Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINAR grónu og sígildu sumar- sýningar Norræna hússins voru jafnaðarlega drjúgur viðburður hér áður fyrr og á stundum opnaðist mönnum ný sýn á einstaka lista- menn. Yfirleitt var um að ræða kynningu á einum eða fleiri starfandi íslenzkum myndlistarmönnum sem haslað höfðu sér völl, en einnig löngu liðnum, og þá leitast við að nálgast þá frá nýrri hlið. Þetta var mjög vin- sælt hjá útlendum ferðamönnum með áhuga á raunsannri vitneskju á þessari sérstöku hlið íslenzkrar þjóðmenningar. Iðulega ekki upp á marga fína fiska að bjóða á listasöfn- unum, á stundum einungis útlend nöfn, einkum á listahátíðum, en gild íslenzk list á breiðum grunni nær ósýnileg nema í listhúsum borgar- innar eins og Gallerí Borg, Nýhöfn og listhúsinu Fold, sem eitt lifir er svo er komið. Ekki veit ég fullkomlega af hverju þessi mikilsverði siður var aflagður, svo til í miðjum klíðnum, en giska má á að með nýjum herrum komi nýir siðir. Þá var sá möguleiki einnig op- inn að kynna ýmsar hliðar norrænn- ar myndlistar og taka þá mið af ein- angrun okkar, en hér eru Íslendingar upp til hópa ólæsir á þau fræði, listamenn illu heilli ekki und- anskildir. Þannig er ekki ýkja langt síðan hinn mikli danski málari Vil- helm Hammershöi var nær gjörsam- lega óþekktur hér á landi og kannski minnast menn ennþá hve mikla hrifningu málverk Lenu Cronqist og svo Skagen-málaranna vöktu í kjall- arasölunum fyrir nokkrum árum, að ekki sé minnst á einstæða sýningu á verkum Edvards Munch, svo og ann- arrar á skógamyndum hans í öllu samanlögðu anddyrinu. En slíkir viðburðir eru alltof sjaldgæfir og um nokkra gróðurauðn að ræða sem bíð- ur vökvunar þannig að fjölþætt flóra frjósprota nái að festa varanlegar rætur og styrkja norræna sam- kennd. Án þess að lyfta undir nor- ræn sérkenni á sviði heimslistarinn- ar í ljósi einhverra fágætustu náttúruskapa og þjóðmenningar í veröldinni verða menn aldrei annað en vinnukonur stórþjóðanna, þær að leggja undir sig heiminn og neyta þar aflsmunar. Markmiðið virðist að lítilsvirða og burtkústa öll sérkenni annarra þjóða í nafni heimsvæðing- ar, sem valtað er miskunnarlaust yf- ir með eigin menningu að leiðarljósi sem þær hlúa hins vegar að sem mest þær mega og reisa rammgerða varnarmúra kringum, líkt og hver maður með augun opin getur gengið úr skugga um… – Þegar hingað ratar sýning sem á að skilgreina norrænar hugmyndir innan ramma myndlistar, sem er lið- ur í átaki sem nefnist: „Hin nýju Norðurlönd“ býst maður óneitan- lega við öðru en bergmáli frá því sem helst hefur mátt sjá í sýningarsölum utan Norðurlanda, bæði hvað varðar innfædda sem aðflutta þátttakendur. Sama skólun að baki sem hefur svip af að verið sé að búa til nýja ímynd, alls ólíka þeirri fyrri, en mjög í anda heimsvæðingarinnar þ.e. að stór- þjóðirnar haldi sínum sérkennum sem hins vegar verði að fjarlægu svartholi fortíðar hjá hinum minni. Hafa menn virkilega gleymt al- þjóðavæðingu framsækinna núlista í Frans eftir heimsstyrjöldina síðari? Öll heimslistin skyldi draga dám af því sem var að gerast í París, sem varð er tímar liðu fyrir vikið að íhaldssömu klerkavaldi, „hierarki“. Eða þá Holland varð stórveldi í hug- myndafræðilegu listinni á áttunda áratugnum, upp reis eina fjallið í landinu marflata eins og það er orð- að, en enginn vill kannast við í dag? Listamenn vildu ekki einu sinni taka við verkum sínum aftur á kostnaðar- verði efnisins, ei heldur ókeypis! Sem innfæddur Norðurlandabúi, sem komið hefur til allra landanna, og að auki Evrópubúi í húð og hár, kenni ég afar lítið af Norðurlöndum á þessari sýningu, aðeins einn og níðþröngan geira. Hún hefur hins vegar sterkan svip af því sem mið- stýrð núlistasöfn