Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                 ! "# $         %      $    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er mikið á döfinni í Banda- ríkjunum og Kanada að hópar fólks sem hefur skaðast af sígar- ettureykingum, tekur sig saman og fer í mál við sígarettuframleið- endur og „agenta“ þeirra. Stórar fúlgur fjár hafa oft náðst, þótt engir peningar geti bætt þær ægi- legu þjáningar sem sumt fólk hef- ur þurft að þola af völdum þessara baneitruðu ávanalyfja, sem sígar- ettur og tóbak yfirleitt veldur þrælum sínum. Þá er ekki talin með sá geysilegi kostnaður sem þjóðfélagið verður fyrir sameiginlega á ótal sviðum sem fólk áttar sig ekki einu sinni á. Jú, það eru háir skattar á tób- aki, en lesandi góður má vita að þeir koma hvergi nærri þeim kostnaði og þjáningum sem tób- akið veldur einstaklingum og þjóð- félaginu í heild. Manneskja sem býr erlendis, sagði mér að vinkona hennar á Ís- landi hafi afþakkað boð hennar að koma með „Winston“ sígarettur handa henni „eins og í gamladaga“ vegna þess að „Winston“ sígarett- urnar á Íslandi væru mikið sterk- ari og betri en þær sem fást í Bandaríkjunum. Þegar ég heyrði þetta, þá fór ég að hugsa hvort það gæti verið að tóbaksframleiðendurnir og sölu- men þeirra á Íslandi seldu Íslend- ingum sígarettur með hærra magn nikótíns en þeim leyfist að selja í Bandaríkjunum. Ég hafði lesið um og heyrt og séð í sjónvarpi að þeir léku þann lágkúru hildarleik í þriðjaheimslöndunum, sem sé, að setja meira nikótín í sígaretturnar sem seldar eru þar, en sem leyfist í Bandaríkjunum, svo að fólk ánetjist þeim fyrr og rækilegar. En að þeir voguðu sér þetta í Evr- ópu hafði mér aldrei dottið í hug, hvað þá á Íslandi. Þegar þetta hefur verið borið uppá sígarettuframleiðendur Bandaríkjanna, þá hafa þeir alltaf borið á móti því, enda hafa þeir borið á móti öllum voveiflegum staðreyndum sem hafa komið í ljós gagnvart vöru þeirra frá upphafi. Málið sem snýr að okkur Íslend- ingum, er hvort það sé staðreynd að sígarettuframleiðendur Banda- ríkjanna séu að selja Íslendingum sterkari og ávanafrekari sígarett- ur, en sínu eigin fólki, til að tryggja ánetjun Íslendinga á notk- un fíkniefna þeirra. Það ætti að reynast auðvelt fyrir íslensk stjórnvöld að komast að sannleik- anum, með því að láta til dæmis Rannsóknarstofnun Háskóla Ís- lands gera samanburð á sígarett- unum sem seldar eru á Íslandi og þeim sem seldar eru í Bandaríkj- unum. Jafnframt eiga íslensk stjórn- völd, Landlæknisembættið og dómsmálaráðherraembættið, að lögsækja sameiginlega sígarettu- framleiðendur Bandaríkjanna, fyr- ir hönd íslenskra fíknisjúklinga sígarettna, sem hafa borið stór- skaða af sígarettureykingum, fyrir hönd vandamanna fórnarlambanna og jafnframt fyrir hönd ríkissjóðs Íslands. Auðvelt væri að gera þetta með aðstoð og í samráði við lögfræð- inga í Bandaríkjunum sem hefur tekist vel á þessu sviði. Stjórnvöld Íslands bera mikla ábyrgð á því að aðstoða íslenska einstaklinga á þessu sviði. Þeir leyfa sölu á þessu stórhættulega fíkniefni og þeir taka beinan þátt í „glæpnum“ með því að afla sér verulegra tekna af ódæðinu. Það er engin efi að ef sígarettur væru að koma á markaðinn nú í dag, þá kæmi ekki til greina að leyfa sölu á þeim. Þær yrðu stimplaðar það sem þær eru, stór- hættulegt ávanalyf sem ylli neyt- endum og þeim sem væru þeim nærstaddir, miklu heilsutjóni og jafnvel dauða. Það eina sem íslensk stjórnvöld gera er að hefta auglýsingar og greiða stórfé fyrir sjúkrahús og læknaþjónustu við þá Íslendinga sem þurfa að kveljast af þessum óþverra. Og auðvitað er hinn al- menni skattgreiðandi látinn bera kostnaðinn, sem fyrri daginn. Það er kominn tími til að láta þá sem hafa valdið þessum mikla skaða, kvölum og dauða saklauss íslensks fólks, greiða rækilegar skaðabætur fyrir ódæði sín. 6. júní vann maður að nafni Richard Boeken mál gegn Philip Morris fyrir rétti í Los Angeles, rúma 3 milljarða dollara, eða þrjú þúsund og sex milljónir banda- rískra dollara í skaðabætur, fyrir svik, launráð og ó-viðunandi að- gerðir gegn reykingum af hálfu Philip Morris. Eina vörn Philip Morris var að maðurinn vissi vel hve banvænar sígarettureykingar væru. „Þess vegna væri það hon- um sjálfum að kenna að hann væri að drepa sig á sígarettureyking- um.“ Mánudaginn 4. júní í sömu viku í New York, tapaði sígar- ettuframleiðandi 17,8 milljóna doll- ara skaðabótamáli. Með leyfi lesanda; minni ég enn á áminningarorð aldamótamanns- ins og fræðimannsins prófessors Jóns Jónssonar Aðils í bók hans Íslenskt þjóðerni: „Á þjóðlegum grundvelli verða Íslendingar að byggja sína fram- tíðarmenningu, og geri þeir það, þá mun þjóðinni vel borgið. Á þessum grundvelli verða landsins börn að mætast og taka höndum saman til að verja þjóðerni sitt, ekki einungis gegn yfirgnæfandi útlendum áhrifum, heldur einnig gegn sínu eigin tómlæti og hirðu- leysi, því þaðan er engu minni hætta búin.“ HELGI GEIRSSON, rafmagnsráðgjafi, búsettur í Bandaríkjunum. Lögsækjum tóbaksfram- leiðendurna Frá Helga Geirssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.