Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 25 SÝNING Heide Schubert, „Veru- leikar – Ansichten“, verður opnuð í Ráðhúsinu í dag. Heide Schubert er þýsk listakona, fædd í Karls- bad en er nú búsett í Augsburg. Hún stundaði nám í Háskólanum í München og útskrifaðist þaðan. Útskrifaðist einnig frá Sorbonne í París. Schubert hefur komið til Ís- lands á hverju ári síðan árið 1979 og var eitt ár kennari á Íslandi. Hún ferðaðist um landið og tók ótal myndir. Myndirnar í sýning- unni eru samsettar myndir með sérstakri tækni og túlka gleði, ótta, þrá, von og hughrif manns- ins sem ferðast um landið, segir í sýningarskrá. Sýning í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Jim Smart Heide Schubert GUÐBERGUR Auðunssson opnar málverkasýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi í dag kl. 17. Á sýning- unni eru ný málverk auk verka frá ýmsum tímabilum á ferli Guðbergs en hann hefur áður haldið 14 einka- sýningar, bæði hér heima og erlend- is, m.a. í Þýskalandi, Noregi og Bandaríkjunum. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis og verður hún op- in til 1. september. Málverk í Norska húsinu Guðbergur Auðunsson MARKMIÐ kalla þeir Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýningu sína, en þrisvar sinnum áður hafa þeir félagar sett saman sýningu undir þeim formerkjum sem þeir flagga nú í Galleríi Sævars Karls; fyrst í galleri@hlemmur.is, svo í Deiglunni á Akureyri og loks í Galeria Wyspa í Gdansk. Tilfinningin sem sækir að áhorf- andanum þegar hann kemur inn í salinn er áþekk því þegar við honum blasir rannsóknastofa eða vélaverk- stæði. List þeirra félaganna er dæmigerð strákalist – Guy Art, eins Jerry Saltz á Village Voice kallar fyrirbærið svo réttilega – með öllum þeim draumatækjum sem litla og stóra stráka dreymir, en sumir vilja meina að karlmenn vaxi aldrei upp úr járnvöruversluninni, rafmagns- verkstæðinu eða módelsmíðinni. Þeir Helgi Hjaltalín og Pétur Örn hafa þó stálpast nokkuð því minna fer fyrir bófahasarnum á þessari sýningu en þeirri sem þeir settu upp í fyrra, í hlemmur@ismennt.is. Þar var ofuráhersla á veiðimannseðlið svo við lá að grimmd mannsins væri aðalinntak sýningarinnar. Að þessu sinni ber mun meir á já- kvæðari gildum, svo sem björgunar- búnaði og hvers kyns tækjum sem hugsanlega gætu stuðlað að slysa- vörnum á sjó og landi. Mest fer fyrir báti sem þeir félagarnir hafa smíðað og virðist vera eins manns fley með yfirbyggðu húsi. Andspænis báts- skrokknum hafa listamennirnir komið upp tveim borðum, annars vegar með samstæðum af sjón- varpssendum, móttökutækjum og skjám, þar sem hinum ýmsu upp- finningum þeirra bregður fyrir; raf- magnsbílum, eldflaugum og skopp- andi gjörðum. Fyrirbærin hafa fengið nafn – rollcam, jetcam og kitecam – en finna má margar fagrar myndir af tækjum félaganna á vefsíðu Mark- miðs: http://members.netjunk.com/ markmid. Yfir sýningunni er léttur, tilraunakenndur ferskleiki sem vissulega minnir á leikrænar til- raunir annarra skyldra listamanna, Roman Signer, Fischli/Weiss og Jason Rhodes, svo einhverjir séu nefndir af strákagerinu sem neitar að vaxa upp úr smíðakassanum. Mestu máli skiptir þó að Helgi Hjaltalín og Pétur Örn hafa í Gall- eríi Sævars Karls fundið heillandi jafnvægi milli faglegrar smíðavinnu og bílskúrskenndrar óreiðu sem hittir áhorfandann með næsta ljúf- sárum hætti. Mest mundi okkur langa til að gleyma stunda og stað, og verða aftur börn sem leyfa sér að garfa í öllum þessum lokkandi tækj- um og tólum; finna aftur upp hjólið og búa til vængi eins og Dædalos forðum daga. Þessar þrár tekst þeim félögum að endurvekja, og er það til marks um ágæti sýningar þeirra. Vélaverkfræði og vélaverkstæði Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs „Dæmigerð strákalist,“ segir í gagnrýni. MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Helgi Hjaltalín Eyjólfsson & Pétur Örn Friðriksson. Til 1. ágúst. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.