Norðurlanda, listaháskólar sem og sjálfskipuð bendiprik hafa verið að kynna í nafni óhefts frelsis á næstliðnum áratug- um og afskrifa um leið allt annað. Listamiðstöðin í Svíavirki að hamast við að markaðssetja, með þeim ár- angri að það muna fáir lengur hvar hún er staðsett, ekki einu sinni íbúar Helsingfors, sem hafa þó virkið í beinu sjónmáli. Þeir sem vita það, láta helst ekki sjá sig á staðnum nema þeir vilji eiga hljóða stund í galtómum salarkynnum, sem á heit- um sumardögum er eina athvarfið þar sem ekki er þverfótað fyrir ið- andi mannlífi. Það er trauðla nóg að myndverk komi frá Norðurlöndum, ef hug- myndirnar eru ekki staðbundnar og í tengslum við umhverfið, mun frekar klæðskerasaumaður skólalærdóm- ur, ítroðsla og tillærðar lánsfjaðrir. Þótt umheimurinn hafi tekið mikl- um stakkaskiptum og lífið á Norð- urlöndum um leið, hefur jarðfræði- leg staðsetning þeirra ekki hnikað um aldir nema sem nemur í hæsta lagi nokkrum sentímetrum. Þau í þeim mæli rík af sérkennum að heimsþekktir útlendir núlistamenn hafa sótt óspart til þeirra eftir fersk- um upplifunum, og höfum við á Ís- landi ekki farið varhluta af því. Myndefnin og hugmyndirnar hafa alla tíð verið fyrir framan nefið á okkur en listamenn hins vegar leitað langt yfir skammt. Annað sem vekur athygli varðandi framkvæmdina og norrænt skipulag og metnað að baki, er að sýningar- skrá í tengslum við hana hefur enn ekki borist til landsins þótt rúmur mánuður sé frá opnun. Einungis nafnaskrá, sem segir lítið, þannig ekki mögulegt að gera henni verðug skil þar sem menn svífa í lausu lofti um stefnumörk og hugmyndir sem liggja til grundvallar einstökum verkum. En ég hafna alfarið að framkvæmdin í raunsæu samhengi sé táknræn um samtímalist á Norð- urlöndum, frekar mótun stefnu- marka sem hníga að einokun hug- taksins í alþjóðlegu samhengi þar sem viðkomandi hugnast helst hafa ensku að móðurmáli. Undantekning- ar finnast, og þá helst í ljósmyndum Óskar Vilhjálmsdóttur af landnámi byggðar í Reykjavík, sem er náköld hrollvekja í skipulagi og húsagerð- arlist og þó samnorrænn hlutur… Norrænir hlutir – Nordic objekts Bragi Ásgeirsson Anna Hallin, Svíþjóð: Án titils, ljósmynd, 2000. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Niram Babulat, Helsingfors, Partý. MYNDLIST N o r r æ n a h ú s i ð Anna Zandros Hansen/Miguel Vega Olivares/ Khaled D. Ramad- an/ Christine Candolin/Niran Babulat/Ósk Vilhjálmsdóttir/ Danuta Haremska/ Tomas B. Ozdowsky/ Anna Hallin Opið alla daga frá 12-17. Lokað mánudaga. Til 6. ágúst. Aðgangur 300 krónur. MYNDVERK/ INNSETNINGAR Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson ÁLFARNIR í Grænadal heitir ný barnabók eftir Hólmfríði Snorra- dóttur. Þetta er fyrsta bók Hólm- fríðar, en hún myndskreytir söguna einnig með vatnslitamyndum. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og vinir og vandamenn hafa spurt mig að því hvers vegna ég drífi ekki í því að skrifa barnabók,“ segir Hólm- fríður. „Ég hlustaði á þetta með öðru eyranu og vissi þó að ég gæti þetta. Svo fæddist hugmynd, sem ég var að skrifa á miða hér og þar og setti í möppu. Við erum að fara inn í nýja öld og spurningin var hvað vill kona á mínum aldri segja við börnin í land- inu? Mér fannst það vera að hugsa vel um landið; að fjölskyldan vinni saman og að fólk sé jákvætt. Þetta er hugmyndin að baki bókinni,“ segir Hólm- fríður sem gefur bók- ina út sjálf með aðstoð sonar síns, Hilmars Þ. Hilmarssonar. Sagan Álfarnir í Grænadal fjallar um Bambaló búálf sem er mikill sprelligosi, systkini hans sex, pabba, mömmu og vini í Grænadal og ævintýri þeirra en sagan gerist þegar þau eru að und- irbúa uppskeruhátíð í dalnum. „Mér datt í hug að það væri upplagt að nota álfana til að túlka þennan boð- skap; þeir eru náttúruverur og eru til í hugarheimi okkar. Álfarnir hafa verið með íslensku þjóðinni svo lengi, og þjóðskáldin ortu um þá án þess að skammast sín nokkuð fyrir það.