Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 21 Ábyrgð – áreiðanleiki Gullsmiðir EITT af því sem deilt er um þegar reynt er að komast að samkomu- lagi um varnir gegn loftslags- breytingum er losun og binding koldíoxíðs, CO2, í gróðri. Rússar vilja fá stærri losunarkvóta, þeir benda á að skógar landsins taki við miklu af lofttegundinni en ákveðið var m. a. á loftslagsfundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Bonn í vikunni að reikna mætti bindingu í ræktuðum skógum og landgræðslu á móti útblæstri. Frá Rússum koma um 17% af heildarlosun mannkynsins af kol- díoxíði út í andrúmsloftið en mest frá Bandaríkjamönnum, um 25%. Ávallt er átt við losun af manna- völdum þegar rætt er um koldíox- íðlosun í tengslum við varnir gegn loftslagsbreytingum, ekki er tekin með í dæmið losun vegna náttúru- legra ferla eins og við t.d. eldgos og rotnun jurta. Lofttegundin koldíoxíð, öðru nafni koltvísýringur, er eðlilegur hluti af venjulegu andrúmslofti sem aðallega er sett saman úr köfnunarefni og súrefni en sam- anlagt 1% af loftinu er síðan vatnsgufa og nokkrar lofttegund- ir, þar með talin koldíoxíð. Ákveð- ið efnafræðilegt jafnvægi hefur yfirleitt ríkt í jarðsögunni í sam- spilinu milli lofts og sjávar en að- eins 3% af því koldíoxíði sem er til staðar utan setlaganna í jörðinni og gróðursins er í sjálfu andrúms- loftinu, afgangurinn í sjónum. Meginhluti koldíoxíðs jarðarinnar er hins vegar bundinn í föstum efnum, þ.e. niðri í jörðinni. Vísindamenn hafa kannað hvaða breytingar hafi að líkindum orðið á koldíoxíðbúskap jarðar- innar. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings var staðan sú í upphafi iðnbyltingar fyrir um tveim öldum að í setlögum jarð- arinnar voru bundin 90–120 millj- ónir gígatonna, rúmlega 36.000 gígatonn í hafinu, alls um 2.700 gígatonn í jarðvegi og lifandi efni á landi (til dæmis skógum) og 615 gígatonn í lofthjúpnum. Nú eru um 760 gígatonn af kol- díoxíði í lofthjúpnum. Hlutfallsleg aukning koldíoxíðs er talin eiga þátt í að andrúmsloftið hefur hlýnað þótt deilt sé um hve mikið vægi mannsins sé í þeirri þróun og hve mikil hlýnunin sé en rann- sóknir í þessum efnum eru afar flóknar. Brennsla olíu, kola og annars jarðefnaeldsneytis er helsta orsök aukningar af manna- völdum en með brennslunni losar maðurinn koldíoxíð sem ella hefði verið áfram bundið í setlögum. Er aukningin af völdum bruna jarð- efnaeldsneytis talin vera um 6 gígatonn á ári en einnig má bæta við 1,6 gígatonni vegna eyðingar gróðurs í hitabeltinu. Nokkur óvissa ríkir um tölurnar og óná- kvæmnin sögð vera allt að eitt gígatonn á hvorn veg en nettó-við- bótin af hálfu manna virðist vera um 4 gígatonn árlega. Þótt breytingin í andrúmsloft- inu á magni koldíoxíðs sé ekki mikil í prósentum er talið að nátt- úrulegt jafnvægi geti verið við- kvæmt og ef það raskist skyndi- lega geti afleiðingin orðið snögg hlýnun, hækkun sjávarborðs um allan heim og breytingar á haf- straumum. Slíkt ferli hefur verið nefnt gróðurhúsaáhrif. Og loks ber að geta þess að því hlýrri sem sjórinn verður þeim mun minna getur hann bundið af koldíoxíði. Koldíoxíðlosun í andrúmsloftinu Hlutur manns- ins vaxandi Reuters Koldíoxíð, öðru nafni koltvísýringur, er lofttegund sem er að mestu bundin í jarðlögum en á yfirborði jarðar er hún aðallega í hafinu sem skemmtir hér brimbrettamanni í Kaliforníu. Örlítið brot af andrúmsloftinu er koldíoxíð en maðurinn hefur hækkað hlutfallið síðustu aldirnar með brennslu kola og olíu. íþróttaskór á dömur og herra Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.