Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                      !   "   #  $ %%   & '        Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri, sími 461 2757 og 864 5758 Loksins á Akureyri eftir 33 ára bið hinir einu sönnu HLJÓMAR FRÁ KEFLAVÍK Föstudags- og laugardagskvöld - húsið opnar kl. 21.00 ÁRLEG flugkeppni Flugskóla Ak- ureyrar var haldin á Melgerðis- melum sl. laugardag, þar sem Baldur Vilhjálmsson fór með sigur af hólmi. Baldur var með 65 refsi- stig en í öðru sæti varð Haukur Jónsson með 109 refsistig og í því þriðja Anna Kristín Hansdóttir með 170 refsistig. Bestum árangri í nemaflokki náði Kristján Þór Kristjánsson. Keppt var eftir al- þjóðlegum reglum FAI og voru keppendur alls sautján. Eins og áður er getið náði Anna Kristín Hansdóttir þriðja sæti og er það í fyrsta sinn sem kona nær verðlaunasæti í flugkeppni á Ís- landi, að sögn Kristjáns Víkings- sonar skólastjóra Flugskóla Ak- ureyrar. Hann sagði að það færi í vöxt að konur lærðu flug og eru nokkrar við flugnám í dag. Keppendum hlotnaðist sá heiður að fá Gísla Ólafsson, annan af stofnendum Flugskóla Akureyrar árið 1945, í heimsókn. Honum var að sjálfsögðu boðið í flugferð sem þessi 92 ára gamla kempa þáði með þökkum. Að sögn Kristjáns er Gísli ern og kann frá mörgu að segja sem frumkvöðull í flugi á Akureyri. Kona í verðlauna- sæti í fyrsta sinn í flugkeppni Kristján Víkingsson skólastjóri Flugskóla Akureyrar og Gísli Ólafsson annar af stofnendum skólans árið 1945. Verðlaunahafar í flugkeppninni, f.v. Haukur Jónsson, Baldur Vilhjálms- son og Anna Kristín Hansdóttir. EINÞÁTTUNGUR Ingibjargar Hjartardóttur, „Hvernig dó mamma þín?“, verður sýndur í Deiglunni á Akureyri laugardagskvöldið 28. júlí kl. 20.30. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur standa fyrir sýningunni en leikarar eru þrír, þau Júlíus Júlíusson, Dana Jóna Sveinsdóttir og Olga Alberts- dóttir, en leikstjóri er Ingibjörg Haraldsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Einþáttungur í Deiglunni HVÍTASUNNUKIRKJAN: Gospel- kvöld í umsjá unga fólksins föstu- daginn 27. júlí kl. 21. Bænastund laugardaginn 28. júlí kl. 20. Vakn- ingasamkoma sunnudaginn 29. júlí kl. 20. Yngvi Rafn Yngvason safn- aðarhirðir predikar. Fjölbreytt lof- gjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjustarf INGÞÓR Ásgeirsson, formaður Mið- bæjarsamtakanna og verslunarstjóri í Pennanum/Bókvali, er himinlifandi með þær hugmyndir einkahluta- félagsins Himis að byggja verslunar- húsnæði við Hafnarstræti, í miðbæ Akureyrar og undir það tekur Vil- borg Gunnarsdóttir, formaður um- hverfisráðs. Ragnari Sverrisyni, for- manni Kaupmannafélags Akureyrar og kaupmanni í JMJ, líst hins vegar aðeins sæmilega á hugmyndina. „Ég held að hér á Akureyri líkt og fyrir sunnan sé markaðurinn orðinn nokk- uð mettur af verslunum og þetta sé því heldur yfir markið,“ sagði Ragn- ar. Hann sagði að ef sérverslunum fjölgaði enn frekar hlyti það að koma niður á öðrum verslunum. „En allt er þetta breytingunum háð og við mun- um að sjálfsögðu taka þátt í sam- keppninni,“ sagði Ragnar, sem rekur þrjár verslanir í bænum, skóbúð á Glerártorgi og fataverslanir við miðbæinn. Meiri samþjöppun á miðbæjarsvæðinu Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Himir ehf. sótt um leyfi til þess að byggja 4.000 fer- metra verslunarhúsnæði með bíla- kjallara, sunnan gamla hitaveitu- hússins sem rifið var á dögunum. Samkvæmt frumtillögum frá Teikni- stofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. er gert ráð fyrir því að byggja íbúðir ofan á hluta húsnæð- isins. Stórmarkaður verður í stærst- um hluta húsnæðisins og helst verið rætt um Hagkaup í því sambandi en einnig er gert ráð fyrir minni