Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 44

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Á morgun mánudag eru væntanleg Kapitonas, Marcinkus, Amsterdam, Akureyrin EA, Vædde- ren og Víðir EA og út fara Sina, Amsterdam og Catrisa II. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Venus væntan- legt. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöld- ferðir eru föstu- og laug- ardaga: til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Við- eyjarferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Viðeyj- arferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12.30 bað- þjónusta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10– 16 púttvöllurinn opinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9.30–11 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 samverustund, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerðir mánud og fimmtud. Uppl. í síma 565-6775. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð, kl. 9.30 hjúkrunar- fræðingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 15 kaffi- veitingar. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli þriðjudaginn kl. 14 til 16. Orlofið á Hótel Reyk- holti í Borgarfirði 26.– 31. ágúst nk. Skráning og allar upplýsingar í símum ferðanefndar 555 0416, 565 0941,565 0005 og 555 1703. Panta þarf fyrir 1. ágúst. Félagsheimilið Hrauns- el verður lokað vegna sumarleifa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00–13:00. Matur í hádeginu. Mánudagur: Brids kl. 13.00. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10.00. Dagsferð 7. ágúst, Hít- ardalur-Straumfjörður. Brottför frá Glæsibæ kl. 9.00. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Skráning hafin. Ákveðið hefur verið að fara aðra 8 daga hringferð um Norðausturland 20. ágúst nk. vegna mikillar eftirspurnar, ef næg þátttaka verður. Þeir sem hafa skráð sig á biðlista eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við skrifstofu FEB. Silfurlínan er op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10.00 til 16.00 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun. Sund- og leikfimiæfingar á veg- um ÍTR í Breiðholts- laug á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.30. Púttvöllurinn er opinn virka daga kl. 9–18, Kylfur og boltar í af- greiðslu sundlaugarinn- ar til leigu. Allir vel- komnir. Veitingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið fellur niður vegna sum- arleyfa frá 2. júlí – 14. ágúst. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9– 12 hárgreiðsla, kl. 11.30–13 hádegisverður, kl. 14 félagsvist, kl. 15– 16 eftirmiðdagskaffi. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9.30–12. Hraunbær 105. Á morgun kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 til 14.30 gönguferð. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, kl. 13 spil- að. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðarstofan lokuð 16.– 20. júlí. Vinnustofur lok- aðar í júlí vegna sum- arleyfa.Bókasafnið opið kl. 12–15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, morgunstund og almenn handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir, kl. 11.45 mat- ur, kl. 13 leikfimi og frjáls spil, kl. 14.30 kaffi. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnarnes- kirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardög- um kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sólvalla- götu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður á morgun kl. 10 við Safa- mýri og kl. 14 við Njáls- götu. Minningarkort Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minninga- spjöld seld hjá kirkju- verði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, þjónustu- íbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eftirtöld- um stöðum á Reykja- nesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafnar- fjörður: Lyfja, Setbergi. Sparisjóðurinn, Strand- gata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suð- urgötu 2, Landsbankinn Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftirtöld- um stöðum á Vestur- landi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákabraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf, Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfur- götu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Aðal- stræti 18. Strandasýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugarholti, Brú. Í dag er sunnudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Jesús kallaði þau til sín og mælti: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er guðs ríki. (Lúk. 18.16.) HVER er maðurinn til hægri á myndinni (heldur á ljósmyndavél)? Sá sem er til vinstri á myndinni er Björn Sigfússon (1905– 1991) háskólabókavörður. Myndin var tekin í Reykja- vík um 1980 eða litlu fyrr. Þeir, sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar, vin- samlegast hafi samband við Sveinbjörn Björnsson í síma 554-4472, Víghóla- stíg 14, 200 Kópavogi. Tóbaksauglýsingar og berar konur í sjónvarpi MIG langar að hnýta að- eins í skrif Víkverja fyrir stuttu, þar sem hann skrif- ar um tóbaksauglýsingarn- ar á Formúlu 1-keppninni. Aldrei hef ég tekið eftir þeim, enda er ég niður- sokkinn í að horfa á keppn- ina sjálfa, en ekki á auglýs- ingarnar á bílunum. Ég held að þeir sem eru á móti þessum tóbaksauglýsing- um séu að leggja sig í líma við að taka eftir auglýsing- unum og ergja sig í stað þess að einbeita sér að kappakstrinum sjálfum. Og til þeirra sem eru að hefja málsókn á hendur sígar- ettuframleiðendum: Verið ekki með þessa hræsni, auðvitað vissuð þið og vitið hvað þið voruð og hvað þið eruð að sjúga að ykkur. Ættu alkóhólistar að fara í mál við framleiðendur alkó- hóls? Ættu þeir sem taka bláar myndir á leigu eða kaupa þær að fara í mál við framleiðendur, ef þeir yrðu svo ógæfusamir að fremja kynferðisglæp? Nei, auð- vitað ekki. Hættið að kenna alltaf öðrum um ófarir ykk- ar og takið sökina á ykkur. Mikið er býsnast yfir því ef sést í fagran konulíkama í sjónvarpi. Fjöldi kvenna tjáir sig í fjölmiðlum og lýs- ir yfir hneykslun sinni og telur viðbjóð að bjóða sjón- varpsáhorfendum upp á þetta á kvöldin. Ég spyr, hvort er fegurra að horfa á fagran konulíkama í sjón- varpi eða allar blóðsúthell- ingarnar og morðin á hverju kvöldi? Ég sá að minnsta kosti 5 höfuð fjúka í einum þættinum um Kleo- pötru á milli kl. 21–22 á RÚV og ekki eru nú bless- uð börnin farin að sofa þá að sumarlagi. Væri ekki nær fyrir þær konur, sem eru að býsnast yfir að fagr- ir konulíkamar sjáist í sjón- varpi, að tjá sig aðeins um svona sýningar. Víkingur. Fyrirspurn LESANDI hafði samband við Velvakanda og langaði að fá upplýsingar hjá fyr- irtækinu, sem selur Grolsch-léttöl. Hvar getur maður keypt ölið, sem er 0,0% í glerflösku? Ég sá það auglýst á baksíðu Fréttablaðsins þriðjudag- inn 17. júlí sl. Þakkir til Harðar Torfasonar OFT hefur Hörður Torfa- son glatt mitt gamla hjarta, þó aldrei meir en með þátt- unum á Rás 2 um Johnny Cash. Vil ég þakka honum innilega fyrir. Álfheiður. Tapað/fundið Íþróttapeysa og flís- peysa töpuðust GRÁ íþróttapeysa og blá flíspeysa frá 66’ af ungum dreng töpuðust einhvers staðar á svæði 101. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552-9294. Dýrahald Hefur einhver séð Snældu? SNÆLDA, sem er svört og hvít 1½ árs læða, hvarf fyr- ir skömmu frá Kaplaskjóls- vegi. Hún er eyrnamerkt og var með appelsínugula ól með bláu merkisspjaldi. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 562-3203 eða 694- 4973. Hennar er sárt sakn- að. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast ein- hver við manninn? