Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til leigu eða sölu nýtt glæsilegt iðnaðar-, verslunar- og skrifstofu- húsnæði á Krókhálsi 5F og 5G. Húseignin skiptist í eftirfarandi einingar: • Krókháls 5G efsta hæð, 341 fm ásamt 115 fm millilofti, 4 m lofthæð undir bita. • Krókháls 5F efsta hæð, 514 fm ásamt 115 fm millilofti, 4 m lofthæð undir bita, allt að 7 m lofthæð upp í ris yfir innkeyrsludyrum. • Krókháls 5F neðsta hæð, samtals rúmlega 900 fm sem skiptist í 2 sali, 514 fm með 4,3 m lofthæð og 402 fm með 3,9 m lofthæð. Báðir salir með tvær stórar innkeyrsludyr hvor. Salirnir leigjast saman eða hvor í sínu lagi. Einnig er möguleiki að skipta þeim upp í fjórar einingar, tvær 257 fm og tvær 200 fm sem leigjast hver fyrir sig, allar með innkeyrsludyrum. Salirnir eru málaðir og tilbúnir undir tréverk. Skammtímaleiga kemur til greina. Upplýsingar gefur Stefán Bjarnason í síma 580 0202 og 893 2468. Breiðar og háar innkeyrsludyr í báðum einingum, gott útsýni, góð aðkoma, næg bílastæði. Einingarnar seljast eða leigjast í einu eða tvennu lagi, málaðar og tilbúnar undir tréverk með frágenginni hellulagðri lóð og malbikuðu bílastæði eða lengra komnar skv. samningi við eiganda. Húsnæðið er mjög áberandi og allt hið glæsilegasta, fullbúið að utan og hefur marga notkunarmöguleika fyrir hvers konar atvinnurekstur. Góð staðsetning. Hveragerði - parhús. Fallegt 90 fm parhús í nýlegu húsi (byggt 1996). Húsið skiptist í 2 svefnherb., stofu, eldhús og bað. Allt sér. Laust fljótlega. 1661 EINBÝLI  Þingholtsstræti - glæsihúsn. byggingarlóð. Vorum að fá í sölu einstaklega glæsilegt og endurgert einbýlishús á þremur hæðum á topp stað í Þingholtum. Húsið er járnklætt timburhús u.þ.b. 300 fm Eignin hefur öll verið endurnýjuð frá grunni í gamla stílnum og má segja að endurbætur og útfærslur séu í sérflokki. Glæsilegar innréttingar, skápar og fl. Mikil lofthæð. Garður til suðurs útaf mið- hæð og þar eru sérbílastæði á lóð. Sjá myndir og umfjöllun í Hús ogHýbýli 6. t.bl. 2001. Þessari eign fylgir 80 fm steinhús á lóð við hliðiná þar sem gert er ráð fyrir að byggja nýtt 220 fm hús á tveimur hæðum (byggingarréttur). V. tilboð. 1674 Laufásvegur - gullfallegt ein- býli. Vorum að fá í sölu mjög fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á góðum stað við Laufásveg. Húsið sem er hæð og ris auk kjallara er falleg tjárnklætt timburhús sem hefur verið gert upp í gamla stílnum. Húsið er u.þ.b. 230 fm auk 25 fm bíl- skúrs. Góð lofthæð. Viðargólfborð. Allar lagnir nýjar. Stór og gróin lóð til suðurs. Einkabílastæði við bílskúr. V. 28,5 m. 1659 Laufbrekka gott einbýli/- tvíbýli. Vorum að fá í sölu gott u.þ.b. 220 fm hús á tveimur hæðum. Húsið skiptist þannig að á jarðhæð er 2ja herbergja séríbúð auk annarra rýma og á efri hæð er stór og góð íbúð sem hefur verið endurnýjuð töluvert m.a. eldhús, baðherbergi og gólfefni. Vandaðar innréttingar. Góð lóð til suðurs. V. 23,0 m. 1653 Tunguvegur. Vel við haldið um 160 fm einbýli ásamt 40 fm bílskúr. Húsið er tölvert endurnýjað m.a. eldhúsinnr., gólfefni o.fl. Húsið er steinsteypt og klætt að utan. Fallegur garður. Möguleiki er á séríbúð í kjallara. V. 23,9 m. 1656 Krókamýri - einb/tengihús. Vorum að fá í einkasölu fallegt tengihús (nánast einbýli) á tveimur hæðum u.