sér- verslunum. Ingþór sagði að með byggingu verslunarhússins yrði um að ræða meiri samþjöppun á miðbæjarsvæð- inu og að jafnframt yrði þarna til verslunarsvæði sem væri mótvægi við verslunarmiðstöðina Glerártorg. „Ég er því mjög ánægður með þessar hugmyndir. Í kjölfarið verður farið í nauðsynlegar breytingar bílastæð- um þarna. Einnig munu fyrirhugað- ar breytingar á göngugötunni hafa jákvæð áhrif og verslanir þar munu verða sýnilegri eftir að umferðinni verður hleypt í gegn,“ sagði Ingþór. Vilborg sagði að væntanlegt versl- unarhúsnæði ætti að geta tengst miðbænum og að göturýmið þar á milli myndi breytast. Hún sagði að bæjaryfirvöld ættu í viðræðum við lóðareigendur við Hafnarstræti um breytingu á lóðarmörkum til að af þessari framkvæmd orðið. Þá séu væntanlegir framkvæmdaraðilar búnir að kaupa eitt hús við götuna. „Þetta verður stórglæsilegt hús og mun breyta og bæta mjög götumynd- ina við Drottningarbraut,“ sagði Vil- borg. Ekki til bóta fyrir miðbæinn Ragnar sagðist ekki hafa trú á því að verslunarmiðstöð á umræddu svæði yrði til bóta fyrir miðbæinn. „Í miðbænum eru sérverslanir að stærstum hluta og ef koma nýjar slíkar verslanir, hvort sem er á þess- um stað eða lengra frá miðbænum, hlýtur það að bitna á verslunum þar. Ég held að þessi þróun sé svipuð fyr- ir miðbæinn á Akureyri og fyrir Laugaveginn og miðbæ Reykjavíkur þegar Smáralind verður tekin í notk- un og þá setji miðbærinn hér niður líkt og í Reykjavík.“ Miðbærinn verð- ur mótvægi við Glerártorg Frumtillögur að verslunarhúsnæði í miðbæ Akureyrar, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Formaður Miðbæjarsamtakanna ánægður með nýja verslunarmiðstöð FJÓRÐA ljóðakvöldið í Húsi skálds- ins á þessu sumri verður á Sigur- hæðum í kvöld – föstudag 27. júlí, og hefst kl 20.30. Þar ætlar Erlingur Sigurðarson, forstöðumaður húss- ins að fara í gegnum „Þorpið“ í sam- fylgd Jóns úr Vör og miðla til áheyr- enda því sem hann verður vís af orðum Jóns og hugleiðingum hans á göngu sinni um bernskuslóðir. „Þorpið má hiklaust telja eina al- merkustu ljóðabók liðinnar aldar, þótt því fari fjarri að allir hefðu sam- þykkt það er hún kom út 1946. Eink- um létu menn hið frjálslega form ljóðmyndanna fara fyrir brjóstið á sér,“ segir m.a. í frétt um ljóðakvöld- ið frá Húsi skáldsins. Ljóðakvöld á Sigurhæðum LÖGREGLAN í Ólafsfirði hefur haft í nógu að snúast. Þrír voru tekn- ir í Múlagöngum fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 107 km hraða, en 50 km hámarks- hraði er í göngunum. Viðkomandi ökumaður þarf ekki að hafa áhyggj- ur af því hvernig hann hegðar sér í umferðinni á næstunni því hann hef- ur verið sviptur ökuleyfi. Á föstudag var verið að þrífa Múlagöngin og myndaðist þá mikill mökkur þannig að ökumenn sáu tak- markað framfyrir sig, en engin slys hlutust þó af. Á föstudag voru þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akst- ur á Árskógsströnd, í samstarfi lög- reglunnar í Ólafsfirði og á Dalvík. Sá sem hraðast ók var á 122 km hraða. Glæfraakstur í Múlagöngum Ólafsfjörður ágætt en á sunnudag á svo að snú- ast aftur til norðlægrar áttar með kólnandi veðri. Hitamælirinn á Ráð- hústorgi fór rétt upp fyrir 20 gráð- ur í gær en hitamælir Veðurstof- unnar við lögreglustöðina sýndi 15 stig kl. 15 og 13 stig um hádegi. EFTIR leiðindatíð lengst af í júlí- mánuði fór sólin að skína glatt á Akureyri í gær og að auki rauk hitamælirinn loks í tveggja stafa tölu. Norðlendingar gera sér nú vonir um að sumarið sé loksins komið og útlitið næstu tvo daga er Morgunblaðið/Kristján Hún gretti sig skemmtilega upp í sólina þessi unga dama sem var á ferð um göngugötuna á Akureyri í blíðunni í gær. Sólin skein glatt á ný ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.