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 spítali, 8 plantna, 9 erfðafé, 10 fauti, 11 fisk- ur, 13 látna, 15 grunn skora, 18 slóttuga, 21 löð- ur, 22 karldýr, 23 gesta- gangur, 24 röskar. LÓÐRÉTT: 2 grafa, 3 heimting, 4 stétt, 5 ósætti, 6 bjartur, 7 mergð, 12 dugur, 14 reið, 15 skott, 16 fugl, 17 af- sögn, 18 grön, 19 pípuna, 20 fengur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 spons, 4 frísk, 7 rella, 8 Óttar, 9 peð, 11 kofa, 13 magi, 14 ræddi, 15 bjóð, 17 spik, 20 urt, 22 lærin, 23 jól- in, 24 ræðni, 25 níska. Lóðrétt: 1 sprek, 2 orlof, 3 skap, 4 flóð, 5 ístra, 6 korði, 10 eldur, 12 arð, 13 mis, 15 bylur, 16 ófróð, 18 pilts, 19 kenna, 20 unni, 21 tjón. Víkverji skrifar... ROSKIN kona, sem er Víkverjaafskaplega kær, hafði orð á því á dögunum að innheimta reikninga hjá Orkuveitu Reykjavíkur hlyti að vera orðin býsna drjúg tekjulind. Sagði hún að sérstakt gjald væri nú innheimt með hverjum greiðsluseðli með rafmagns- og hitareikningum og um væri að ræða dágóða upphæð í hvert skipti. Sagðist hún hafa komið úr ferð út á land ekki alls fyrir löngu og við heimkomuna hefðu beðið hennar einir þrír, fjórir greiðsluseðl- ar frá Orkuveitunni. Innheimtur kostnaður vegna útsendingar þess- ara greiðsluseðla hefði verið ríflega eitt þúsund krónur, fyrir utan upp- hæðina sjálfa, og það er ekki svo lítil upphæð með reglubundnum hætti fyrir hina öldruðu sem verða að reiða sig á ellilífeyrinn og þurfa fyrir vikið að fara vel með hverja einustu krónu. x x x ÞAÐ fylgir sögunni í þessu dæmigömlu konunnar að hvorki hún né svo margir aðrir aldraðir hafa komið sér upp greiðslukortum. Vík- verji þekkir marga eldri borgara sem ekki geta hugsað sér að „borga upp á krít“, eins og það er orðað, heldur greiða fremur með reiðufé. Þetta fólk verður síðan vitaskuld illa úti í innheimtukerfi nútímans sem gerir ráð fyrir afslætti og lægri inn- heimtukostnaði við korthafa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dæmi koma upp af málum þar sem reiðufé er orðið verri pappír en blessuð plastkortin sem fylla veski yngri landsmanna – ekki alltaf þeim til mikillar blessunar. x x x FYRST farið er að ræða eldriborgara þessa lands getur Vík- verji ekki annað en látið í ljós hneykslan sína yfir frásögn aldraðs manns í Vesturbænum nú nýskeð. Sá sagði sínar farir ekki sléttar og benti á að fjöldi aldraðra í hverfinu veigraði sér nú við að fara út í apó- tekið eða verslunina af ótta við að verða bitbein óforskammaðra öku- manna á leiðinni. Í sakleysi sínu vildi Víkverji auð- vitað spyrja hvort leiðin væri ekki greið fyrir gamla fólkið og hvort ekki væru gangbrautarljós í Vesturbæn- um eins og annars staðar? Jú, ekki stendur á því. En það dugir bara ekki til þegar æstir öku- menn í henni Reykjavík eru annars vegar. Gamli maðurinn sagði sem sé að græna gangbrautarljósið héldi alls ekki nógu lengi og oftar en ekki væri því komið rautt þegar eldri borgarar hefðu aðeins náð að ganga sem næmi hálfri leið, eða að eyju milli akreina. Þar stæði það, felmtri slegið, fram að næsta ljósi eða tæki á sig rögg og gengi alla leið yfir og þyrfti þá að sæta því að dónalegir og óþolinmóðir ökumenn, oftast karlmenn, að sögn gamla mannsins, lægju á bílflautunni eða hrópuðu ókvæðisorð út um opna bílrúðuna um að viðkomandi ætti nú að hunskast yfir götuna svo umferð- in gæti gengið eðlilega fyrir sig. x x x VÍKVERJI veit af að minnstakosti tveimur lyfjaverslunum í Vesturbænum sem liggja við fjöl- farnar umferðargötur, annars vegar Hringbraut og hins vegar Hofsvalla- götu. Hann biður því Vesturbæinga að taka sér nú ærlegt tak og geng- isfella ekki sjálfa sig með slíkri og þvílíkri framkomu. Sérstaklega gagnvart því fólki sem á allt annað og betra skilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.