þ.b. 165 fm auk 32 fm bílskúrs. Á neðri hæð eru góðar parketlagðar stofur og eldhús auk snyrtingar og bílskúrs. Á efri hæð eru þrjú herbergi, sjónvarpshol og glæsi- legt flísalagt baðherbergi með sturtu og hornkari. Tvennar svalir. Húsið getur verið laust fljótlega. V. tilboð. 1675 Aratún. 153 fm steinhús á einni hæð ásamt um 40 fm bílskúr. Parket á gólfum, ný eld- húsinnr. og góð sólverönd. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús og bað. Laust fljótlega. Áhv. byggsj. V. 18,8 m. 1655 RAÐHÚS OG PARHÚS  Nýi miðbærinn - endarað- hús. Höfum í einkasölu vandað og rúmgott endaraðhús, tvær hæðir og kjallari 263 fm auk bílskúrs. M.a. 7 parketlögð svefnherb., með vönduðum skápum. Baðherbergi og forstofur einnig nýlega innréttaðar með Brúnás innréttingum og náttúrusteini. Í stofu er arinn og úr henni gengið út á nýlega timbur/steinverönd með skjólveggjum en garðurinn er allur endurgerður á sl.tveimur árum. Frábær miðlæg staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu og betri grunn- og fram- haldsskóla landsins. Ákv. sala. (Ólafur s. 8994980). V. 26,9 m. 1495 Þórsgata - parhús m. tveimur íb. Glæsilegt um 240 fm parhús sem er með tveimur íbúðum. Á miðhæð eru stórar stofur og stórt eldhús auk forstofu og snyrtingar. Á efri hæð eru 3 góð herb., (4 skv. teikningu) auk baðh. Í risi er gott herb. eða baðstofuloft. Á jarð- hæð er 2ja herb. íbúð m. sérinngangi auk þvottah., geymsla. V. 25,0 m. 1670 HÆÐIR  Nýbýlavegur m. bílskúr. 140 fm efri sérhæð ásamt 36 fm bílskúr, með miklu útsýni og stórum suður- svölum. 4 svefnherb. og stórar stofur. Laus fljótlega. V. 15,0 m. 1651 2JA OG 3JA HERB.  Tjarnarmýri m/ bílskýli. Gullfalleg 65 fm íbúð ásamt 10 fm geymslu og bilskýli í nýlegu húsi. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar innr. V. 10,9 m. 1672 Boðagrandi - laus fljótlega. 3ja herb. mjög björt og góð íb. á 4. hæð m. tvennum svölum, nýl. merbauparketi og glæsilegu útsýni. Eftirsóttur staður. Hagstætt verð. V. 10,9 m. 1658 NÚ ER LAG! Ein síðasta lóðin á SELTJARNARNESI Vorum að fá í enkasölu þetta gamla hús sem stendur á ræktaðri stórglæsilegri lóð við Lindarbraut. Stærð lóðar- innar er 967 fm. Hér gefst fjársterkum aðilum einstakt tækifæri til að eignast byggingarlóð fyrir einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Tilboð óskast. FASTEIGNASALAN GARÐUR, sími 562 1200 og 862 3311 FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is 530 1500 Traust og rótgróðið matvælafyrirtæki bráðvantar 300-500 fm atvinnuhúsnæði undir lager- og sölustarfsemi. Staðsetning t.d. í Sunda- eða Höfðahverfi. Æskilegt er húsnæði með kæliklefum að hluta til en þó er slíkt ekki skilyrði. Allar frekari upplýsingar veitir Brynjar Harðarson á skrifstofu Eignasölunnar Húsakaupa eða í farsíma 896 2299 ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL LEIGU EÐA KAUPS AÐRA helgi í ágúst næstkom- andi munu afkomendur Kristjáns Jörundssonar, bónda og hrepp- stjóra á Þverá í Eyjahreppi, fyrri konu hans, Sigríðar Benedikts- dóttur, og síðari konu hans, Helgu Þorkelsdóttur, halda ætt- armót í Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi. Kristján fæddist árið 1849 og lést 1937. Hann var Dalamaður að uppruna, en er hann fullorðn- aðist lá leið hans suður á Mýrar, þar sem hann bjó um nokkurt árabil. Gert er ráð fyrir að þeir móts- gestir sem lengst hyggjast dvelja á staðnum byrji að koma þegar líður á föstudaginn, en laugar- dagurinn 11. ágúst verður að- aldagur ættarmótsins. Setning þess fer fram kl. 13.30, en eftir það verður fjölbreytt dagskrá með margvíslegu sniði. Ættarmót í minningu Kristjáns á Þverá ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 24. júlí efnir Orkuveita Reykjavíkur til göngu- og fræðsluferðar um Elliðaárdalinn. Elliðaárdalur er einstakur stað- ur, náttúruparadís í miðri höfuð- borginni. Þá hlið dalsins þekkja flestir borgarbúar. En dalurinn á sér einnig áhugaverða sögu sem nú gefst kjörið tækifæri til að kynnast. Leiðsögumenn verða Helgi M. Sigurðarson sagnfræð- ingur og ritstjóri bókarinnar El- liðaárdalur – Land og saga, Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garð- yrkjustjóri. Allir eru þeir gjör- kunnugir dalnum, sögu hans og náttúru. Gangan hefst kl. 19:30 við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdal, en þaðan verður gengið sem leið liggur upp í Árbæjarsafn. Mannlíf og minjar í Elliðaárdal HELGINA 26.–29. júlí verða Franskir dagar á Fá- skrúðsfirði eins og undanfarin ár og er þetta í sjötta skipti sem hátíðin er haldin. Albert Eiríksson, frum- kvöðull sögusafnsins Fransmenn á Íslandi, lætur ekki sitt eftir liggja með að auglýsa Franska daga eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hér eru Albert Eiríksson og frændsystkin hans, að loknu verki. Franskir dagar SAMTÖK ferðaþjónustunnar héldu nýverið þjónustunámskeið fyrir ófaglært starfsfólk í ferðaþjónust- unni. Í fréttatilkynningu segir að tæp- lega tuttugu námskeið hafi verið haldin í samvinnu við fræðslumið- stöðvar um allt land og Þekking- arsmiðju IMG. Alls sóttu um 300 manns námskeiðin. „Markið námskeiðanna var ann- ars vegar að auka færni þátttak- enda í að veita góða þjónustu með áherslu á fágaða framkomu við ferðamenn og hins vegar að búa þáttakendur betur undir það að takast á við óánægða viðskiptavini, en óánægja viðskiptavina er fremur rakin til þjónustu en verðs eða gæða,“ segir í fréttatilkynningu. Svanur Þorvaldsson, ráðgjafi hjá IMG og leiðbeinandi á þjónustu- námskeiðum SAF, segir að góð þjónusta ráði úrslitum um orðspor fyrirtækja og þjónustuaðila í ferða- þjónustu eða yfirleitt í öllum þjón- ustugreinum. Þjónustunámskeiðin voru styrkt af starfsmenntasjóði ASÍ, Starfsafli og starfsmenntasjóði Samtaka at- vinnulífsins, Landsmennt. Þjónustu- námskeið fyrir ófag- lærða ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.