Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 39

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 39 GUÐ hefur gefið okkurmargvíslegar kenndir.Nærgætni, blygðun,reiði, sorg, kímnigáfu, ást. Svo eitthvað sé nefnt. Já, ást- in, þessi óútskýranlega og einstæða tilfinning gagnvart annarri persónu. Þykja vænt um einhvern, ala önn fyrir honum, sjá ekki sólina fyrir honum, dá og tilbiðja. Strjúka ástvini um vanga, fyrirgefa og faðma. Þegar á allt er litið, jafnast fátt í lífinu á við að elska annan, hvort heldur maka sinn eða börnin sín. Við göngum framaveginn, gleðj- umst á góðri stundu, upplifum dýrleg augna- blik í sigurvímu eða sviðsljósi, við listræn af- rek eða ljúfan vinafund. Allt eru þetta augnablik sem ekki gleymast og geymast í huga manns. En eru þetta keppikeflin í lífinu? Er þetta tilgangurinn með tilverunni? Er þetta lífshamingjan? Ég hef stundum spurt sjálfan mig, hverjar mína stærstu hamingjustundir séu um langa ævi. Eru það sigrarnir í íþróttunum, prófgráð- urnar, skemmtikvöld í glöðum hópi, ástar- fundir? Er það upphefðin sem felst í titlum og trakteringum? Er hamingjan mest á hátindi frægðar og frama? Eða enn annað. Ekki ætla ég að gera lítið úr öllu þessu eða ýmsu öðru sem ég geymi með sjálfum mér, en þegar upp er staðið, þegar horft er um öxl, þá er það aðeins eitt sem ég get viðurkennt fyrir ykkur að vekur með mér mesta gleði, þar sem mér líður best. Og af því að ég er að hugsa upphátt fyrir framan alþjóð, þá játa ég hrein- skilnislega, að stundirnar, þegar ég ligg upp í rúmi með krakkana mína og konuna mína, með allar sængurnar og koddana í einni bendu, með popp í annarri og djús í hinni, glápandi á einhverja vitleysu í sjónvarpinu; þetta eru mínar bestu og notaleg- ustu stundir. Merkilegra er það nú ekki, þegar allt kemur til alls. Allur glaumurinn, allur glansinn og glysið hverfur eins og fyrir dögg fyrir sólu í samanburðinum. Notaleg stund í faðmi fjölskyldunnar, hver- dagsleikinn uppmálaður, einfaldleikinn, ör- yggið, væntumþykjan, allt er þetta til staðar. Fjarri ys og þys, fjarri heiminum þarna fyrir utan, langt í burtu frá öllu þessu kapphlaupi um völd og metorð og peninga, skarkalanum og skeytingarleysinu. Saman með sjálfum sér og sínum. Einhverjum kann að þykja þetta barna-legt. Flótti frá veruleikanum.Kannske er það rétt. En hver er þá veruleikinn? Barnsleg einlægni eða yfirdreps- skapur? Eltingarleikur við veraldlega hluti eða innri ró? Hvort er betra að halda sig út á berangri hins harða heims eða í skjóli frá allri þeirri grimmd og geðveiki, sem grípur samfélagið á stundum og opnar gáttir sínar fyrir þeim kenndum, sem Guð gaf okkur líka; öfundinni, afprýðiseminni, illgirninni, illkvittninni. Hefur nokkur farið varhluta af þeim hvötum öllum, annaðhvort fundið þær í sjálfum sér ellegar mætt þeim á lífsleiðinni? Ég var að hugsa um þetta um daginn þegar fyrsti þingmaður Sunnlendinga missteig sig og hrasaði á hálli braut freistinganna. Ekki ætla ég að fara að mæla því bót, sem hann hef- ur gerst sekur um, en er það ekki skrítið og eftirtektarvert, hvernig þjóðin gat sameinast í fordæmingu sinni og fordómum? Það var eins og það hlakkaði í þjóðarsálinni. Eins og hún lagði sig. Gott á karlfíflið, gott á hann Árna. Fjölmiðlar hossa sér á hneykslinu og leika Illkvittni og öf- und eru systur Öfundin og illkvittnin eru systur. Og þeir sem fyrir þeim verða eiga ekki sjö dagana sæla, skrifar Ellert B. Schram. Það fer um mig hrollur, þegar ég hugsa til þess að lenda í klónum á þeim systrum. HUGSAÐ UPPHÁTT vissulega stórt hlutverk og nauðsynlegt, til að varpa ljósi á sekt og sök. Á siðleysið. En und- irtónninn er samt af öðrum toga í umræðum manna á meðal. Einhver tegund af rætni, sér- kennilegri illkvitnislegri hvöt til að láta kné fylgja kviði, hlakka yfir óförum þess einstak- lings, sem í hlut á. Maður hefur fundið fyrir þessu oftar ogáður og því hærra sem fallið er, þvímeiri er fögnuður almannarómsins. Það er grimmd í þessum viðbrögðum, ólýs- anleg undirmeðvitund sem brýst fram á yf- irborðið hjá annars dagfarsprúðu fólki og kveikir bál í lágkúrunni. Gárungar fara af stað með uppnefni, netverjar senda frá sér skop- myndir og ávirðingar, gróusögurnar fljúga, umvafðar háði og spotti. Mönnum er ekkert heilagt, ekki einu sinni liggjandi maður. Og hvers virði eru þá öll völdin, allur fram- inn og