“ Þótt þetta sé fyrsta bók Hólm- fríðar, hefur hún fengist við annars konar skriftir, skrifað annála og ort kvæði. „Það var nú allt heima- tilbúið, en ég held að maður þurfi þó líka hæfileika til þess. En bókin var mér tals- verð áskorun. Ég get teiknað! Ég varð veik og átti þá þetta verk óskipu- lagt í möppum og vissi ekkert hvað yrði úr því. En þegar kom að því að hafa sig upp úr veikindunum, byrjaði ég í alvöru að huga að þessu efni og tengja það saman. Þegar það var komið, þá fór ég að prófa að vatnslita og teikna myndirnar. Ég er ekki vön að teikna, en hef þó fengist svolítið við það gegnum árin og gert nokkur olíumálverk sem ég á heima. Ég var að velta því fyrir mér að ég væri kannski ekki nógu flink, þá sagði lít- ill frændi minn: „Ég get teiknað fyr- ir þig!“ Ég hugsaði með mér, að ég gæti bara sagt eins og hann: „Ég get teiknað!“ segir Hólmfríður og hlær. Hún segir ekki mikinn vanda að beita vatnslitum. „Mér finnst gaman að eiga við vatnsliti, og ég fékk fljótt tilfinningu fyrir því hvernig ég ætti að nota þá. Vatnslitamyndir eru fíngerðar, og þess vegna fannst mér þær góðar í barnabók.“ Á yngri árum vann Hólmfríður við versl- unarstörf, og síðar við fiskvinnslu, en síðustu sautján árin sem hún vann úti var hún þjónustustúlka í mötuneyti varnarliðsins í Keflavík. „Ég var að afgreiða mat og brosa framan í kúnnann, og það er nú kúnst út af fyrir sig.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki gefið sig á vald listagyðjunni fyrr segir Hólmfríður það vera örlög. „Ég væri ekki búin að þessu ef ég hefði ekki veikst, ég viðurkenni það alveg. Þótt það væri gott í vinnunni, var maður oft þreyttur eftir langar vaktir.“ Hólm- fríður segir bókina hæfa börnum frá fimm til níu ára, og jafnvel eldri krökkum. Yngri börnunum sé líka hægt hægt að segja söguna gegnum myndirnar. „En það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að andi bók- arinnar kalli fram það jákvæða í okkur og kærleika.“ Álfarnir í Grænadal halda hátíð. Hólmfríður Snorradóttir myndskreytti sögu sína sjálf með vatnslitamyndum. Hólmfríður Snorra- dóttir rithöfundur Bambaló búálfur boðar kærleika Minjasafnið er við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal MYNDAVÍXL urðu við birtingu á gagnrýni Braga Ásgeirssonar um ljósmyndasýninguna Ísland 1951 í Hafnarborg. Bragi tiltók sérstak- lega ofangreinda mynd sem „í bygg- ingu og áhrifamætti engu síðri myndum Henri Cartier-Bressons á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur“. Er beðist velvirðingar á þessu. Ljósmynd/Hans Malmberg Stúlka með mjólkurbrúsa ÓLAFUR Sveinsson myndlistar- maður opnar málverkasýningu á Síldarminjasafninu á Siglufirði í dag kl. 17. Sýningin er í Gránu, húsinu sem stendur við hlið Síldarminja- safnsins. Á sýningunni eru olíu- og akrýlmyndir unnar á hör og striga, ásamt olíupastelmyndum af vinnu- skissum málverkanna. Myndefnið er allt sótt í Síldarverksmiðjur Kveld- úlfs á Hjalteyri. „Það má segja að verkin fjalli um manngert umhverfi sem tíminn, veðrun og minnið hafa leikið um áður en skrásetning á sér stað,“ segir listamaðurinn um myndir sínar. Málverk í Gránu SVAVA Kristín Ingólfsdóttir, mezzosópran, og Iwona Ösp Jagla, píanó, halda tónleika í Reykjahlíðar- kirkju á morgun, laugardag, kl. 21. Á efnisskrá eru ljóðasöngvar og óperuaríur, m.a. ljóðaflokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann, sænsk og íslensk sönglög og aríur úr óperunum Samson og Dalila og Carmen. Söngtónleikar í Reykja- hlíðarkirkju ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.