rígbindur gengi krónunnar við evruna, finnur fyrir því áhrifaleysi á stefnumótunina – og ekki síður þeim upplýsingaskorti – sem það hefur í för með sér að eiga ekki sæti í innsta hring. Með sumum tegundum einhliða tengingar væri fleiru fórnað, t.d. bæði eigin myntsláttuhagnaði og hlut- deild í myntsláttuhagnaði Seðlabanka Evrópu og jafnframt tækifærum seðlabanka til að veita bankakerfinu stuðning í alvarlegri kreppu. Langtímamark- mið, ekki skammtíma- lausn Burtséð frá þeim aug- ljósu vandkvæðum, sem eru á Evrópu- sambandsaðild Ís- lands, t.d. vegna sjáv- arútvegsstefnu sam- bandsins, er þess vegna alveg ljóst að aðild að EMU og upptaka evrunnar á Íslandi getur ekki orðið annað en langtímamarkmið, komist menn á annað borð að þeirri niðurstöðu að þátttaka í myntsvæðinu væri Íslandi hagfelld. Um leið liggur fyrir að ákvörðun um að taka upp evruna er ekki bara ákvörðun um að taka upp evruna, heldur að ganga inn í Evr- ópusambandið með kostum þess og göllum. Hversu skjótt væri hægt að komast inn í evru- samstarfið má deila um. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði í viðtali í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 24. júní sl. að til þess að geta gengið í Evrópusambandið yrði að breyta stjórnarskránni og slíkt myndi varla gerast fyrr en árið 2007, í ljósi þess að engin umræða hefði farið fram um slíka breytingu hér á landi. Páll Þórhallsson lög- fræðingur kemst að svipaðri niðurstöðu í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins nú um helgina. Hversu langan tíma það tæki að sækja um aðild og ganga frá samningum við ESB ef til kæmi er erfitt að segja – líklega tæki það styttri tíma fyrir Ísland en mörg önnur ríki, sem sótt hafa um aðild að ESB, vegna þess hversu stór hluti löggjafar sambandsins er nú þegar í gildi hér á landi vegna EES-samningsins. Það breytir ekki því, að eftir að ríki hefur fengið formlega aðild að ESB, verð- ur það að halda gengi gjaldmiðils síns stöðugu gagnvart evrunni í tvö ár áður en það getur feng- ið aðild að EMU og á því verða ekki gerðar neinar undantekningar, eins og Pedro Solbes Mira, framkvæmdastjóri gjaldmiðilsmála hjá ESB, benti á í frétt hér í blaðinu í síðustu viku. Eftir það tekur einhverja mánuði að innleiða gjaldmið- ilinn. Í þessu sambandi má nefna að Bretland, sem er aðildarríki ESB, telur að tvö og hálft til þrjú ár yrðu að líða frá því að ákvörðun yrði tekin um EMU-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þar til evran yrði komin í umferð á Bretlandi. Það yrði því í fyrsta lagi snemma á öðrum ára- tug þessarar aldar sem Ísland gæti tekið upp evr- una. Það liggur þess vegna í augum uppi að upp- taka evrunnar leysir ekki þann vanda, sem íslenzkt efnahagslíf er nú statt í. Hún er engin skyndi- eða töfralausn. Heilbrigt efnahagslíf og traust efnahags- og peningastefna er forsenda þess að við vinnum okkur út úr vandanum. Úti eða inni – svipuð stefna Hins vegar er það kannski umhugsunar- verð þversögn, að sú stefna sem við þurfum að fylgja til þess að geta staðið utan EMU og ver- ið án evrunnar, er að mörgu leyti sama stefna og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.