þeir peningar sem eru í húfi, þegar ill- kvittni og illgirni höggva æruna í spað? Ég skil vel reiðina og hneykslunina, ég skil vel að fólki sé misboðið þegar trúnaður er brotinn og sagt er ósatt upp í opið geðið á þjóðinni. En ég skil ekki heiftina og þessa hvöt ókunnugra manna, til að velta sér upp úr ógæfu annarra. Það sama gildir raunar um öfundina, sem magnast upp gagnvart þeim sem gera það gott. Eða skara fram úr. Eða líta betur út. Það er ekki tilviljun að margt fólk sem hefur til brunns að bera, það sem aðrir hafa ekki, láti fara lítið fyrir sér. Það er að forðast umtalið, forðast öfundina. Öfundin og illkvittnin eru systur. Og þeir sem fyrir þeim verða, eiga ekki sjö dagana sæla. Og hvergi grassera þessar systur betur en í þessa litla samfélagi okkar, þar sem ná- vígið er mest. Hvernig svo sem á því stendur. Það fer um mig hrollur, þegar ég hugsa til þess að lenda í klónum á þeim systrum. Eða þá að missa sjálfur stjórn á þessum eðlislægu kenndum og finna púkann innra með mér, dilla sér og daðra við þessa andstyggilegu hugsun; að hlakka yfir óförum annarra. Ég finn það nefnilega stundum að það er grunnt á honum, púkanum, enda er ég einn af öllum hinum, einn af þjóðinni, sem er fædd með þessa lensku. Nei, er þá ekki betra að sleppa frama-potinu, eiga svolítið minna í pyngj-unni, draga sig í hlé af sjónarsviðinu, og eiga sitt athvarf innan um þá, sem deila með manni hvunndagslífinu á heimilinu, svefnherberginu og því öryggi sem felst í áhyggjulausu eða að minnsta kosti áreitnis- lausu lífsmunstri, þar sem hinar góðu kenndir og hvatir eru í fyrirrúmi? Og játa að þar líður manni best. SIGURÐUR Jack, leiðsögumaður í Miðfjarðará, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudaginn að veiði væri róleg í ánni. Sex laxar höfðu veiðst um morguninn, 9 dag- inn áður og 12 daginn þar áður. Sagði hann þær tölur gefa nokkra mynd af gangi máli, „rólegt en ekki dautt“, sagði Sigurður. Hann sagði laxinn rjúka í gegn um Miðfjarð- arána og veiðast mest í Vesturá. „Annars er áin eins og kakó núna eftir rigningarnar, vonandi glæðist veiðin þegar vatnið sjatnar og hreinsast,“ bætti Sigurður við. Í gær voru komnir milli 170 og 180 laxar á land Tíðindi héðan og þaðan Í gær voru komnir um 40 laxar úr Breiðdalsá og þar hefur veiði verið að glæðast. Hollið sem var að hætta var með 12 laxa. Þetta er rúmlega helmingi meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Þá voru í vikulok komnir 7 laxar úr Vesturdalsá í Vopnafirði og sagði Lárus Gunnsteinsson, einn umsjónarmanna árinnar, að menn merktu nokkrar göngur síðustu daga. Fyrir skömmu endaði holl í Fá- skrúð með 9 laxa og var heild- artalan úr ánni þar með orðin 52 laxar. Milli 70 og 80 laxar hafa veiðst í Korpu og margir dagar að und- anförnu hafa verið líflegir. Rífandi gangur er í Leirvogsá og áin komin með um 200 laxa. Dags- veiðin á miðvikudaginn var 19 stykki. Þorskseiði í bleikjumaga Veiðimenn sem opnuðu Skálm- ardalsá á Barðaströnd í vikunni fengu góða sjóbleikjuveiði. Bleikjan var mest í ósnum og tók ýmist á fallaskiptum eða háfjöru og gaf Pheasant tail með kúlu bestu veið- ina, enda rífandi góð eftirlíking af marfló. Allur afli var slægður á staðnum og kom það mönnum á óvart að finna slatta af þorsk- seiðum í maga tveggja vænna bleikja. Annars var mest marfló í iðrum fiskanna. Þá hefur heyrst að sjóbleikju- veiði hafi verið með ágætum í Gufu- dalsá, Miðá, Hvolsá og Staðarhólsá og Hörðudalsá. Miðfjarðará „róleg en ekki dauð“ Morgunblaðið/Arnaldur Kristinn Á. Halldórsson með 5 punda lax úr Sjávarfossi í Straumfjarðará. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Sími 530 4500 Stórglæsileg ca 217 fm íbúð á tveim hæðum með innb. bílskúr. Íbúðin er öll hin glæsilegasta með sérsmíðuðum innréttingum úr hlyni. Öll gólfefni eru úr gegnheillri rauðeik eða flísar. Glæsilegt eldhús. Stórt flísalagt baðherbergi með hornbaðkari og gufubaði innaf. 4 rúmgóð herbergi með skápum. Mjög bjartar stofur. Tvennar svalir. Frábært útsýni. Stór skjólgóður sólpallur með heitum potti. Stórglæsileg eign í alla staði. Verð 24,9 millj. Hlíðarvegur 58, Kópavogi - Opið hús Opið hús í dag frá kl. 16-18. Ómar og Nína taka vel á móti þér.                            !  " # $  % %  &$ ! ' ()$  *  )  +        ! % ,%  -   %    $       .// 0 1 1 2 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.